Morgunblaðið - 22.11.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.11.1998, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Grípum tækifærið en glutrum því ekki niður Davíð Oddsson sagði í ræðu á flokksráðs- fundi Sjálfstæðisflokksins í gær að flest benti til þess að staða flokksins væri sterk, flokkurinn hefði traust vegna verka sinna. Lagði hann áherslu á að flokksfólk þyrfti að rísa undir því trausti í aðdrag- anda næstu kosninga og slagnum sjálfum. IRÆÐU sinni við upphaf flokksráðsfundarins í gær gerði Davíð Oddsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins, að umræðuefni minnkandi áhuga al- mennings á pólitík sem meðal ann- ars sæist á fundasókn. Sagði þó hægt að halda því fram að hinn pólitíski doði þyrfti ekki að vera neikvætt merki um þróun þjóðfé- lagsins. Hann gæti stafað af því að fólki þætti ekki lengur sami póli- tíski háski í landinu sem áður þótti svo nærri. „Ef það er svo þá er skýringin einkum sú að þau pólitísku gildi sem sumir flokkar lögðu áður til grundvallar og fjandsamlegust voru frelsi einstaklinganna vii'ðast alveg gufuð upp, jafnvel alveg týnd og tröllum gefln og fáir sem vilja við þau kannast. Boðskapur- inn sem héðan barst hefur sigrað samhyggjuna svo rækilega að mörg þeirra hugtaka sem hann byggði á og fordæmd voru af and- stæðingunum eru orðin að fasta- gestum í stefnuskrám þeirra sjálfra. Er þá fyrir nokkru lengur að berjast? Má okkur ekki vera sama eða að minnsta kosti nokk sama hvort prédikari hinna frjálsu hugsunar og frjálsa markaðar sé sanntrúaður sjálfstæðismaður í gömlum og góðum stíl eða nýlega umturnaður stofukommi eða jafn- vel gamalgróinn sósíalisti sem sós- íalisminn hefur verið skilinn frá eins og vökvi úr siginni ýsu.“ Sagði Davíð nauðsynlegt að hugsa vel um málið áður en spurning- unni yrði svarað. Erfðaskrár dauðra kennisetninga I þessu sambandi vísaði hann til þróunarinnar í Bretlandi í kjölfar sigurs Verkamannaflokksins undir forystu Blairs. Vinstrimennirnir hafi hlýtt og farið í felur í kosn- ingabaráttunni en væru nú að koma fram til að toga Blair í aðra átt en hann hefði lofað í kosninga- baráttunni. Blair þrjóskaðist enn við í krafti í persónulegrar stöðu sinnar en hætt væri við að þegar harðnaði á breska dalnum yrðu þessar raddir mun meira áberandi. Og í Þýskalandi og á Italíu hefðu nýjar ríkisstjómin sósíalista þegar dregið úreltar kennisetningar úr glatkistum sínum í glímunni við ný vandamál. „En hér heima sjáum við sams konar dæmi um efnistök við úr- lausn mála. Það er upplausn á vin- strikantinum sem aldrei fyrr. Astæðan er núorðið öllum ljós. Þegar til átti að taka og sjóða saman stefnu á Samfylkingarhóli kom á daginn að á þeim bæ hafði nútíminn ekki enn haft viðkomu. Gömlu stefnurnar voru að vísu settar út í horn eins og ónothæf veiðarfæri í verstöð en þegar það hafði verið gert mundi enginn lengur hvað það var sem hann eða flokkur hans stóð fyrir. Og undar- leg var sú örvæntingarfulla til- raun er þá var gerð þegar Mar- grét Frímannsdóttir fór í svokall- aða opinbera heimsókn til komm- únistaflokks Kúbu. Hún fór ekki sem fulltrúi íslensks ríkisvalds heldur sem fulltrúi eins kommún- istaflokks til annars kommúnista- flokks.“ Bætti Davíð því við að það hefði ekki þurft að koma á óvart eftir Kúbuferðina að málefna- samningur samfylkingarinnar hljómaði eins og upplestur úr erfðaskrám dauðra kennísetninga sem hvergi ættu lærisveina nema þar. Árangur í efnahagsmálum Að svo búnu ræddi formaður Sjálfstæðisflokksins um andstæðu þessa, það er að segja þann árang- ur sem náðst hafi í efnahagsmálum þjóðarinnar undir forystu Sjálf- stæðisflokksins. Nefndi ýmis dæmi um um jákvæða þróun og fjallaði um ýmislegt sem unnið hefur verið að í ríkisstjóminni. Ræddi Davíð m.a. um góðærið og spurninguna um það hvort það hefði skilað sér til allra. Sagði Ijóst að sumir bæru meira og hraðar úr býtum en aðrir, eins og gerðist í frjálsum hagkerf- M orgunblaði ð/Þorkell DAVIÐ Oddsson formaður flytur ávarp sitt. FULLTRÚAR á flokksráðsfundinum. Fremstir sitja Þorsteinn Pálsson og Bergþór Konráðsson. um. Mikilvægast væri þó að verk- inu væri ekki lokið. Ef rétt væri á haldið mætti fullyrða að góðærið væri rétt að hefjast. Davíð sagði að margir veltu því fyrh- sér hversu góðir framtíðar- möguleikar íslands væru til lengri tíma litið. Margir rifjuðu það upp hvernig farið hefði áður í svipaðri stöðu og nú. „Við skulum vara okk- ur á því að fella veruleika dagsins inn í formúlur fortíðarinnar. Það er einmitt það sem hefur gerst, einmitt það sem eykur okkur bjart- sýni og kjark að hinu efnahagslega umhverfi Islands hefur verið breytt. Spennan sem að þenslunni leiðir breiðist með öðrum hætti um þjóðfélagið en áður var. Sam- keppni innanlands, erlend sam- keppni, möguleikar á flæði fjár- muna fólks án tillits til landmæra gerir okkur miklu léttara en fyrr var að eiga við það.“ Sterk staða Sjálfstæðisflokksins Undir lok ræðu sinnar fjallaði Davíð Oddsson um stöðu flokksins þegar aðeins tæpir sex mánuðir væru til næstu þingkosninga. „Við vitum að stjórnmál lúta eigin lög- málum og fáu að treysta. Veður skipast fljótt í lofti. Við þurfum því að vera við öllu búin jafnt meðbyi’ sem andbyr. Flest bendir til að staða okkar sé sterk, flokkurinn njóti mikils trausts vegna sinna verka. Undir því trausti þurfum við að rísa í aðdraganda kosninga og slagnum sjálfum." Hann sagði ekki hægt að full- yrða um það á þessari stundu um hvað yrði kosið í næstu kosningum. Aftur á móti væri hægt að draga upp ákveðnar myndir. „Verði til að mynda kosið um traust sé líklegt að við þurfum ekki að óttast úrslit- in. Verði kosið um aukna velmegun í landinu ættu úrslitin að geta orðið okkur hagstæð. Verði kosið um stöðugleika, stefnufestu og öryggi ættu kjósendur að vera líklegir til að horfa fyrst til okkar áður en aðrir kostir verði skoðaðir. Vilji kjósendur byggja upp kaupmátt sinn, forðast ringulreið í stjórn- málalífi og auka möguleika sína og sinna og fjölga tækifærunum ætti Sjálfstæðisflokkurinn við núver- andi aðstæður að vera álitlegur kostur. Ef þessi verða verkefnin sem kjósendur leggja mest upp úr ættum við að eiga góð færi og jafn- vel stærri'-sóknarmöguleika en oft áður. Allt eru þetta mikilvæg mál, ekki fyi’ir flokkinn flokksins vegna heldur fyrii' flokkinn fólksins vegna.“ Lokaorð ræðu flokksformanns- ins voru þessi: „Það verður verk- efni okkar að koma því til skila hvar tækifærin liggja. Við þurfum ekki að hamra á þeim árangri sem náðst hefur, hann er kunnur. Við þurfum að vekja athygli á þeim möguleikum og þeim tækifærum sem era að opnast. Það bendir allt til þess að 21. öldin geti orðið Is- lendingum öld tækifæranna. Það fer því vel á því að við horfum von- góð og bjartsýn fram til þeirrar aldar og segjum: Islendingar, nú er tækifærið, grípum það en glutram því ekki niður.“ Yfírlýsing frá Samtökum um þjóðareign STJÓRN Samtaka um þjóðareign sendi Morgunblaðinu í gær eftirfar- andi yfirlýsingu til birtingar: Stjóm samtaka um þjóðareign hefur unnið að stofnun stjómmála- samtaka síðan í febrúar sl. Frá vor- dögum eftir að Sverrir Hermanns- son gekk til liðs við hreyfinguna hefur verið unnið að stefnumótun hins nýja flokks. Þessi stefnumótun hefur alfarið verið unnin á vegum Samtaka um þjóðareign. í undir- búningi að stofnun hins nýja flokks hefur alltaf verið talið sjálfsagt að hann yrði lýðræðislegur og að stjórn hans yrði kjörin á stofnfundi. Sunnudaginn 15. nóvember hélt stjóm samtakanna fund og var það samdóma álit allra stjómarmanna að finna þyrfti einhvern annan en Sverri Hermannsson sem leiðtoga flokksins. Formaður tilkynnti hon- um þetta álit á mánudag 16. nóvem- ber. Hann kvaðst alla tíð hafa talið sjálfgefið að hann yrði formaður þar sem hann hefði aldrei komið auga á neinn betri. Formaður ítrekaði álit stjómar. Sverrir kvaðst alltaf hafa verið fylgjandi óbundnum kosning- um - þ.e. að enginn sérstakur væri í kjöri, heldur skrifuðu kjósendur nafn þess sem þeir vildu kjósa. Sam- komulag náðist milli Bárðar Hall- dórssonar og Sverris Hermannsson- ar um að þetta yrði svona og til- kynnti Bárður stjóminni það. Á þriðjudag hafði Sverrir skipt um skoðun og sagði „að allt yrði að negla niður í gadda“ og krafðist þess að hitta alla stjómina. Á fimmtudag kom stjóm samtakanna til fundar við Sverri og fleiri samherja okkar í málefni þessu. Á fundinum lýsti stjóm samtakanna yfir eindregnum stuðningi við Bárð Halldórsson sem formannsefni Frjálslynda flokksins og sagði jafnframt að hún væri reiðubúin að ræða aðra kosti - hins vegar væru lýðræðislegar kosningar um æðstu stjóm flokksins algert úr- slitaatriði. Síðan ákváðu allir við- staddir að ræða saman aftur og slíta alls ekki talinu. Nú hefur Sverrir Hermannsson lýst því yfir að formálalaust hafi verið slitið samstarfi við sig og stuðningsmenn sína. Ef hann og stuðningsmenn hans litu á það sem forsendu samstarfs að hann yrði formaður flokksins áttu þeir að segja það fyrr. Enginn málefnaleg- ur ágreiningur hefur komið fram. Það er eingöngu tekizt á um for- mennsku í flokknum. Stjórn Sam- taka um þjóðareign mun að sjálf- sögðu vinna áfram að stofnun Frjálslynda flokksins, sbr. auglýs- ingu í Morgunblaðinu í dag (sunnu- dag) og hvetur alla samherja sína til að fjölmenna til fundar og taka virk- an þátt í lýðræðislegum kosningum og móta þetta afl til sóknar og varn- ar lýðræði og frelsi í landinu. Skráning á stofnfund fer fram í síma 552-7200 alla daga kl. 9-18 fram á fostudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.