Morgunblaðið - 22.11.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.11.1998, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ í meðalbekk grunnskóla má fínna börn sem eru með dyslexíu, eiga við líkamlega eða tilfínningalega fötlun að stíða, eru afburðagreind, ofvirk, misþroska, koma frá öðrum menningarsvæðum eða hafa sérstaka _____hæfíleika á einhverju sviði. Hvernig ætlar skóli framtíðarinnar að koma til móts við þennan fjölbreyti- lega hóp? Dóra S. Bjarnason sagði Hildi Friðriks- dóttur frá fjölþjóðlegum fundi sem hún sat, þar sem þessi mál voru rædd og þær breytingar í þjóðfélögum sem kalla á nýja sýn starfsmanna skóla.____________ HVERNIG skyldu þessir veröandi kennarar vera búnir undir að takast á við að sinna þeim fjölbreytilega hóp barna, sem myndar einn bekk? fj ölbreytileikans FUNDURINN, sem Dóru S. Bjarnason dós- ent við Kennaraháskóla íslands var boðið á, var haldinn í Washington í september síðastliðnum. Var til hans boðað af bandaríska menntamálaráðuneytinu, auk OECD. Gestir fundarins voru um 70, þar af helmingurinn frá Banda- ríkjunum en hinir víðs vegar að úr heiminum. Allt fólk sem hefur mis- munandi hugmyndir um hvernig hægt er að búa til betri skóla sem mætir ólíkum þörfum nemenda. Meðal gesta voru til dæmis ýms- ir starfsmenn bandaríska mennta- málaráðuneytisins, prófessorar og vísindamenn, fulltrúar Alþjóða- bankans, kennarar, fatlaðir, örfáir foreldrar fatlaðra og leiðtogar indíána og blökkumannahreyfinga í Bandaríkjunum. „Þetta var mjög misleitur hópur og ekki einn af þessum sem er smalað saman af því þeir eru sammála um allt," seg- ir Dóra. Hafa lært af samvinnu við fatlaða Sjálf hefur Dóra lagt stund á rannsóknir, sem tengjast stöðu fatlaðra í þjóðfélaginu og skóla án aðgreiningar. Hún hefur unnið að þessum málum bæði hér á landi sem erlendis. „Tilgangur fundarins var að hjálpa OECD og bandarískum menntamálayfirvöldum að skerpa hugmyndir sínar um hvað skóli án aðgreiningar þýðir og hvers vegna hann skiptir máli. Hvernig unnt er að nálgast slíka stofnun og hvernig endurhugsa þurfi kennaramennt- unina. Peter Evans, sá sem var í forsvari fyrir OECD, tók þannig til orða, að tilgangurinn væri að um- skapa skólann, ekki bara frá lög- gjafanum og niður á við heldur frá kennslustofunni og upp, ef skólinn á að halda afram að vera til." Dóra segir, að það sem hafi byrjað á 7. áratugnum með spurn- ingum um samkennslu fatlaðra og ófatlaðra nemenda hafi breyst. „Nú gerum við ráð fyrir marg- breytileika mannlífsins í öllum skólum bæði meðal nemenda og kennara. Skóli er einfaldlega speg- ill mannlegs fjölbreytileika. Þessi sýn kallar á nýjar áherslur í vinnu kennara og menn velta fyrir sér, hvernig megi hámarka gæði náms og kennslu fyrir alla nemendur. Þetta er grundvallarbreyting á sjónarhorni, þar sem vandinn er færður frá aðstæðum eða eigin- leikum einstakra nemenda yfir á fagleg vinnubrögð. Það er skóli án aðgreiningar," segir Dóra. Hún dregur annars vegar upp mynd af dæmigerðum skóla nú- tímans og hins vegar af þeim breytingum sem eru í vændum. Hún bendir jafnframt á að menn viti ekki nákvæmlega hver þróunin verður þegar litið sé langt fram í tímann. „Skóli eins og við þekkjum hann núna er stofnun, þar sem kennari vinnur oft aflokaður með hóp barna. Þetta eru vinnubrögð sem fela oft í sér mikla stöðnun og þar gerist ekki endilega mikið. Einn kennari dugar ekki lengur til þess að hjálpa börnum að vinna á þann máta sem nauðsynlegt er til að mæta einstaklingsmun," segir hún. Þjóðfélagsbreytingar kalla á nýjar aðferðir Hún leggur áherslu á að nem- endurnir séu ekki einungis með mismunandi atgervi, þarfir og bak- grunn, heldur eigi sér stað miklar þjóðfélagsbreytingar, til dæmis aukið atvinnuleysi og breytt starfsumhverfi. „Það er verið að búa nemendur undir tæknisamfé- lag framtíðarinnar. Það þýðir að menn verða að hætta að hugsa eins og þeir séu að búa nemendur undir vinnu við handiðn eða færi- band á fyrri hluta 20. aldarinnar. Menn verða að líta upp og sjá, að þeir eru ekki að kenna sögu, stærðfræði eða eðlisfræði, heldur eru þeir að undirbúa börn til að lifa í heimi, sem við vitum nánast ekkert um annað en að hann verð- ur líklegast hraðari, fióknari og óhlutbundnari en sá sem við búum í," segir Dóra. „Það má breyta skólakerfinu, oft kyrrstaða þrátt fyrir ólguna fyrir ofan. Af þessu hefur fólk áhyggjur og veltir fyrir sér, hvað þurfi að gera til að skólinn haldi velli. Hugsunin er sú að brjóta þurfi upp og endur- skapa skólann. Leggja áherslu á einstaklinginn og miklu meiri áherslu á samvinnu og sveigjan- leika." Undirstaðan er samvinna Dóra segir að mikið hafi verið rætt á fundinum um samvinnu og litið sé svo á, að hún sé undirstað- „Menn verða að líta upp og sjá, að þeir eru ekki að kenna sögu, stærð- fræði eða eðlisfræði, heldur eru þeir að undirbúa börn til að lifa í heimi, sem við vitum nánast ekkert um ann- að en að hann verður líklegast hrað- ari, flóknari og óhlutbundnari en sá sem við búum í." lögum og reglum, en maður breyt- ir ekki sjálfum skólanum nema breytingin eigi sér einnig stað í bekknum," heldur hún áfram. Því næst vitnar hún í orð pró- fessors David Mitchell sem starfar við Waikato-háskólann á Nýja-Sjá- Iandi, en hann var hér á ferð í vor. „Hann líkti skólakerfinu við hafið og sagði að mikið öldurót væri á yfirborði hafsins. Miklar breyting- ar væru í heiminum á lögum, námskrám, skólastefnum og slíku. Hið skrýtna og athyglisverða er, að eins og í hafinu þá er lítið að gerast á botninum, sem má líkja við skólastofuna. I rauninni hefur lítið breyst í skólunum. Þar ríkir an í starfi skólanna. Ljóst sé, að hvorki sérkennari né hinn almenni kennari geti einir sinnt öllu því sem þarf í einni skólastofu. Því ættu kennarar að læra að vinna saman, leggja kunnáttu sína í sam- eiginlegan sjóð, skipuleggja sam- eiginlega út frá þörfum hópsins sem og hvers einstaklings og læra að vinna með foreldrum, öðru starfsfólki skóla og sérfræðingum. „Með þessu móti færumst við nær markinu. Skóli er ekki hús heldur það sem gerist þar og hvernig það er skipulagt. Hægt er að hafa skóla hvar sem er, ef skipulagið er í lagi. Það er líka hægt að drepa niður allan áhuga með því að láta börnin bara annast eyðufyllingar." Á fundinum var fjallað um hvernig hin mismunandi lönd kynna hugmyndafræðina skóla án aðgreiningar í kennaramenntun- inni og í samvinnu og endurmennt- un kennara. Dóra segir að sú um- ræða hafi verið mikilvæg og gert mönnum auðveldara fyrir að skilja hvernig hugtök eru notuð, eins og skóli án aðgreiningar, samvinna og fleira í þeim dúr. Fram kom að kjarninn í kenn- aramenntuninni ætti að snúast um þekkingu á námsefninu, uppeldis- og kennslufræði, að kenna hagnýt- ar leiðir til að lifa af frá degi til dags í skólastofunni og að rækta siðgæðisvitund og persónuleika kennaranemanna þannig að hagur barnanna sé í fyrirrúmi. Flótti úr stéttinni er ekki bara íslenskt vandamál Dóra tekur fram að mjög mis- munandi sé milli landa hvernig kennarar eru búnir undir það að vinna með ólíkum nemendum og tengist því hvar fatlaðir séu staddir í skólakerfinu. „Við eigum ekki að búa kennara bara undir að vinna með nýbúum, fátækum, blindum eða heyrnarlausum," segir hún. „Auðvitað þarf fólk að sérhæfa sig á einhverjum sviðum, en al- mennur kennari þarf að geta unnið með öllum þessum hópum og þeim sérfræðingum sem koma þar. að. Það þarf að hjálpa þeim að vinna í þessu samhengi án þess að Ieggja meira á þá, þannig að þeir verði ekki algjörlega útkeyrðir. Við er- um að ýta öllu almennilegu fólk í burtu með því að leggja meira og meira á það en breyta ekki grund- vallaruppbyggingunni í skólastarf- inu. Sumt af samviskusamasta og duglegasta fólkinu er að finna sér önnur störf. Þetta á jafnt við á ís- landi sem annars staðar." I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.