Morgunblaðið - 22.11.1998, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.11.1998, Blaðsíða 19
MORGUNBLABIÐ SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1998 19 LISTIR Rússneskir tónar í Iðnó RUSSNESK kammer- og leik- hústónlist verður í brennipunkti á tónleikum kammerhópsins Camer- arctica og gesta hans í Iðnó næst- komandi þriðjudag. Flutt verða verk eftir Stravmskíj, Prokofíev og Snittke. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og standa í klukkustund. Armann Helgason, klarínettu- leikari og félagi í Camerarctica, segir tilgang tónleikanna að gefa fólki tækifæri að fá innsýn í rúss- neska leikhús- og kammertónlist og bera saman verk Stravinskíjs frá ólíkum tímum en hann er einmitt fyrirferðarmestur á efnis- skránni. „Fólk hrífst af Stravinskíj - hann hittir alltaf í mark." Flutt verða þrjú verk eftir Stra- vinskíj í Iðnó: Svíta úr leikritinu Sögu dátans fyrir klarínettu, fiðlu og píanó, einleiksverk fyrir klarí- nettu og Septett fyrir píanó, blás- ara og strengi. Armann segir tónlistina úr Sögu dátans alla tíð hafa notið mikilla vinsælda. Þar notaði Stravinskíj meðal annars djass í fyrsta sinn í verkum sínum, auk þess sem áhrifa gætir frá argentínskum tangó, þjóðlagastefjum og Vínar- völsum, svo dæmi séu tekin. Septettinn er aftur á móti mjög klassískt Stravinskíj-verk, að sögn Armanns, „ekta Stravinskíj", og fyrir vikið gott mótvægi yið svít- una. Einleiksverkinu lýsir Armann síðan sem stemmningsverki, þar sem klarínettan sé notuð til hins ýtrasta. „Þetta er þekktasta og mest spilaða einleiksverk klarí- nettubókmenntanna." Tónleikarnir hefjast á Forleik um gyðingalög eftir Sergej Prokofíev, fyrir klarínettu, strengi og píanó. Segir Armann verkið með rómantísku tfirbragði og að því leyti ólíkt verkum Stravinskíjs en þessir tveir menn eru, að áliti Armanns, helstu meistarar rúss- HUNDUR í óskilum: Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson. neskrar tónsmíðasögu, ásamt Sjostakovítsj. - Þá verður leikinn í Iðnó strengja- kvartett í einum þætti eftir Alfred Snittke, sem lést nýverið. Var hann saminn árið 1977 í minningu Stra- vinský's. „Þetta er hægferðugt keðjulag en Snittke er eitt mest spennandi tónskáld sinnar kynslóð- ar. Það er því gaman að geta kynnt hann á þessum tónleikum." Armann segir öll verkin fimm eiga það sameiginlegt að stuttir þættir séu ráðandi og flytjendur þurfi að koma ákveðinni stemmn- ingu til skila. Fyrir bragðið sé þetta krefjandi tónlist í fiutningi en þó létt áheyrnar. Þykir honum „andrúmsloftið" í Iðnó henta tón- listinni vel, þar sé leikhús, auk þess sem flest verkanna á efnis- skránni séu samin rétt eftir að Iðnó var byggt. Camerarctica skipa, auk Ár- manns, Sigurður Halldórsson Morgunblaðið/Árni Sæberg CAMERARCTICA ásamt gestum sínum á tónleikunum í Iðnó. Á mynd- ina vantar Sigurlaugu Eðvaldsdóttur. sellóleikari, Hildigunnur Halldórs- dóttir og Sigurlaug Eðvaldsdóttir fiðluleikarar og Guðmundur Krist- mundsson víóluleikari. Gestir þeirra verða Rúnar Vilbergsson fagottleikari, Emil Friðfinnsson hornleikari og Miklós Dalmay píanóleikari. Lög Cole Porters á Múlanum DJASSTRÍÓIÐ Svartfugl leikur á Múlanum, annarri hæð Sólons ís- landusar, í kvöld, sunnudag kl. 21. Tríóið skipa Sigurður Flosason saxófónleikari; Björn Thoroddsen gítarleikari og Gunnar Hrafnsson bassaleikari. Á tónleikunum flytur tríóið ým- is meiri og minni háttar þekkt lög eftir Cole Porter. Lögin verða flutt í útsetningu meðlima tríós- TRIOIÐ Svartfugl skemmtir á Múlanum í kvöld. Fram til 5. des. fær V^ ö r # V5«I5 hundraðasti hver gestur á ys.is ókeypis áskrift að Bíórásinni eða í Sýn i desember.* ys.is i.ííitiii" 1 1 JMHBk&e 7™°™n •M* Ek *&» i JÉL ¦Ssr >^H..,., B* 7, M'ÆÉ «s Á ys.is getur þú kynnt þér dagskrá Stöövar 2, Sýnar, Bíórásarinnar og Gjörðu svo vel að ganga i bæmn Fjölvarpsins. Þú sérð 19-20 í beinni og getur fylgst með útsendingu Bylgjunnar. Pú kynnir þér áskriftarkosti og skoðar hvaða íþróttaútsendingar eru fram- undan. Þú nærð sambandi við þáttagerðarmenn og kemst beint á heimasíður vinsælustu þáttanna. www.ys.is €BO$m 4L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.