Morgunblaðið - 22.11.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.11.1998, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Æ J ^^M I fc^^^w ém ^B - 5*"'1*^ ^B fli Mark Kurlansky heitir bandarískur blaða- maður og rithöfundur, sem skrifað hefur bókina „COD: a Biography of the Fish that Changed the World" - og nú er komin út í íslenskri þýðingu Ólafs Hannibalssonar blaðamanns undir heitinu „Ævisaga þorsksins - fískurinn sem breytti heimin- um". íslenska útgáfan er fyrsta erlenda þýðing bókarinnar, en hún kemur út víða um heim á næstu mánuðum. Þýðandinn, Ólafur Hannibalsson, segir hér frá bókinni og nokkrum niðurstöðum Marks Kurlan- skys um þátt þorsksins í risi og hnigi ríkja við norðanvert Atlantshaf, uppgangi breska heimsveldisins, Hansasambandinu, stofnun Bandaríkjanna - og loks hvernig hann varð undirstaða sjálfstæðs þjóðríkis á íslandi. UM LEIÐ og ég leit þessa bók Kurlanskys augum, opnuðust fyrir mér nýjar víddir í skflningi á gangi sögunnar - og þá ekki síður íslands- sögunnar, skrifar Olafur. Ég var strax sannfærður um að þessa bók þyrftu helst allir íslend- ingar að lesa sér til skOningsauka á stöðu sinni í heiminum í nútíð og fortíð. Fyrir okkur er þessi bók algjör hval- reki, ef svo má segja. Það er ómetanlegt að fá upp í hendurnar svo heildstæða bók um þann fisk sem íslenskt þjóðfélag byggist á. ísland í alþjóðlegu samhengi Ævisaga þorsksins fjallar á spennandi hátt um þau gríðarlegu áhrif sem þorskurinn hefur haft á samfélögin við Atlantshaf í þúsund ár. ísland leikur eitt aðal- hlutverkið í bókinni og setur sögu okkar í dramatískt sam- hengi við sögu umheimsins. Vegna þorsksins hafa stríð verið háð og byltingar brotist út. Heilu hagkerfin hafa risið og riðað til falls - allt frá Boston til Baska, þorskaðli til þræla, kaþólikkum til konunga, sjómönnum tíl sælkera. Höfundurinn, Mark Kur- lansky, staðhæfir að þorskurinn sé sá fiskur sem breytt hafi heiminum. Hann leitar víða fanga til að renna rökum undir þessa staðhæfingu sína og í leiðinni stillir hann sögu Islands í alþjóðlegt samhengi betur en áður hefur verið gert. Ævisaga þorsksins hefur hlotið frábæra dóma í blöðum vestanhafs. T.d. segir Los Angeles Times að bókin sé „glæsilega samþjöppuð saga - uppfull af alvöruhúmor", og í Business Week stendur: „Mikið er þorskurinn stórfengleg skepna. Að- ferð Kurlanskys er töfrandi og tælandi. Þessi litla bók er stórkost- legt afrek." The New York Times Book Review segir m.a.: „þessi frá- bærlega auðlesna bók er nýtt tæki til að rannsaka mannkynssöguna". Þ á var Ævisaga þorsksins valin ein af 25 bestu bókum ársins af The New York PublicLibrary. Mark Kurlansky var ungur árum saman til sjós á fiskibátum, gerðist síðar blaðamaður og hefur skrifað reglulega í International Herald Trí- bune, Harper's, National Geographic og The New York Times Magazine, auk fastra sögulegra dálka um mat í tímaritið Food & Wine. Fyrri bækur Marks Kurlanskys eru Meginland eyjanna: Skyggnst eftir framtíðar- markmiði Karíbahafsins - og Upp- risa evrópsks gyðingdóms. Hann vinnur nú að bók um Baska. -""'JF' fS • HOFUNDURINN, Mark Kurlansky, afl- aði meðal annars fanga A íslandi fyrir bók sína. Skipt sköpum um gang heimssögunnar Mark Kurlansky skrifar Ævisögu þorsksins frá sjónar- miði fiskimanna í sam- félögum þeirra við Atl- antshaf norðan- og sunnanvert, austan hafs og vestan. Og um þorskinn sjálfan skrifar hann af fágætri kunn- áttu og nærfærni, per- sónuleika hans, siði, fjölskylduhætti og harmleiki síðustu ára sem gæti endað með út- rýmingu þessa arðvæn- legasta fisks sögunnar. Þorskurinn hefur sannarlega oft verið í hlutverki sem skipt hefur sköpum um gang heims- sögunnar. Kurlansky rekur þessa sögu allt frá því að Baskar stigu fram úr blá- móðu aldanna fyrir 1000 árum með hina miklu uppgötvun sína, að blanda saman þorski og salti til að mynda nýja markaðsvöru, sem fram- fleytti fólki yfir vetrartímann, vfk- ingunum, sem eltu þorskinn þvert yfir Atlantshafið, þurrkuðu hann og hertu og höfðu sér til viðurværis á landkönnunarferðum, hvernig þorskurinn, saltaður og hertur varð fiskur kaþólsku kirkjunnar og spyrt- ur saman við örlög kristninnar og gekk í endurnýjun lífdaga með Cl- arence Birdseye sem byggði upp iðn- að á frystum þorski eftir 1930. Lífíð er saltfískur - fyrir sælkera og svelta Mark Kurlansky nefnir til sögunn- ar landkönnuði, kaupsýslumenn, rit- höfunda, skáld, matreiðslumeistara og auðvitað fiskimenn, sem tvinnað hafa saman örlög sín og þessa sér- kennilega fisks. Hann leiðir fram á sögusviðið sérstæða pólitík Hansa- sambandsins á miðöldum og tengir saman þorskastríð fimmtándu og sextándu aldar, amerísku byltinguna á átjándu öld og þorskastríð íslend- inga og Breta á 20. öld. Allt þetta kryddar hann með smá- BROSANDI norskir sjómenn og þorskar. ÁGÚST Ólafsson, háseti á Ver, með golþorsk í fangi. Guðbjartur Ás- geirsson matsveinn tók myndina nálægt árinu 1925 en hann var á togur- um frá 1915 til 1940 og lét eftir sig einstætt safn mynda frá lífirni um borð, sem nú er i vörslu Þjóðminjasafhsins. ÞORSKÆÐI MIÐALDA Saltaður þorskur er snæddur með sinnepssósu eða þakinn bráðnu smjöri. Guillaume Tirel, þekktur undir nafhinu Taillevent, Le Viandier, 1375 Taillevent, sem var yfirmatsveinn Karls V Frakkakonungs, lét þetta verk eftir sig í handriti. Hann áleit, eins og nær allir mat- reiðslumenn eftir hans daga, að saltaður þorskur vaeri grófur mat- ur sem yrði að bæta með fitu, en að ferskur þorskur væri bragð- lítill matur sem þyrftí að glæða með kryddi. Hann bauð upp á ELSTA uppskriftin sem gefin er i bókinni er frá 1375. atriðum, sem sælkerar munu kunna að meta, auk fjölda þorsk- og salt- fiskuppskrifta frá síðustu 600 árum, og fylgja skemmtisögur og lýsingar hverri uppskrift. Mark Kurlansky tvinnar saman mannleg örlög í höfn- um frá Nýfundnalandi og Nýja Englandi til Bristol og Bilbao og til hafnlausra annesja Islands. Hann rekur sögu fiskveiða á árabátum, skonnortum og verksmiðjuskipum. Frá íslandi og Skandinavíu berst sagan til stranda Englands, Brasilíu og V-Afríku, þaðan yfir hafið með svörtum þrælum á plahtekrur eyja Karfbahafsins. Og loks með sírópi og sykri til rommbruggunar í Boston, höfuðborg hinna vandlætingarfullu púrítana nýja heims. Hvarvetna gerast miklir atburðir á leið þorsksins frá miðum til mark- aðar og Kurlansky tekst aðdáanlega að steypa þeim saman í eina heild, Ævisögu þorsksins. Ómótstæðileg blanda Baskar, salt, þorskur, víkingar, kaþólska kirkjan og markaðurinn. Baskar koma utan úr buskanum; enginn veit hvaðan. Tungumál þeirra er óskylt öllum öðrum málum. En þeir hafa vandlega varðveitt annað leyndarmál. Fyrir 1.000 árum leiddu þeir saman þorskinn og saltið og sköpuðu markað fyrir verkaðan, saltaðan og þurrkaðan saltfisk í Mið- jarðarhafslöndunum. Þ egar leiðir íslendinga og saltsins lágu loksins saman á 19. öld voru fyrir hendi gamalgrónir saltfiskmarkaðir við Miðjarðarhafið, sem þeim tókst að nýta sér. Kaþólska trúin færði Böskunum tækifærið upp í hendur. Upp úr ár- inu 1000 fór kaþólska kirkjan að koma skikki á föstuhald sitt. Sann- trúuðum bar að forðast kjöt og allar holdlegar lystisemdir nærri helming daga ársins. Þá varð að sjá þeim fyr- ir annarri fæðu. Og þá komu Bask- arnir tO skjalanna; fyrst með söltuðu hvalkjöti, síðar með söltuðum og sól- þurrkuðum þorski. En hvaðan kom þeim þorskurinn? Það er leyndar- mál, sem þeir hafa varðveitt til þessa dags. Getur það verið, að Baskarnir hafi í 500 ár einir búið að vitneskju um auðugustu fiskimið í heimi undan ströndum Nýja Englands, Nova Scotia og Nýfundnalands og fundist ekkert eðlilegra en að nýta sér strendur N-Ameríku einungis sem fiskreiti til þurrkunar á saltfiski? Það eitt er vist að um aldir urðu Baskarnir ríkari með hverjum föstu- degi. Þorskurinn leiðir púrítanana af vegi dyggðarinnar tfl auðs, valda, rommbruggunar, þrælaverslunar — og sjálfstæðis. Pflagrímarnir ensku, sem sigldu frá Hollandi árið 1621 á skipinu Mayflower til stranda Nýja-Eng- lands hafa orðið frægir í sögunni fyr- ir að leita staðfestu í nýjum heimi, þar sem þeir gætu rækt trú sína í friði fyrir ofsóknum stjórnvalda heimalandsins. En á hverju ætluðu þeir að lifa öðru en guðsblessun? Þeir höfðu heyrt um þorskhöfða (Cape Cod) og sögðust í umsókn sinni tO bresku krúnunnar um land tO búsetu, ætla að lifa þar á fiskveið- um. En pflagrímarnir voru ekki fiskætur og kunnu hvorki tO fisk- veiða né landbúnaðar en voru því meiri viðskiptahöldar og kaupsýslu- menn. Það tók þá tíma að ná tökum á fiskveiðum, og landbúnaðurinn fór ekki að ganga hjá þeim fyrr en þeir fundu leið tfl að plægja niður fiskslóg í akra sína. En strax 1640 flutti Massachusetts út 300.000 þorska. Boston varð skjótt að iðandi við- skiptamiðstöð, sem byggðist á þorski sem undirstöðu. Þorskurinn var fluttur tfl baskneskra hafha, þar sem mun betra verð fékkst fyrir hann en skreiina í norðurálfu. Þaðan voru fluttar nauðsynjar, salt, ávextir, kol og vín, yfir hafið tfl nýlendna Breta, Frakka og Spánverja í Karíbahafinu, þar sem tekið var um borð krydd, sykur, kaffi, indígó, tóbak og bómull, en ekki síst síróp tO rommgerðar í Boston. Brátt bættist svo flutningur þræla frá Afríku yfir Atlantshafið við þessa þríhyrningsverslun. Snemma á 18. öld hafði þorskur- inn umbreytt Nýja-Englandi úr fjar- lægri nýlendu hungraðra landnáms- manna í alþjóðlegt viðskiptaveldi. Þorskurinn skapar aðalsmenn Auðugustu fjölskyldurnar í Massachusetts, „þorskaðallinn" (codfish aristocracy), héldu lengi í heiðri lítOmótlegan uppruna sinn og dýrkuðu fiskinn opinskátt sem tákn um auð sinn og völd. Líkt og íslensk- ir höfðingjar áður gerðu þeir þorskinn að merki sínu. Þorskurinn var í innsigli Plymouth Land Company og í fyrsta ríkisinnsigli New Hampshire 1776 svo og í haus 18. aldarblaðsins Salem Gazette: skfldi, sem tveir indíánar héldu á mflli sín með þorski á toppnum. Fyrstu amerísku peningarnir, sem slegnir voru á árunum 1776-1778, báru mynd af þorski, og tveggja pennía stimpflmerki Massachusetts Bay Colony frá 1755 var skreytt mynd af þorski og orðunum „staple of Massachusetts" (undirstöðufæða Massachusetts). Vegleg íbúðarhús „þorskaðalsins" voru skreytt þorsk- myndum hvar sem við varð komið. Gylltur þorskur hékk niður úr rjáfr- inu á ráðhúsinu í Boston, sem brann með þorski og öðru innbúi 1747. Eft- ir amerísku byltinguna var útskor- inn þorskur hengdur upp í Old State House, stjórnarbygginguna við State Street í Boston, að áeggjan eins bylt- ingarmannanna í Boston, sem flestir voru kaupsýslumenn. Þegar þingið var flutt 1798 var þorskurinn látinn fylgja með. Þegar það var aftur flutt 1895 var þorskurinn tekinn niður af aðstoðardyraverði við opinbera at- höfn og vafinn inn í bandaríska fán- ann, lagður á börur og borinn af þremur þingmönnum í prócessíu, sem leidd var af þingforseta. Við inn- gönguna í nýjan fundarsal risu aUir þingfulltrúar úr sætum og klöppuðu ákaft. Móðgun við þorskinn Seinna færðu þessar velmegandi fjölskyldur, flestar, auð sinn inn í iðnaðarfyrirtæki. Vaxandi verkalýðs- stétt notaði þá hugtakið „þorskaðall" til að minna fjölskyldur stofnana- veldisins á, að auð sinn hefðu þær myndað í lítflsmetnum viðskiptum með þorsk, rommbrugg og þræla-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.