Morgunblaðið - 22.11.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.11.1998, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ ,38 SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1998 HVÍTASUNNUSÖFNUÐURINN í Búrkína Fasó rekur heimili fyrir munaðarlaus börn. UNDIRLEIKARARNIR í kirkjunum berja hijóðfærin sín, sem þeir sitja á, af mikilli list. AÐALKIRKJA hvítasunnuhreyfingarinnar í höfuðborg- inni, Úagadúgú. Ouedraogo er prestur í þessari kirkju. Búrkína Fasó Mnumnmknd Þótt Búrkína Fasó sé þriðja fátækasta ríki - heims skv. lista yfír meðaltekjur manna í að- ildarríkjum Sameinuðu þjóðanna er það rík- ara en mörg önnur Afríkuríki. Þar ríkir frið- ur. María Hrönn Gunnarsdóttir var svo lánsöm að kynnast tveimur forstöðumönnum innan hvítasunnuhreyfingar Búrkína Fasó er þeir voru hér á ferð fyrir skömmu ásamt starfsbróður sínum á Suðurlandi, Hinriki Þorsteinssyni. BÚRKÍNA Fasó lætur framandi í eyrum margra íslendinga og Kkast til þess vegna halda þeir að það sé langt í burtu. Svo er þó ekki, þótt þúsundir kílómetra skilji löndin tvö að sem og gífurlegur munur á efna- hag þjóðanna tveggja. Samgöngur eru ágætar við landið með flugi til Parísar, þar sem vegabréfsáritanir eru fúslega veittar þeim sem viija sækja Búrkína Fasó heim. „Það þarf raunar ekki að sækja um vega- bréfsáritun áður en haldið er af stað. Þú getur fengið hana á flug- vellinum um leið og þú kemur til landsins," segir Ouedraogo Pawentaore, forseti hvítasunnu- • hreyfmgarinnar, Assemblies of God, í Búrkína Fasó. Hann er staddur hér á landi í stuttri heim- sókn ásamt Sawadogo Jean- Baptiste ritara hreyfingarinnar. Sjálfír eiga Búrkina Fasó-búar ekki í vandræðum með að fá vega- bréfsáritanir til annarra landa - svo framarlega sem þessi mál eru í lagi hjá þeim sem ætlunin er að heim- sækja. Segist Ouedraogo t.d. hafa fengið afar hlýjar og góðar viðtökur er hann leitaði á náðir sendiráðs ís- lendinga í París. Degi síðar var hann kominn með áritunina í hend- ur og gat lagt af stað til íslands þar sem hitastigið um þessar mundir er um 35°C lægra en í heimalandi hans. Fyrir greiðviknina er hann þakklátur og biður hann sérstak- lega um að þess sé getið hér. Dýrmæt vegabréf Góð tengsl Búrkína Fasó-búa við umheiminn gera það að verkum að vegabréf þeirra eru mikils virði komist þau í hendur óvandaðra manna. Tvö til þrjú þúsund ensk pund eru gefin fyrir slík vegabréf. Það er óneitanlega há fjárhæð ef tekið er tillit til þess að meðaltekjur í Búrkína Fasó eru 300 pund á ári. Til að koma í veg fyrir þessa versl- un hefur verið gripið til þess ráðs að hanna ný vegabréf, sem engin leið er að breyta. „En þú ert sennilega ekki vön að umgangast hörunds- dökkt fólk svo þú myndir áreiðan- lega ekki átta þig á því ef ég rétti þér vegabréf Sawadogo í stað míns eigin,“ segir Ouedraogo og þeir skellihlæja báðir. Kynþáttafordómai' eru ekki land- lægir í Búrkína Fasó, að sögn þeirra Ouedraogo og Sawadogo, og þeir þekkja ekki til vandamála á borð við þau sem þekkjast frá Suð- ur-Afríku. „Ég var á ferðinni í Suð- ur-Afríku á meðan aðskilnaðar- stefnan var við lýði. Ég og nokkrir aðrir, sem allir eru hvítir, ætluðum í dýragarð en þennan tiltekna dag var hörundsdökku fólki meinaður aðgangur. Það skipti mig engu máli svo ég sagði við miðasölumanninn að ég kæmi bara á morgun. Mig langaði að skoða dýrin en mig lang- aði ekki til að hitta þá sem sömdu þessar undarlegu reglur. Miðasölu- maðurinn spurði hvort mér væri sama - hann átti von á öðru. En ég tók reglurnar ekki til mín,“ segir Ouedraogo. Maður sem hægt er að treysta Stjómmálaástand í Búrkína Fasó er allsendis ólíkt því sem segja má um mörg önnur ríki í Afríku. Gagn- kvæm virðing ríkir á milli þeirra 58 Morgunblaðið/Golli OUEDRAOGO (t.h.) og Sawadogo. Ljósmynd/Hinrik Þorsteinsson HÉR MÁ sjá a.m.k. 34 nemendur saman í bekk í framhaldsskóla sem sérstaklega er ætlaður stúlkum. 200 km • M A L í — X-' ■ J . r { j J NiGER UAGADUGU / V® {— FlLABEINS- CANA :o'! ~\ STRÖNDIN / BÚRKÍNA FASÓ Stærð: 274 þús. ferkm. íbúar: 9,9 milljónir Ríkismál: Franska TVÆR árstíðir eru í Búrkína Fasó, fjögurra mánaða regn- timi og átta mánaða þurrka- tími þegar ekki fellur dropi úr lofti. Töluvert heitt getur orð- ið i landinu en að sögn ís- lendinga sem sótt hafa landið heim verður hitinn aldrei óþægilegur vegna þess hversu loftið er þurrt. ættbálka sem búa í landinu og þeir jafnt sem mismunandi trúarhópar lifa friðsömu lífi. Landið var frönsk nýlenda þar til árið 1960 að þjóðin öðlaðist sjálfstæði. Það var aftur á móti ekki fyrr en í ágúst árið 1984 að nafni landsins var breytt úr Efri- Volta í Búrkína Fasó, sem þýðir maður sem er traustsins verður. Tungumálin og mállýskumar sem talaðar em í landinu em jafnmarg- ar ættbálkunum, auk frönsku sem er opinbert tungumál í landinu og samskiptamál ólíkra ættbálka enda skilja þeir ekki tungu hver annars. Hvítasunnumenn í landinu nýta hvert tækifæri til að flytja friðar- boðskap frelsarans Jesú Krists til þjóðar sinnar svo að sem flestir eignist lifandi trú og lifi kristilegu og friðsömu lífi. Það gera þeir ekki síst í gegnum skóla sem þeir reka en þeir standa öllum bömum, sama í hvaða trúarflokki þau em, til boða. Helstu yfirmenn þjóðarinnar, svo sem forseti landsins sem er mú- hameðstrúar, gengu í skóla á vegum hvítasunnuhreyfingarinnar og segir Ouedraogo að störf þeirra beri því glöggt vitni að þeir hafi kynnst Jesú og kristinni trú. Langflestir tæplega 10 milljóna Búrkína Fasó-búa era múslimar. „Múslimar og fólk í öðrum trúar- hópum senda börnin sín í skólana okkar. Bömin ákveða mörg hver að verða kristin og þau snúa jafnvel foreldrum sínum til ki'istinnar trá- ar. Við kennum börnunum góða kristilega hegðun og það verður ekki tekið frá þeim þótt þau verði ekki kristin,“ segir Ouedraogo. Faðir borgarstjórans í Úagadúgú var forstöðumaður í hvítasunnu- kirkju í Úagadúgu, höfuðborg landsins. Borgarstjórinn er þriðji valdamesti maður landsins. Hann tilheyrir söfnuði Ouedraogo og var það einmitt eitt af verkefnum þess síðarnefnda hér á landi að heim- sækja borgarstjóm Reykjavíkur með kveðju frá borgarstjóranum. Fjármálaráðherra Búrkína Fasó, sem er talsmaður stjórnar landsins, er hvítasunnumaður sem og eigin- kona hans en hún er forseti hæsta- réttar landsins. Þeir Ouedraogo og Sawadogo vom einnig með bréf frá honum í farteskinu sem þeir af- hentu Geir Haarde fjármálaráð- herra. Ferð þeirra félaga norður til íslands var því ekki einungis til að styrkja tengsl hvítasunnuhreyfing- anna í löndunum tveimur heldur hafði hún einnig stjórnmálalegan tilgang. Og hreyfingin heldur áfram að vaxa Hvítasunnuhreyfingin í Búrkína Fasó rekur sögu sína aftur til ársins 1919 en þá var ákveðið í söfnuði nokkrum í Bandaríkjunum að hefja skyldi tráboð í Efri-Volta. Tvenn hjón og tvær einhleypar konur lögðu af stað yfir hafið, með litla vit- neskju um landið aðra en þá að þar hafði enginn kristinn maður komið að boða trána á Jesú. Þremur árum síðar vom þau á leiðarenda og höfðu þau þá farið mörg þúsund kílómetra leið m.a. á hestum og ösn- um í gegnum Sierra Leone, Gíneu, Senegal og Malí. Þau fengu leyfi höfðingjanna í ættbálkum landsins til að stofna kirkju og kenna fólki að lesa og skrifa með hjálp biblíunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.