Morgunblaðið - 22.11.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.11.1998, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1998 l MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/RAX HVAÐA framtíð bíður ungu kynslóðarinnar á Austurlandi? Mun hún flytja á brott? Leysir álver á Reyðarfirði þann vanda sem atvinnu- og menning- arlíf á Austurlandi býr við? Þessi skólabörn léku sér í ísknattleik á Neskaupstað í vikunni. „Alver er það eina sem við sjáum framundan" Fólksflóttinn af landsbyggðinni er stað- y--------------------------------------------------------------------------------------------------------- reynd. Ibúar landsbyggðarinnar vilja fjölbreyttara atvinnulíf og betri lífskjör. A Austurlandi telja margir að virkjun fallvatna og uppbygging stóriðju sé stærsti möguleikinn sem nú gefíst til að snúa þróuninni við. Aðrir telja stríðið tapað, og segja að ekkert geti komið í veg fyrir þessa þróun. Ragna Sara Jónsdóttir blaðamaður og Ragnar Axelsson ljós- myndari fóru um Austurland og kynntu sér viðhorf heimamanna. SVO virðist sem mikill mátt- ur hafi verið dreginn úr íbúum Austurlands með þeim mikla fólksflótta sem þaðan hefur verið undan- farin ár. Þegar dæmt er út frá fjöl- mörgum samtölum við íbúa á Aust- urlandi virðast margir hverjir ekki trúa því að atvinnulífið verði byggt upp á ný nema með stórtækum að- gerðum. Þeir virðast ekki lengur hafa trú á að þeirra frumkvæði geti breytt ástandinu, heldur þurfi eitt- hvað meira til. Það lítur út fyrir að það sé þess vegna sem uppbygging orkufreks iðnaðar og virkjana hefur svo mikið fylgi meðal íbúa svæðisins. Með því sjá menn von um að ný at- vinnutækifæri skapist, þjónusta efiist, lífskjör batni og fólksflóttinn stöðvist. Þó eru ekki allir sem vilja viður- kenna að ástandið sé jafn slæmt og undanfarið hefur verið haft á orði. Sumir segja að atvinnulíf sé þegar að færast í aukana, en aðrir geta ekki tekið undir það. íbúum á Austur- landi finnst það jaðra við hroka að á suðvesturhorninu skuli virkjana- framkvæmdum á hálendinu vera mótmælt. Þeir skilja Ola af hverju mótmælin vakna þegar loksins á að hefja framkvæmdir í þeirra lands- fjórðungi, en aldrei heyrist múkk þegar virkjanir og stóriðja eru reist á suðvesturhorninu. Sumir eru reiðir vegna þessa, aðrir sárir. Sumir telja mótmælin og umfjöllun fjölmiðla hafa haft áhrif á skoðanir fólks, og fleiri bætist í hóp þeirra sem eru andvígir virkjunum norðan Vatna- jökuls. I þessari seinni grein af tveimur er spjallað við íbúa á Eski- firði, Fáskrúðsfirði og Egilsstöðum um viðhorf þeirra til virkjana og uppbyggingar stóriðju. Byggðamálin blandast óhjákvæmilega þar inn í og þá sérstaklega viðhorf fólks til stjórnvalda og áhrif kvótakerfisins. Kvótabraskið haft neikvæð áhrif Erlendur Jóhannsson sjómaður gerir út trillu frá Fáskrúðsfirði og segir að kvótabraskið hafi haft mikil áhrif á þróun atvinnutækifæra í firð- inum. „Ef stóriðja hefði komið í fjórðunginn fyrir tíu árum hefði ég hætt á sjó og farið að vinna í henni, em það hefur verið hálfgert sultarlíf á trillunni síðastliðin tíu ár. Eg vona annarra vegna að álver á Reyðarfirði verði nú að veruleika. Fólksflóttinn er orðinn mjög alvarlegur. Það eru nánast bara gamalmenni eftir hérna í firðinum og ekki fá þau vinnu í ál- veri sökum aldurs," segir Erlendur. Ægir Kristinsson, hafnarvörður á „EF stdriðja hefði komið í fjórðunginn fyrir tíu árum hefði ég hætt á sjó og farið að vinna í henni, en það hefur verið hálfgert sultarlíf á trillunni sfðastliðin t/u ár. Ég vona annarra vegna að álver á Reyðar- firði verði nú að veruleika," segir Erlendur Jóhannsson, trillusjómað- ur á Fáskrúðsfirði. Fáskrúðsfirði, segir stóriðju líklega verða samfélaginu til bóta, en eitt- hvað meira þurfi að koma til. „Hér er það bara fiskurinn og atvinnulífið er nrjög einhæft. Álver er það eina sem við sjáum framundan, þótt það sé engin lausn á þessum vanda. Eg veit ekki hvað verður um fiskvinnsl- una ef allir fara í álver, það gengur ekki upp heldur. Kannski yrðu það bara útlendingar sem myndu vinna í fiski," segir Ægir og bætir við: „En smáiðnaður á erfitt uppdráttar hérna, hann virðist ganga í nokkur ár en svo dettur hann upp fyrir. Eina uppbyggingin sem á sér stað núna er hjúkrunarheimili sem verið er að byggja, það er það fyrsta sem hefur verið rekið niður í nokkur ár. íbúð- arhús eru ekki byggð hérna. Það er nóg af húsum og hægt að fá þau á spottprís. Það færu miklu fleiri héð- an ef þeir gætu selt, en margir hafa ekkert í að fara, kofarnir standa hérna verðlausir og menn verða að hafa eitthvað á milli handanna til að geta komist í hús í Reykjavfk. Það er verið að selja hús hér á allt frá 9% og upp í 50% af brunabótamati þeirra. Heldurðu að það sé ástand," sagði Ægir. En hvað með náttúruna, er engin eftirsjá í henni? „Það er reglulega fallegt við Hafrahvamma og að hugsa til þess að þetta fari allt sam- an undir vatn, það er náttúrulega skelfilegt. En við verðum að horfa í það. Menn verða að geta bjargað sér einhvern veginn, hvort sem það er með þessu eða einhverju öðru. En mér finnst alveg sjálfsagt að Fljóts- dalsvirkjun fari í umhverfismat og það verði látið ráða," segir Ægir. Hálendið einskis virði Viðhorf Austfirðinga til náttúr- unnar og hálendisins virðist vera mjög mismunandi. Sumum fmnst beinlínis ekkert til hálendisins koma, en öðrum þykir vænt um það. Aðal- steinn Jónsson, forstjóri Hraðfrysti- húss Eskifjarðar, er hlynntur því að virkja á hálendinu. „Hefur þú séð þessi stórfljót æða fram með sinni miklu orku," spyr Aðalsteinn þegar hann er spurður um skoðun sína á virkjunum og stór- iðju á Austurlandi. „Þau renna þarna dag og nótt, alla daga ársins. Þessa óskaplegu orku erum við búin að horfa á í þúsund ár. Er ekki tími til kominn að nýta hana eftir því sem unnt er? Ég hef oft hugsað til þess að þetta sé okkar tækifæri til að borga erlendar skuldir. Virkjanir borgar sig ekki strax, heldur með ár- unum, því þær vinna nótt sem dag allt árið um kring," segir Aðalsteinn og segist ekki geta séð að uppistöðu- lón verði til annars en að fegra til dæmis Eyjabakkasvæðið. „Þetta er engin fórn fyrir jafn stórkostlega virkjun og um er að ræða. Mér finnst þetta land vera einskis virði," segir Aðalsteinn og bætir við að Jökulsá á Dal verði sennilega góð laxveiðiá ef hún verði virkjuð. Aðalsteinn segir að atvinnuástand- ið á svæðinu sé ekki svo slæmt, en stóriðja muni líklega fjölga fólki. „Fólksflótti frá þessu svæði hér fyrir austan er mikill, sem ég skil ekki því ég veit ekki betri stað en hér. Fólk vill vera í þjónustustörfum, það vill bara ekki vinna í físki lengur. En fólki fjölgar á Egilsstöðum, því þar eru nánast einungis þjónustustörf. Mér fínnst þó lágmarksmannréttindi að fólk ákveði sjálft hvar það vill búa og ég vil ekki reyna að stjórna því. Hins vegar reynum við að aðstoða fólk sem flytur hingað og erum með í huga að veita því ákveðin hlunnindi," segir Aðalsteinn. Húseignir seljast ekki Viðmælendur Morgunblaðsins eru ekki allir sammála um hvort álver í Reyðarfirði muni fá brottflutta ein- staklinga og fjölskyldur til að koma aftur. Sumir efast um að störf í ál- veri séu svo áhugaverð að fólk flytji aftur til baka, en aðrir eru sannfærð- ir um annað. Stefán Ingvarsson, verkstjóri í nótastöð Hraðfrystihúss Eskifjarð- ar, segist vera sannfærður um að fólk muni koma aftur austur ef at- vinnutækifæri skapist, og þar á með- al til að vinna í álveri. Og „fórnirnar" sem þarf að færa eru ekki stórvægi- legar í hans augum: „Fyrir þá sem eru alltaf uppi á hálendi er þetta kannski eitthvað mál, en fyrir svona meðaljón eins og mig sem hefur aldrei farið upp á hálendi, þá get ég ekki séð að mig varði neitt um að það verði reist stífla einhvers staðar þarna uppi, þar sem ég kem kannski tvisvar á ævinni," segir Stefán. Stefán segir að ástandið á fast- eignamarkaðnum hafí sjaldan verið verra en nú. „Ég á hús á Reyðarfírði, sem ég hef nýlokið við að byggja. Ég fengi líklega 15 milljónir fyrir húsið ef það væri í Reykjavfk, en ég mætti vera ánægður með að fá 7-8 milljón- ir fyrir það hér. Það er ekki skrýtið þó að fólk vilji efla hér atvinnu. Fólki er ekki sama um svona lagað. Það er að fá nánast ekkert fyrir það sem það hefur stritað fyrir alla sína ævi, á meðan aðrir í Reykjavík eru að fá mun meira fyrir svipaðar eignir. Ég held það sé þetta sjónarmið sem fólk er að spá mikið í, enda kannski ekki skrýtið. Ungt fólk veigrar sér við að kaupa eignir úti á landi þvi það veit að það getur kannski aldrei losnað við þær," segir Stefán. „Eigum að segja sann- leikann um stöðu mála" „Ég held að staðan sé töpuð. Það er ekki hægt að bjarga þessu lengur, það þurfti að gera aðgerðir hér fyrir átta árum," segir Eiríkur Stefáns- son, formaður Verkalýðs- og sjó- mannafélags Fáskrúðsfjarðar, og heldur áfram: „Fólkið er farið og það snýr ekki til baka aftur, það er alveg sama hvað við gerum, það kemur ekki aftur til baka. Eini möguleikinn var að flóttinn hefði aldrei brostið á, og þeir sem bjuggu hérna hefðu búið hér áfram." Eiríkur segir að eini mögulegi vaxtarbroddurinn fyrir Austurland í dag sé að annar atvinnuvegur en sjávarútvegur nemi þar land. Það sé þó ekki nóg því auk þess þurfí að gera ýmsar aðrar aðgerðir. „Það þarf að fella niður virðisaukaskatt af öllum lífsnauðsynjum og þungaskatt af öllum vöruflutningum, lækka vöruverð um 6-8%, jafna orkuverðið þannig að það kosti jafn mikið að kynda hér og það kostar í Reykjavík, og lækka skatta hér um 10%, þá hugsanlega gætum við stoppað það af að fleiri færu. En þeir sem eru •: l Í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.