Morgunblaðið - 22.11.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.11.1998, Blaðsíða 48
*»*48 SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ i BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Er nám vinna? Frá Pétri Vilhjálmssyni: LÝÐRÆÐI er fyrirbæri sem ég kann ekki að skilgreina fræðilega í fljótu bragði en veit þó að hér á landi er lýðræði lögskipað ástand ef svo má segja! Öll erum við, íslend- ingar, jöfn fyrir lögum og jafn rétt- há til allra hluta. Þetta er einhvers staðar til á blaði undirritað af ýms- um snillingum. En hversu sorglega sem það kann að hljóma þá er sann- leikurinn annar. í umræðu síðustu missera varð- andi óeðlilega byggðaþróun hafa misgáfaðir menn sett fram kenning- ar varðandi ástæður flutninga fólks af landsbyggðinni til höfuðborgar- innar. Margar þeirra kenninga eru góðar og gildar og eiga sannanlega rétt á sér, en eitt er það þó sem mér fínnst hafa gleymst í þeirri umræðu. Nefnilega námsmenn! Eitt af kjörorðum núverandi menntamálaráðherra er jafn réttur til náms. Þessi frasi hefur oft og tíð- um sést á kosningaplöggum hinna ýmsu stjórnmálasamtaka og að sumu leyti á þessi frasi við rök að styðjast. En ekki algjörlega. Fram- haldsskólanemar á Islandi sitja ekki við sama borð varðandi rétt til náms. Munurinn á möguleikum ungmenna á höfuðborgarsvæðinu og af landsbyggðinni er gífurlegur og skólaganga þeirra ræðst oft af fjárhagsstöðu foreldra þeirra og varla getur það talist jafhrétti til náms. Vissulega hafa stjómvöld lagt sitt af mörkum undanfarin ár til að jafna þennan gífurlega mun en hann er enn slíkur að tölulegar staðreyndir þess efhis eru hreinlega sláandi! Því miður hafa landsbyggð- arþingmenn allra flokka sýnt okkur framhaldsskólanemum lítinn skiln- ing í gegnum tíðina og jafnvel þótt þeir hafi verið í meirihluta eða jafn- vel ráðherrastólum hefur lítið þok- ast í réttlætisátt. Siggi er nemi búsettur hjá for- eldrum í Reykjavík. Jón er nemi ut- an af landi í námi í Reykjavík. Siggi Jón Húsnæði 0 162.000 Fæði 0 135.000 Skólagjöld 16.000 16.000 Bækur/ritf. 24.000 24.000 Strætó 31.500 31.500 Heimferðir 0 24.000 Annað 45.000 45.000 Alls 116.500 437.500 Dreifb.styrkur 0 78.000 Samtals 116.500 359.500 Laun á mán. 38.833 119.833 Eins og þessar tölur bera með sér verður Jón að hafa útborgaðar 120 þúsund krónur á mánuði yfir sum- arið til að ná saman endum yfir vet- urinn. Sessunautur hans í skólan- um, Siggi, þarf hins vegar ekki að afla nema 40 þúsund króna á mán- uði yfir sumartímann til að búa við sömu kjör. Það er því nokkuð al- gengt að við af landsbyggðinni heyrum sögur af Kanaríeyjaferðum skólafélaga okkar þegar við mætum í skólann á haustin. En aftur að kjörum Sigga og Jóns. Séu þeir félagar í 20 eininga námi, sem er algengt í mínum skóla, reiknast það 40 stundir á viku sem telst fullur vinnudagur. Heimanám tekur allt að 3 stundir á dag ef vel á að vera og í vikulok eru það því 15 stundir eða 66 á mánuði. Þar með reiknast mér svo til að þeir séu í 137% vinnu. Algeng laun á mánuði í sumar- vinnu eru 80 þúsund krónur útborg- aðar. Samtals eru það því um 240 þúsund í sumarlok sé hver einasta króna lögð til hliðar. Miðað við töfl- una hér að ofan vantar 120 þúsund til að Jóni séu tryggðir peningar all- an veturinn. Til að hafa í sig og á þarf hann því að afla 13.300 kr. á mánuði yfir veturinn. Algengur tímataxti fólks á aldrinum 16-20 ára er um 600 kr. í yfirvinnu/jafnaðar- taxta og því þarf Jón að vinna 23 stundir á mánuði ef vel á að vera. Og 23 stundir á mánuði reiknast um 13% af fullri vinnu og því í heildina um 150% af fullum vinnudegi. Og nú spyr égj er þetta eðlilegt? Er nám vinna? Ég persónulega hef ekki átt lengra frí en tvær vikur samfleytt frá því ég lauk 10. bekk fyrir þrem- ur og hálfu ári. Og nú eru uppi hug- myndir varðandi enn frekari leng- ingu skólaársins og sumarvinnan yrði samkvæmt þeim aldrei meiri en tveir mánuðir. Heildartekjur Jóns eru um 360 þúsund, en til að fullnýta persónuaf- slátt sinn þarf einstaklingur að hafa um tvöfalda þá upphæð í árslaun. Uppsafnaður persónuafsláttur Jóns í árslok er því um 140 þúsund krón- ur. Niðurlægingin sem framhalds- skólanemar af landsbyggðinni hafa þurft að þola af hálfu stjórnvalda í gegnum tíðina er slík að ég á ekki til þau orð sem helst hæfa henni! 78 þúsund krónur í dreifbýlisstyrk er alltof lágt. Mín krafa er einföld. Eg fer þess hér með á leit við stjórn- völd að dreifbýlisstyrkurinn verði hækkaður um 100 þúsund krónur og að uppsafnaður persónuafsláttur verði hér eftir greiddur út hvert ár til framhaldsskólanema með einum eða öðrum hætti, hvort heldur sem er úr Reykjavík eða af landsbyggð- inni. I Reykjavík finnast nefnilega nemendur sem hafa hreinlega ekki efni á framhaldsskólanámi vegna efnaleysis foreldra og/eða annarra erfiðleika. Jafn réttur til náms - við eigum það svo sannarlega skilið! PÉTUR VILHJÁLMSSON, nemi í Fjölbrautaskólanum við Armúla. Gott úrval af skóm frá LUCIANO Verð 9.500 Litir: Svartur Stærðir: 35y2-41 Nýtt kortatímabll ETCflGLUGGINN REYKJAVlKURVEGI 60 S<MI 565 427S I Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.