Morgunblaðið - 22.11.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.11.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1998 39 , HINRIK situr hér með sjálfum sér í einni af kirkjum hvítasunnuhreyfingarinnar í Búrkína Fasó. Biblíuskóli að Kirkj ulækj ar koti OUEDRAOGO og Sawadogo komu hingað til lands m.a. til að styrkja tengsl hvítasunnu- hreyfínga landanna tveggja, Búrkína Fasó og Islands, og til að kenna í biblíuskóla sem haldinn er um þessar mundir í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð. Hinrik Þorsteinsson er einn þriggja manna sem sitja í framkvæmdastjórn skólans. Hann segir að meginmark- miðið með skólanum sé að búa fólk undir að boða kristna trú á landsvæðum þar sem trú- boðar hafa ekki verið áður. Mörg þessara svæða teljast mjög hættuleg ekki síst fyrir það að trúboðið er stundað í óþökk viðkomandi stjórn- valda. Þess vegna er rík áhersla lögð á það í skólanum að nemendur kynni sér siði og venjur þeirra þjóða sem ætl- unin er að þeir fari til og Iæri að bera virðingu fyrir háttum ólíkum þeim sem þeir sjálfir eru vanir. Vegna þessarar hættu fæst ekki uppgefið hvert ferð nemendanna í Kirkjulækjarkoti er heitið þegar skólanum verður slitið nú í lok mánaðarins - líf þeirra gæti verið í húfi. Sami skólinn í þremur löndum Biblíuskólinn er settur á þremur stöðum samtímis og fer skdlahaldið þar fram fyrstu tvo mánuðina. íslend- ingar og Færeyingar stunda skólann í Færeyjum, Skotar, Ný-Sjálendingar og Brasilíu- menn í skosku hálöndunum og enn aðrir eru í Frakklandi. Þriðja og síðasta mánuð skól- ans dveljast nemendurnir allir í Kirkjulækjarkoti þar sem hóparnir starfa og búa saman i húsakynnum sem hvíta- sunnuhreyfingin á íslandi hef- ur verið að byggja og gera upp á undanfornum árum í Fljótshlíðinni. Fjörutíu nemendur stunda skólann í vetur, erlendir sem íslenskir, hvftasunnumenn sem aðrir kristnir menn, dmenntaðir sem sprenglærðir. „f gegnum árin hafa t.d. verið verkfræðingar, guðfræðingar, læknar og kennarar í skdlan- um," segir Hinrik. Annað markmið skdlans er að þjálfa nemendur í að túlka. Segir Hinrik að margir nem- endanna séu miklir tungu- málamenn og nái fljdtt gdðum tökum á tækninni. Astæða þess að túlkunin er svo mikil- væg er að hvítasunnumenn hafa að takmarki að allir þeir sem eignast lifandi trú á Jesú Krist verði prestar í þeim skilningi að þeir boði trúna og hið heilaga orð meðal fdlks- ins. í þessu sambandi má geta þess að hvftasunnumenn kalla þá menn, sem flestir kristnir söfnuðir kalla presta, for- stöðumenn eða hirða. Kennarar biblíuskölans koma víða að rétt eins og nemendurnir. Allir starfs- menn skdlans eru í sjálfboða- vinnu og nemendurnir sjálfír sjá um mötuneytið í skdlan- um. „Við réðum kokk áður fyrr en einhverju sinni feng- um við engan til starfsins. Þá prdfuðum við þetta fyrir- komulag að nemendurnir sæju um þetta sjálfir. Það gekk svo vel að ekki hefur komið til greina annað en að halda því áfram," segir Hin- rik. Fyrir skömmu var einnig haldin að Kirkjulækjarkoti sérstök biblíuvika þar sem áttatíu manns af tdlf þjdðern- um voru samankomin. Sawa- dogo var einmitt meðal þeirra sem kenndu á biblíuvikunni. Veglegur húsakostur Húsakynni hvítasunnusafn- aðarins að Kirkjulækjarkoti eru rúm. Hinrik og fjölskylda hans keyptu Húsið, sem áður var félagsheimili Fljdtshlíð- inga, fyrir niörgum árinn og býr fjölskyldan þar nú. í hús- um sem kölluð eru Útihús er rekið gistihús með níu her- bergjum. Nemendur biblíu- skdlans búa aftur á mdti í Skálanum en þar er gistiað- staða fyrir 115 manns, tveir matsalir fyrir 100 manns hvor og 130 manna setustofa. Svo- kallað Verkstæði, þar sem áð- ur fyrr var byggt yfir rússa- jeppa landsmanna, er nú búið að gera að kirkju þar sem 150 manns geta setið í einu. í sama húsi eru og tveir kennslusalir, annar fyrir 150 manns en hinn fyrir 60. Sunnudagssamkomur safnað- arins eru haldnar í þessu húsi. Þá hefur hreyfíngin keypt tívolíhúsið sem áður var í Hveragerði og sett upp í Kirkjulækjarkoti. Þar er ætl- unin að útbúa tvo sali, fyrir- lestrarsal og aðstöðu fyrir börn, en hvítasunnuhreyfing- in stendur oft og einatt fyrir ýmiss konar mdtshaldi. Þekkt- ast meðal landsmanna er lík- lega mdt hvítasunnumanna um verslunarmannahelgi ár hvert, sem að sögn Hinriks er sdtt af mun fleira fdlki en hvítasunnufdlki. Aðstaða hvítasunnumanna í Kirkjulækjarkoti hefur fyrst og fremst verið byggð upp af sjálfboðaliðum. Hinrik veitir söfnuðinum á Suðurlandi for- stöðu og hefur gert undanfar- in 14 ár. Hann hefur ferðast víða vegna starfa sinna fyrir hvftasunnuhreyflnguna og m.a. komið tvisvar til Búrkína Fasd. HEIMSÓKN Ouedraogo og Sawadogo til forseta íslands, hr. Ólafs Ragnars Grímssonar, var einkar ánægjuleg. Um áratug síðar hafði söfnuðinum vaxið svo fiskur um hrygg að hann var farinn að senda trúboða til næstu landa. Til kristniboðsins var þó ekki formlega stofnað fyrr en fyrir 14 árum. Margar þjóðir njóta starfskrafta kristniboða frá Búrkína Fasó, m.a. íbúar Malí, Senegals, Gíneu, Fílabeinsstrandarinnar, Gana, Togo, Benin, Nígeríu, Níger, Gabon, Tsjad, Mið-Afríkulýðveldis- ins, Belgíu og Sviss. Hvítasunnumenn í Búrkína Fasó stofnuðu þjóðkirkju árið 1951. Um leið tóku innfæddir hvítasunnu- menn við stjórn hreyfingarinnar af kristniboðunum. Þá voru 7.000 manns í hreyfingunni. Tuttugu og einu ári síðar voru hvítasunnumenn orðnir 25 þúsund. Og hreyfmgin heldur áfram að vaxa því árið 1996 voru hvítasunnumenn í landinu orðnir um 500 þúsund. Þá hafði hreyfingin klofnað þannig að til þeirrar hreyfingar, sem Ouedraogo veitir forstöðu, heyra 350 þúsund manns. Þar af eru 2.500 prestar. Kirkjurnar eða söfnuðirnir eru um 2.000 og á hverju ári eru 60 nýjar kirkjur stofnaðar. Fimmtán aðrar kristnar hreyfingar eru í Búrkína Fasó en 75% mótmælenda í landinu tilheyra hvítasunnuhreyfingunni. Skólavistin kostar 6 pund Hvítasunnumenn í Búrkína Fasó leggja ríka áherslu á menntun og þeir reka fjölmarga skóla í landinu, einkum í afskekktum héruðum þess. Einungis 27% barna ganga í skóla, aðallega vegna þess að foreldrar þeirra hafa ekM efni á að senda þau til náms. Ársvist í skóla fyrir eitt barn kostar jafnvirði 6 enskra punda sem er há fjárhæð í augum þriðju fátækustu þjóðar heims. Flest þessara barna eru drengir. Yfír 100 börn eru gjarnan höfð sam- an í bekk en það segja Ouedraogo og Sawadogo að skapi ekki vand- ræði, börnin sitja prúð og stillt 1 tímum. Einungis tvö prósent þeirra barna sem hefja skólagöngu fara í háskóla og segja þeir félagar að engin tilviljun ráði því hvaða börn það eru. Einungis afburðanemend- ur eiga kost á að komast svo langt. Hvítasunnuhreyfingin starfrækir ekki einungis grunnskóla heldur einnig sex biblíuskóla þar sem 500 stúdentar stunda nám hverju sinni. 150-200 þeirra verða prestar en hlutverk prestanna er töluvert ann- að en við eigum að venjast hér á ís- landi. Þeir kenna fólki að lesa og skrifa, fara með veikt fólk á spítala á mótorhjólunum sínum, lesa og skrifa bréf fyrir fólk og taka jafnvel á móti börnum. Þess vegna leggja þeir ekki eingöngu stund á guðfræði og trúarleg námsfög heldur einnig á hagnýtar greinar. Síðan miðla þeir þekkingu sinni til fólksins með það að markmiði að hjálpa fólki til að hjálpa sér sjálft. Þeirra hlutverk er að vera meðal fólksins og taka þátt í daglegum störfum þess með trúna á Jesú Krist að leiðarljósi. Verkmenntaskólar eru einnig starfræktir á vegum hreyfingarinn- ar þar sem ungu fólki eru kenndar alls kyns iðnir. Svíar hafa stutt við bakið á hvíta- sunnuhreyfingunni og eru tíu barnaskólar, þrír framhaldsskólar Við kennum börn- unum góða kristi- lega hegðun og það verður ekki tekið frá þeim þótt þau verði ekki kristin," segir Ouedraogo. og einn biblíuskóli reknir með styrk frá þeim. Einn af framhaldsskólun- um er einungis ætlaður stúlkum. 65 stúlkur stunda nám í honum, bæði frá BúrMna Fasó og Níger, og læra þær að vélrita, ala upp börn, sauma og um handverk og hreinlæti. Margar þessara stúlkna hafa flúið að heiman og leitað á náðir hvíta- sunnuhreyfingarinnar. „Það er til siðs í Búrkína Fasó að velja stúlk- um eiginmann án þess að þær séu spurðar álits. Margar þeirra flýja frekar að heiman og koma þá til okkar," segir Ouedraogo og bætir við að stundum sjái hann fyrir allt að eitt hundrað stúlkum í einu, sem svona er ástatt um, auk fjölskyldu sinnar. Systir Ouedraogo stofnaði nýlega skóla fyrir fólk sem bundið er hjóla- stólum. Þá rekur hvítasunnuhreyf- ingin skóla fyrir unglinga sem hafa tapað áttum og leiðst út í afbrot. „Sumir þeirra hafa orðið prestar og aðrir jafhvel hermenn og lögreglu- menn," segir Sawadogo stoltur af unglingunum. Auk þess starfrækir hreyfingin blindraskóla. „Við gerum það sem við getum til að finna hvar hjálpar er þörf," segja þeir Ouedra- ogo og Savadogo. Hvítasunnuhreyfingin nýtur stuðnings víðar að en frá Svíþjóð. Á hverju ári er t.d. flugvél, drekkhlað- inni af mangóávöxtum, flogið frá Búrkína Fasó til Þýskalands. Innan tveggja daga frá því ávextirnir eru tíndir af trjánum er búið að selja þá og ágóðinn, fyrir utan kostnað, rennur síðan til starfsemi hvíta- sunnuhreyfingarinnar. Þess er vandlega gætt að vel sé farið með það fé sem hreyfingin fær í styrk eða að gjöf. „Allir sem gefa okkur peninga geta komið til okkar og séð sjálfir hvert þeir renna," segir Ou- edraogo. „Það er mjög mikilvægt." Búrkína Fasó er ekki nafn út f bláinn! tíjm öwffwmeðúf Clio heillar alla. Hann er traustur, Ijúfur og lipur og með línurnar í lagi. Clio heflir alla kosti smábfls, en þægindi og öryggi stærri bfla. Helstu öryggisþættir: - ABS bremsukerfi - Loftpúðar - Fjarstýró hljómtæki úr stýri - Samfellanlegt stýri ¦ Ný tegund öryggishöfúðpúða v Verðfrá 1.188.000 kr. RENAULT Ármúli 13 Slmisoludcild 575 1210 Skiptibord 575 1200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.