Morgunblaðið - 22.11.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.11.1998, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1998 í Innilegar þakkir færi ég öllum þeim, er glöddu mig á 80 ára afmœlisdegi mínum, þann 10. nóvember sl, með blómum, gjöfum og heillaóskum. Sérstakar þakkir fœri ég börnum mínum, tengdabörnum og barna- börnum fyrir gjöf og gleði, sem þau veittu mér og gerðu mér daginn þannig ógleymanlegan. Lifið heil. Inga Valfríður Einarsdóttir. Húsgqgnqsýnjng Jdr nhdtfdgn - Hadceháfg&gn JTéícíc ^KRISTALL OPIÐSUNNUDAG KL 13.00 - 16.00 HUSCACNADEILD Faxafeni húsgögnin - Ný sending komin • Sófaborð - Borðstofuborð iý/&#£ Stólar ¦ Kommóður **!***_* \Æ&mtt 7R(RISTALL júF' «<* <>*>* og húsgagnadeild okkar Faxafeni MORGUNBLAÐIÐ NETIÐ LÍTILL vafí er á því, að fáar þjóðir í heiminum hafa verið eins fljótar að tileinka sér tölvutækn- ina og sú íslenzka. Það er ekki að- eins yngri kynslóðin sem orðin er tölvufær, heldur virðist þorri landsmanna meira og minna vera flæktur í Netið. Ég sá um daginn í Mogga, að Víkverji var að býsnast yfir því, að einir tólf þingmenn landsins hafí ekki vefföng og þar af leiðandi gætu landsins börn ekki sent þeim tölvupóst. Tölvupósturinn er að verða sá farvegur, sem um fer stækkandi hluti samskipta fólks í hinum vestræna heimi. Margir lærðir menn, hérna í henni Ameríku, hafa látið í ljós áhyggjur af því, að tungumálið sé að breytast vegna þess, að tölvuritarar nenni ekki að slá alla stafi ýmissa orða og búi til ný orð og orðskrípi, sem góð og gild séu tekin í tölvuheiminum. Þeir sjá tölvupóstinn sem enn eitt nauðsynlegt tímanna tákn, en með alls kyns óæskilegum hliðar- verkunum, rétt eins og bifreiðun- um fylgir umferðaröngþveiti og mengun. Einn dálkahöfundur, sem ritar í bæjarblaðið hér, var um daginn að bera saman tölvupóst og sendi- bréf. Sagði hann að það, að senda tölvupóst, væri eins og að ferðast í flugvél; hratt, hentugt, þröngt og órómantískt. En að skrifa sendi- bréf mætti líkja við að sigla á skipi; svífa seglum þöndum yfir mjúka öldudali hafsins njótandi víðáttunnar langt frá ys og þys líðandi stundar. Við keyptum okkur tölvu fyrir nokkrum árum, en erum enn ekki tengd inn á Netið. Tækið er svo til eingöngu notað við ritvinnslu og annarra „innvortis" athafha. Við- urkennt skal, að persónulega er ég hræddur um það, að nettengd tölva komi til með að vera mikill tímaþjófur. Blessun getur það verið fyrir þá, sem hafa meiri tíma en þeir vita hvað við á að gera. Þannig hefi ég heyrt um eftir- launafólk, sem nú eyðir flestum stundum sínum fyrir framan tölv- una. Sérfræðingar í Pittsburgh hafa fundið út, að langsetur við tölvunetið auka á einmanakennd og geta valdið þunglyndi. Á ís- landi er mikið af þunglyndu og Þórir S. Gröndal skrifar frá innhverfu fólki, svo því ætti að vera óhætt að eyða nokkrum stundum á dag við tölvuna sína. Einn alvanur tölvunetsmaður fussaði og sveiakði, þegar hann heyrði, að ég væri enn ekki búinn að tengja „mig" inn á Netið. Sagði hann mig 'vera eins og mann í myrkri, sem ætti góðan lampa, en hefði ekki vit á að stinga honum í samband við rafmagnið! Við tvenn áramót hefí ég strengt þess heit, að á nýja árinu ætli ég að drífa mig og tengjast alheimsnetinu. Ungur tölvufær landi, sem hér býr, hefir lofað að vera tæknilegur ráðgjafi og veitir ekki af, því þessi nýja tækni er mér að miklu leyti hulin gáta. Kannske ég geri það á næsta ári. Margir íslandsmenn, sem halda hér heimili hluta úr ári og hafa til- einkað sér tölvutæknina, nota tæki sín til þess að vera í góðu sambandi við heimalandið. Ekki einasta lesa þeir Moggann á Net- inu, heldur hlusta þeir á fréttir og allt mögulegt annað efni. Nú ku vera hægt að kaupa hér tæki, sem tengir saman tölvuna og sjónvarp- ið. Heyrt hefi ég um ein hjón, sem eiga risastórt sjónvarp, og nú hafa þau tengt tölvuna við það. Hjóna- kornin halla sér aftur á bak í hæg- indastólunum sfnum og lesa Morgunblaðið á risa-sjónvarps- skerminum. Bara að þau rífist þá ekki um það, hvenær á að fletta blaðsíðunum! ísland hefir vakið athygli úti í hinum stóra heimi fyrir það, hve þjóðin er tæknilega langt komin í tölvumálum og hve almenn tölvu- eign er í landinu. Tekið höfum við eftir því, að íslenzk ungmenni, sem koma til náms hér í Flórída, skilja helzt ekki við sig ferðatölv- una sína, og nota hana m.a. til þess að halda sambandi við vini og ættingja á Fróni. Einn ungur maður gisti hjá okkur í fyrra og bað hann um leyfi til þess að tengja tölvuna inn á símalínu, því hann sagðist vera viss um að hans biði einhver tölvupóstur. Sat hann svo við skjáinn og leturborðið langt fram á nótt og sagði okkur daginn eftir að 21 orðsending og bréf hefðu verið komin í póstinn sinn! I nýlegum Mogga sé ég, að ein- hver Ameríkani hyggst stofna al- þjóðlegan alnetsdómstól á íslandi. Skilst mér, að hann vilji staðsetja dómstól þennan þar vegna þess m.a. að fornmenn hafi komizt af í 300 ár án ríkisvalds en hefðu búið engu að síður við lög og reglu. Á alnetinu sé einmitt ekkert ríkis- vald, segir þessi merki maður. Líklega vill hann, að íslendingar stýri umferðinni í tölvuheiminum í a.m.k. 300 ár. Svo segir hann líka, að við séum vel fallnir til starfans því samkvæmt vel auglýstri þýzkri könnun, sé spilling lítil í okkar fagra landi, meira að segja minni en í Ameríku, og þá er nú mikið sagt! Ekki má svo gleyma hinu stór- merka framlagi íslands til lýð- ræðismála í hinum vonda heimi, þá er upp var tekinn í haust sá háttur að varpa öllum fundum hins háa Alþingis um víða veröld á margumræddu Neti. Lítill vafi er á því, að allar lýðræðiselskandi þjóðir heimsins hafi fagnað þessu Grettistaki. Er þess vænzt að hin- ar spöku og ígrunduðu ræður þingmanna landsins geti haft góð áhrif, sérstaklega í þeim löndum þar sem lýðræði er skammt á veg komið. Hefi ég það eftir gárungum, að fyrstu dagana eftir þingsetning- una hafi orðið mikil eftirspurn eft- ir íslenzkum túlkum í stærstu borgum hér vestra og mest nátt- úrulega í Washington. Munu landsins feður og aðrir stjórn- málamenn hér hafa setið við tölv- ur sínar og drukkið í sig hvert túlkað orð sem af vörum þing- mannanna féll. Telja sumir að það sé ekki tilviljun að kosningarnar í nóvember hafi snúizt demókröt- um í vil, nokkrum vikum eftir að þingfundir íslandsmanna fóru að birtast á alnetinu. Borðb una SILFURBUÐIN Kringlunni • S: 568 9066 ¦ - aðeins betri _______ UTILIF GLÆSIBÆ • S: 581 2922 www.utilif.is erumargirsemcnn 2??? LSSgÖmlll góðu símkerfin frá okkur en erekki34í»*: rA^m\nn ^a ínýtt tilkominn, að símkerfi ? QDKÍ$ i$ÐH §imker1i fyrír heímjlj o§ §mmrri lyrirtmki á vtrðí §§m k§mur þmgil§§& é §y®rt WM&:ií;.M,.,.g*M*l,„...^J...„.:-^..*,.,.,.----¦._-..:..,-.,,.¦..¦-¦.-,¦--_¦,,,,.,..:.........,-_..... ¦ ..,¦,„,,:.¦„.:„¦-, -.-.¦¦:¦.,-.¦.._-„,-----:,,-;::,.:,,. ,^.... ^-,..,,-,..i........: .:....... .¦„....¦-,.—.,... ,:¦.......¦-,.¦-,..¦.............., — ¦_,.,.,:.;.„. -,-¦ .--.^ ... y^.; ..,,,...._..,„„. .,„, I.„._^.^,^..^:^,^,^.^^„^^.^,:i„„-, ^. .^..„^^-.^^„.^^^,,,,.. ¦¦-.. v,;----,...--.,-^.......:„¦-,., ^......,..,...„¦„, ^,^^. H^mostm^m^^mim n»i.i.m.nu.,il W *mr ^l \y ^ §í6umm 97 - m UefHmik §.m*m9*Fa*mb--m7 www, J§
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.