Morgunblaðið - 22.11.1998, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.11.1998, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1998 37 . verslun og væru því þrátt fyrir tign- arfas sitt aðeins tiltölulega „nýríkir" aular. A kreppuárunum fyrir seinni heimsstyrjöld, þegar svo var komið að alþýðustéttirnar höfðu náð undir sig völdunum í Boston, mótmælti Boston-írinn og borgarstjórinn, James Michel Curley, sem hafði marga hildi háð við „þorskaðalinn," því að valdafjölskyldurnar væru í niðrunarskyni kenndar við þorskinn. Hann sagði að notkun þessa hugtaks væri „móðgun við fiskinn"(!). Víetnam Breska heimsveldisins Fjórar mílurnar reyndust íslend- ingum skammgóður vermir. Afla- brögð hríðversnuðu á árunum eftir 1954. Það átti ekki aðeins við um þorskinn. Ufsa- og karfaaflinn dróst líka saman. Á sama tíma jókst afli á ýsu og lúðu, sem halda sig meir inn- an fjögurra mílnanna og nutu því góðs af nýlegri útfærslu. Krafan um frekari útfærslu í 12 mílur fékk byr undir báða vængi. íslendingar stefndu ótrauðir út í átök við Breta. einn, sem greinin aflaði. Hún sá fram á að hún væri að gangsetja eilífðar- vél mitt í ótæmandi auðsuppsprettu. Stjórnvöld lokuðu augum, eyrum og öllum öðrum skilningarvitum við við- vörunum um yfirvofandi hrun fisk- veiðanna. Loks 1992 varð ríkis- stjórnin að viðurkenna staðreyndir og staðfesta hrunið með tilkynningu: Stöðvun fiskveiða um tveggja ára skeið. I janúar 1994 var fiskveiða- bannið framlengt til aldamóta. Þá vantaði bara þrjú ár upp á fimm hundruð ára afmæli skýrslnanna um að menn John Cabots hefðu ausið þorskinum upp í körfum af þessum sömu miðum. Kemur þorskurinn aftur? Náttúran hafði sýnt að auðlindir hennar eru ekki ótæmandi. Jafnvel tegund, sem er alæta og þolir öðrum tegundum betur kulda og hitasveifl- ur og hrygnir 9 milljón eggjum, hef- ur sín takmörk. Það er hægt að út- rýma shkum tegundum með þeirri tækni sem mannkynið hefur í hönd- unum í dag. Og það er fullkomin PÓSTKORT 1910-15, gefið út á íslandi fyrir franska fiskimenn til að senda ástvinum símim heim og sýnir fiskverkun hér á landi. Enn endurtók sagan sig 1971 með kröfunni um 50 mílna landhelgi. Og ekki var þeirri deOu fyrr lokið en krafan var sett fram um 200 mílur og enn höfðu íslendingar sitt fram. En nú fylgdi alþjóðasamfélagið í kjölfar- ið og á árunum eftir 1976 lýstu flest- ar þjóðir yfir 200 mflna efnahagslög- sögu. Enn höfðu Bretar gleymt þeim lærdómum sögunnar, að gegn fisk- veiðaþjóð, sem telur sig standa á sjálfsögðum rétti sínum duga engir herskipaflotar. Þorskastríðin við Is- land voru Víetnam breska heims- veldisins. Tæknivæddustu fiskiflotum heims beint til Ameríku En þótt flotaveldi biðu ósigur var eyðingarmáttur fiskiflotanna sá sami. I kjölfar útfærslu Islendinga lokuðu Norðmenn norðurslóðum Atl- antshafs með lagalega vafasömum aðgerðum. Allir verksmiðjuskipaflot- ar Vestur- og Austur-Evrópu beindu nú stöfnum sínum að miðunum út af ströndum Ameríku, sem allt frá tím- um Cabots um 1500 höfðu verið talin ótæmandi. Þar voru stór flæmi utan 200 mílna lögsögunnar, jafnvel hrygningastöðvar, allt út að 400 míl- unum. Og nú eygði hin áður skeytingar- lausa sambandsstjórn í Ottawa nýja möguleika í fiskveiðunum. Nálega hvergi var litið á 200 mílurnar sem friðunaraðgerð fyrir fiskinn, heldur sem friðunaraðgerðir fyrir fiskimenn strandveiðiríkjanna. Það sama var uppi á teningnum í Kanada. 'Nú væri loksins hægt að byggja upp fiskveið- ar og fiskvinnslu af einhverju viti: Fiskveiðarnar undir eftirliti og með ráðgjöf vísindamanna, fiskverkunina með aðstoð tæknimanna og markað- ina með skipulegu átaki markaðs- fræðinga. Ef hægt væri að auka neyslu Bandarfkjamanna á botnfisk- tegundum aðeins um 0,1% mundi það nægja til að taka við 50% aukn- ingu á afla Kanadamanna. Þorskurinn við Nýfundnaland hverfur Gengið var skipulega til verks undir forystu sambandsstjórnarinn- ar. Gjaldþrota sjávarútvegsfyrir- tækjum Nýfundnalands var steypt saman í samsteypuna Fishery Prod- ucts International og fé var dælt úr ríkissjóði í aðra samsteypu, National Sea Products í Nova Scotia. Arðsem- isútreikningar voru feiknalega hag- stæðir og lofuðu svo góðu að um 1990 varði Kanadastjórn til fiskveið- anna þremur dollurum fyrir hvern óvissa um hvernig náttúran fyllir í skarðið. Hingað til hafa menn alltaf getað gengið að því sem vísu eftir aflabrest að þorskurinn kæmi aftur. Á Nýfundnalandi hafa menn nú sín- ar efasemdir. Nú er ekM lengur spurt hvenær - heldur hvort. „Það er erfiðara að iítrýma fiski heldur en spendýrum," segir Kurlansky, „en eftir að hafa stundað veiðar á þorski í Atlantshafinu í 1.000 ár, höfum við komist að raun um að þetta er hægt." Björgnðu fslendingar sér fyrir horn? Á ritunartíma bókarinnar kom Kurlansky til íslands og kynnti sér áhrif þorsksins á íslensk þjóðmál frá fyrstu hendi. Tveir kaflar bókarinn- ar eru sérstaklega um veiðar íslend- inga og baráttuna fyrir fiskveiðilög- sögunni. Tómas Þorvaldsson í Gr- indavík er fulltrúi íslenskra útgerð- armanna í bókinni. Grípum nú niður í frásögnina, þar sem höfundurinn lýsir nýju hugarfari: Fyrir útfærsl- una í 200 mílur hafði Tómas Þor- valdsson aldrei ieitt hugann að of- veiði; ekkert annað komst að en hvernig mætti ná í meiri fisk. En nú varð hann að setja afkastagetu sinni skorður. „Það var mjög erfið hugar- leikfimi að fara að hugsa um að veiða minna," sagði hann. Hann vísaði leið- ina um verbúðir, sem nú stóðu auðar, en höfðu fram undir 1990 hýst verka- fólk annars staðar að af landinu. Þarna var rúm fyrir 52. Fólk kom þangað til að verka allt að 2.000 tonn á ári. Síðustu árin hefur Tómas bara framleitt 300 til 400 tonn á ári. Hærra fiskverð, færri fiskar og færri sjómenn var hin nýja formúla í ís- lenskum fiskveiðum. Þótt fiskveiðar væru drifkrafturinn í efnahagslífinu, höfðu stjórnvöld þegar náð að fækka í fiskimannastéttmni niður í 5 pró- sent heildarmannaflans. Á veggjum skrifstofu sinnar hefur Tómas komið fyrir myndum af öllum þeim farkostum, sem hann hefur átt um ævina. Þegar hann litaðist um benti hann á litla borðlága gufubát- inn, fyrsta þilfarsbátinn sinn, og sagði: „Kannski ættum við að snúa aftur til þessa?" # Bókartitill er Ævisaga þorsks- ins - fiskurinn sem breytti heimin- um. Höfundur er Mark Kurlansky ""' þýðandi Olafur Hannibaisson. Utgefandi er Hans Kristján Árna- son. Bokin er alls 320 bls., þar af 61 bls. mataruppskriftir í 600 ár, auk Ijöldii niyndii, ljórt.-i og tilvitnana. Leiðbeinandi verð er 3.900 kr. Egþakka öllum þeim, sem tóku þátt íprófkjöri sjálfstœðismanna í Reykjaneskjördami um síðustu helgi og studdu mig með ráðum og dáð. Gott er að eiga vináttu ykkar og stuðning. Með kveðju, Sigríður Anna Þórðardóttir, alþingismaður. BEYKJAVÍK: lleimskiinglan, Krtngtunni.VESTURLANÐ: Hljómsýn. Akranesi Kauplélag Bmgiiiiinga, Buigamesi. Blámsturvellii. Hellissandi. Guöni Hallgtimssen, Gmndailiiii VESTFiHDIR Ralbúi Jnnasai Þúis, Paiiekslnii. Piliinn, Isaltiii. NORÐURIAND: II Sleingiimsfiaiiar, Hnlmavik. KF VinvelJiinga, Hvammsianga. Kl invetn'mga. Blúnduisi. Skagtirðingabúð, Sauðárkróki. KtA, Oalvik. iinsgialinn. Akurevii. Kl pingtvinga, Húsavik. Ilii, Raularbnin. AUSl UHLAND: Kf Héiaisbúa, Igifssinium VetsluninVik, Heskaapssiai. Kaupuin. Voinialnii. KFVttpnliEnga.Vupnalirii.KF Héraðsbiia. Seviisliiöi.talrieiui. SeyiisliiiLKF fástoiisljaiiai, fáskiiiislnii. KASK, Diúpavngi. KASK Höln llninalnii. SUDURIAND Ralmagnsverkstxii KR, Hvnlsvelli. Muslell, llellu. Ileimsiækni, Sellnssi. KÁ, Sellnssi. Hás, builáksbnln. Biimnes. Vestmannaeyium. BÍVKJANIS: Halburg, Grinðavik. Rallagnavinnust. Sig. Ingvatssnnar, Garii. Rataati, Halnailirði. Téubmg. Kupavngi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.