Morgunblaðið - 22.11.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.11.1998, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR Sykora Stangassinger Buraas Jagge Furuseth Kimura Kosir Stiansen Bourgeat Chenal Amodt Tescari Amiez THOMAS Sykora frá Austurríki hlaut flest stig í heimsbikar- keppninni í svigi síðasta tíma- bii og er því efstur á heimslist- anum þegar nýtt keppnistíma- bil í svigi hefst í Park City í dag sunnudag. Landi hans, Thomas Stangassinger, er annar og norski ólympíumeist- arinn Hans-Petter Buraas þriðji. Kristinn Björnsson er í 15. sæti og er því síðasti mað- ur inn í fyrsta ráshóp, þ.e.a.s. ef allir mæta sem eru fyrir of- an hann á heimslistanum. Fyrsta ráshóp er skipt í tvo flokka þegar rásnúmer eru dregin út fyrir keppni. Peir sem eru númer eitt til sjö á heimslistanum eru dregnir út fyrst og fá rásnúmer frá 1 til 7. Síðan eru þeir dregnir út sem eru frá 8 til 15 á heimslistnaum. Eftir það ræður staða skíðamanna á heimslistanum rásröð keppenda. Sá sem er númer 20 á listanum fær rásnúmer 20 o.s.f.v. Kristinn verður því með rás- númer á bilinu 8 til 15 í Park City á sunnudaginn. Hér á eftir fer listi yfir helstu keppinauta Kristins í vetur, sam- kvæmt heimsbikarlistanum í svigi. (heimsbikarstig í sviga): 1. Thomas Sykora, Austurríki (581). 30 ára, frá Holzgau. Hann hefur unnið heimsbikarinn í svigi tvö síðustu ár. Hann hefur níu sinnum sigr- að í svigi heimsbikarsins og vann til bronsverðlauna á ÓL í Nagano sl. vetur. Hann hefur eingöngu keppt í svigi og verið í austurríska landsliðinu í átta ár. Meiðlsi hans í hné í lok október gætu sett strik í reikning- inn hjá honum í fyrstu mótunum. 2. Thomas Stangassinger, Austurríki (579). 33 ára, frá Bad Diirnberg. Vann þrjú heimsbikarmót í svigi í fyrra og hefur unnið alls átta á ferlinum. Hann ætlaði að hætta keppni eftir síðasta tímabil en frestaði því um eitt ár til að freista þess að verða heimsmeistari í vetur. Hann varð ólympíumeistari í svigi 1994. Hann hefur verið með í heimsbikar- keppninni síðan 1985. 3. Hans-Petter Buraas, Noregi (543). 23 ára, frá Gjettum. Skaust upp á stjörnuhimininn sl. vetur er hann varð ólympíumeistari í svigi. Hann náði þrisvar sinnum öðru sæti í heimsbikarnum, tvisvar þriðja og tvisvar fjórða sæti. Hann þótti sýna mikið öryggi og verður að teljst til alls líklegur í vetur. Fyrir síðasta tímabil hafði hann ekki náð að vera á meðal 20 efstu. 4. Finn Christian Jagge,Noregi (389). 32 ára, frá Stabæk. Varð ólympíu- meistari í svigi 1992. Hann hefur fjórum sinnum sigraði í svigi heims- bikarsins og þar af einu sinni á síð- asta ári, í Sestriere. Hann hefur verið meðal keppenda í heimsbik- arnum síðan 1986. Hann hefur lýst því yfir að þetta verði síðasta keppnistímabil hans. Reuters KRISTINN stóð í fyrsta sinn á verðlaunapalli heimsbikarsins í Park City fyrir ári síðan. Hér óskar austurríski ólympíumeistarinn Thomas Stangassingar honum til hamingju með árangurinn. Eins og stormsveipur KRISTINN Björnsson stal sen- unni á heimsbikarmótinu í svigi í Park City í Bandaríkjunum fyrir ári er hann náði öðru sæti þrátt fyrir að hafa haft rásnúm- er 49. Árangur hans þótti einn sá athyglisverðasti í heimsbik- arnum síðasta keppnistímabil. Hann fékk alla athyglina - kom eins og stormsveipur fram í sviðsljósið. Arangur hans þótti mun merkilegri en að Ólympíu- meistarinn Thomas Stangassin- ger frá Austurríki hefði unnið, enda sjötti sigur hans á heims- bikarmóti og annar sigur hans í Park City. Kristinn vann þarna eitt mesta íþróttaafrek fslend- ings og kom sér á stall með bestu skíðamönnum heims. Kristinn sagði í viðtali við Morgunblaðið eftir mótið í fyrra: „Atgangur fréttamanna var slíkur að ég komst ekki úr skíðaskónum fyrr en þremur klukkutímum eftir að keppni lauk. Ég sat fyrir svörum, í sjónvarpi, útvarpi og síðan á blaðamannafundi í tæpa klukku- stund á meðan sigurvegarinn Thomas Stangassinger slapp með nokkrar mínútur. Ailir vildu fá að vita eitthvað um bennan óþekkta skíðamann frá Islandi sem stal senunni á mót- inu." „Þegar ég vaknaði daginn eftir, hélt ég að þetta væri draumur en þegar ég sá úrslitin á nátt- borðinu rann upp fyrir mér að þetta var raunveruleiki. Ég skoðaði úrslitin og sá alla þessa skíðamenn sem ég hafði sigrað. Þetta voru kappar sem ég hef lengi litið upp til. Nú var ég allt f einu kominn í þeirra hóp. Þetta er lygasögu líkast," sagði hann. Nú er Olafsfírðingurinn mættur til Park City í góðri æf- ingu og freistar þess að endur- taka leikinn frá í fyrra. Minn- ingarnar eru altént góðar frá Park City og nú búast margir við meiru af honum en í fyrra enda er hann kominn í fyrsta ráshóp. Væntingarnar verða þó að vera raunhæfar og rétt að geta þess að hann er í 15. sæti á heimslistanum. Samkvæmt því ætti allt fyrir ofan 15 að vera góður árangur. Eitt er víst að spennandi verður að fylgjast með honum renna sér niður brekkuna í Park City þar sem hann sló svo eftirminnilega í gegn fyrir ári. Sjónvarpið verður með beina útsendingu frá svigkeppninni í dag sunnudag og hefst útsend- ingin kl. 16.55. Þá verður sýnt frá fyrri umferð og verður Kristinn með rásnúmer frá 8-15. Síðari umferðin hefst síðan kl, 20. Einnig verður sýnt beint frá svigkeppninni á Eurosport. Rásröð keppenda í síðari um- ferð fer eftir árangri þeirra í fyrri umferð. Aðeins 30 bestu skíðamennirnir eftir fyrri um- ferðina fá að fara niður í síðari umferð og er rásröðinni snúið við. Sá sem hefur besta ti'mann eftir fyrri umferð fer síðastur niður í síðari umferð - til að hafa spennuna sem mesta. 5. Ole Christian Furuseth, Noregi (376). 31 árs, frá Osló. Hefur unnið 5 heimsbikar- mót í svigi og þrjú í stórsvigi. Varð annar á ólympíuleikunum í sviginu í Nagano. Hann var í öðru sæti í stigakeppni heimsbikarsins 1990. 6. Kiminobu Kimura, Japan (336). 28 ára, Saitama. Hefur verið með í heimsbikarnum frá því 1994 og að- eins einu sinni náð á verðlaunapall, í Veysonnaz sl. vetur er hann varð í þriðja sæti á eftir Kristni Björns- syni. Kimura fótbrotnaði í sumar og því ekki víst að hann verði með í Park City á sunnudag. 7. Juri Kosir, Slóveníu (257). 26 ára, frá Mojstrana. Hefur unnið eitt svigmót, í Madonna fyrir fjórum árum. Vann til bronsverðlauna í svigi á ÓL í Lillehammer 1994. Keppir bæði í svigi og stórsvigi. Hefur tekið þátt í heimsbikarnum síðan 1992. 8. Tom Stiansen, Noregi (235). 28 ára, frá Osló. Hefur einnu sinni unnið svigmót, í Breckenridge fyrir tveimur árum. Hann er núverandi heimsmeistari í svigi og varð fjórði á OL í Naganó. Hann keppir einnig í stórsvigi og hefur tvisvar sinnum komist á verðlaunapall í þeirri grein. 9. Pierrick Bourgeat ,Frakklandi (215). 22 ára, frá Uriage. Hann er að hefja þriðja árið í heimsbikarnum og þyk- ir með þeim efnilegri í svigi. Hann varð annar í sviginu í Kransjka Gora sl. vetur. Kom til íslands í laxveiði í sumar ásamt Kristini Björnssyni og Hans-Petter Buraas í boði Rossignol. Urslitin í Park CHy ífýrra Úrslitin í sviginu í Park City í fyrra var sem hér segir: 1. Thomas Stangassinger (Aust.)l: 39.21 (49.49/49.72) 2. Krislimi Björnsson.................1:39.31 (50.18/49.13) 3. Finn Chr. Jagge (Noregi).........1:39.34 (49.26/50.08) 4. Kjetil Andre Aamodt (Nor.).....1:39.42 (48.72/50.70) 5. M. Von Griinigen (Sviss)...........1:39.63 (49.16/50.47) 6. Hans-Petter Buraas (Nor.).......1:39.81 (49.86/49.95) 7. Siegfried Voglreiter (Aust.)......1:40.11 (48.73/51.38) 7. Sebastien Amiez (Frakkl.)........1:40.11 (49.83/50.28) 9. Tom Stiansen (Noregi)..............1:40.20 (49.87/50.33) 10. Fabrizio Tescari (ítalíu)..........1:40.30 (49.77/50.33) 10. Joel Chenal, Frakklandi (210). 25 ára, faá La Rosiére. Er að hefja þriðja árið í heimsbikarnum eins og félagi hans, Bourgeat. Chenal vann sig upp í fyrsta ráshóp sl. vetur. Besti árangur hans var 5. sæti í Schladming. 11. Andrej Miklavc, Slóveníu (184). 28 ára, frá Zabnica. Hann hefur ver- ið meiri stórsvigsmaður og vann tví- vegis heimsbikarmót í fyrravetur. Hefur einu sinni náð á verðlauna- pall í svigi, þriðja sæti í Park City 1996. Vann til bronsverðlauna á ÓL 1994 i stórsvigi. 12. Kjetil-Andre Ámodt, Noregi (177). 27 ára, frá Osló. Vann stigakeppni heimsbikarsins 1994 og þykir jafn- vígur á allar greinar heimsbikars- ins. Hefur unnið 14 heimsbikarmót á átta ára ferli, en ekkert í svigi. Fjórum sinnum hafnað í örðu sæti í svigi, síðast í Kitzbuhel sl. vetur. Hann er þrefaldur heimsmeistari og varð ólympíumeistari í risasvigi í Albertville 1992. 13. Fabrizio Tescari, ítalíu (175). 29 ára, frá Asiago. Hefur eingöngu keppt í svigi og einu sinni sigrað, í Sestriere 1993 og er það í eina skipti sem hann hefur komist á verðlaunapall. Besti árangur hans sl. vetur var annað sæti í Schladming. Þetta er sjöunda tíma- bilið hans í heimsbikarnum. 14. Sebastien Amiez, Frakklandi (162). 26 ára, frá Moutier.'"Hefur einu sinni unnið svigmót, í Veysonnaz 1996. Hann náði sér ekki á strik sl. vetur og var besti árangur hans þá 7. sæti í Park City. Hann varð ann- ar á heimsmeistaramótinu 1997. 15. Kristinn Börnsson, íslandi (160). 26 ára, frá Ólafsfirði. Á öðru ári í heimsbikarnum. Skilaði sér niður í tveimur heimsbikarmótum sl. vetur, í Park City og Veysonnaz í Sviss og hafnaði í öðru sæti í þeim báðum. Helstu keppinautar Krístins i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.