Morgunblaðið - 22.11.1998, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI569 1100, SÍMBRÉF5691181
PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1998
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Möguleg jarðgöng
milli lands og Eyja
Frum-
athugun
hafín
Vestmannaeyjum. Morgunblaðið.
RANNSOKN á möguleikum þess að
gera jarðgöng eða vegtengingu milli
lands og Eyja er hafin hjá Vegagerð-
inni samkvæmt samþykkt Alþingis
síðastliðinn vetur. Halldór Blöndal
samgöngumálaráðherra greindi frá
þessu á fjölmennum fundi í Vest-
mannaeyjum í fundaröð Áma John-
sen alþingismanns.
Halldór Blöndal sagðist hafa tekið
ákvörðun um að hrinda þessari und-
ii-búningsvinnu og athugun af stað af
'Jh* fullum krafti, en ætla mætti að það
tæki Vegagerðina hálft til eitt ár að
ljúka frumathugun, samantekt jai-ð-
fræðilegra aðstæðna, arðsemiskönn-
un og gerð kostnaðaráætlunar miðað
við reynslu sambærilegi'a verka
heima og heiman.
Þingsályktunartillagan gerir ráð
fyrir athugun á þremur möguleikum,
gerð jarðganga, botnganga eða svo-
kallaðra flotganga sem reist yrðu á
stöplum á hafsbotni. Gerð jarðganga
þykh- líklegust sem hagstæðasti
kosturinn. Vegalengdin milli lands
Eyja er 10 km og dýpi mest um
80 metrar, en berggangur Eyjafjalla
liggur í suðvestur til Vestmannaeyja.
Hugmyndin að fjármögnun tenging-
ar milli lands og Eyja yrði á sömu
nótum og framkvæmdin á gerð jarð-
ganga undir Hvalfjörð.
--------------
Heimsbikarkeppnin
Kristinn tilbú-
inn í slaginn
SKÍÐAKAPPINN Kristinn Björns-
son keppir í fyrsta svigmóti vetrarins
pninni sem fram fer í
Park City í Banda-
ríkjunum í dag.
Kristinn sló eftir-
minnilega í gegn á
sama stað fyrir ári
þegar hann náði
öðru sæti. Bein út-
sending verður frá
heimsbikarkeppn-
inni í Sjónvarpinu. Fyrri umferðin
hefst kl. 17 og síðari umferðin kl. 20.
Kristinn hefur undirbúið sig vel
fyrir veturinn og segist í mjög góðri
æfíngu. Hann hefur dvalið við æfíng-
ar í Bandaríkjunum í tíu daga tU að
aðlagast aðstæðum. Að hans sögn
eru aðstæður í Park City eins og
best verður á kosið.
■ Keppiuautar/22
-----♦-♦♦-----
Fjdrir á slysadeild
Grunur um
vímuefna-
notkun
FJÓRIR voru fluttir á slysadeild
Sjúkrahúss Reykjavíkur eftir
^árekstur á horni Miklubrautar og
Kringlumýrarbrautar í Reykjavík
um klukkan eitt í fyrrinótt.
Að sögn lögreglunnar varð slysið
með þeim hætti að bíll sem ók
Kringlumýrarbraut til norðurs beygði
til vesturs og í veg fyrir bíl sem ók til
suðurs. Bflamir eru mikið skemmdir.
Grunur leikur á að ökumaður ann-
prs bflsins hafi verið undir áhrifum
vímuefna og er málið nú í rannsókn.
-z•........
Morgunblaðið/Arai Sæberg
Regnbogi í Hvalfirði
Hvalfj arðargöng
Gjaldið
trúlega
lækkað
í maí
STJÓRN Spalar hf., ákvað á
aðalfundi sínum í síðustu viku
að endurskoða gjaldskrá Hval-
fjarðarganganna næsta vor.
Gísli Gíslason, stjórnarfor-
maður Spalar, segir næsta víst
að lögð verði til lækkun
gjaldsins en stærsti lánveit-
andinn, bandaríska trygginga-
félagið John Hancock, verður
að samþykkja gjaldskrár-
breytingu. Telur Gísli víst að
hann muni fallast á tillögu
Spalar.
Frá opnun Hvalfjarðar-
ganganna 11. júlí til 18. nóv-
ember fóru alls 425 þúsund
bílar um göngin. Af þeim
fjölda óku 85 þúsund bflar um
göngin áður en gjaldtaka
hófst. Alls hafa því 340 þúsund
bflar farið um Hvalfjarðar-
göng þá 120 daga sem gjald-
taka hefur staðið eða 2.833 bíl-
ar á dag að meðaltali. Gísli
segir það talsvert meiri um-
ferð en gert var ráð fyrir og
því séu tekjur Spalar meiri en
gert var ráð fyrir í upphafi.
Fleiri nýta sér afsláttinn
en reiknað var með
A móti komi að fleiri en
reiknað var með nýti sér 40%
afsláttinn sem menn fá ef
keyptar eru 40 ferðir í einu.
Er nálega helmingur fólksbfla,
sem um göngin fer, á þessum
afslætti. Fáir nýta sér hins
vegar 20% afsláttinn sem
veittur er fyrir 20 ferðir.
Gísli segir ekki unnt að
setja fram hugmyndir um
væntanlega gjaldskrárlækkun
strax. I hönd fari vetrannán-
uðir með minni umferð og því
verði ekki unnt að meta hugs-
anleg áhrif meiri umferðar
fyrr en með vorinu. Gerh-
hann ráð fyrir að gjaldskrár-
lækkun verði ákveðin í maí.
Davíð Oddson segir stöðu Sjálfstæðisflokksins vera sterka
21. öldin getur orðið
öld tækifæranna
„FLEST bendir til að staða okkar
sé sterk, flokkurinn njóti mikils
trausts vegna sinna verka. Undir
því trausti þurfum við að rísa í að-
draganda kosninga og slagnum
sjálfum,“ sagði Davíð Oddsson for-
sætisráðherra og formaður Sjálf-
stæðisflokksins í ræðu við upphaf
flokksráðsfundar í gær.
í ræðu sinni fjallaði Davíð um
stöðu fiokksins nú þegar tæpir sex
mánuðir eru til næstu þingkosn-
inga, hvaða árangur hefði náðst á
kjörtímabilinu og stefnuleysi stjórn-
arandstöðunnar. Hann sagði ekki
hægt að fullyrða um það á þessari
stundu um hvað yrði kosið í næstu
kosningum. Aftur á móti væri hægt
að draga upp ákveðnar myndir:
Góðir sóknarmöguleikar
„Verði til að mynda kosið um
traust sé líklegt að við þurfum ekki
að óttast úrslitin," sagði Davíð.
„Verði kosið um aukna velmegun í
landinu ættu úrslitin að geta orðið
okkur hagstæð. Verði kosið um
stöðugleika, stefnufestu og öryggi
ættu kjósendur að vera líklegir til
að horfa fyrst til okkar áður en aðr-
ir kostir verða skoðaðir. Vilji kjós-
endur byggja upp kaupmátt sinn,
forðast ringulreið í stjómmálalífi og
auka möguleika sína og sinna og
fjölga tækifærunum ætti Sjálfstæð-
isflokkurinn við núverandi aðstæð-
ur að vera álitlegur kostur.
Ef þessi verða verkefnin sem
kjósendur leggja mest upp úr ætt-
um við að eiga góð færi og jafnvel
stærri sóknarmöguleika en oft áður.
Allt eru þetta mikilvæg mál, ekki
fyrir flokkinn flokksins vegna held-
ur fyrir flokkinn fólksins vegna.“
Möguleikar 21. aldarinnar
„Það verður verkefni okkar að
koma því til skila hvar tækifærin
liggja. Við þurfum ekki að hamra á
þeim árángri sem náðst hefur, hanrt
er kunnur. Við þurfum að vekja at-
hygli á þeim möguleikum og þeim
tækifærum sem eru að opnast. Það
bendir allt til þess að 21. öldin geti
orðið íslendingum öld tækifæranna.
Það fer því vel á því að við horfum
vongóð og bjartsýn fram til þeirrar
aldar og segjum: íslendingar, nú er
tækifærið, grípum það en glutrum
því ekki niður," sagði Davíð Odds-
son.
■ Grípum tækifærið/14