Morgunblaðið - 11.12.1998, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 11.12.1998, Blaðsíða 62
.<62 FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ UPPSKRIFTARLEIKUR M&M OG JÓA FEL. M&M uppskriftir í morgunþætti Eddu Björgvins og Helgu ó Bylgjunni á laugardaginn: Marenskossar Nammikaka Evu og Ölmu 250 g smjör (eða smjörlikí) 4 dl púðursykur 1-2 egg (eftir stærð) 1 tsk vanillusykur 5 dl hveiti 'Atsk lyftiduft 5 dl MSM (venjulegt eða hnetu) Hrærið saman smjör og sykur og bætið eggjunum við. Setjið síðan þurrefnin út i og að lokum M&M. Setjið í smurða ofnskúffu og bakið í 30-35 min á 180° c. 2 eggjahvítur ’A tsk vanilludropar '/ítsksalt lbollisykur 1 bolli kókosmjöl ] bolli brytjaðar M&M kúlur Þeytið eggjahvítur, vanilludropa og sah vel saman, bætið sykrinum út í og stífþeytið. Setjið kókosmjölið og M&M kúlurnar saman við. Notið teskeið til að setja degið ó bökunorpappír og bokið í ca 20 min. Kælt. Bræðið 100 g af súkkulaði og 20 g af smjöri og penslið botninn ó kossunum. Lesendur geta sent inn eigin uppskriftir á slóðinni: www.mbl.is eða skrifið okkur í pósthólf 10093/10153, 130 Reykjavík. AÐSENDAR GREINAR VIRKJUN vatnsfalla á hálendi íslands hefur verið mjög á dagskrá í fjölmiðlum og í al- mennri umræðu í þjóð- félaginu síðustu vikur og mánuði og eru skoð- anir manna skiptar eins og við er að búast. Mál- ið snýst um það í hnot- skurn hvort virkja skuli tiltekin vatnsföll og auka þar með þjóðar- tekjur og fjölbreytni í atvinnulífi, eða hvort umhverfissjónarmið eigi að hamla eða stöðva frekari virkjana- áform landsmanna. Ulu heilli virðist tilhneiging til að skipa þjóðinni í tvær andstæðar og fjand- samlegar fylkingar í þessu máli, einkum af hálfu þeirra sem eru al- farið andvígir öllum virkjanaáform- um. Beitt er einhliða tilfinningaleg- um rökum og lítið eða ekkert gefið fyrir efnahagslegar hliðar málsins, sem þó hljóta að skipta hinn al- menna borgara miklu máli. Aðilum málsins, sem ætla með skrifum sín- um og málflutningi að hafa áhrif á almenningsálitið, ber því skylda til að upplýsa um hina efnahagslegu þætti þess einnig. Þetta er mjög miður því augljóslega verða þar til valdir fulltrúar þjóðarinnar og þjóðin sem heild að fá frið til að vega og meta fordómalaust og á grundvelli alhliða upplýsinga hvort halda eigi áfram að virkja og nýta orkulindirnar til hagsbóta fyrir landsmenn alla. Þetta mat verður augljóslega erfitt og hlýtur að blandast tilfinningasjónarmiðum að einhverju marki. Tilfinningar og verndarsjónarmið mega þó ekki al- farið ráða ferðinni. Efnahagslegu hagsmunirnir eru það miklir og ki-öfur landsmanna um auknar efnahagslegar framfarir, að ólíklegt er annað en að vilji sé fyrir því hjá drjúgum meirihluta þjóðarinnar að framkvæmdir við viðunandi virkj- unarkosti verði hafnar í takt við þarfir markaðarins. Því er oft haldið fram að aðrir kostir í atvinnusköpun séu fyrir hendi og fullfærir um að koma í stað orkunýtingar og tilheyrandi iðnað- ar. Nefna menn í því sambandi smá- iðnað, fiskeldi, loðdýrarækt, ferða- mennsku o.s.frv. Þetta er auðvitað rétt svo langt sem það nær, en hafa ber þó í huga að sumar þessara at- vinnugreina hafa átt erfitt upp- dráttar, a.m.k. tímabundið, og mik- ilvægi þeirra fyrir þjóðarbúið er því takmarkað. Ferðamannaiðnað- urinn hefur að vísu blómstrað og á eflaust mikla framtíð fyrir sér, en takmarkanir á því sviði virðast þó aug- ljósar. Hugmyndir um fjölgun eriendra ferða- manna til landsins í hálfa milljón á ári eftir tvo áratugi eru ekki mjög trúverðugar. Vera má að laða megi þennan mikla fjölda til landsins, en draga verður stórlega í efa, að náttúra landsins þoli þann átroðning sem slíkur fjöldi ferða- manna veldur, því eins og alþjóð veit eru helstu ferðamannastaðir landsins þegar famir að láta á sjá. Má jafnvel gera ráð fyrir að átroðii- ingur af þessari stærðargráðu og meðfylgjandi mengun valdi veru- lega meiri spjöllum á íslenskri nátt- úru en vel hönnuð vatnsorkumann- virki. Það hlýtur að vera skynsamlegt og jafnvel okkur skylt, segir Svavar Jónatansson, að nýta okkar hreinu orkulindír til hagsbóta fyrir okkur sjálf og al- þjóðlegt samfélag. Fullyrðingar um að erlendir ferðamenn hætti að koma til lands- ins, ef hluti vatnsfalla þess eða til- tekin vatnsföll verði virkjuð, eru vægast sagt ótrúverðugar og stang- ast á við reynslu annarra þjóða. Langlíklegast er að ferðamannaiðn- aðurinn haldi sínum hlut og vel það þótt vatnsföll verði virkjuð. Það er því skoðun undirritaðs og vafalaust margra annarra, að eðlileg nýting orkulinda okkar og ferðamennska geti vel farið saman. Hafa ber einnig í huga í þessu samhengi að eyðingu byggðar út um landið, t.d. á Austfjörðum þar sem virkjunarkostir era einna best- ir á landinu, verður væntanlega erfitt eða ómögulegt að stöðva nema til komi verulega aukin ný at- vinnutækifæri, sem byggjast á virkjun vatnsfalla og nýtingu orkunnar. Leynir sér ekki á mál- flutningi sveitarstjórnarmanna á Austfjörðum, sem eru í mjög náinni snertingu við þetta erfiða vandamál, að þetta er eindregið þeirra skoðun. Landsmönnum öllum ber því að taka tillit til þessara sjónarmiða Austfirðinga í allri umræðu og ákvarðanatöku um virkjanir og orkunýtingu á svæðinu. Það að halda landinu í byggð og nýta end- umýjanlegar auðlindir þess hlýtui- að vera þjóðinni í heild meira virði en að fórna takmörkuðum land- svæðum undir orkuver. Sjávarútvegurinn og úi-vinnsla sjávarafla hefur verið yfirgnæfandi uppistaða atvinnulífs allt í kringum landið og verður áreiðanlega áfram ein styrkasta stoðin í lífsafkomu íbúa hinna dreifðu byggða við strendur landsins. Það hlýtur hins vegar að valda mönnum áhyggjum að fyrirsjáanlegar og væntanlega óhjákvæmilegar sveiflur í stærð fiskistofna og á markaðsverði sjáv- arafurða á helstu mörkuðum okkar geta valdið gífurlegum samdrætti og jafnvel efnahagshrani hér hjá okkur. Brýna nauðsyn ber því til, að breikka grandvöll þjóðarfram- leiðslunnar, en ein leið til þess og líklega sú aðgengilegasta er að nýta orkulindirnar, sem auk fiskimið- anna og mannauðsins eru helsta auðlind þjóðarinnar, sem ber að nýta í góðri sátt við náttúru lands- ins. Ef málið er skoðað í víðara sam- hengi og haft í huga að við höfum yfir að ráða miklum óbeisluðum um- hverfisvænum orkulindum ber okk- ur í reynd siðferðileg skylda til að nýta þær innan skynsamlegra marka og draga með því úr notkun mengandi orkugjafa eins og kola og olíu annars staðar í heiminum. Okk- ur ber að horfa á þessi mál í alþjóð- legu samhengi. Við eram hluti af einni heild sem sameiginlega verður fyrir hnattrænni mengun og eram við þegar farin að verða áþreifan- lega vör við utanaðkomandi mengun þegar vindar blása þannig. Við vit- um einnig að stutt kann að vera í að hafstraumar spilli fiskistofnum í hafinu kringum landið vegna mikill- ar mengunar frá iðnaðarlöndum Evrópu og hvar eram við þá stödd í efnahagslegu tilliti ef við höfnum orkunýtingunni? Það hlýtur því að vera skynsam- legt og jafnvel okkur skylt, að nýta okkar hreinu orkulindir til hagsbóta fyrir okkur sjálf og alþjóðlegt sam- félag. Við þurfum þó að gæta þess að lágmarka neikvæð áhrif virkjana á náttúru landsins og það mun okk- ur takast með góðri samvinnu „virkjanamanna" og umhverfis- vemdarsinna. Vonandi berum við gæfu til að ná lendingu í þessu viðkvæma máli, sem tryggir áframhaldandi jákvæða efnahagsþróun í landinu, en tekur um leið fullnægjandi tillit til um- hverfíssjónarmiða að mati mikils meirihluta þjóðarinnar. Höfundur er verkfræðingur. Virkjanir og þjóðarhagur Svavar Jónatansson Þú ferð einfaldlega fyrr í rúmio! KINGSDOWN # Eðliteg hryggjarstaða Minni byltur i svefni Ofnæmisprófuð Flexatron® fóðring Frábær þyngdardreifing % Stuðlar að betri hvíld, auknum þægindum og heilbrigðum nætursvefni SOFÐUÁ 1 leORMURf IGORMI DYNUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.