Morgunblaðið - 13.10.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
wiu> f Ktúi ?tfVuM•»t <r11 f\a r» 111 rt t <T<-f Kf?
ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1998 35
LISTIR
Afmælistónleikar Jóns Ásgeirssonar í Langholtskirkju
Fáir sem hafa samið önn-
ur eins ókjör fyrir kór
KÓRAMENNING á íslandi væri
mun fátækari ef ekki væru til lög
Jóns Ásgeirssonar við ljóð eins og
Maístjörnuna, Sofðu unga ástin
mín og Krummi krunkar úti, sem
fast að því hver einasti kór á ís-
landi er með á efnisskrá sinni. Sú
er að minnsta kosti skoðun Jóns
Stefánssonar, stjórnanda Kam-
merkórs, Gradualekórs og
Kammersveitar Langholtskirkju,
sem munu syngja og leika nokkur
verka tónskáldsins á tónleikum í
kirkjunni í kvöld til heiðurs Jóni
Ásgeirssyni sjötugum.
Frumflutt verk til minningar
um Leif Þórarinsson
„Það eru fá íslensk tónskáld sem
hafa samið önnur eins ókjör fyrir
kór eins og Jón,“ segir nafni hans
Stefánsson. Á tónleikunum verður
m.a. frumflutt verk sem Jón samdi
á síðastliðnu sumri til minningar um
Leif Þórarinsson tónskáld. „Verkið
er samið fyrir Bergþór Pálsson óp-
erusöngvara og kammersveit, við
texta eins fegursta kvæðis sem ort
hefur verið á íslensku, en það er
Söknuður eftir Jóhann Jónsson, til-
þrifamikið verk og mjög fallegt,"
segir Jón Stefánsson og bætir við
að hann hafí fengið leyfi hjá Vöku-
Helgafelli og Rfkisútvarpinu til þess
Morgunblaðið/Árni Sæberg
AFMÆLISBARNIÐ Jón Ásgeirsson fylgdist með æfiugu Kammersveitar Langholtskirkju á sunnudaginn.
að spila á undan flutningnum gamla
útvarpsupptöku af upplestri Hall-
dórs Laxness á kvæðinu.
Barnasöngvar, söngdansar
og þjóðlög
Auk þess sem Gradualekórinn
syngur nokkrar af þjóðlagaútsetn-
ingum Jóns, svo sem Móðir mín í
kví, kví og Vísur Vatnsenda-Rósu,
mun hann flytja verldð Barna-
söngva, sem Jón samdi í tilefni af
ári barnsins 1979, við fjögur ljóð
eftir Guðnýju A. Þórðardóttur, sem
hún orti á aldrinum sjö til tólf ára.
Guðný lést í bílslysi í maí 1973, að-
eins 14 ára gömul. Kór Öldutúns-
skóla frumflutti verkið á ári barns-
ins, en að því er Jón best veit hefur
það ekki verið flutt opinberlega eft-
ir það.
Meðal þess sem Kammerkórinn
flytur er þáttur úr íslenskum
söngdönsum, sem frumfluttir voru
af Kammerkór og hljómsveit Lang-
holtskirkju á sýningu Þjóðdansafé-
lagsins í Þjóðleikhúsinu árið 1995.
Þá flytur Kammerkórinn verkið
Þrír gleymdir söngvar í kórútsetn-
ingu frá því fyrr á þessu ári við
texta eftir Halldór Laxness úr Húsi
skáldsins. í frétt um afmælistón-
leikana í Morgunblaðinu á sunnu-
dag var ranghermt að um frum-
flutning á verkinu væri að ræða.
Hið rétta er að Þrír gleymdir
söngvar voru samdir sérstaklega
fyrir ísfirska kórinn í neðra, sem
ft-umflutti þá á skemmtun í Neðsta-
kaupstað á liðnu sumri.
Allir flytjendur gefa vinnu sína á
tónleikunum, sem hefjast kl. 20.30 í
kvöld í Langholtskirkju. Aðgöngu-
miðar eru seldir við innganginn og í
veglegri efnisskrá tónleikanna eru
textar allra verkanna sem flutt
verða.
í MINNINGU
JÓA KONN
Morgunblaðið/Hörður Geii-sson
EINSÖNGVARARNIR Kristján Jóhannsson, Jóna Fanney Svavarsdóttir og Sigrún Hjálmtýsdóttir
brosa breitt við fögnuði áheyrenda í lok tónleikanna.
TONLIST
íþróttahöllin
á Akureyri
MINNINGARTÓNLEIKAR
um Jóhann Konráðsson söngvara.
Kristján Jóhannsson, Sigrún
Hjálrntýsdóttir og Jóna Fanney
Svavarsdóttir ásamt Sinfóníuhljóm-
sveit Norðurlands. Stjórnandi
Giovanni Andreoli. 10. október,
klukkan 17.
PRÚÐBÚIÐ fólk, sumt langt að
komið, tók að streyma í fþróttahöll-
ina á Akureyri strax um fjögurleytið
á laugardaginn var. Hátíðleiki í
bland við eftirvæntingu og tilhlökk-
un enda tilefnið ærið; sjálfur tenór-
inn Kristján Jóhannsson kominn alla
leið heim til Akureyrar til að heiðra
minningu fóður síns, annars mikils
listamanns, Jóhanns Konráðssonar.
Söngur Jóhanns lifir í minningu
þeirra sem hann heyrðu; undurfógur
röddin sem hann var alla tíð óspar á
og gilti þá einu hvort hann söng fyrir
kvenfélagskonur í Svarfaðardal eða
var einsöngvari með íslenskum kór-
um á erlendri grund.
Með Kristjáni í fór voru fleiri
góðir gestir; söngkonumar Sigrún
Hjálmtýsdóttir og Jóna Fanney
Svavarsdóttir og aðalpíanisti Krist-
jáns, Giovanni Andreoli sem að
þessu sinni stjómaði Sinfóníuhljóm-
sveit Norðurlands.
Á efnisskránni vom verk þriggja
meistara ítalskrar óperutónlistar,
Rossinis, Verdis og Puecinis. Tónn-
inn var gefinn í fallega leiknum for-
leik að óperunni La Traviata eftir
Giuseppe Verdi en leið nokkuð fyrir
dapran hljómburð íþróttahallarinn-
ar.
Því næst steig á svið ung og bráð-
efnileg sópransöngkona, Jóna
Fanney Svavarsdóttir, sonardóttir
hjónanna Jóhanns Konráðssonar og
Fanneyjar Oddgeirsdóttur. Hún
sýnir svo ekki verður um villst, að
sönghæfileikarnir sem „Konnara-
fjölskyldan" svonefnda er þekkt
fyrir, erfast ekki síður í kvenlegg og
er hér komið ágætis viðfangsefni
fyrir Islenska erfðagreiningu, þó
það sé allt önnur saga. Jóna Fanney
söng „0 mio babbino caro“, stutta
en fallega aríu úr gamanóperunni
Gianni Schicchi eftir Giacomo
Puccini og uppskar að launum
þakklæti áheyrenda sem létu hrifn-
ingu sína óspart í ljós.
Og þá tóku við verk úr óperu
Verdis, „Simon Boccanegra". Oper-
an var frumflutt í Feneyjum 1857
en fékk slæmar undirtektir. Texti
verksins var saminn af Francesco
Maria Piave en byggður á spænsku
leikriti. Hann var síðar endurgerður
og var verkið flutt þannig í Mflanó
1881. Verdi hafði þá endurskoðað
verkið og bætt inn í það atriðum.
Óperan sem hafði það orð á sér að
vera eitt þyngsta verk tónskáldsins
og var sárasjaldan flutt, hefur nú
hlotið uppreisn æru og er álitið
meðal hans bestu verka.
Kristján var augljóslega á heima-
velli í þessum atriðum enda nýkom-
inn frá Múnchen þar sem hann hef-
ur farið með tenórhlutverkið í óper-
unni. Arían „Sento awampar fer-
oce“ úr öðrum þætti verksins er
þrungin sterkum tilfinningum hat-
urs og afbrýði og var vel flutt af
Kristjáni. Hann söng einnig tvo
dúetta úr sömu óperu ásamt Sig-
rúnu Hjálmtýsdóttur. Einhvem
veginn fannst mér nú rödd Sigrúnar
aldrei ná að njóta sín í þessum verk-
um og hið sama má segja um aríuna
„Come in quest’ora bruna“. Þar örl-
aði á óöryggi, e.t.v. vegna skorts á
samæfingu söngvara og hljómsveit-
ar. Hljómsveitin stóð hins vegar vel
fyrir sínu og ljóst að hún sækir í sig
veðrið jafnt og þétt og eflist við
hvert verkefni.
Efnisskráin eftir hlé hófst með
forleiknum að gamanóperunni Rak-
aranum í Sevilla, einu þekktasta
verki Gioacchino Rossinis. Leikur
sveitarinnar var jafn og áferðarfal-
legur en það má vel hugsa sér að
stfll verksins gefi tilefni til enn
meiri frískleika. „Una voce poco fa“,
aría Rósínu úr Rakaranum er full af
leiftrandi gáska og gefur söngvar-
anum jafnframt færi á að sýna getu
sína í kóloratúr-söng. Sigrún nýtti
sér þetta óspart en hafði ekki alltaf
hljómsveitina með sér.
„E lucevan le stelle" úr Toscu eft-
ir Puccini var yndisleg í meðförum
Kristjáns; hún var allt í senn inni-
leg, mjúk og sterk. Þá fyrst er veru-
lega gaman að heyra svona glæsi-
legan tenór þegar maður fær öll lit-
brigðin í einum pakka!! Þeir sem
ekki komust á tónleikana á Akur-
eyri ættu að bregða sér í
Metrópólitanóperuna í New York
og sjá og heyra Kristján þar næsta
haust í hlutverki Cavaradossis.
Forleikurinn að Vespri Siciliani
er gjörólíkur hinum tveimur sem á
undan fóru og skemmtilegt að
heyra hljómsveitina spretta aðeins
úr spori í sérlega glæsilegu verki.
Síðan kom dúett úr Óþelló eftir
Verdi; frábærlega vel gert hjá þeim
Sigrúnu og Kristjáni og í kjölfarið
fylgdi svo aría úr fyrrnefndri Vespri
Siciliani þar sem Sigrún söng afar
vel. Stemmningin í salnum var ólýs-
anleg og náði hámarki þegar Krist-
ján söng „Nessun dorma“ úr
Turandot eftir Puccini með glæsi-
brag. Lokatónar hljómsveitarinnar
voru kaffærðir í bravóhrópum,
klappi og stappi og allt ætlaði um
koll að keyra þegai- aukalögin
hljómuðu; Sjá dagar koma og
Hamraborgin. „Við erum stolt af
okkar fólki,“ sagði Kristján og það
er vissulega ástæða til. Það þarf
nánast kraftaverk til að framkvæma
svona fyrirtæki, tónleikar af þessari
stærðargráðu eru ekki haldnir
nema vegna þrotlausrar vinnu og
takmarkalausrar bjartsýni og síðast
en ekki síst óbilandi trúar á gildi
tónlistarinnar fyrir alla. Ekkert var
til sparað að gera þessa tónleika
sem best úr garði og vandað til allr-
ar umgjarðar um þá; falleg blóm
prýddu sviðið og lýsingin var sér-
lega vel hönnuð. En jafnvel besta
fáanlega hljóðkerfi landsins dugar
ekki til að gera íþróttahús að tón-
leikahöll. Þess vegna er það brýnt
verkefni að skapa listamönnum á
borð við þá sem glöddu eyru rösk-
lega 2000 áheyrenda á laugardaginn
var, sómasamlegar aðstæður til að
flytja list sína.
Rósa Kristín Baldursdóttir