Morgunblaðið - 06.12.1998, Page 5

Morgunblaðið - 06.12.1998, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1998 B 5 Bush og Gorbatsjov þakka Koivisto á 75 ára afmælinu Helsinki. Morgunblaðið GEORGE Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, og Mikhaíl Gorbatsjov, síðasti forseti Sov- étríkjanna, þakka Mauno Koivi- sto, fyrrverandi Finnlandsfor- seta, fyrir veittan stuðning í byrjun tíunda áratugarins í greinum í finnsku tímariti um utanríkismál sem tileinkar nýjasta hefti sitt 75 ára afmæli Koivistos. Bush skrifar í grein sinni að tengsl þeirra Koivistos hafi myndast á níunda áratugnum þegar hann sjálfur var ennþá varaforseti en Koivisto orðinn forseti. Hrósar Bush skilningi Koivistos á þróun mála í Sovét- ríkjunum. Hafi flestar skil- greiningar Koivistos reynst réttar síðar. Gorbatsjov skrifar að Koivisto hafi þekkt aðstæður í Sovétríkjunum manna best á Vesturlöndum enda talar Koivi- sto reiprennandi rússnesku. Síðasti forseti Sovétríkjanna nefnir einnig sérstakiega af- stöðu Koivistos við hrun komm- únismans. Þrátt fyrir tilfínn- ingaleg tengsl Finna við Eystrasaltsþjóðirnar gætti finnska ríkissijórnin varúðar þegar sjálfstæðisbarátta ná- grannanna stóð sem hæst fram í ágúst 1991. Mauno Koivisto gegndi emb- ætti Finnlandsforseta um tólf ára skeið frá 1982 til 1994, þ.e. tvö sex ára kjörtímabil. Hann hélt uppi persónulegum sam- skiptum við leiðtoga stórveld- anna og tókst að vinna tfáust þeirra Bush og Gorbatsjovs. í innanríkismálum var Koivi- sto ötull talsmaður þingræðis. Hann lét innanríkismál af- skiptalaus að mestu sem var mikil breyting frá tímum Urhos Kekkonens. I síðasta þingsetn- ingarávarpi sínu árið 1994 und- irstrikaði Koivisto þýðingu for- sætisráðherra einnig í utanrík- ismálum. Eftirmaður Koivistos, Martti Ahtisaari, hefur ekki fylgt þessari stefnu að öllu leyti. Flestir Finnar telja helsta af- rek Koivistos án efa vera það, að Finnar færðust undir hans stjórn af áhrifasvæði Rússa og inn í Evrópusambandið. Þegar Koivisto var kominn á eftirlaun skýrði hann frá því að öryggis- mál hefðu verið honuin efst í huga þegar hann ákvað að sækja um aðild að ESB. Finnar skilja vel þessa rök- semdafærslu. Koivisto tók þátt í síðari heimsstyrjöldinni sem óbreyttur hermaður. Á eftir- stríðsárunum barðist hann inn- an Jafnaðarmannaflokksins gegn auknum áhrifum komm- únista í finnsku verkalýðshreyf- ingunni. Á eftirlaunaárum sínum hef- ur Koivisto fengist við ritsmíð- ar. Endurminningum hans frá kaldastríðsárunum hefur verið vel tekið meðal sagnfræðinga, sljórnmálafræðinga og almenn- ings. I endurminningum Koivi- stos hefur meðal ann,ars verið varpað ljósi á stjórnarhætti Kekkonens. Koivisto starfaði sem fjár- málaráðherra og forsætisráð- herra í lok sjöunda áratugarins og byijun hins áttunda. Þá ein- kenndust finnsk sljórnmál gjarnan af því að forseti hafði lítið samráð við forsætisráð- herra við ákvarðanatöku. ÁPECV^ Piparniyntute Ljúffengt og frí.tkandi. DrulclciJgnii.it beitt eða kalt. Wm %...frá náttúrunnar hendi F JK’' mh' Á p & Trérimlatjöld Mikið úrvalaf trérimlatjöldum MM & £0 MM MEÐ & ÁN BORÐA Litir: bkyki, kirsuber OG MAGHOGANY Z-brautir & gluggatjöld hf Faxafen 14 108 Reykjavík Sími 533 53 33 Persía Sérverslun með stök teppi og mottur Suðurlandsbraut 46 v/Faxafen - Sími: 568 6999 Opi3 í kl. 13 - 1 j MiftiS ú.rva.1 af vélofhum i ölluin slær^um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.