Morgunblaðið - 22.11.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.11.1998, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Kjarvalsstaðir Arkitektar ræða eig- in verk ALLA sunnudaga er fræðsla og leiðsögn fyir almenning um sýning- ar Kjarvalsstaða. I dag kl. 16 munu Baldur 0. Svavarsson og Pálmar Kristmundsson taka þátt í leiðsögn um sýninguna Norhern Factor - ný kynslóð í norrænni byggingarlist - og ræða eigin verk á sýningunni sunnudaginn 22. nóvember kl. 16. I ljósaskiptunum kl. 17 sama dag flytja Halldór Ásgeirsson, myndlist- armaður, og Snorri Sigfús Birgis- son, tónskáld og píanóleikari, tónlist og gjörning. -----------?-?-?--------- Fyrirlestur í MHÍ PÉTUR Örn myndlistarmaður fjallar um eigin list í Laugarnesi, mánudaginn 23. nóvember, kl. 12.30. Kristín Þorkelsdóttir heldur fyr- irlestur um vatnslitamálun í Barma- hlíð, Skipholti 1, miðvikudaginn 25. nóvember kl. 12.30. ? ?? Lapplander að gjöf SÁ sem kaupir 3.000. eintak bókar- innar Góðir íslendingar fær Volvo Lapplander að gjöf. Huldar Breiðfjórð ferðaðist í Lapplandern- um í tveggja mánaða hringferð sinni um landið á hörðum vetrar- mánuðum og spilar hann stóra rullu í bók hans. ÞAU strjúka boga á streng: Junah Chung, Sigurður Halldórsson og Hlíf Sigurjónsdóttir. Hafnarborg Tónleikar á höggmyndasýningu HLÍF Sigurjónsdóttir fiðluleikari, Junah Chung lágfiðluleikari og Sig- urður Halldórsson sellóleikari koma fram á tónleikum sem haldnir verða í Hafnarborg, menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar, sunnudaginn 22%nóvember kl. 20.30. Á tónleikunum verða flutt Strengjatríó op. 53 eftír Franz Jos- eph Haydn, Þrír Madrigalar eftir Bohuslav Martinu og Strengjatríó í G-dúr op. 9, nr. 1 eftir Ludwig van Beethoven. Hlíf Sigurjónsdóttir lauk einleik- araprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavfk undir handleiðslu Björns Olafssonar konsertmeistara. Hún stundaði framhaldsnám við háskólana í Indiana og Toronto og við Listaskól- ann í Banff. Hlíf er fastráðin við Sin- fóníuhljómsveit íslands. Junah Chung lágfiðluleikari lauk http://www.simnet.is, mannvGrnd BI^EKKING & ÞEKKING Fundur 3. des Norræna húsið kl 16:45 - 18:00 Hefur ¦ TlJ hugleitt 11 Priðhelgi einkalif s ? Persónovernd ? Uþplýst sartþykki ? Rétt barnsins þins ? Rétt hiima látnu ? Þagnarskyldu lækna ? Trúnað við s júklinga ? oMl annvernd persónuvernd og rannsóknafrelsi S:881-7194 milli 10:00 & 13:00 Pósthólf 94 121 Rvk. mastersgráðu frá Juilliardskólanum í New York þar sem aðalkennarar hans voru Lillian Fuchs og William Lincer. Junah hefur komið víða fram sem einleikari og leikið með ýmsum kammarhópum. Sigurður Halldórsson nam selló- leik í Reykjavík og London. Frá ár- inu 1990 hefur hann starfað sem sellóleikari og kennari hér heima. Hann gaf nýlega út hljómdisk með tónlist frá 20. öldinni. Miðasala á tónleikana verður í Hafnarborg laugardag og sunnudag frá kl. 12-18. í Hafnarborg er yfirlitssýning á verkum Sigurjóns Ólafssonar mynd- höggvara, föður Hlífar fiðluleikara. Efnt er til sýningarinnarí samvinnu við Listasafn Sigurjóns Olafssonar í tilefni af því að 90 ár eru liðin frá fæðingu listamannsins. Geisladiskur Sinfdníuhljómsveitar Islands Frábær dómur í Gramophone SINFONIUHLJOMSVEIT Islands undir stjórn Peters Sakaris fær frábæra dóma í tónlistartímaritinu Gramophone fyrir flutning sinn á þremur sinfóníum finnska tónskáldsíns Leevis Madetojas sem Chandos-útgáfan gaf út á geisla- disk. Gagnrýnandi ritsins segir flutn- ing „hinnar r frábæru Sinfóníu- hljómsveitar íslands" hafa verið fullan innblásturs og fer mörgum fögrum orðum um sinfóníurnar þrjár, sem samdar voru á árunum 1915 til 1926. Þær séu kraftmiklar, magnaðar og ljóðrænar, og minna um margt á verk landa Madetojas, Jeans Sibelius, þótt þær séu ekki eins myrkar. Þá eru á geisladisknum svítur úr ballett og óperu eftir Madetoja, sem gagnrýnandinn segir að megi með réttu líkja við svíðstónlist Sibelius. „Chandos-útgáfan er framúrskar- andi í alla staði og ég get ekki mælt nógsamlega með henni," segir gagnrýnandinn og notar ennfremur tækifærið í umsógn um annan geisladisk til að gagnrýna flutning dönsku sinfóníuhljómsveitarinnar á sex sinfóníum Carls Nielsens, sem skorti það „tak og andrúm, sem gerir flutning Sakaris svo eftir- minnilegan". Jákvæð / neikvæð umræða OPNUÐ hefur verið myndlistar- sýning Þórodds Bjarnasonar á Mokkakaffi á Skólavörðustíg. Sýningin ber heitið „Tilraun til að skapa jákvæða/neikvæða umræðu". A sýningunni er eitt verk. Líta má á sýninguna bæði sem sjálfstæða og í samhengi við yfir- standandi sýningu Þórodds í Nýlistasafninu við Vatnsstíg sem ber yfirskriftina: Þing fljótandi umræðu. Þetta er önnur einkasýning Þórodds en hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga, hér á landi sem erlendis. Sýningin stendur í þrjár vikur og er opin á opnunartíma kaffi- hússins. -----------?-?-?-------- Tónleikum frestað TÓNLEIKUM Jóhanns Smára Sævarssonar og Helgu Bryndísar Magnúsdóttur, sem fyrirhugaðir voru í Digraneskirkju annað kvöld, mánudagskvöld, er aflýst vegna veikinda. Andartak áður en það gerist ERLEIVDAR BÆKUR Skáldsaga NÁIÐ SAMBAND „INTIMACY" eftir Hanif Kureishi. Faber and Faber 1998. 115 sfður. BRESKI rithöfundurinn Hanif Kureishi er af indverskum ættum og þekktastur fyrir kvikmynda- handrit sín sem fjalla um breskt alþýðufólk og kynþáttamál eins og bersýnilegast er í fyrstu bíómynd- inni hans, Fallega þvottahúsið mitt eða „My Beautiful Laundrette". Það var árið 1984. Myndin hlaut fádæma góðar viðtökur með Daniel Day-Lewis í aðalhlutverki og Kur- eishi var tilnefndur til Óskarsverð- launanna fyrir besta handrit. Tvær aðrar myndir fylgdu í kjölfarið, Sammy og Rosie fá'ða eða „Sammy and Rosie Get Laid" og London drepur mig eða „London Kills Me" og fleiri eftir þær. Að fara eða ekki fara, þar liggur efinn Kureishi hefur jöfnum höndum skrifað skáldsögur, m.a. Búddha úthverfisins eða „The Buddha of Suburbia" og Svarta albúmið eða „The Black Album" og loks þessa nóvellu hér, Náið samband eða „Intimaey". Hún hefst á orðunum „Þetta er drungalegt kvöld því ég er á fbrum og mun ekki koma aft- ur," og lýsir nokkrum stundum í lífi manns þar sem hann situr á heimili sínu og gerir það upp við sig hvort hann eigi að stíga skrefið til fulls og fara frá eiginkonu og tveimur börn- um. Efmn nagar hann ekkert síður en Hamlet forðum og hann veltir fyrir sér þessari spurningu, að fara eða ekki fara? En hver er þessi maður og af hverju hefur spurningin orðið til? Líkt og Kureishi er hann reyndar hand- ritshöfundur og starfar við kvikmyndir og nýtur bærilegrar velgengni, að minnsta kosti er hann tekinn að vinna fyrir Hollywoodmógúlana. Hann hefur aldrei viljað kvænast Susan en hefur verið í sambúð með henni í mörg ár og þau hafa eignast tvo syni. Hann á viðhald sem heitir Nína og uppfyllir mjög kynferðislegar þarfir hans. Susan virðist hafa misst áhugann á kynlífi einhvern tíma þegar líða tók á sambúð þeirra. Vinur hans, Vict- or, fór frá eiginkonu sinni fyrir nokkru og hann hyggst flytja inn tíl hans fyrsta kastið. Annars veit hann ekki hvað gerist í framtíðinni. Hann veit bara að hann er að fara að stíga stórt skref í lífi sínu og það verður aldrei það sama ef hann ákveður að gefa fjölskylduna upp á bátinn. Að mörgu að hyggja Hvað fer um huga manns sem stendur í þessum sporum? Sam- viskubit, spenna, eftirsjá, líka eftir- vænting og jafnvel tilhlökkun að hefja kannski nýtt líf með annarri konu. Það er sannarlega að mörgu að hyggja. Hann hugsar um dreng- ina sína tvo sem munu alast upp án BRESKI rithöfundur- inn, Hanif Kureishi. föður síns. Hann hugsar um manninn sem jafnvel kemur inn á heimilið síðar sem nýi maðurinn í lífi fyrrverandi konu hans og verður faðir barnanna hans. Það er eitt að fara frá kon- unni sinni, annað að fara frá börnunum. Hann hugsar um kon- una sína, það var aldrei mikil ástríða í sambandinu og kannski það sé partur af vandamálinu. Hann hugsar um sína eigin foreldra og samband þeirra. Þau skildu aldrei en það var engin hamingja sýnileg í hjóna- bandinu. Hann hugsar um sína kynslóð. Við vorum síðasta kynslóðin sem barðist fyrir kommúnisma, hugsar hann. Svo fór hún að græða peninga. Hann hugsar um hjónabandsráðgjöfina sem þau hafa leitað og fleira og fleira, allt í þeim tilgangi að reyna að skilja hvernig hann er kominn í þessa stöðu. Kureishi gerir þessu litla en mikilvæga andartaki í lífi mannsins ákaflega greinargóð skil, efanum, samviskubitinu og hinni yfirveguðu heimspekilegu umræðu sem hann á við sjálfan sig. Höfundurinn virðist snerta við flestu því sem hægt er að ímynda sér að fari í gegnum huga manns sem er að taka svo örlagaríka ákvörðun og fjallar um það af hreinskilni og góðu innsæi. Bókin er um hjóna- skilnað frá sjónarhóli karlmanns- ins og ákaflega forvitnileg sem slík. Arnaldur Indriðason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.