Morgunblaðið - 22.11.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 22.11.1998, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUNNAR FINNBOGASON + Gunnar Finn- bogason cand. mag., fv. skólastjóri, var fæddur 9. febrú- ar 1922 í Hítardal. Hann lést á hjúkrun- arheimilinu Skjóli 6. október sfðastliðinn og fór útför hans fram 14. október í kyrrþey. Gunnar Finnboga- son cand. mag. fv. skólastjóri, föðurbróðir minn, er látinn. Ég var á förum í langa sjóferð á frystitog- ara, er mér barst frétt um andlát Gunnars, og vannst ekki tími til að skrifa um hann þá. Nú langar mig að bæta úr því, þótt seint sé. Andlát Gunnars kom kunnugum ekki á óvart, því sjúkdómurinn Alzheimer hafði herjað á hann um tíma. Gunn- ar var fæddur og uppalinn í Hítar- dal í Hraunhreppi í Mýrasýslu. Nú er sá bær í Borgarbyggð, eftir sam- einingu sveitarfélaganna íyrir skömmu. Á þessum fallega stað ólu foreldrar Gunnars upp börn sín, tíu drengi og eina stúlku. Nú lifir Berg- þór einn barna Sigríðar og Finn- boga í Hítardal. Snemma byrjuðu bömin að létta undir með heimilinu eins og þá tíðkaðist. Allir unnu bræðurnir í vegavinnu hjá Ara Guð- mundssyni, vegaverkstjóra í Borg- amesi, frá fermingaraldri og um lengri eða skemmri tíma. Gunnar vann víða á sumrum unglingsár- anna, meðfram námi í Menntaskóla Akureyrar, en þaðan tók hann stúdentspróf 1944. Með námi í Há- skóla vann hann sem þingritari á Alþingi, og á summm við jarð- símavinnu víða um land. Gunnar varð cand. mag. í íslenskum fræðum frá Háskóla íslands 1949. Skóla- stjóri á Patreksfirði var hann árin 1951-1953. Gunnar jók við menntun sína með námi erlendis, í London og Strassborg 1954, og árin 1963 og 1964 las hann norska klaustursögu í Noregi. Frá 1953 var Gunnar kennari við gagn- fræðaskóla í Reykjavík, og að síð- ustu skólastjóri Vörðuskóla þar til hann lauk störfum fyrir aldurs sak- ir. Sr. Leó Júlíusson, sóknarprestur á Borg á Mýmm, gifti í Hítardal Aðalheiði Jónsdóttur ritara og Gunnar Finnbogason 12. nóv. 1949. Böm þeirra era: Sigríður Kristveig, búfræðingur, tækniteiknari og hjúkranarfræðingur, og Gautur El- var, lögfræðingur og tannlæknir. Gunnar var mjög stoltur af náms- getu og dugnaði barna sinna, sem vonlegt er. Sigríður stundaði hluta náms síns jafnframt húsmóðurstarfi og uppeldi þriggja bama. Gautur lauk námi í tveim erfiðum háskóla- greinum, auk þess sem hann las læknisfræði með lögfræðináminu um tíma. Á fyrstu hjúskaparárun- um vann Aðalheiður jafnframt hús- móðurstörfunum sem ritari, einnig kenndi hún vélritun. Síðar sneri hún sér að verslunarrekstri, og aðstoð- aði Gunnar hana við reksturinn eftir föngum. Aðalheiður lauk sjúkraliða- námi 1983, og starfaði hún á hjúkr- unarheimilinu Droplaugarstöðum um tíma. Svo fór Aðalheiður til Nor- egs, og stundaði glerlistarnám þar, þegar Gautur var þar við tann- læknanám. Gunnar stundaði ritstörf og fræðimennsku meðfram vinnu sinni alla tíð, einnig flutti hann er- indi í útvarp um mismunandi efni, því hann hafði eindregnar skoðanir á ýmsum málum. Hann gaf út og ritaði kennslubækur, einnig gaf hann út ljóðabókina Utsynning. Mér þótti mjög vænt um, þegar Gunnar skrifaði bókina í Hítardal og Kristnesi, það er ævisaga Péturs Finnbogasonar, fv. skólastjóra í Glerárþorpi við Akureyri, hann dó um þrítugt úr berklum. Gunnar taldi sig eiga heimildir í aðra bók um Pétur bróður sinn, en vegna öldrunar og sjúkleika treysti hann sér ekki í það verk. Þess í stað af- henti hann Þjóðskjalasafninu sendi- bréf og fleiri gögn er vörðuðu Pét- ur, ef menn framtíðarinnar hefðu gagn af þeim. Gunnar fékk kransæðaþrengsli og þurfti að fara til Englands í hjartaaðgerð, hann náði sér vel eftir aðgerðina, og lifði við góða heilsu í nokkur ár. Hjúkr- unarþekking konu hans kom að góðum notum í veikindum Gunnars, hún hjúkraði honum og annaðist í veikindum hans. Að því kom, að Gunnar gat ekki dvalið lengur á heimili sínu vegna veikinda, og síð- ustu mánuði var Gunnar á hjúkrun- arheimilinu Skjóli, allt þar til kallið kom. Blessuð sé minning Gunnars Finnbogasonar frá Hítardal. Pétur Kristjánsson. ÞURÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR + Þuríður Sigurðardóttir fæddist í Reykjavík, 5. októ- ber 1907. Hún lést í Hafnarfirði 22. október 1998. Faðir hennar var Sigurður Ólafsson skip- sljóri frá Fagurhlíð í Landbroti, f. 10. júlí 1883, d. 2. mars_1921. Foreldrar hans voru Ólafur Ólafsson, f. 1830, og Steinunn Davíðsdóttir, f. 1850. Móðir hennar var Þorbjörg Þórarins- dóttir frá Efri-Ey í Meðallandi, f. 15. júlí 1879, d. 15. nóvember 1926. Foreldrar hennar voru Þórarinn Ólafsson, f. 1835, og Þuríður Halldórsdóttir, f. 1849. Þuríður var elst sex systkina. Hún giftist 30. nóvember 1929, Guðmundi Ágústi Jóhannssyni, vélstjóra, f. 28. ágúst 1904, d. 21. júlí 1976. Foreldrar hans voru Jóhann Magnússon frá Með nokkram fátæklegum orðum langar mig að kveðja konu sem í rúman aldarfjórðung hefur verið minn besti vinur. Það er einstakt að eignast tengdamóður sem þrátt fyr- ir fjöratíu ára aldursmun tók þátt í mínu daglega lífi, jafnt gleði og áhyggjum, eins og við væram jafn- aldrar. Það var iíka einstakt fyrir unga konu með tvö börn í fartesk- inu að koma til Þuríðar ömmu og finna að öll vorum við svo hjartan- lega velkomin í stóru fjölskylduna Selparti í Gaulveijabæjar- hreppi, f. 21. nóvember 1874, d. 1951, og Ólöf Bernharðsdóttir, f. 24. desember 1869, frá Fljóts- hólum í Gaulveijabæjarhreppi. Börn Þuríðar og Guðmundar eru Hulda Sigurbjörg, f. 1930. Maður hennar er Björn Ólafs- son, f. 1930, d. 1992. Ólöf Hanna, f. 1932. Maður hennar er Halldór Júlíusson, f. 1936. Hrafnhildur Svava, f. 1934. Maður hennar er Andrés Bjarnason, f. 1934. Sverrir Val- garð, f. 1936. Kona hans er Hulda Þórðardóttir, f. 1937. Sigurður Ásberg, f. 1943. Kona hans er Hólmfríður Óskarsdótt- ir, f. 1947. Barnaböm em 22 og barnabamabörn 34. Utför Þuríðar fór fram frá Garðakirkju 30. október. hennar og Guðmundar afa. Það fyrsta sem þau buðu bömunum mínum var að kalla þau afa og ömmu þegar börnin vildu sjálf. Bet- ur er ekki hægt að bjóða litlum börnum. Alla tíð síðan höfum við fundið að við tilheyram þessari fjöl- skyidu, eigum þar skjól þegar eitt- hvað bjátar á og félaga sem gleðjast með okkur þegar vel gengur. Ekki var heldur erfitt að finna hvað amma gladdist innilega í hvert sinn sem nýtt barn bættist í hópinn minn. Öll vora þau velkomin og spenningurinn alltaf sá sami að fylgjast með framförum nýs fjöl- skyldumeðlims, jafnvel þegar hún var orðin áttatíu og þriggja ára og yngsta bamabarnið fæddist. Það vora fleiri en ég og bömin sem nutu hlýju og vináttu hjá henni ömmu í Hafnarfirði, eins og systkinabörn mín kölluðu hana. Foreldrar mínir þakka fyrir einlæga vináttu Þuríðar við þeirra fjölskyldu og senda börn- um hennar og þeirra fjölskyldum einlægar samúðarkveðjur. Við áttum ekki hægt með að heimsækja hvor aðra, tengda- mæðgumar, en notuðum símann þess í stað til að rabba saman. Þess- ar stundir verða mér alla tíð ómet- anlegar og allur sá fróðleikur og lífsviska sem amma miðlaði mér og ég vona að ég beri gæfu til að koma áfram til afkomenda hennar, þó að aldrei verði nema um ófullkomna endursögn að ræða. Það kom svo greinilega fram hjá henni að hver einstakur í fjölskyldunni átti sitt pláss í huga hennar jafnt afkomend- ur hennar og við hin sem giftumst inn í fjölskylduna. Henni var gefinn sá eiginleiki að geta fylgst af já- kvæðum áhuga með öllum þessum stóra hópi og muna hvað hver og einn var að fást við á hverjum tíma. Þrír ættliðir afkomenda sitja hér saman og þakka ömmu alla hennar gæsku, öll fotin sem hún prjónaði á bömin og brúðumar þeirra, öll jóla- og afmæliskortin sem hún málaði sjálf, allar fallegu myndirnar sem prýða veggina hjá okkur og minna okkur daglega á bestu ömmu sem nokkur getur átt. Síðast en ekki síst þökkum við henni fyrir þá heil- brigðu lífssýn og staðföstu trú á hið góða í tilverunni sem hún kenndi okkur. Trú þú á tvennt í heimi tign sem æðsta ber Guðs í alheims geimi Guð í sjálfum þér. Þetta gamla vers kallaði amma trúarjátninguna sína og kenndi okk- ur yngra fólkinu það. Við vitum að nú er amma komin til Guðs í al- heims geimi, eins og Guðmundur afi. Algóður Guð varðveiti þau í sín- um foður faðmi. Hjartans þökk fyrir samfylgdina. Fríða í Rauðaskógi. Skilafrestur minningargreina EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útfór er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á fóstudag. í miðviku- dags-, fimmtudags-, fóstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útranninn eða eftir að útfor hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. HANS JULIUS ÞÓRÐARSON tHans Júlíus Þórðarson, út- vegsmaður á Akranesi, fæddist á Grund á Akranesi 11. mars 1909. Hann Iést á heimili sínu 28. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akra- neskirkju 6. nóvember. Ég sé þig standa uppi á svölun- um, horfa á umheiminn í kringum þig, tignarlegur í kóngabláum bol, uppáhaldslitnum sem einkenndi lífsstefnu þína, myndarlegur með fallegt silfurgrátt hár og greindar- legan svip. Þannig var hann Júlli, Júlíus á Grand. Þú varst lífsnautnamaður, kunn- ir að meta góðan mat og gott vín. Þér fannst gaman að gera þér glað- an dag og kunnir að vera til. Þú elskaðir lífið og allt sem það hafði upp á að bjóða, lifðir því lifandi al- veg fram tU síðasta dags. Lífsglaði Júlli, Júlíus á Grand. Þú varst heilsuhraustur mjög og lagðir mikla áherslu á góða heilsu. Borðaðir hollan mat og stundaðir íþróttir af kappi. Hjólaðir daglega í sund og útfærðir Múllers-æfingar af mikilli list. Iþróttakappinn Júlli, Júh'us á Grund. Þú varst sögumaður af guðs náð, hafðir gaman af að segja frá. Hvort heldur var um kveðskap eða frá- sögn að ræða var það tjáð með mikilli innlifun, undirstrikað með tilheyrandi handapati og líkams- tjáningu. Sögumaðurinn Júlli, Júlí- us á Grand. Þú varst tónlistarunnandi, tón- listin þér í blóð borin. Þú settist við píanóið og spilaðir af fingrum fram, nikkan lék í höndum þér og þú gast blásið lífi í munnhörpuna eins og ekkert væri sjálfsagðara. Tónhst- arannandinn Júlli, Júlíus á Grund. Þú varst nútímamaður sem horfðir fram á við, sáttur við þína fortíð. Morgundagurinn var það sem skipti máli, ávallt að víkka sjóndeildarhringinn, enda varst þú á undan þinni samtíð í mörgum efnum. Nútímamaðurinn Júlh, Júlí- us á Grand. Þú varst framúrstefnumaður, hrifinn af nýjustu tækjum og tól- um. Harley Davidson, Oldsmobile, myndavél, þráðlaus sími, sjónvarp, fjarstýring, útvai-p, allt vora þetta undratæki í þínum augum. Tókst upp tólið, pikkaðir *1, 2, 3... bara rétt til að athuga hvort allir væru ekki á sínum stað. Framúrstefnu- maðurinn Júlli, Júlíus á Grand. Þú varst úrræðagóður, alltaf til- búinn að gefa góð ráð og hafðir já- kvæðnina að leiðarljósi. Umhyggja og góðvild í garð annan-a var þér eðlislæg, alltaf tilbúinn að aðstoða. Þú varst örlátur á allt sem þú hafð- ir upp á að bjóða, nema helst konfektmolana þína. Jákvæði Júlli, Júlíus á Grand. Ég sé þig standa uppi á svölun- um, horfa niður til okkar þar sem við stöndum í gróðursæla garðin- um þínum, vinka glaðlega til okkar, kasta til okkar kveðju að vanda. En að þessu sinni ert það þú sem ert á fóram, á fóram úr þessum heimi yfir í þann næsta, heim sem þú vissir að væri til. Ég kveð þig nú, elsku afi minn, kveð hann Júlla, Júlíus á Grand. Melkorka Gunnarsdóttir. ODDNÝ GUÐBJÖRG ÞÓRÐARDÓTTIR + Oddný Guðbjörg Þórðar- dóttir fæddist á Akureyri 15. ágúst 1929. Hún lést á heim- ili sínu 23. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Digraneskirkju 30. október. Elsku Didda. Þegar ég frétti af skyndilegri brottfór þinni úr þessu lífi hrönnuðust upp svo margar bernskuminningar tengdar þér. Við Ása þín vorum óaðskiljanlegar vinkonur í bamæsku og ég var þess vegna daglegur gestur á heimili þínu. Þú gafst okkur alltaf tíma til að spjalla og svaraðir raunhæfum og óraunhæfum bamalegum spumingum okkar af einlægni og eftir bestu getu, að minnsta kosti vorum við sáttar við svörin. Þér féll þó ekki verk úr hendi á meðan - varst sívinnandi. Þú varst hvetjandi og styrkjandi í nærveru þinni og leiðsögn - og er það ekki einmitt það sem mest er brýnt fyrir uppalendum barna í dag? Eðlisgreind þín sagði þér þetta og þurfti ekki fræðimenn til. Sjálfsagt beittir þú líka aga, því ákveðin varst þú, en mér er alveg fyrirmunað að minnast einhverra skamma og reiði af þinni hálfu. Þú áttir trúnað minn og hann brást mér aldrei. Hvað þú varst spennt með okkur Ásu, sjö ára gömlum, þegar við biðum janúarkvöld eitt eftir því að vita hvort ég eignaðist litla systur eða fjórða bróðurinn. Og ég man við fóðmuðumst, grét- um og hlógum allar saman þegar í ljós kom að fædd var lítil heilbrigð stúlka. Já, svona minnist ég þín Didda mín, og er ríkari fyrir bragðið. Elsku Ása mín, Kalli og allir fjölskyldumeðlimir, ég og fjöl- skylda mín og foreldrar sendum ykkur okkar dýpstu samúðar- kveðjur og biðjum almættið að styrkja ykkur í sorginni. Ingunn Stefánsdóttir. SKÚLI TRYGGVASON + Skúli Tryggvason fæddist í Reykjavík 25. mars 1958. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 30. október si'ðastliðinn og fór útför hans fram frá Bú- staðakirkju 6. nóvember. Við kveðjum með söknuði félaga okkar, Skúla Tryggvason, sem féll frá langt fyrir aldur fram. Það var fyrir tuttugu árum sem við kynnt- umst Skúla fyrst þegar við stund- uðum saman nám við vélaverk: fræðiskor Háskóla íslands. í hópnum var mikil vinnugleði og í baráttunni við námsbækurnar var Skúli einstakur félagi. Hann var traustur samstarfsmaður í vinnu- hópum og samviskusamur í öllum verkum. Sérstaklega minnumst við þess hversu góðan stuðning hann fékk frá eiginkonu sinni henni Ninný. Það vora sorgartíðindi þegar við fréttum að Skúli væri með krabba- mein. Allir höfum við síðan lifað í voninni um að fá jákvæðar fréttir af heilsufari hans en nú er hetju- legri baráttu við þennan vágest lokið. Minningin um Skúla mun lifa meðal okkar. Við kveðjum hann með söknuði og vottum eiginkonu hans Jónínu Magnúsdóttur, sonunum Magnúsi Ágústi og Árna Þór og öðram ætt- ingjum okkar dýpstu samúð. Bekkjarfélagar úr vélaverkfræði við Háskóla íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.