Morgunblaðið - 11.12.1998, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Frumvarp um FBA
Verði vísað
til ríkis-
stjórnar
MINNI hluti efnahags- og viðskipta-
nefndar Alþingis hefur lagt fram
sérálit um frumvarp ríkisstjórnar-
innar sem heimilar henni að selja allt
hlutafé ríkissjóðs í Fjárfestingar-
banka atvinnulífsins hf. í því segir
m.a. að í ljósi kapphlapsins um
kennitölur við sölu á 49% hlut í FBA
og síðar á hlut í Búnaðarbankans sé
brýnt að endurskoða framkvæmd
sölu hlutafjár ríkissjóðs frá grunni.
Minni hlutinn leggur til að frum-
varpinu verði vísað til ríkisstjómar-
innar enda sýni atburðh- síðustu
vikna að málatilbúnaðurinn sé alger-
lega ófullnægjandi.
Morgunblaðið/Ásdís
TIL snarprar orðasennu kom á milli Össurar Skarphéðinssonar, for-
manns heilbrigðis- og trygginganefndar, og Sivjar Friðleifsddttur,
varaformanns nefndarinnar, við aðra umræðu um gagnagrunns-
frumvarpið í gær.
Gagnagrunnsfrumvarpi vísað til þriðju umræðu
Frávísunartillaga þing-
manna óháðra felld
ANNARRI umræðu um frumvarp til
laga um gagnagimnn á heilbrigðis-
sviði lauk skömmu eftir hádegi í gær
og var frumvarpinu vísað til þriðju
umræðu í atkvæðagreiðslum síðar
um daginn. Allar breytingartillögur
meirihluta heilbrigðis- og trygginga-
nefndar á frumvai-pinu voru sam-
þykktar en stjómarandstæðingar
greiddu atkvæði gegn einstökum til-
lögum eða sátu hjá.
Tillaga þingflokks óháðra um að
frumvarpinu yrði vísað til ríkis-
stjórnarinnar var hins vegar felld
með 32 atkvæðum gegn átta en fjórt-
án sátu hjá. Hjörleifur Guttormsson,
fyrsti flutningsmaður tillögunnar,
sagði m.a. við þetta tækifæri að með
frumvarpinu væri veríð að greiða at-
kvæði um eitt allra stærsta mál sem
hefði komið íyrir Alþingi íslendinga
um langt skeið. „Þetta mál felur í sér
að það er á mannréttindadegi Sa-
meinuðu þjóðanna verið að brjóta
gegn grundvallaratriðum í persónu-
vernd.“
Siv Friðleifsdóttir, Framsóknar-
flokki, lagði m.a. áherslu á að kostir
framvarpsins væru margir, persónu-
verndar yrði gætt og að allar upplýs-
ingar yrðu ópersónugreinanlegar.
Aðrir stjórnarþingmenn töluðu á
svipuðum nótum. Stjórnarandstæð-
ingar voru hins vegar margir hverjir
efins um kosti frumvarpsins eins og
það liti út nú. Sumir sögðust fylgj-
andi þeirri meginhugmynd sem lægi
að baki miðlægum gagnagi-unni, en
kváðu hins vegar margt vera óljóst,
þar á meðal hvaða upplýsingar ættu
að fara inn og hverjar ekki. Margir
kváðu þó fastar að orði og sagði
Bryndís Hlöðversdóttir, Alþýðu-
bandalagi, m.a. að framvarpið væri
einstaklega illa undirbúið og ófram-
kvæmanlegt í þeirri mynd sem það
væri í í dag.
Stjómarliðar í gíslingu?
Fyrr um daginn varð nokkuð
snörp orðasenna milli Össurar
Skarphéðinssonar, formanns heil-
brigðis- og trygginganefndar, og Si-
vjar Friðleifsdóttur, varaformanns
nefndarinnar. Össur velti því m.a.
fyrir sér af hverju stjómarþingmenn
væru nú allt í einu farnh- að tala um
ýmsar upplýsingar sem ættu að fara
í miðlægan gagnagrunn, upplýsingar
eins og ættfræði-
og erfðaupplýs-
ingar „Hvaðan
kemur þetta? Ég
skal segja ykkur
hvaðan þetta
kemur. Þetta
kemur auðvitað
frá Islenskri
erfðagreiningu,
vegna þess að
hún vill geta not-
að granninn miklu betur,“ sagði
hann og fullyrti að stjórnarmeiri-
hlutinn væri í gíslingu hjá IE.
Siv vísaði þessum fullyrðingum á
bug. „Þetta íyrirtæki kom tO okkar
inn í heilbrigðisnefndina eins og fjöl-
margir aðrir aðilar. Ég spyi- hins
vegar: A ég þá að halda því fram að
þeir sem eru andsnúnir frumvarpinu
og hafa talað hér í tvo daga séu í ein-
hverri sérstakri gíslingu þeirra vís-
indamanna sem setið hafa hér á pöll-
unum allan tímann?“ spurði Siv.
Breytingartillögur meirihluta
fjárlaganefndar
Nema samtals
um 1.750 m.kr
til hækkunar
ALÞINGI
BREYTINGARTILLÖGUR meh-i-
hluta fjárlaganefndar Alþingis á
framvarpi til fjárlaga fyrh- árið 1999
nema samtals um 1.750 milljónum
króna til hækkunar. Önnur umræða
um framvarpið hefst á Alþingi í dag
en eins og venja er bíður afgi-eiðsla á
tekjuhlið framvarpsins 3. umræðu.
Minnihluti fjárlaganefndar styður
hluta af breytingartillögum mehnhluL
ans en auk þess leggur hann til breyt-
ingar á fjárlögum sem nema samtals
um 781 milljónum ki'óna til hækkun-
ar. Þá hafa einstakir þingmenn
stjómarandstöðu lagt fram breyting-
artillögur á fjárlagafrumvarpinu og í
gærkvöldi námu þær samtals um
1.200 milljónum króna til hækkunai-.
Meðal breytingartillagna meiri-
hluta fjárlaganefndar má nefna
hækkun framlaga til kennslu- og vís-
indadeilda Háskóla Islands um 40
milljónir ki'óna en auk þess er lagt til
að Háskóla Islands verði veittar 14
milljónir ki’óna til að koma til móts
við óskir stúdenta um bætta lesað-
stöðu. Þá er lögð
til 25 milljóna
króna hækkun á
framlagi til jöfn-
unar námskostn-
aðar vegna fyrir-
hugaðrar laga-
breytingai’ sem
felur í sér rýmkun
á reglum og mun
leiða til fjölgunar
styrkþega.
35 milljónir vegna
heimssýningar í Hannover
Meh-ihlutinn fer einnig fram á að
veittar verði 35 milljónir króna til að
hefja undh'búning að þátttöku ís-
lands í heimssýningunni í Hannover
í Þýskalandi árið 2000 m.a. til að
festa sýningarsvæði til leigu. Gert er
ráð fyrir um 40 milljónum gesta á
sýninguna en lauslega er áætlaður
að heildarkostnaður við hana verði
200 til 240 milljónir króna. Ennfrem-
ur óskar meirihlutinn eftir 20 m. ki'.
hækkun fjárveitingar til byggingar
sendiráðsins í Berlín en eftir fram-
lagningu frumvarpsins til fjárlaga
hefur komið í ljós að kostnaður verð-
ur allt að 20 m.kr. hærri en áður var
talið. Helsta ástæða er að þáttur Is-
lands í sameiginlegum kostnaði er
meiri en gert var ráð fyrir í upphafí.
Þá er gerð tillaga um að launa-
gjöld Fangelsismálastofnunar ríkis-
ins hækki um 30 milljónir króna, en
það er áætluð hækkun vegna kjara-
samnings við fangaverði. Jafnframt
er lagt til að framlög til málefna fatl-
aðra hækki um 64 milljónir króna.
Þar af eru 54 m.kr. til að mæta áhrif-
um kjarasamninga. Að lokum má
nefna tillögu um að framlög til mál-
efna barna og unglinga til vímuefna-
varna og nýrra meðferðarúrræða
hækki um 30 m.kr.
Hlutur öryrkja verði réttur
í nefndaráliti minnihluta fjárlaga-
nefndar segir m.a. að svai-tasti blett-
urinn á fjárlagaframvarpinu fyrir
næsta ár sé sú staðreynd að ekki
skuli tekið á ranglætinu gagnvart ör-
yrkjum og öldraðum sem setið hafa
eftir meðan kjör annarra hafa batnað.
„Minnihlutinn leggur þunga áherslu á
að hlutur þehra verði réttur áður en
fjárlög íyrir árið 1999 verða sam-
þykkt. Annað er ekki sæmandi," segir
í álitinu. Eer lagt til að 245 m.kr. fari
til Framkvæmdasjóðs fatlaðra og að
476 m.kr. fari til lífeyristrygginga.
Að vanda koma allnokkrar breyt-
ingartillögur frá einstökum þing-
manni eða þingmönnum stjórnar-
andstöðu. Þar mætti nefna tillögu
Ágústs Einarssonar um að Kvik-
myndasjóður fái 40 m.ki'. aukafram-
lag og tillögu óháðra þingmanna um
250 m.kr. framlag tÚ heilsugæslu-
stöðva. Á það að koma til móts við
lækkun sértekna heilsugæslustöðva,
en óháðir hafa lagt fram frumvarp
um að þjónustugjöld stöðvanna verði
afnumin.
Sturla Böðvarsson um fjárlaganefnd og sjú krahúsin
Breyta verður kerfí fjár
veitinga til spítalanna
„VANDI sjúkrahúsanna er mikill
og flókinn og fjárlaganefndin hefur
þegar komið að nokkra leyti til
móts við óskir þeirra í fjáraukalög-
unum. Hins vegar er óhjákvæmilegt
að breyta kerfí fjárveitinga til spít-
alanna," sagði Sturla Böðvarsson,
varaformaður fjárlaganefndar, í
samtali við Morgunblaðið í gær er
hann var spurður um hvemig leysa
mætti fjárhagsvanda stóru sjúkra-
húsanna í Reykjavík.
Sturla Böðvarsson segir að
STJÓRNENDUR Sjúkrahúss
Reykjavíkur hafa óskað eftir 18
milljóna króna framlagi til að endur-
nýja rekstur áfangadeildar fyi'ii'
geðsjúka. Deildin hefur verið reldn í
Amarholti og segir Jóhannes
Pálmason, forstjóri SHR, að vegna
sparnaðar undanfarin ár hafí rekst-
ur deildarinnar verið í lágmarki.
I Ai'narholti hefur verið rekin
endurhæfíngardeild geðsviðs. Hefur
hún verið tvískipt og annars vegar
stjórnendur sjúkrahúsanna hafí náð
verulegum árangri undanfarin ár í
hagræðingaraðgerðum. „Þeir era
líka orðnir mun jákvæðari síðari ár
og hefur miklu meiri skilning á
vanda okkar í þessum efnum. Nú er
orðið hægt að gera meira fyrir
minna fjármagn og fjármunir nýt-
ast því betur,“ segir Sturla. Hann
telur hugsanlegt að auka samstarf
sjúkrahúsanna.
„Þar á ég við einhvers konar sam-
runa eininga en ekki að sameina
verið rekin áfangadeild sem sérstak-
lega er ætluð yngra fólki sem verið
hefur í meðferð en getur að ein-
hverju leyti staðið á eigin fótum.
Þegar dregið var úr starfsemi deOd-
arinnar varð að vista sjúklinga á
öðram deildum geðsviðs, m.a. bráða-
geðdeild. Segir Jóhannes að ekki
hafi verið unnt að veita nauðsynlega
endurhæfingu og því sé farið fram á
18 milljóna króna fjárveitingu til að
hefja á ný rekstur þessarar deildar.
Sjúkrahús Reykjavíkur og Ríkis-
spítala. Það má miklu frekar búast
við árangri ef hægt verður að finna
samstarfsfleti í ákveðnum verkefn-
um. Hugsanlegt er að gera það að
einhverju leyti með þjónustusamn-
ingurn." Sturla segir að meðan fag-
hópur heilbrigðisráðuneytisins hafi
ekki lokið störfum séu ekki forsend-
ur til að stórauka framlög til sjúkra-
húsanna.
Þarfnast vandlegs
undirbúnings
„Mér sýnist líka óhjákvæmilegt
að gera þær meginbreytingar að
fjárveitingu til spítalanna verði
skipt í annars vegar fasta fjárveit-
ingu sem ná myndi til alls fasta-
kostnaðar og hins vegar tengja aðr-
ar fjárveitingar árangii eða afköst-
um. Ég tel að stokka verði upp
þessa aðferð sem hefur verið notuð
síðustu árin.“
Sturla minnti að lokum á þá hug-
mynd sem hann hefur áður sett
fram að heilbrigðisráðuneytinu
verði skipt upp. Vill hann að annar
hluti þess sjái um rekstur heilbrigð-
isstofnana og heilbrigðismálin al-
mennt og hinn hlutinn um almanna-
tryggingamar.
Vilja 18 milljónir
í áfangadeild
Læknar á SHR
vilja stofna eig-
in göngudeild
HÓPUR lækna á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur hefur áhuga á að
standa fyi'ir starírækslu nýrrar
göngudeildar við spítalann. Er
hugmyndin að sinna þar ýmsum
ferliverkum sem í dag fara fram
á læknastofum víðs vegar um
borgina og myndi slík göngu-
deild tengjast betur starfi spítal-
ans og læknanna þar að mati for-
ráðamanna SHR.
Heilbrigðisráðuneytið hefur
tekið vel í þessa hugmynd sem
Jóhannes Gunnarsson, lækn-
ingaforstjóri SHR, setti fram í
bréfi til ráðuneytisins á liðnu
sumri í framhaldi af fundi með
ráðuneytisstjóra og skrifstofu-
stjóra ráðuneytisins. Segir
hann þar að sérfræðingar
sjúkrahúsanna hafi komið sér
upp stofum og aðstöðu utan
spítalans til að rannsaka og
gera aðgerðir á sjúklingum.
„Þetta hefur valdið því að sjúk-
lingar sem upphaflega tengjast
sjúkrahúsinu dreifast á stofur
lækna um bæinn og læknar
sjálfir eru tvístraðir. Fyrir
sjúkrahúsið er þetta verulegt
óhagræði og fyrir læknana
sjálfa er í því fólgið óhagræði að
vinna á fleiri en einum stað.
Síðustu samningar við Trygg-
ingastofnun ríkisins virðast
frekar ýta undir þróun í þessa
átt. Því vil ég leyfa mér að
vekja máls á því að sérfræðing-
um sjúkrahússins verði gert
mögulegt að reka göngudeild og
sinna ferliverkum á eigin veg-
um í húsnæði sem tengist
sjúkrahúsinu. Nokkur hópur
lækna sjúkrahússins hefur sýnt
þessu verulegan áhuga en skil-
yrði er að læknarnir sjálfir séu
þar verktakar og stýri starf-
seminni á eigin forsendum,"
segir m.a. í bréfi lækningafor-
stjórans.
I svari sínu, sem dagsett er 25.
nóvember, styður ráðuneytið
þessai' hugmyndir og telur eðli-
legt að læknahópurinn gangi til
samninga við stjómendur SHR
um að hrinda málinu í fram-
kvæmd. Telur ráðuneytið það
samrýmast vel stefnu sinni um
fjölbreytileg rekstrarform í heil-
brigðisþjónustu.