Morgunblaðið - 22.11.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.11.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1998 11 h farnir nást aldrei aftur til baka," seg- ir Eiríkur. Hann segir að einkum tvennt hafi áhrif á fólksflóttann úr fjórðungnum, aðgerðarleysi ráðamanna og kvóta- braskið. „Ég vil kenna þingmönnum landsbyggðarinnar, sveitarstjórnar- mönnum og fleirum um hvernig er komið fyrir okkur. Þeir hafa ekki þorað að tala opinskátt um hvernig er í pottinn búið og sagt hreint út að barlómur dragi úr fólki kraftinn. Ég segi, við eigum að hætta að blekkja okkur og við eigum að segja sann- leikann um stöðu mála á landsbyggð- inni. Þess fyrr verður gripið til að- gerða. Að auki ræður enginn við þetta kvótakerfi. Það er allt að seil- ast frá okkur og stóru fyrirtækin eru að soga kvótann til sín. Það voru þrír togarar hérna og fjórir 200 tonna bátar fyrir örfáum árum síðan. Nú er einn togari og engir 200 tonna bátar. Það er kvótakerfið sem er að leggja sjávarbyggðirnar í rúst," seg- ir Eiríkur. Og ástandið er mjög slæmt í aug- um Eiríks. „Þegar 331 maður fer af Austurlandi á fyrstu níu mánuðum ársins er ástandið slæmt. Getið þið ímyndað ykkur hve mikil blóðtaka það er? Miðað við höfðatölu jafngild- ir það því að tveir tugir þúsunda manna hyrfu úr Reykjavík á níu mánuðum. Við erum að upplifa þetta núna. Það eru allir á aldrinum frá 16 til 30 ára fluttir úr bæjunum, þetta fólk er ekki hérna lengur, það er bara farið. Ég er ekkert viss um að fólk muni flykkjast hingað á firðina til að vinna í álveri. Það gæti þurft að flytja inn vinnuafl þó að ég telji að þeir sem hafi unnið lengi í fiski muni líklega vinna í álverinu, verði það byggt." Eiríkur segir það nauðsynlegt fyr- ir samfélagið að viðhalda byggð í litl- um sjávarplássum: „Hverjir fram- leiða fiskinn, undirstöðu efhahags- lífsins? Það er ekki Reykjavík, ekki Kringlan, það er Bakkafjörður, Fá- skrúðsfjörður og aðrar sjávarbyggð- ir um allt land. Það er ekki fólkið í glerhöllunum í Reykjavík sem er að skapa tekjur fyrir þjóðina. Það kem- ur úr sjávarútveginum, þar skapast tekjurnar og þess vegna er mikil- vægt að hér haldist byggð," segir Ei- ríkur. Fyótsdalsvirkjun óviðunandi Svo virðist sem íbúar á Egilsstöð- um og nágrenni setji meiri fyrirvara við virkjanir og stóriðju en íbúar á fjörðunum. Það kemur ef til vill ekki á óvart þegar litið er til þess að íbú- um á Héraði hefur ekki fækkað eins og raunin er á fjörðunum, auk þess sem þar er að finna fjólbreyttara at- vinnulíf. Þörfm fyrir nýbreytni í at- vinnulífinu er því minni á Héraði og af því stafar líklega ólíkt viðhorf. Jón Kr. Arnarson er oddviti F- lista, Félagshyggju við Fljótið, í sveitarstjórn Fljótsdalshrepps. Ný- lega slitnaði upp úr meirihlutasam- starfi listans við Framsóknarflokk- inn, og var það vegna ágreinings um umhverfismál, að sögn Jóns. Hann telur að Fljótsdalsvirkjun eins og hún sé sett fram sé óviðunandi. „Það er alveg ljóst að virkjanir og stóriðja geta verið mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið, en til þess að það geti orðið þarf að vera tryggt að við fórnum ekki meiri hagsmunum fyrir minni. Við höfum mat á umhverfisá- hrifum til að hjálpa okkur að komast að því og þó að það sé ekki fullkomið, þá er það besta tækið til að meta þau áhrif. Þar af leiðandi finnst mér nauðsynlegt að fram fari mat á um- hverfisáhrifum og þá sérstaklega á Fljótsdalsvirkjun þar sem hún er undanþegin slíku mati. Ég tel jafnframt að Fljótsdals- virkjun, eins og hún er sett fram núna, valdi óviðunandi náttúruspjöll- um. Svæðið hefur alla burði til þess að verða ein mesta ferðamanna- og náttúruperla á landinu og það er gersamlega siðlaust að ætla að skella virkjuninni á án lögformlegs um- hverfismats," segir Jón. Unga fólkið vill búa í sinni heimabyggð Menntaskólanemarnir Agnes Vogler, Hlynur Sigurðsson, Baldur Bjarnason og Garðar Valbjörnsson eru öll á fjórða ári í Menntaskólan- um á Egilsstöðum. Þau eru einróma hlynnt því að umhverfisáhrif Fljóts- dalsvirkjunar verði metin með lög- bundnu mati. „Það myndi bæta al- menningsálitið á virkjuninni ef hún „ÁLVER er það eina sera við sjáum framundan, þótt það sé engin lausn á þessum vanda. „Ég veit ekki hvað verður um fiskvinnsluna ef allir fara í álver, það geng- ur ekki upp heldur. Kannski það yrðu bara útlendingar sem myndu vinna í fiski," segir Ægir Kristinsson, hafn- arvörður á Fáskrúðsfirði. „ÞEGAR það fer 331 maður af Austurlandi á fyrstu m'u mánuðum ársins er ástandið slæmt. Getið þið ímyndað ykkur hve mikil blóðtaka það er? Miðað við höfðatölu jafhgildir það því að tveir tugir þúsunda manna hyrfu úr Reykjavfk á níu mánuðum," segir Eiríkur Stefánsson á Fáskrúðsfirði. „ÞAÐ er alveg Jjóst að virkjanir og stóriðja geta verið mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið, en til þess að það geti orðið þarf að vera tryggt að við fórnum ekki meiri hagsmunum fyrir minni," segir Jón Kr. Arnarson í Hallormsstað, sem hér er ásamt dætrum símini Lilju og Björk. „MAÐUR er hlynntur einhverju sem myndi halda fólkinu niðri á fjörðum en hvort þetta sé rétta lausn- in, það veit ég ekki," segir Agnes Vogler, nemi í Menntaskólanum á Egilsstöðum, og félagar hennar, Hlynur Sigurðsson, Baldur Bjarnason og Garðar Valbjörnsson, taka undir. „ÞAÐ er staðreynd að ef álverið kemur gerir það að verkum að við fáum á 5 árum eitthvað sem tekur okkur annars 20-25 ár að framkvæma. Það er þetta sem við erum að sækjast eftir," segir Gunnar Vign- isson, li.já Atvinnuþróunarfélagi Austurlands, og Örn Þórðarson tekur í sama streng. „KRAKKAR á okkar aldri iniiiiu ekki flytja aftur á firðina til að vinna í álveri. Ég ætla til dæmis að fara og mennta mig og sú menntun mun líklega ekki nýt- ast til að vinna í álveri," segir Ragnhildur Ingunn Jóhsdóttir, sem hefur skoðað kosti og galla virkjana og stóriðju asamt Sigrúnu Evu Grétarsdóttur. i *i —¦— &%&>¦¦ ¦¦¦¦¦.¦¦,..-.:....,... m ÆL 1;.. ^a ¦ M „ÉG fengi líklega 15 milljónir fyrir húsið ef það væri í Reykjavík, en ég mætti vera ánægður með að fá 7-8 milljóiiii- fyrir það hér. Það er ekki skrýtið þó að fólk viyi efla hér atvinnu. Fólki er ekki sama um svona lagað," segir Stefán Ingvarsson á Eskifirði. „HEFUR þú séð þessi stórfljót æða fram með sinni miklu orku? Þessa óskaplegu orku erum við búin að horfa á í þúsund ár. Er ekki tími til kominn að nýta hana," segir Aðalsteinn Jdnsson, lorsljóri Hrað- frystihúss Eskifjarðar. færi í gegnum þetta lögbundna mat," segir Baldur. „Kannski eru menn hræddir við að niðurstaða matsins verði neikvæð," bætir Agnes við. 011 eru þau alin upp á Austurlandi, nema Baldur sem er frá Reykjavík, en segist vel geta hugsað sér að búa á Austurlandi í framtíðinni. Það fari þó að sjálfsögðu eftir því hvort þau fái starf þar við sitt hæfi. En eru þau hlynnt uppbyggingu stóriðju? „Maður er hlynntur einhverju sem myndi halda fólkinu niðri á fjörðum," segir Agnes, og bætir við „en hvort þetta sé rétta lausnin það veit ég ekki." „Sumir benda á ferðaþjónustu, en aðrir segja að hún mengi alveg jafn mikið og stóriðja. Þetta þarf að at- huga, það eru önnur tækifæri," segir Garðar. Sem ungt fólk á Austurlandi segj- ast þau helst vilja búa þar í framtíð- inni, svo framarlega sem þau fái tækifæri til að vinna við eitthvað sem hæfði þeirra menntun. Stöllurnar Ragnhildur Ingunn Jónsdóttir og Sigrún Eva Grétarsdóttir sem eru nemendur á fyrsta ári í Menntaskól- anum á Egilsstöðum, eru því sam- mála. Þær vilja helst búa í sinni heimabyggð í framtíðinni. Ragnhild- ur er frá bænum Hvanná í Jökuldal en Sigrún Eva er frá Fáskrúðsfirði. Saman unnu þær verkefni um virkj- anir í skólanum og hafa því kynnt sér málin nokkuð vel. „Þetta er spurning um hverju við viljum fórna til að geta verið áfram á Austurlandi. Við þurfum að gera upp við okkur hvort við viljum tapa helstu náttúruperlum okkar, sem við sjáum kannski aldrei aftur," segir Sigrún Eva. „Sjálf get ég ekki gert það upp við mig hvaða afstöðu ég tek," segir Sigrún, en segist hafa skoðað svæðin og þótt þau falleg. „Þegar maður horfði á þessi stóru svæði og hugsaði til þess að stór fjöll yrðu kannski eyjar í gruggugu jök- ulvatni, og fossarnir myndu hverfa var svolítið erfitt að fórna þessu, því mér finnst þetta mikilvægt. I stað- inn fáum við náttúrulega atvinnu fyrir Austfirðinga, svo þetta er spurning." Tækifærin sem gefast ekki fullnýtt Ragnhildur segir að náttúran sé mjög mikilvæg í sínum augum þar sem hún hafi alist upp í sveit. „Jökul- sáin rennur til dæmis rétt fyrir neð- an bæinn hjá mér og mér þætti rosa- legt ef hún færi. Eg er aðallega á móti þessu því ég er svo hrædd við að gera svona mikið á kostnað nátt- úrunnar. Þessar framkvæmdir breyta svo miklu," segir Ragnhildur og heldur áfram: „Krakkar á okkar aldri munu ekki flytja aftur á firðina til að vinna í álveri. Eg ætla til dæm- is að fara og mennta mig og sú menntun mun líklega ekki nýtast til að vinna í álveri." „Eg vil frekar gera Austurland að svona grænum stað," segir Ragn- hildur og Sigrún Eva tekur undir: „Já, Héraðið býður upp á alls konar möguleika í til dæmis ferðaþjónustu. Einnig finnst mér synd hvað fallegir staðir heima eru lítið nýttir, jafnvel þó að það sé hægt. Sandfellið heima er gert úr bergtegundum sem finn- ast í tveimur eða þremur öðrum fjöllum í heiminum; er ekki hægt að gera út á það? Skrúðurinn er líka fal- legur og hægt að byggja upp ýmis- legt þar. Það er alveg hellingur til, það þarf bara einhver drífandi að taka af skarið. Svona hlutir gætu skapað helling af störfum líka, og þá þyrftum við ekki að fórna eins miklu," segir Sigrún Eva. „Kannski erum við að gera okkur of miklar vonir með þetta álver, og svo verður kannski ekki neitt," segir Sigrún Eva. „Maður hefur stundum á tilfinningunni að þetta sé bara spurning um peninga, og það að virkja sé gert af algerri peninga- hyggju," bætir Ragnhildur við. Þjóðin rís á afturfæturna Ungviðurinn er bjartsýnn og leggur áherslu á að það sem verði gert til að viðhalda byggð á Austur- landi hafi sem minnsta röskun í för með sér. I Atvinnuþróunarfélagi Austurlands á Egilsstöðum eru menn einnig bjartsýnir á framtíð fjórðungsins í atvinnumálum. Þar á bæ eru menn þó ekki ánægðir með umfjöllun fjölmiðla um málið og segja hana líklega hafa aukið and- stöðu við virkjanaframkvæmdir og stóriðju, vegna þess að fjölmiðlar hafi í heildina verið á móti fyrirhug- uðum virkjanaframkvæmdum norð- an Vatnajökuls. „Fjölmiðlar bera mikla ábyrgð og mér finnst þeir ekki hafa sinnt þeirri ábyrgð í þessu máli, sem er mjög mikilvægt fyrir fjórðunginn og reyndar landið allt," segir Gunnar Vignisson, framkvæmdastjóri félags- ins. Og umræðan hefur verið öfga- kennd í hans augum. „Það er einn hópur að reyna að koma í veg fyrir áformin og annar að reyna að keyra þau í gegn sama hvað það kostar. En það er staðreynd að ef álverið kemur gerir það að verkum að við fáum á 5 árum eitthvað sem tekur okkur ann- ars 20-25 ár að framkvæma. Það er þetta sem við erum að sækjast eftir," segir Gunnar. Hann bendir jafnframt á að fjórð- ungurinn sem slíkur bjóði upp á ýmsa möguleika varðandi atvinnu- sköpun og það sé ólíðandi ef hann geti ekki nýtt þá. „Af hverju megum við með þessa möguleika ekki nýta þá. Fallvótnin hafa verið nýtt á suð- vesturhorninu í áratugi og allt í einu þegar við getum nýtt möguleikana hér ætlar þjóðin að rísa upp á aftur- fæturna og standa í vegi fyrir öllu saman," segir Gunnar. „Við verðum að færa fórnir til þess að bjarga atvinnulífinu á Austur- landi, ef það er virkjun eða álver, þá gerum við það. Auðvitað þarf að leggja eitthvað undir og í mínum huga er þetta fyrst og fremst spurn- ing um forgang og það er mannlíf á Austurlandi sem hefur forgang," segir Örn Þórðarson, ráðgjafi og verkefnisstjóri. Gunnar og Örn segja að þegar sé hafin uppbygging á atvinnulífi í fjórðungnum. Á þeirra vegum eru atvinnuþróunarverkefni á ýmsum sviðum. „Við undirbúum jarðveginn til þess að atvinnutækifæri geti skapast, með forathugunum og vinnu á fyrstu stigum," segir Örn. Gunnar segir að viðskiptahugmyndir í tugatali fari í gegnum skrifstofuna. Þær séu skoðaðar og svo verða milli 2-5% að veruleika. Einnig sé unnið að framþróun í fyrirtækjum sem þegar eru til staðar, til dæmis sé reynt að koma á viðskiptatengslum við fyrirtæki erlendis. Það er Ijóst að skoða þarf áhrif virkjana og stóriðju á náttúru, efna- hag og síðast en ekki síst mannlíf og íbúaþróun á landsbyggðinni. Allt eru þetta mikilvægir þættir sem ekki má ííta framhjá þegar ákvarðanir eru teknar, en ljóst er að hagsmunir ólíkra hópa skarast og ráða þarf fram úr þessum málum í samein- ingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.