Morgunblaðið - 22.11.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.11.1998, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Síðasta háborg sovéska áætlunarbúskaparins *?/ BAKSVIÐ Atta árum eftir hrun Sovétríkjanna hafa umbæturnar í Hvíta-Rússlandi stöðvast og landið verður æ einangraðra frá umheim- inum. Risastórar verksmiðjur eru enn starfræktar í landinu eins og ekkert hafí í skorist. Undir stjórn Alexanders R. Lúkashenkos hefur Hvíta-Rússland orðið að einræðisríki þar sem prentfrelsi og mannréttindi eru fótum troðin. Fréttarit- arinn Brian J. Haure fékk einstakt tæki- færi til að skyggnast á bak við tjöldin í einu af stærstu iðnfyrirtækjum landsins. EKKI VAR hægt að mis- skilja fyrirmæli leiðsögu- mannsins - þetta var eng- inn njósnaleiðangur. Skil- yrðin fyrir því að fá að skoða „stolt Hvíta-Rússlands", MAZ, risastóra vörubílaverksmiðju, voru endurtek- in án afláts og hinstu skipanirnar fyrir síðustu 200 km að Minsk og MAZ fóru ekki heldur framhjá okk- ur. Við lofuðum hátíðlega að nema staðar við hverja eftirlitsstöð lög- reglunnar - og þær eru margar - og víkja í hvert sinn sem við mættum bílstjórum opinberra bifreiða sem óku eins og þeir ættu vegina. Ráð- legt er að muna þá reglu í landi þar sem blaðamönnum er stungið í fangelsi fyrir minna en að hindra akstur ríkisbifreiða. Hvíta-Rússland er einnig landið þar sem reist hafa verið fjögur ný fangelsi undir stjórn Lúkashenkos fram að þessu, en ekki ein einasta verksmiðja. Landsmenn láta sér nægja risastóru verksmiðjurnar sem Rússar létu þeim eftir þegar Hvíta-Rússland öðlaðist sjálfstæði. Við komumst líka fljótt að því að fátt hefur breyst frá þessum tíma innan veggja verksmiðjunnar. Skorturinn á tölvum var það fyrsta sem vakti athygli okkar, þegar við biðum með tilhlýðilegri virðingu í biðstofu Anatolís Gúrínovítsj, for- stjóra MAZ. Gömul IBM-ritvél var þróaðasta tækið sem ritararnir tveir höfðu til að hamast á þegar þeir voru ekki önnum kafnir við ævagamalt skiptiborð þar sem símsnúrusköftin eru ------------------------ dregin út og inn með 35.000 starfs handafli. Gúrinovítsj er einnig sannur forstjóri af gamla skólanum, frá þeim tíma þegar Sovétríkin voru álitin ógna heimsfriðnum arfsmenn MAZ eru alls 35.000, þar af eru 23.000 í aðalframleiðslunni, 3.000 annast samfélagslega starf- semi fyrirtækisins, 2.000 eru í skrif- stofustörfum og þúsundir manna í öðrum störfum af ýmsum toga. Hvorki meira né minna. Bankamilli- færslur eru ekki algengar í Hvíta- Rússlandi. í ljósi þessa bjóst ég við geysihá- um framleiðslutölum. En því var ekki að heilsa. Gúrínovítsj væri ánægður ef 12.000 farartæki yrðu framleidd í ár. Á Vesturlöndum myndi mannaflinn, sem MAZ hefur yfir að ráða, líklega nægja til tífalt meiri framleiðslu. Síðasta árið áður en SovétríMn liðu undir lok fram- leiddi MAZ næstum 40.000 farar- tæki, en þau voru að vísu búin ein- faldari tækni en þau farartæki sem eru framleidd nú. Kóngur í ríki sínu menn - 12.000 bílar framleiddir . Skrifstof- an hans er á stærð við minigolfvöll, við hlið skrifborðsins eru fáni Hvíta- Rússlands og þjónustumaður, sem virðist einkum gegna því hlutverki að sjá til þess að gestirnir fái nóg af kaffi. I annarri biðstofu bíða bíl- stjórinn og lífvörður. 35.000 starfsmenn Gúrínovítsj flutti langan formála um frumkvöðla MAZ - en það er skammstöfun fyrir Bflaverksmiðju Minsk - sem stofnuðu verksmiðjuna í jaðri rústanna sem Þjóðverjar skildu eftir sig þegar þeir voru hraktir úr höfuðborginni árið 1944. Að þessum formála loknum rákum við upp stór augu og urðum að sannreyna hvort við hefðum ekki örugglega skilið forstjórann rétt. En það var ekki um að villast. St- Við gerðum okkur smám saman grein fyrir því að Gúrínovítsj er ekki aðeins forstjóri staðnaðrar verksmiðju. Hann er kóngur í ríki sínu. Veldi MAZ nær yfír 325 íbúð- arhús, leikskóla, barnaskóla, heilsu- hæli, orlofsþorp, sjúkrahús, hótel, íþróttaleikvanga, sund- og fþrótta- hallir og meira að segja menningar- höll. MAZ á einnig eigin íþróttafé- lög og körfuknattleikslið fyrirtækis- ins er einkar þekkt í Hvíta-Rúss- landi. Öll þessi umsvif kalla auðvitað á ýmsa aðdrætti. Til að mæta þeirri þörf á MAZ eigin skó- og vefnaðar- - verksmiðjur, stórt samyrkjubú með eigin bakaríi, mjólkurbúi, slát- urhúsi og alifuglabúi. Nokkrar verslanir sjá til þess að framleiðslan komi starfsfólki fyrir- tækisins til góða á hægstæðu verði eða jafnvel ókeypis. Astæðan er auðvitað sú að mánaðarlaun starfs- manna verksmiðjunnar eru aðeins 3,2 milljónir rúblna, eða andvirði 1.400 króna. Það skýrir einnig hvers vegna MAZ á enga róbóta. Af þeim sökum verða konurnar í starfsliðinu, einkum gamlar ömmur, að taka þátt í mestu erfiðisvinnunni í verksmiðjunni. Á því hefur ekki heldur orðið mikil breyting frá sov- éttímanum. Störfin sem skipta mestu máli fyrir öryggi bflanna, svo sem eftirlit með hemlum, leiðslum og vökvakerfi, eru aðeins ætluð konunum. Það er vegna þess að vodkaneysla karlanna er of mikil. „Á aðalfæribrautinni notum við nýtt sænskt kerfi, en yfirleitt erum við treg til að hagræða. Það borgar sig ekki og við höfum einnig samfé- Reuters TVÆR konur og ung stúlka selja sveppi og trönuber á vegi nálægt þorpinu Iasen í Hvíta-Rússlandi. Reuters HVÍT-Rússar bfða eftir afgreiðslu á eggjum í verslun í Minsk. Forseti landsins hefur gefið út tiiskipun um matarskömmtun vegna áhrifa efnahagskreppunnar í Rússlandi. lagslegum skyldum að gegna," segir Valentín Lopan, framkvæmdastjóri upplýsingadeildar MAZ. Engin söludeild Þegar Sovétrfkin liðu endanlega undir lok árið 1992 þurftu yfirmenn MAZ að tileinka sér ný hugtök. Sölu og markaðssetningu. Gúrínovítsj forstjóri var vanur því að „viðskiptavinirnir" stæðu í röðum við dyr verksmiðjunnar. Öllu var miðstýrt og allt sem hafði vöru- merkið MAZ rann út eins og heitar lummur. „Helsta vandamál mitt var að framleiða nóg. Hugtök eins og sala, markaðssetning og samkeppni þekktum við ekki," segir Gúrínovít- sj og bætir við að tæknilegu fram- farirnar sem orðið hafa í verksmiðj- unni frá sovétttímanum, m.a. vegna sérleyfissamstarfs við þýska vöru- bflaframleiðandann MAN, hafi ver- ið „fremur auðveld þróun". Andlega aðlögunin er stærsta vandamálið. Það er líklega þess vegna sem MAZ hefur ekki enn komið sér upp raunverulegri söludeild. Megnið af framleiðslu MAZ er selt til Rúss- lands, Úkraínu og annarra fyrrver- andi sovétlýðvelda. Án vöruskipta hefði framleiðslunni verið hætt fyrir löngu. Jarðgas, olía, kol og bómull eru helstu gjaldmiðlarnir - en stundum er greitt í öðrum varningi, svo sem teppum, hnetum og geita- osti. Viðskiptin ganga yfirleitt þannig fyrir sig að sendinefnd fer af stað, nær munnlegu samkomulagi og svelgir feiknin öll af vodka að rúss- neskum sið. Þessir viðskiptahættir hafa yfirleitt gefist vel. Yfirmenn MAZ eru þó stoltir af því að á svæð- um eins og Eystrasaltslöndunum hefur verið komið upp sölukerfi að vestrænni fyrirmynd, með innflytj- endum, sölumönnum og „sannri" markaðssetningu. MAZ getur nú framleitt vörubíla sem heimilt er að selja til ESB-landanna. Einkavæðing er bannorð Litið er á allt tal um einkavæð- ingu MAZ sem guðlast eins og póli- tíska andrúmsloftið er nú í Hvíta-Rússlandi. Fyrstu árin eftir hrun Sovétríkj- anna var stefnt að einka- væðingu í landinu en fallið hefur verið frá þeirri stefnu á valdatíma Lúkashenkos og hugmyndir um að færa stórfyrirtæki eins og MAZ „í eðlilegt horf' eru óraunhæfar í landi sem alþjóðasamfélagið og fjár- festar hafa snúið baki við. Nokkrar breytingar eru þó í vændum. „Við ætlum að láta borgarstjórn- inni nokkur íbúðarhúsanna eftir og á nokkrum sviðum, svo sem hótel- rekstri, verða stofnuð sjálfstæð fyr- irtæki. En samfélagslegu starfsem- inni höldum við, segir aðstoðar- framkvæmdastjórinn Edúard V. Podoljak, sem ber ábyrgð á félags- legum skyldum MAZ. Lítil sérhæfing í atvinnulífi Hvíta-Rússlands er ein af skýring- unum á miklum fjölda starfsmanna MAZ. Þótt verksmiðjan kaupi vél- arnar af öðrum framleiðir hún flest annað sjálf án hjálpar annarra verk- smiðja. „Margir hafa sagt að MAZ sé verksmiðja þar sem óunnu stáli er stungið inn í annan endann og allt sem við þörfnumst komi út um hinn. Allt frá stórum steyptum hlutum til gírstangarkúlunnar. Þetta kallar auðvitað á marga starfsmenn," seg- ir Lopan. Yfirmenn MAZ vilja ekki svara því hversu margir starfsmannanna vinna við að framleiða hernaðarfar- artæki. I tveggja tíma ökuferð okk- ar um verksmiðjusvæðið ókum við framhjá mörgum lokuðum bygging- um þar sem ýmis farartæki eru framleidd, allt frá venjulegum herjeppum til risastórra eldflauga- skotpalla á 24 hjólum. Orðrómur er á kreiki um að MAZ hafi fengið nýja pöntun frá rússneska hernum og her Hvíta-Rússlands er auðvitað stór viðskiptavinur. Þótt MAZ sé dæmigert afsprengi sovésks áætlunarbúskapar ber að hafa í huga að verksmiðjan stendur nokkuð vel að vígi, miðað við iðnfyr- irtækin í Rússlandi. Helsti keppi- nauturinn, sem er rússneskur, get- ur í mesta lagi framleitt 2.000 vöru- bfla í ár. Með 85.000 starfsmenn og á barmi gjaldþrots. Hafa ber þó einnig í huga að MAZ og önnur stór iðnfyr- irtæki í Hvíta-Rússlandi hafa aldrei þurft að takast á við frjálsa sam- keppni og markaðshyggju eins og keppinautarnir í Rússlandi. Þjóðarframleiðslan hefur minnkað um 20% Alþjóðlegar stofnanir - svo sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn - hafa snúið baki við Hvíta-Rússlandi og ástæðan er einkum sú að Lúkashen- ko hefur bundið enda á allar um- bætur. Forsetanum hefur tekist að knýja ýmis ísjárverð lög í gegnum þingið, m.a. annars lög sem gera honum kleift að halda embættinu án endurkjörs í ótiltekinn tíma og færa honum alræðisvald yfir eigin fjár- hagsáætlun. Lúkashenko stjórnar einnig í raun öllum inn- og útflutningi Hvít- Rússa. Afturhvarfið til sovéska áætlun- arbúskaparins hefur orðið til þess að þjóðarframleiðslan hefur minnk- að um 20% frá 1991, samkvæmt op- inberum hagtölum. Meðalmánaðar- laun landsmanna nema andvirði 1.300 króna. Samkvæmt opinberum tölum verður verðbólgan í ár um 45%, miðað við 1. september, en gengi dollarans á svörtum markaði er helnjingi hærra en opinbera gengið. Líklegt er að verðbólgan verði í raun 500% og margar vörur - til að mynda fatnaður og ýmis matvæli - eru orðnar of dýrar til að venjulegir launþegar geti keypt þær. Einn lögreglumaður á hverja 20 fbúa? Hvíta-Rússland undir stjórn Lúkashenkos er ofarlega á svörtum listum Amnesty International og fleiri mannréttindasamtaka. Tilvilj- unarkenndar fangelsanir, pynting- ar, aftökur (að minnsta kosti 25 á síðasta ári) og ofsóknir á hendur ---------— blaðamönnum hafa ver- Jarðgas, olía, ið skráðar, en menn kol og bómull hafa rökstuddan grun heistu gjald- um að mannréttinda- miðlarnir brotin séu miklu fleiri ^^^^_^^^^_ en þær skrár gefa til kynna. Lögreglumönn- um landsins hefur fjölgað stórlega á valdatíma Lúkashenkos og nokkur mannréttindasamtök hafa áætlað að einn lögreglumaður sé á hverja 20 íbúa, sem mun vera heimsmet. I sumar gaf Lúkashenko út fyrir- mæli um að nokkrir sendiherrar skyldu flytjast úr einu hverfa höfuð- borgarinnar, þar sem hann hefur sjálfur haft embættisbústað. Fram- ganga forsetans í málinu vakti mikla athygli erlendis en hún mælt- ist nokkuð vel fyrir meðal almenn- ings í Hvíta-Rússlandi, einkum eldra fólks, vegna andúðarinnar á „ríkum útlendingum". Hermt er að skýringin á fyrirmælum Lúkashen- kos sé í og með sú að hann hafí vflj- að losna við sendiherrana úr hverf- inu þar sem hann hafi verið ósáttur við að vera umkringdur „mönnum sem fylgjast með honum".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.