Morgunblaðið - 22.11.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.11.1998, Blaðsíða 32
+ 32 SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1998 33 „ ftomtgmMiútíb STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. HEIMAHLYNNING - LÍKNARDEILD SAMTÖKIN Heimahlynn- ing, sem einstaklingar starfandi í heilbrigðisþjónustu standa að, vinna merkt og mikilvægt starf. Þau hlúa að og lina þjáningar fólks, sem er langt leitt vegna sjúkdóma. „Það er ekki verið að lækna sjúkdóminn heldur líkna og lina þjáningar og nýta alla læknisfræðilega og hjúkrun- arfræðilega þekkingu sem til er til að takast á við þau ein- kenni sem einstaklingurinn hefur, hvort sem þau eru and- leg, félagsleg eða af líkamleg- um toga," segir Valgerður Sigurðardóttir, nýráðinn yfir- læknir væntanlegrar líknar- deildar, í viðtali við Morgun- blaðið sl. fimmtudag. Stofnun þessara samtaka sem og sérstakrar líknardeild- ar í húsnæði Kópavogshælis í nágrenni við endurhæfingar- og hæfingardeild Landspítal- ans, er mikið framfaraspor. Hugmyndafræðin að baki starfseminnar beinist fyrst og fremst að því að líta á dauð- ann sem eðlilegan hluta af líf- inu og að dauðinn sé ekki sjúkdómur, heldur líf. Starf- semin miðast fyrst og fremst við það, eins og fyrr segir, að lina líkamlega og andlega þjáningu, eins og verki, kvíða og depurð. Sjálfsagt þykir einnig að sinna fjölskyldum sjúklinganna. Það er hluti meðferðarinnar. Heimahlynning sinnir höf- uðboi'garsvæðinu, um 150 sjúklingum á ári, en markmið- ið var stofnun líknardeildar. Þörfin fyrir starf af þessum toga er aðkallandi. Hún varð til „í kjölfar mikillar tækni- þróunar í læknisfræði þegar manneskjunni sjálfri var ekki nægilega sinnt og sérstaklega ekki þeim sem ekki er lengur hægt að lækna. Þá kom fram þessi aldargamla Hospice- hreyfing, sem á rætur að rekja til klaustranna, þar sem oft var aðstaða til að taka við ferðalöngum og sjúku fólki sem veitt var umönnun þar til það dó," segir Valgerður Sig- urðardóttir yfirlæknir í viðtali við Morgunblaðið. Líknardeildin í Kópavogi kemur til með að sinna að- kallandi og þörfu viðfangsefni, líknandi meðferð og umönnun langt leiddra sjúklinga. Hún verðskuldar stuðning ríkis- valds og sveitarfélaga - sem og fyrirtækja, félagasamtaka og einstaklinga, sem vilja láta gott af sér leiða. ALVAR- LEGUR DAGVISTAR- VANDI RÚMLEGA tvö þúsund börn eru nú á biðlista eft- ir leikskólaplássi í Reykjavík og er ástandið verst í mið; borginni og í vesturbænum. í frétt í Morgunblaðinu á föstu- dag kemur jafnframt fram að fjöldi barna þessu til viðbótar bíður eftir því að komast að hjá dagmæðrum. Hins vegar er einungis gert ráð fyrir að á næsta ári bætist við um eitt- hundrað ný heilsdagspláss. „Við erum með rúmlega tvö þúsund börn á biðlista og má segja að þetta sé að verða stöðug tala því það bætast alltaf fleiri við," segir Stein- unn Helgadóttir, þjónustu- stjóri hjá Dagvist barna, í samtali við Morgunblaðið. Þetta gerist þrátt fyrir að dagvistarmál hafi verið yfir- lýst forgangsverkefni borgar- yfirvalda árum saman. I aug- um flestra ungra foreldra er dagvistun líklega einhver mik- ilvægasta þjónusta, sem sveit- arfélög inna af hendi. Örugg dagvistun er til að mynda for- senda þess að mæður geti far- ið út á vinnumarkaðinn að nýju eftir barneignir. Það veldur oft ómældum vanda hjá ungum fjölskyldum ef ekki er hægt að ganga að dagvistarplássi vísu er börn ná tveggja ára aldri. Margir bregða á það ráð að leita á náðir ættingja eða þá að nýta sér þjónustu dagmæðra. Það er hins vegar mun dýrari kostur en dagvistun á vegum sveitarfélaga, þar sem pláss hjá dagmóður er ekki greitt niður á sama hátt og pláss á leikskóla. Fyrir liggur að miðað við þau áform sem uppi eru um byggingu leikskóla verður þessi vandi ekki leystur á næstu árum. Að auki hefur gengið illa að manna þá leik- skóla, sem þegar eru til stað- ar. Hyggist Reykjavíkurborg bjóða íbúum sínum upp á við- unandi þjónustu í dagvistun- armálum er ljóst að leita verð- ur nýrra leiða. Morgunblaðið hefur áður bent á þá leið er farin hefur verið í Hafnarfirði en þar hafa bæjaryfirvöld boðið foreldrum er eiga börn á biðlistum, tveggja ára og eldri, greiðslu á meðan beðið er eftir dag- vistarrými. Það var eitt helzta baráttu- mál Reykjavíkurlistans í borgarstjórnarkosningum fyr- ir fjórum árum að bæta úr því ástandi, sem þá ríkti í dagvist- unarmálum. Nýjustu tölur um biðlista sýna, að betur má ef duga skal. V Samkenndar- þjóðfélagið Þegar ég skrifaði .grein mína um velferðarríkið í Frels- ið á sínum tíma þurfti ég að kynna mér skoð- anir Berlins og sá þá í hendi mér hve sérstæður og eftirminnilegur hugsuður hann er, þótt ég hafi ekki getað tekið undir allar hugmyndir hans um ríkið og þegnana því hann lagði of mikið uppúr blönduðu hag- kerfi fyrir minn smekk og leyfir í skrifum sínum meiri afskipti af þegnunum en ég hef talið nauðsyn- leg eða æskileg; semsagt óforbetr- anlegur fjölhyggjumaður. Berlin tók sér fyrir hendur að skilgreina þær þjóðernishreyfingar sem hvarvetna blasa við eftir fall kommúnismans og gerir það með þeim hætti að mig langar að ræða það stuttlega hér á eftir. Hugmynd- ir hans um þessi efni birtust í The Crooked Timber of Humanity, rit- gerðasafni sem kom út 1991. Ég hef alltaf verið þeirrar skoð- unar að íslendingar hafi borið gæfu til að vinsa úr erlendri menningu þau áhrif sem ákjósanlegust hafa verið og breytt þeim síðan í íslenzk- an veruleika. Þannig hafa íslenzkar bókmenntir ávallt verið með sínum HELGI spjall sérkennum og var sá tónn sleginn þegar í upphafí þegar fornrit- in voru skráð á bók- fell. Við höfum ávallt haldið fast við þessa séríslenzku arfieifð sem birtist ekki sízt með glæsibrag í þýðingum Jónasar Hallgrímssonar á Heine en hann hikar ekki við að endurskapa ljóðin eða yrkja hug- myndina eftir sínu höfði og lætur þá fyrirmyndina liggja milli hluta. Sjálfur vill hann tengja þessa frum- sköpun sína nafni Heines en þó er meira af Jónasi í þessum kvæðum en skáldinu frá Diisseldorf. Þannig var einnig trúarlíf íslend- inga með öðrum hætti en tíðkaðist annarsstaðar þótt trúin væri hin sama. íslendingar tóku kristna trú með svo sérstæðum hætti að sá at- burður á sér enga hliðstæðu með öðrum þjóðum. Þeir breyttu einnig siðbótinni í séríslenzkan veruleika þrátt fyrir þau gífurlegu áhrif sem komu utan frá Danmörku og megin- landinu og réð það að sjálfsögu úr- slitum að þeir snöruðu guðsorða- bókum sínum á íslenzka tungu og höfðu metnað til þess að laga lúth- erskan rétttrúnað að íslenzku um- hverfí rétt eins og þeir höfðu brotið þá frumreglu kaþólskrar kirkju að nota ekki latneska alþjóðamálið einsog páfadómur vildi, en rita þess í stað bækur á íslenzka tungu svoað alþjóð fengi boðskapinn beint í æð, einsog nú er komizt að orði. Slíkt þótti allaðþví goðgá í óðrum kaþ- ólskum löndum og átti sér engar fyrirmyndir nema í ríki Karlamagn- úsar sem virðist hafa haft bolmagn til þess að rækta frankíska arfleifð og hafði augsýnilega meiri áhrif á forna menningu okkar, hugsun og afstöðu en menn hafa gert sér grein fyrir enda hafa engir fræðimenn fest augu á þennan þátt í menning- arsögu okkar. Loks er augljóst að sjálfstæðisbarátta Islendinga hefur ávallt verið með öðrum hætti en tíðkast í nágrannalöndunum og ís- lenzk sérkenni komið þar mjög við sögu án þess nauðsynlegt sé að tí- unda það hér. Allt hefur þetta orðið til þess að móta íslenzkt samfélag á okkar dög- um og ekkert útlit fyrir annað en þessi mikilvæga arfleifð verði áfram það leiðarljós sem helzt mun lýsa okkur inní framtíðina. Á allt þetta hef ég minnzt með einhverjum hætti annars staðar enda uppistaðan í þeim mikla vef sem er ofinn úr íslenzkri reynslu og eðlisþáttum. M. Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formaður Fram- sóknarflokksins, gerði deilurnar um sjávarútvegsmál að umtalsefni í setning- arræðu sinni á flokksþingi Framsóknarflokksins í gær, föstudag. Um þetta efni sagði hann: „Það er enginn ágreiningur um, að sjávarútveg- inum ber að greiða fyrir þá þjónustu, sem hann fær frá samfélaginu. Það er enginn ágreiningur um að honum ber að greiða skatta og skyldur. Og nú stendur hann jafnfætis öðrum atvinnugreinum, en það gerði hann ekki áður. Að mínu mati þurf- um við fyrst og fremst að beina athyglinni að þeim arði, sem við njótum síðar, þegar við höfum byggt fiskistofnana enn betur upp. Ég sagði í ræðu á flokksþingi fyrir tveimur árum, að það kæmi til álita að taka hluta af auknum veiðiheimildum og selja á þeim sama markaði og útvegsmenn verzla á. Auðvitað kemur líka til greina að úthluta einhverjum hluta af auknum afla- heimildum í framtíðinni með öðrum hætti en nú er, en við megum aldrei fórna þeim árangri, sem við höfum náð og rústa grundvöll byggðanna úti um allt land. Það var aldrei hugsunin með nýju fisk- veiðistjórnkerfl að skapa ómældan arð fyr- ir fáa útvalda. Hugsunin var að skapa arð fyrir þjóðfélagið í heild og á þeirri sömu hugsun eigum við enn að byggja. Þau fyrir- tæki, sem eru í sjávarútvegi verða hins vegar að hafa starfsfrið og geta treyst á stöðugleika og stefnufestu." Áður en formaður Framsóknarflokksins flutti stefnuræðu sína hafði Morgunblaðið skýrt frá því, að í drögum að ályktun um sjávarútvegsmál, sem lögð yrðu fyrir flokksþingið væri gert ráð fyrir sérstakri skattlagningu á þann hagnað, sem menn hefðu af því að fara út úr greininni svo og að hluta aukningar veiðiheimilda yrði ráð- stafað með öðrum hætti. I dag, laugardag samþykkti flokksþing Framsóknarflokks- ins ályktun um sjávarútvegsmál, sem var að nokkru breytt frá hinum upphaflegu drögum. I þessu sambandi er ekki aðalatriðið hvert er efhi þeirra hugmynda, sem fram- sóknarmenn hafa verið að ræða á flokks- þingi sínu. Það sem rnáli skiptir er, að í setn- ingarræðu Halldórs Asgrímssonar og í ályktunardrögum, sem lögð eru fyrir flokks- þingið, kemur fram skýr og eindreginn vilji til þess að leita sátta í samfélaginu um þetta djúpstæða deilumál, sem nú hefur verið til linnulausrar umræðu í á annan áratug. Á síðustu 6-7 vikum hafa Davíð Oddsson, Þorsteinn Pálsson og Halldór Asgrímsson, allir, með einum eða öðrum hætti, lýst vilja til slíkrar sáttargerðar. í Morgunblaðinu á laugardag fyrir viku voru birt ummæli Kri- stjáns Ragnarssonar, formanns LÍU, þeg- ar álits hans var leitað á þeim sjónarmið- um, sem sjávarútvegsráðherra, setti fram á aðalfundi Landssambands smábátaeig- enda. Af ummælum formanns LÍÚ var ljóst, að hann útilokaði ekki samkomulag á þeim grundvelli. Þegar svo er komið, að allir helztu for- ystumenn ríkisstjórnarinnar, stjórnar- flokkanna og formaður LÍÚ tala á þennan veg, fer tæpast á milli mála, að jarðvegur er að skapast fyrir viðunandi lausn, sem tryggir frið í þjóðfélaginu og stöðugleika í sjávarútvegi. Að slíkri lausn á nú að vinna. Reynsla Nýsjálend- inga I GÆR, FÖSTU- dag, efndu Hag- fræðistofnun Há- skóla íslands og sj ávarútvegsr áðu- neytið til ráðstefnu um kvótakerfið, forsendur þess og reynslu. Til ráðstefnunnar var boðið nokkrum er- lendum fræðimönnum svo og fyrrverandi ráðuneytisstjóra sjávarútvegsráðuneytis Nýja-Sjálands. Reynsla Nýsjálendinga hefur löngum vakið nokkra athygli hér á landi vegna þess, að þeir hafa að mórgu leyti stefnt í svipaðan farveg og við íslend- ingar í fiskveiðistjórnun. Þeir hafa tekið upp kvótakerfí og gert tilraun með auð- lindaleigu. Vegna þessa fór einn af starfs- mönnum Morgunblaðsins, Hjörtur Gísla- son, fréttastjóri sjávarútvegsmála, til Nýja-Sjálands fyrir nokkrum árum og birt- ist greinaflokkur eftir hann hér í blaðinu um stöðu mála á Nýja-Sjálandi þá. Nokkru seinna kom hingað til lands, í boði fjármálaráðuneytis, Ruth Richardson, fyrrverandi fjármálaráðherra Nýja-Sjá- lands. I viðræðum við hana kom í ljós að umræður á Nýja-Sjálandi höfðu orðið með svipuðum hætti og hér. Settar höfðu verið fram hugmyndir um auðlindaleigu, sem út- gerðarmenn höfðu snúizt harkalega gegn og niðurstaðan hafði orðið, sem fyrsta skref, að sjávarútvegurinn greiddi þann kostnað, sem þjóðarbúið hefði af atvinnu- greininni. Phil Major, fyrrverandi ráðuneytis- stjóri, gerði í afar skýru máli grein fyrir þessari þróun á Nýja-Sjálandi á ráðstefnu sjávarútvegsráðuneytisins og háskólans. I þeim umræðum vakti ekki sízt athygli frá- sögn hans af því, að Nýsjálendingar hefðu fallið frá auðlindaleigu, eftir að hafa gert tilraun með hana. I umræðum á ráðstefn- unni var farið fljótt yfir sögu, eins og bú- ast mátti við. Hins vegar er æskilegt að afla frekari upplýsinga um þennan þátt málsins. Samkvæmt þeim gögnum, sem Phil Ma- jor lagði fram á ráðstefnunni, virðist málið þó svolítið flóknara. Svo virðist, sem í upp- hafi hafi ekki verið hirt um rétt frumbyggj- anna, Maoria, með þeim afleiðingum, að þeir hófu málsókn, sem stöðvaði frekari framþróun fískveiðistjórnarkerfisins. Þeg- ar komið var fram á árið 1990 var samið um þetta ágreiningsefni, en samningurinn byggðist m.a. á því, að frumbyggjarnir fengju ákveðinn hluta af kvótanum og yrðu aðilar að því stjórnkerfi, sem sett var upp. Jafnframt var sett upp sérstakt stjórnkerfi frumbyggjanna, sem m.a. úthlutaði kvóta til þeirra sjálfra. Ein afleiðing þessa samkomulags var að frumbyggjarnir litu á sjálfa sig sem með- eigendur að auðlindinni og af þeim sökum ættu þeir ekki að greiða auðlindaleigu. Það leiddi svo hins vegar tO þess, skv. þeim gögnum, sem Pil Major lagði fram, að auð- lindaleiga var afnumin, væntanlega vegna þess, að ekki var framkvæmanlegt að láta suma greiða hana en aðra ekki, en hins vegar voru teknar upp kostnaðargreiðslur. A þessum grundvelli kom ný löggjöf til sögunnar á árinu 1994, þar sem gert var ráð fyrir greiðslu á gjaldi fyrir alla þjón- ustu, sem sjávarútvegurinn fær frá hinu opinbera. Hið athyglisverða er, að sam- kvæmt gögnum hins fyrrverandi ráðuneyt- isstjóra nýsjálenzka sjávarútvegsráðuneyt- isins nam heildarupphæð auðlindaleigu áð- ur en hún var felld niður 20 milljónum nýsjálenzkra dollara en eftir að kostnaðar- greiðslur voru teknar upp nánast tvöfald- aðist þessi upphæð og fór upp í 35 milljónir nýsjálenzkra dollara. Af þessu er ljóst, að það er varhugavert að draga þá ályktun, að Nýsjálendingar hafi horfið frá auðlindaleigu vegna þess, að þeir hafi að fenginni reynslu talið það kerfi ónothæft. Þvert á móti virðist ástæð- an vera sú, að sérstakar aðstæður ríkja í landinu vegna stöðu frumbyggjanna og að sú breyting, sem gerð var hafí leitt til þess að greiðslur frá útgerð hafi hækkað en ekki lækkað. I umræðum á ráðstefn- unni í gær, föstudag, lýsti Phil Major hins vegar þeirri skoðun, að fallið hefði verið frá auðlindaleigu vegna þess, að almenn- ingur væri hæfari til að verja arðinum, sem skapaðist í sjávarútvegi en yfirvöld. Jafnframt taldi hann að auðlindaleiga leiddi til þess, að útgerðin ætti meiri kröfu á hendur yfirvöldum um stuðning í þreng- ingum en ella. Reynsla Nýsjálendinga er afar forvitni- leg fyrir okkur íslendinga í þeim umræð- um, sem nú fara fram um þessi mál hér, og þess vegna er nauðsynlegt að fá enn ítar- legri upplýsingar um þessa þróun alla þar og þá ekki sízt þær ástæður, sem leiddu til REYKJAVIKURBREF Laugardagur 21. nóvember NORÐURLJÓS yfir Fljótsdal. Morgunblaðið/RAX þess, að kostnaðargreiðslur voru teknar upp í stað auðlindaleigu og hvers vegna sú breyting leiddi til verulegrar hækkunar á greiðslum. Þetta á að vera auðvelt vegna þess, að ráðuneytisstjórinn fyrrverandi er íslenzkum stjórnvöldum nú til ráðgjafar um þessi mál. wmmmm^mmm einn helsti Málamiðlun fyrirlesarinn á ráð- stefnunni um kvóta- kerfið var kanadíski prófessorinn Anthony Scott. Hann hefur gjarnan verið nefndur faðh* fiskihagfræðinnar og var erindi hans ekki sízt fróðlegt. í upphafserindi hans og raunar í fyrirlestrum sumra annarra úr hópi hinna erlendu gesta var augljós til- hneiging til að færa rök að því, að þróa ætti fiskveiðikerfi í átt til eignarréttar. í því sambandi fer ekki á milli mála, að hinir er- lendu fræðimenn starfa í allt öðru um- hverfi en við gerum hér á fslandi. Hvorki í Kanada, Bandaríkjunum, Bretlandi né á Nýja-Sjálandi skipta fiskveiðar jafn miklu máli og hér. I flestum þessum löndum eru fiskveiðar jaðaratvinnugrein, sem fáir taka eftir og lítið er sinnt, þótt það eigi vissu- lega ekki við um Nýja-Sjáland. Hér á ís- landi skipta fiskveiðar og fiskvinnsla öllu máli og þess vegna eru sjónarmið hér að mörgu leyti ólík þeim viðhorfum, sem uppi eru annars staðar. Eitt helzta markmiðið með því að skapa eignarrétt í fiskveiðum virtist vera sam- kvæmt því, sem fram kom hjá hinum er- lendu fyrirlesurum, að útgerðarfyrirtækin væru örugg um, að fótunum yrði ekki kippt undan rekstri þeirra í framtíðinni, að með því að skapa eignarrétt mundu þau sjálf fara betur með auðlindina og jafnframt væri eðlilegt að þau sæju um allan rekstur hennar. Nú er alveg ljóst, að sameiginleg auðlind íslenzku þjóðarinnar er ekki til sölu. Ef sátt tekst um fiskveiðistjórnarkerfið á hins vegar að vera hægt að tryggja þann stöð- ugleika í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja til frambúðar, sem erlendu fræðimennh'nir vildu ná með eignarrétti. Jafnframt er ósennilegt að mönnum hér mundi lítast á það kerfi, að LÍÚ ætti og ræki Hafrann- sóknastofnun. Við þær aðstæður, sem við búum við má telja líklegt, að nauðsynlegt verði talið, að vísindamenn hjá Hafró búi við það sjálfstæði, sem þeir nú njóta. Margir munu hins vegar taka undir með prófessornum frá Kanada, sem sagði á ráð- stefnunni, að sagan sýndi, að í deilumálum, sem þeim, sem hér væru uppi, yrði niður- staðan ætíð málamiðlun af einhverju tagi. Hann bætti því við, að líklegt væri, að fyrr eða síðar yrðu þeir, sem nýta auðlindina að greiða fyrir þann rétt en þó ekki sam- kvæmt hugmyndum þeirra, sem harðast gengju fram. Eindregnasti andstæðingur auðlinda- gjalds á ráðstefnunni var tvímælalaust bandaríski prófessorinn Roland Johnson. Hann taldi að slík gjaldtaka mundi leiða til þess að draga úr frumkvæði útgerðar- manna til þróunar og vaxtar en bætti því við, að fengin reynsla sýndi, að fiskveiði- stjórnunarkerfi væru kostnaðarsöm í framkvæmd og þess vegna ættu kvótahaf- ar að greiða gjald sem rynni til viðhalds og stjórnunar þess. M.ö.o. er Roland Johnson fylgjandi kostnaðargreiðslum. Þráinn Eggertsson prófessor spurði hvað yrði um frumkvæði þeirra útgerðar- manna til þróunar og vaxtar, sem keyptu kvóta fullu verði af þeim, sem upphaflega hefðu fengið hann til umráða. Augljóslega eru sterk rök fyrir því sjónarmiði, sem fram kom í spurningu prófessorsins. í umræðum á ráðstefnunni komu fram forvitnfleg sjónarmið hjá prófessorunum Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni og Ragn- ari Arnasyni. Hinn fyrrnefndi spurði hinn síðarnefnda eitthvað á þá leið, hvort hann teldi kvótakerfið geta þróazt í þá átt, að kvóti væri ekki einungis bundinn við skip. í spurningunni og því svari, sem á eftir kom, mátti skilja, að báðir teldu það koma til greina. Þá mun verða spurt hvað verði um verðmæti skipa, sem hugsanlega yrðu kvótalaus í slíku kerfi. I ítarlegustu út- færslu þessarar hugmyndar mætti hugsa sér, að hver einasti landsmaður gæti keypt og selt kvóta alveg eins og hlutabréf. Er það fráleitt? Umræður sem þessar eru gagnlegar. Þær stuðla að því, að skoðanaskipti um þetta mikla deilumál verði málefnalegri en þau hafa verið á köflum, þegar tilfinmnga- hitinn hefur náð yfirhöndinni. Það er lær- dómsríkt fyrir okkur að hlusta á sjónarmið útlendinga, sem um þessi mál hafa fjallað, þótt erlendar fyrirmyndir dugi ekki endi- lega hér á íslandi. Raunar er Ijóst, að við er- um slíkir frumkvöðlar í uppbyggingu kvóta- kerfis í fiskveiðum og í umræðum um auð- lindaleigu, að sennilega geta aðrar þjóðir lært töluvert af okkur ekki síður en við af þeim. „Hið athyglis- verða er, að sam- kvæmt gögnum hins fyrrverandi ráðuneytisstjóra nýsjálenzka sjáv- arútvegsráðuneyt- isins nam heildar- upphæð auðlinda- leigu, áður en hún var felld niður, 20 milljónum nýsjá- lenzkra dollara en eftir að kostnað- argreiðslur voru teknar upp nánast tvöfaldaðist þessi upphæð og fór upp í 35 milljónir nýsjálenzkra doll- ara." "T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.