Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 22
22 B SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
VORÖNN
1999
Innritun hefst mánudaginn 7. desember
Opið frá 14-18, sími 551 1990 og 551 1936
Kennslutimi vorannar er 14 vikur. Kennsla hefst 18. janúar.
Veffang: www. isholf. is/myndlistaskolinn
Myndlistaskólinn er til húsa í JL-húsinu, Hringbraut 121 - 2. hæð
Grafík Þriðjud. kl. 19:15-21:45 NN
MÓTUNARDEILDIR
Formfræði/ teiknun3 Fimmtud. kl. 17:30-21:25 Sólveig Aðalsteinsdóttir (Teiknun og form, efnistilraunir með pappír, leir, gifs o.fl.)
Módelmótun Laugard. kl. 9:15-13:10 Sigrún Guðmundsdóttir
Keramík, rennsla Keramík, mótun Keramík, rennsla Mánud. kl. 17:30—21:25 Sigríður E. Guðmundsd. Miðvikud. kl. 17:30-21:25 Sigríður E. Guðmundsd. Föstud. kl. 10:00-13:00 Kolbrún S. Kjarval
Keramík, mótun < Mótun og form Rennsla og rennsla - framhaldsdeild Fimmtud. kl. 17:30-21:25 Kolbrún S. Kjarval Þriðjud. kl. 17:30-21:25
Fyrirlestrar um listsöguleg efni sem tengjast verkefnum námskeiða auglýstir sérstaklega og eru opnir öllum nemendum skólans.
BARNA- OG UNGLINGADEILDIR
6—10 ára 6—10 ára 6—10 ára 6—10 ára Föstud. kl. 10:00-11:45 Margrét Blöndal Þriðjud. kl. 14:30-16:15 Margrét Blöndal Fimmtud. kl. 14:15—16:00 Margrét Blöndal Föstud. kl. 15:15—17:00 Katrín Sigurðardóttir
10-12 ára 10—12 ára Föstud. kl. 14:00-17:00 Anna Þóra Karlsdóttir Mánud. kl. 15:30-17:00 Katrín Sigurðardóttir og miðvikud.
11-13 ára Þriðjud. kl. 16:15-17:45 Guðrún Nanna Guðmund. og fimmtud.
13-15 ára Mánud. kl. 17:30-19:00 Margrét Friðbergsdóttir og miðvikud.
14—16 ára Laugard. kl. 10:00-13:00 Margrét Friðbergsdóttir
Leirmótun 12-15 ára 12-15 ára Laugard. kl. 10:00-13:00 Kolbrún S. Kjarval Laugard. kl. 13:00-17:00 Sólveig Aðalsteinsdóttir
MANNLÍFSSTRAUMAR
LÆKNISFRÆDI Er ekki sama hvernig klíntskar rann-
sóknir eru skipulagðar ogframkvœmdar?
Lœknisfrœðirannsóknir
ÁN rannsókna verða engar
framfarir í læknisfræði.
MARGIR sjúklingar hafa upplifað
það að vera boðin þátttaka í rann-
sókn á nýju lyfi eða annarri læknis-
meðferð og einnig taka heilbrigðir
einstaklingar oft þátt í slíkum
rannsóknum. Auk þess hafa margir
tekið þátt í rannsókn Hjartavernd-
ar eða öðrum slíkum rannsóknum.
En út á hvað ganga þessar rann-
sóknir, hver er tilgangurinn, hvern-
ig eru þær skipulagðar og hefur
skipulag og framkvæmd slíkra
rannsókna breyst á undanförnum
árum?
Oft er sagt að læknisíræði sé
bæði vísindi og list. Læknislistin
felst m.a. í því að hafa næmt auga
íyrir mörgum hliðum mannlífsins og
þannig viðmót að
sjúklingnum líði
betur hvort sem
mikið eða lítið hafi
verið gert til að
lækna hann. Lækn-
isfræðin byggist
einnig á vísindaleg-
mn grunni sem
skiptist í grunn-
rannsóknir og klínískar rannsóknir.
Klínískar rannsóknir eru rannsóknir
á fólki, sjúku og heilbrigðu, og tak-
markast þessi umfjöllum við þær.
Tilgangur klínskra rannsókna er
annars vegar að skilja betur eðli og
orsakir sjúkdóma og hins vegar að
afla upplýsinga um hugsanlegt
gagn af einhverri meðferð, lyfi,
skurðaðgerð eða annars konar
meðferð. Þetta er allt samtvinnað
því að aukinn skilningur á orsökum
og eðli sjúkdóms opnar venjulega
fyrr eða síðar áður óþekkta mögu-
leika á forvörnum eða meðferð.
Rannsóknir eins og þær sem t.d.
eru unnar á vegum Hjartaverndar
og Krabbameinsfélagsins beinast
einkum að þvi að auka skilning á
orsakaþáttum með forvarnh- í huga.
Hjá Háskóla Islands eru unnar
rannsóknir sem að hluta eru grunn-
rannsóknir, en þar eru einnig unn-
ar ýmiss konar klínískar rannsókn-
ir. Hjá Islenskri erfðagreiningu er
leitað að sjúkdómsvaldandi erfða-
stofnum, en þá þekkingu verður
síðan hægt að nota til forvarna og
lækninga. Þessi verkaskipting er
þó engan veginn svona einfóld, því
allt fléttast þetta saman og þeh- að-
ilar sem hafa verið nefndir vinna
saman að ýmsum verkefnum.
Skipulag klínískra rannsókna bygg-
ist að nokkru á aldagömlum grunni
en hefur verið að breytast mikið á
undanfórnum áratugum. Nú gera
menn sér glögga grein fyrir því að
væntingar vísindamanna og þátt-
takenda geta haft áhrif á niður-
stöður rannsóknar og þess vegna
hafa verið þróaðar aðferðir sem
koma í veg fyrir eða draga úr slík-
um áhrifum. Þessar aðferðir byggj-
ast á slembiröðun (handahófs-
kennd röðun) og blindun.
Slembiröðun fer þannig fram að
þátttakendur í rannsókninni fá t.d.
annaðhvort lyf A eða B eftir lista
sem útbúinn er fyrir rannsóknina
og er gerður þannig að hrein hend-
ing ræður röðinni. Rannsókn getur
verið opin, einblind eða tvíblind. í
opinni rannsókn vita bæði þátttak-
endur og stjórnendur hvaða með-
ferð hver og einn fær. I tvíblindri
rannsókn vita hvorki þátttakendur
né stjórnendur hvaða meðferð hver
og einn fær en upplýsingar þar um
eru geymdar hjá þriðja aðila og
ekki notaðar íyrr en við úiwinnslu á
niðurstöðum rannsóknarinnar. I
einblindri rannsókn er ann-
ar hvor aðilinn óvitandi um
meðferðina.
Siðfræði er mikilvægur
þáttur í öllum rannsóknum
á fólki og hafa um það verið
gerðar alþjóðlegar sam-
þykktir sem eiga að
tryggja rétt sjúklinga og
annarra þátttakenda;
þekktust þessara sam-
þykkta er kennd við
Helsinki. Sérstaklega erfið
siðfræðileg vandamál
tengjast vissum hópum
sjúklinga sem eiga erfitt
með að gera sér grein fyrir
rannsókninni og hugsan-
legum hættum sem tengj-
ast henni, en þar má nefna sem
dæmi börn og geðsjúklinga. Oft er
talað um upplýst samþykki (á
ensku informed consent) en það er
samþykki einstaklings að taka þátt
í rannsókn eftir að hann hefur verið
upplýstur um rannsóknina og eðli
hennar. I alþjóðlegum reglum um
klínískar rannsóknir eru reyndar
nákvæmlega talin upp öll þau atriði
sem á að upplýsa þátttakendur um
til að hægt sé að tala um upplýst
samþykki.
Fjölþjóðlegar reglur um skipulag
og framkvæmd klínískra rannsókna
hafa einnig verið í gildi í nokkur ár.
Þetta eru mjög ítarlegar reglur um
nánast allt sem varðar skipulag,
framkvæmd og úrvinnslu klínískra
rannsókna. Til að hægt sé að fram-
kvæma klínískar rannsóknir á Is-
landi þarf samþykki opinberra aðila
og nefnda og má þar helst nefna
siðanefnd viðkomandi sjúkrastofn-
unar, Lyfjanefnd ríkisins og Tölvu-
nefnd.
Framþróun læknavísinda bygg-
ist á rannsóknum, bæði grunnrann-
sóknum og klínískum rannsóknum.
An slíkra rannsókna verða engar
framfarir og komið hefur í ljós að
rannsóknir sem era skipulagðar og
framkvæmdar í samræmi við þær
reglur sem lýst hefur verið stutt-
lega hér gefa mun öraggari niður-
stöður en annars væri.
eftir Mogtiús
Jóhannsson
I>IÓDLÍFSt>ANKAR/w rétt að aðgreina aldraðfólk og
proskaheft frá öðrum með mislitum merkjum ?
Dýrkeyptar krónur
FRÆNDI minn einn fór um dag-
inn að skoða listsýningu á Kjar-
valsstöðum. Með honum í för var
kona hans, nokkrum árum yngri en
hann. Segir nú ekki af ferðum
þeirra hjóna fyrr en þau höfðu hitt
að máli afgreiðslukonu og komist
að því að aðgangseyrir að sýning-
unni var þrjú hundruð krónur fyrir
hvort þeirra. En sem frændi minn
dregur upp veskið sitt og reiðir
fram sex hundruð krónur verður
afgreiðslukonan svolítið undirleit,
en gefur honum þó laumulega auga
og tekur ekki strax við peningun-
um.
Eftir nokkrar slíkar laumulegai-
augngotur segir afgreiðslukon-
an loks: „Ó-ö-ertu nokkuð ...?“ „orð-
inn ellilífeyrisþegi,“ botnaði frændi
minn. „Já
einmitt," svaraði
konan með aug-
ljósum létti.
„Reyndar er ég nú
nýlega skriðinn yf-
ir þau aldursmörk
eftir Guðrúnu sem breyta venju-
Guðlaugsdóttur manni 1 elli-
lífeyrisþega," svar-
aði frændi minn í léttum tóni - enda
gamansamur maður. „Þá þarft þú
ekki að borga þessar þrjú hundruð
krónur, það kostar minna fyrir elli-
lífeyrisþega og þroskahefta,“ sagði
konan og brosti breitt. „Og hver
veit nema hvort tveggja sé í mínu
tilviki - eða hvað virtist þér?“ svar-
aði frændi minn og brosti til kon-
unnar á móti. Hún svaraði engu
heldur rétti honum peninga til baka
sem hann stakk í vasa sinn og fékk í
staðinn nælt á sig grænt barmmerki
en kona hans fékk blátt merki nælt í
sig, enda virtist afgreiðslustúlkunni
hún augljóslega hvorki vera ellilíf-
eyrisþegi né þroskaheft.
„Líðan mín var svipuð og gyðing-
ar hafa lýst, þegar þeim var gert að
ganga með sérstök merki til að-
greiningar frá öðru fólki á
Hitlers-tímanum,“ sagði frændi
minn mér þegar hann lýsti þessu at-
viki fyrir mér. Hann sagðist hafa
komið með það fyrir augum meðal
annars að hoppa á trambolíni til
þess að sjá með eigin augum lista-
verk það sem honum hafði verið
sagt að geymt væri ofan í háum
hólk, en þegar til kom var búið að
íjarlægja bæði hólkinn og tram-
bolínið svo sú fyrirætlan fór fyrir
lítið.
„Sannleikurinn er sá að ég skoð-
aði mest lítið af listaverkunum
svokölluðu sem þarna voru til sýnis,
tími minn fór allur í að skoða barm-
merki sýningargesta og reyna að
rýna í hver af þeim sem voru með
græn merki eins og ég væri ellilíf-
eyrisþegi eða þroskaheftur, í sum-
um tilvikum virtist það ekki aug-
ljóst. Síðan leiddist ég út í að velta
vöngum yfir því hvað sumir með
grænu merkin, sem ekki litu út fyi'-
ir að vera þroskaheftir, voru ung-
legir og á sama hátt hvað sumir
með bláu merkin voru ellilegir og
jafnvel fávitalegir ásýndum. Einnig
fannst mér áberandi hvað þeir með
bláu merkin voru upp til hópa góðir
með sig. Rétt eins og þeir væra að
þykjast af því að vera í einhverjum
stjörnuflokki. Munur eða ég sem
hafði nú allt í einu sterklega á til-
finningunni að ég væri „annars
flokks". Þær urðu mér sem sé dýr-
keyptar þessar krónur sem af-
greiðslukonan af glöggskyggni sinni
sparaði mér í aðgangseyri. Það var
ekki aðeins að mér liði eins og óæðri
veru meðan á veru minni í sýningar-
salnum stóð heldur missti ég og alla
löngun til þess að skoða sjálfa sýn-
inguna og gat því ekki tekið þátt í
gáfulegum umræðum um hana í
vina- og kunningjahópi - eins og þó
hafði auðvitað verið ætlunin.“