Morgunblaðið - 22.11.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.11.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1998 31 NÝKAUP hefur frá upphafi lagt áherslu á þjálfun og fræðslu starfsmanna. okkur að litlu munar á okkur og verslunum eins og 10-11 og 11-11." Námskeið fyrir starfsmenn -Ef við minnumst á starfs- mannastefnu. Eru unglingar að vinna hér frameftir á kvöldin og mæta síðan grútsyfjaðir í skólann? „Vafalaust er það til en ungling- arnir eru nú yfirleitt ekki lengi, þeir vinna kannski fjóra eða fimm tíma á dag, þetta eru hlutastörf hjá þeim. Hér er mikið af föstu starfsfólki sem stendur sig afar vel. Einu höfum við breytt, viðskipta- vinir eru ekki spurðir hvort þeir noti fríkort, við minnum frekar á kortin með spjöldum og límmiðum og þetta gerðum við vegna fjölda kvartana um að þetta væri áreitni. Við leggjum áherslu á gæðaþjón- ustu og strax í upphafi var ákveðið að þjálfa og mennta starfsfólk í þeim þáttum sem okkur finnst skipta okkur mestu máli. Við erum stöðugt með námskeið í gangi núna og stefnum að því markmiði að fólk verði betri einstaklingar en um leið hæfari starfsmenn. Við bætum við- mót og fólk fræðist um vöruna, í haust var t.d. námskeið í ávöxtum og grænmeti og núna er námskeið fyrir kassastarfsfólk. Hreyfing á starfsfólki hefur lengi verið vanda- mál í smásöluverslun hér á landi og við viljum reyna að sporna við því." Fyrirhugað er að nota hugmyndir bandarískra arkitekta, sem sér- menntaðir eru í stórmörkuðum, til að endurskipuleggja Nýkaupsbúð- irnar og stóð til að þetta kæmi til framkvæmda fyrir jól. Verður aukin þjónusta leiðarijósið. Áætluninni hefur verið frestað fram til 1. febrú- ar, breytingarnar reyndust dýrari og umfangsmeiri en álitið hafði ver- ið, að sögn Finns. Sælgæti og foreldrar Hann er spurður um sælgætið, sem að hluta til er haft til sýnis við kassann í flestum stórverslunum til armæðu fyrir marga foreldra ungra barna. „Ég geta bara svarað því til að þetta gera allar svona verslanir og við treystum okkur ekki til að skerast úr leik." Hann viðurkennir aðspurður að líklega dugi ekkert nema almennur þrýstingur foreldra á allar stórverslanir til að fá þessu breytt. Finnur minnist á deilur við Evr- „Við getum borið verðlag hjá okkur saman við sam- bærilegar stór- verslanir í grann- löndunum, t.d. í Danmörku, og þá skiptir öllu að um sé að ræða verslun með svipaða þjón- ustu og hjá okkur í Nýkaupi. Niðurstað- an verður að við er- um á mjög svipuðu róli og þær." ópusambandið um merkingar á bandarískum neysluvörum og segir að stjórnvöld hér hafi verið allt of sein að bregðast við. Málið sé að Evrópuríkin séu einfaldlega að reyna að koma í veg fyrir sam- keppni frá Bandaríkjunum og hætt sé við að vörur, sem hér hafa verið seldar í áratugi, hverfi af markaði. Til dæmis geti bandarísk hrísgrjón tvöfaldast í verði vegna kostnaðar- ins við merkinguna. Og hann spyr hvað við myndum segja ef Banda- ríkjamenn settu slíkar innflutnings- hömlur á fiskinn frá okkur. - Hvernig er staðan núna hjá Ný- kaupi, er veltan viðunandi? „Reksturinn hefur gengið sam- kvæmt áætlun. Upphafið, fyrstu tveir eða þrír mánuðirnir, gengu að- eins verr en ætlað var en nú erum við á réttri leið og heildarbreytingin hefur gengið mjög vel. Ákvörðunin um að skipta verslun- inni var rétt og í heild er hún að auka hlutdeild sína. Ég fullyrði að viðhorfin til umskiptanna eru nú allt önnur en þau voru í júníbyrjun þeg- ar við fórum af stað. Eg held að fleiri og fleiri séu að átta sig á því fyrir hvað Nýkaup stendur." Irskir vinstri- menn sameinast GENGIÐ var frá samningi um sameiningu tveggja vinstriflokka á írlandi fyrir helgi en samkvæmt honum verður Lýðræðissinnaði vinstriflokkurinn (DL) lagður nið- ur innan tveggja mánaða og flokks- menn hans ganga til liðs við Verka- mannaflokkinn. Er gert ráð fyrir að þessi samningur verði staðfest- ur á flokksþingum sem báðir flokk- arnir hafa boðað til eftir þrjár vik- ur, að því er segir í frétt The Irish Times. Flokkurinn sem verður til við sameiningu þessara flokka mun nota nafn Verkamannaflokksins en fram til 2001 mun gilda eins konar umskiptaskeið áður en samruninn er að fullu til lykta leiddur. Hefur þegar verið samið um hvernig að framboðum á vegum flokksins nýja verður staðið. Proinsias De Rossa, leiðtogi DL, mun samkvæmt samningnum verða flokksforseti og verður ekM hægt að skora hann á hólm fyrr en eftir 2001. Leiðtogasveit flokksins nýja munu skipa, auk De Rossas, þrír helstu forsvarsmenn Verkamanna- flokksins, þ.m.t. Ruari Quinn, nú- verandi leiðtogi flokksins. Verkamannaflokkurinn átti aðild að síðustu tveimur ríkisstjórnum á írlandi og gegndi Dick Spring, þá- verandi leiðtogi flokksins, utanrflds- ráðherraembættinu 1992-1997. Spring sagði hins vegar af sér í fyrra eftir að flokkurinn galt nokk- urt afhroð í kosningum, og er flokk- urinn nú í stjórnarandstöðu. Misnotaðir karlar í Swasilandi fá hjálp Mabane. Reuters. KARLAR í Swasilandi, sem orðnir eru langþreyttir á ofrflti eiginkvenna sinna, fþyngjandi heimilisstörfum og líkamlegu of- beldi, geta nú andað léttar því þeir eru um það bil að fá hjálp. Nú hafa verið stofnuð Karla- samtök Swasilands til að vernda karlmenn fyrir heimilisofbeldi. I yfirlýsingu samtakanna segir að þau muni veita körlum sem hafa verið „neyddir til að vinna alla vikuna ... þvo upp, skúra gólf og passa bðrn" lagalega ráðgjöf, og að körlum sem hafi verið nauðg- að af konum sínum verði veitt áfallahjálp. Samtðkin segjast einnig munu átelja þá karlmenn sem beiti konur sínar ofbeldi eða „sýni eiginkonum annarra manna óhóflegan áhuga". Undirdívan Líttu við í glæsilega og breytta verslun okkar. Nú bjóðum við stórglæsileg og vönduð húsgögn í svefnherbergið. Sem fyrr höfum við fjölbreytt úrval af rúmum, dýnum, koddum og allt annað sem þarf fyrir góða hvíld og góðan svefn. Lystadún Snæfand - þú þarft ekki að leita annað. Skútuvogi 11 • Sími 568 5588 Góður svefn gejur góðan aag * ekki af sérvinnslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.