Morgunblaðið - 11.12.1998, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
BISKUPA sögur ásamt Sturl-
uugu og annálum eru samtíðar-
heimildir um þjóðarsöguna á
þriggja alda skeiði eða frá því
um miðja 11. öld og til miðrar 14.
aldar. Hið íslenska fornritafélag
hefur nú tekist á hendur útgáfu
Biskupa sagna og er stefnt að því
að henni Ijúki árið 2000 en bindin
verða fimm alls. Biskupa sögurn-
ar í þriðja bindi sem kom út nú í
haust ná yfir tímabilið frá um
1240 til um 1340 og eni samdar
af samtíðarmönnum biskupanna
sem frá segir. I því eru ævisögur
Arna Þorlákssonar Skálholts-
biskups (d. 1298) og Lárentíusar
Kálfssonar Hólabiskups (d. 1330)
og að auki þáttur um Jón Hall-
dórsson Skálholtsbiskup (d.
1339). Hann var norskur klaust-
urbróðir af Predikarareglu,
lærður í Bologna og París, og
kunni best að skemmta með æv-
intýrasögum. Ennfremur eru í
bindinu gamlar ættartölur tengd-
ar íslenskum biskupum. Guðrún
Asa Grímsdóttir sá um útgáfuna.
„Sögurnar eru frumheimildir
frá fyrstu hendi um ijölda atriða
Islandssögunnar. Þær eru verk
síns tíðaranda, settar saman af
biskupavinum sem þekktu helstu
virðingarmenn síns samtíma og
voru oft sjónarvottar atburða, en
studdust að auki mjög við skjöl
og annála. Flestar heimildir
þeirra eru nú að mestu glataðar.
I þessum sögum eru falin menn-
ingarverðmæti sem má jafna við
háreistar miðaldakirkjur suður í
Evrópu,“ segir Guðrún Ása
Grímsdóttir. „Ur sögunum má
lesa menningarheim kaþólskrar
tíðar þegar biskupar voru í raun
æðstu valdhafar innanlands. Sög-
urnar varpa ljósi á valdsvið bisk-
upanna og sýna live sterk ftök
100 ár frá fæðingu
C.S. Lewis
Auknar vin-
sældir í Banda-
ríkjunum
I ÞESS hefur verið minnst að undan-
fómu að 100 ár em liðin frá fæðingu
rithöfundarins C.S. Lewis. Mest er
: gert til hátíðabrigða í Bretlandi og
svo í Bandaríkjunum, en þar njóta
verk hans æ meiri vinsælda, að þvi er
segir í BBC.
Gefnar verða út sérútgáfur verka
Lewis, frímerki til heiðurs honum og
leikrit byggð á verkum hans sett á
svið. í Bretlandi verður þekktasta
barnabók Lewis og sú fyrsta í Narn-
íu-röðinni; „Ljónið, nornin og skápur-
inn“, sett upp hjá konunglega
Shakespeare-leikhúsinu og heimili
Lewis í Oxford verður gert upp eins
og það leit út á fimmta áratugnum, en
Lewis lést árið 1963.
Vinsældir Lewis í Bretlandi byggj-
ast einkum á barnabókum hans, en í
Bandaríkjunum eru verk hans um
kristindóm æ meii-a lesin. Ái-lega selj-
ast um 1,5 miljónir eintaka af bókum
Lewis, gerðar hafa verið framhalds-
þættir í sjónvarpi eftir verkum hans,
. svo og kvikmynd um líf rithöfundar-
ins og eiginkonu hans, hinnar banda-
rísku Joy. Nefndist hún
„Shadowlands" og fór Anthony Hop-
kins með hlutverk Lewis. Þá eru
ótaldar allar vefsíðurnar og spjallrás-
imai’ sem aðdáendur Lewis hafa
komið sér upp.
Lewis var fæddur í Belfast á Norð-
ur-írlandi árið 1898. Hann var bók-
menntafræðingur og gagnrýndandi
og skrifaði fyrstu verkin því tengd.
Hann samdi einnig vísindaskáldsög-
ur, t.d. Perelandra, sem út kom árið
1943, og bamabækurnar um Namíu.
Að síðustu má nefna skrif hans og út-
varpsþætti um trúarvamarfræði.
Trúarrit Lewis höfða mjög til
Bandaríkjamanna. Sjálfur var hann
trúleysingi framan af ævinni en sner-
ist svo til kristinnar trúar. Fjölmörg
félög hafa verið stofnuð til að fjalla
um trúarsýn Lewis og eitt þeirra,
sem hefur aðsetur í Suður-Kalifom-
íu, hyggst fara í pílagrímsferð til
kirkju heilags Lúkasar í Monróvíu
þar sem mynd Lewis er á steindum
glugga í kirkjunni.
Biskupa sögur
biskupsvaldið hafði meðal al-
mennings og í þeim eru helstu
vitnisburðir um átök milli kon-
ungsvalds og kirkjuvalds á ís-
Iandi á 13. og 14. öld.“
í formálanum segir
að Árna saga Þor-
lákssonar Skálholts-
biskups gerist á
seinni hluta þrett-
ándu aldar í fram-
haldi af Sturlunga
sögu?
„Áma saga gerist í
framhaldi af Sturl-
unga sögu á því tíma-
skeiði þegar íslend-
ingar tóku við nýjum
lagarétti úr hendi
N or egskonungs,
Magnúsar Hákonar-
sonar lagabætis.
Meginatburðir sög-
unnar snúast um við-
töku nýrra Iaga og
nýs kristinréttar, en ákvæði hans
kölluðu á miklar breytingar á yf-
irráðarétti manna yfir jörðum
þar sem kirkjur höfðu verið
reistar og var deilt hart um
hvort biskup skyldi ráða yfir
jörðunum eftir kirkjulögum
ellegar kirkjubændur eftir lands-
lögum. Efni sagnanna er því
samofíð íslensku landslagi og
landgæðum jafnt og alþjóða-
kirkjurétti og trúarsetningum.
Sögurnar ýta við hugmyndum
sem hljóta að hafa verið uppi hér
á miðöldum, að með því að gefa
kirkjunni og hennar dýrðar-
mönnum land verði það frjórra!
Sögurnar em leiðarsteinar um
hvernig tekið var við kirkjulög-
um og kennisetningum að utan
með þeirri þjóð sem ein varð-
veitti í fornum Eddukvæðum
þann norður-evrópska goðaheim
sem staðið hafði áður en kristni
var hér lögtekin og
var nátengdur frjó-
semisdýrkun, von
manna um ávöxt af
landi sínu. Deilurnar
um yfirráðarétt
kirkjustaða sem frá
segir í Árna sögu og
Lárentíus sögu end-
urspegla umrót sem
varð í samfélaginu
með viðtöku nýrra
laga jafntímis því að
bókfestar voru sögur
á borð við Landnámu
og hinar veigamestu
Islendingasögur eins
og Brennu-Njáls
saga. Tímabilið sem
Árna saga og Lár-
entíus saga ná yfir er því eitt hið
afdrifaríkasta í sögu þjóðarinnar
og því em sögur þessara biskupa
lyklar að þekkingu og skilningi á
atburðum og hugarfari þeirra
tíma.
En eru sögurnar líkar að gerð
og innihaldi?
„Sögurnar eru allólíkar af-
lestrar. Lárentíus saga er auð-
læsari, full af skemmtisögum, en
Árna saga leynir reyndar á sér ef
vel er að gáð. Hún er fastari í
formi og stendur í sumum köfl-
um mjög nærri íslendinga sögum
í tilsvörum og mannlýsingum en í
öðmm köflum er hún býsna tor-
ræð enda sterklega mótuð af
kennistíl kirkjufeðra,“ segir Guð-
rún Ása Grímsdóttir og heldur
áfram: „í þessari útgáfu er leit-
ast við að létta lesendum skilning
á sögunum með dálitlum formála
og skýringargreinum neðanmáls
við textana. Skýringagreinar
miða einkum að því að tengja
sögurnar við aðrar samtíðaheim-
ildir og víkka þannig sjónarhorn
lesenda, en sögurnar sjálfar eru í
eðli sínu hlutdrægar og fylgja í
hvívetna málstað kirkjunnar og
biskupa. Þetta er í fyrsta sinn
sem Biskupa sögur koma út í
hefðbundu formi íslenskra forn-
rita sem hefur notið hylli lesenda
í hartnær 70 ár. Með útgáfunni
er reynt að halda í heiðri mikil-
vægum kafla í sögu þjóðarinnar
og þeirra formanna hennar sem
fylgdu boðorðum kristninnar af
sannfæringu og vildu vera þjóð
sinni til eftirdæmis. Boðskapur
og innsti kjarni biskupa sagna er
sú trú að skýrt fordæmi lands-
stjórnarmanna vísi almenningi á
götu hins góða og sanna.“
Herra Árni byskup er þessi frá-
sögn er af skrifuð var son Þor-
láks Guðmundssonar gi’íss ok Hall-
dóru dóttur Orms í Holtum. Hann
var fæddi’ á því ári sem Magnús
byskup Gizurason andaðist. Hann
fæddiz upp með föður sínum ok
móður, en þau bjoggu í þann tíma at
Svínafelli at ráði Orms Svínfellings
ok vóni þar meðan hann lifði ok
nokkora stund síðan at ráði Ög-
mundar Helgasonar er þá hafði
fjárforáð sona Orms. En síðan pen-
ingar eydduz fyrir sonum Orms at
Kálfafelli fóru þeir byggðum sínum
til Svínafells, en Þorlákr varð fyiir
sakir magns munar at skipta byggð-
um; fengu þeir honum þá Rauðalæk
ok fór hann þangat.
Upphaf Arna Sögu Biskups
Guðrún Ása
Grímsdóttir
Ur einu nátthríð-
arskjóli í annað
BÆKUR
j\áttúruskáldskapur
VARGATAL
eftir Sigfús Bjartmarsson. Bjartur.
1998- 153 bls.
RÖMM er taugin sem bindur ís-
lendinga við harðbýla náttúruna,
auðnirnar og kaldranaleg öræfin.
Sigfús Bjartmarsson sendir nú frá
sér bók sem hann nefnir Vargatal og
er öðru vísi en allar bækur sem ég
hef lesið. Hér er ekki á ferðinni nein
glansmynd af dýrum eða upphafning
hins villta lífs í rómantískum anda
heldur þvert á móti mynd af harð-
býlum heimi. Ef til vill er þó ástin á
harðgerðri, íslenskri náttúrunni of-
urlítið rómantísk innst inni. Það er
miklu fremur eins og Sigfús sé að
reyna að skoða dýrin í umhverfi
þeirra á eins hlutþausan hátt og
skáld getur gert. í fljótu bragði
mætti ætla að slík vísindi ættu lítið
skylt við fagurfræði en bók Sigfúsar
er á margan hátt merkilegt framlag
til að samþætta þjóðleg fræði og
skáldskap.
Vargar Sigfúsar eru flestir af ís-
lensku bergi brotnir þótt sumir eigi
hér ekki vetrardvöl. Þetta eru fugl-
ar, hvítabirnir, selir og hvalir. Meg-
inviðfangsefni Sigfúsar er að lýsa
ævikjörum þessara dýra, lífsbaráttu
þeirra og umhverfi. Hann nálgast
þetta út frá sjónarhorni náttúruunn-
andans, sjómannsins, veiðimannsins,
járnbindingamannsins, borgar-
barnsins í rottuveiðihug eða bónd-
ans og búmannsins. Hann á það
jafnvel til að stilla dýi-um inn í kvik-
myndaramma. Um hvítabjörninn
segir svo: „Nú og þá tekur við þriðja
skeiðið þar sem hann snýst bai’a í
keilu þyrlukastarans, uppréttur og
baðandi út hrömmunum. Disneyleg-
ur bangsi þótti þeim í vélinni nema
gömlum veiðimanni sem stökk ekki
bros því þetta sýndist honum líkjast
því sem gamlir menn höfðu til
marks um að mórar
þrengdu að birninum,
eða hann væri lentur í
svo óvígri kví forsend-
inga að hann sæi sér
hvergi undankomu auð-
ið.“ En í raun staldrar
lesandi htt við það sjón-
arhorn sem höfundur
velur sér. Það er nóg
annað að skoða.
Það er varla rétt að
segja að umfjöllun Sig-
fúsar um vargana sé
frásagnir. Miklu frem-
ur lýsing, brot af lífi
þeÚTa í hnotskurn, inn-
sýn í aðstæður. I kring-
um allt hleðst síðan
veröld mannanna upp-
full af sínum dýrafjandsamlega
veruleika. Án þess þó að einhver
siðferðisleg afstaða þvælist fyrir.
Meira eins og eðlilegur hluti um-
hverfis eins og þegar fjallað er um
að smyrill sé grunsamlega slappur
og menn gi’uni að hann sé orðinn
„mæðinn af einhverri mengun, ann-
an farið að muna um þungmálmana
úr sinni sumarleiru, annan um hálf-
þroskað steinlunga eftir vistina í
verksmiðjustrompinum, nú eða um
geislun af Kólaskagaheiðunum eða
úr Garðaríki, friðlandinu góða í
kringum Tsjernobyl." En umfram
allt er þó vargurinn settur í íslenskt
umhverfí, hai-ðneskjulegt og kald-
ranalegt.
Stíllinn minnir um sumt á ljóð Sig-
fúsar. Hann er fullur með orðkyngi
og myndir og seiðandi orðfæri sem
minnir á ljóð. Eitt megineinkenni
ljóðstíls hans, t.a.m. í Ijóðabókinni
Zombí, var ákveðin hrynjandi sem
byggðist á löngum, opnum og undir-
skipuðum málsgreinum eða setn-
ingaröð sem hlóðu utan á sig mynd-
um. Jafnframt bar á tíðri notkun lýs-
ingarháttar nútíðar. Þetta einkenni
varir í hinni nýju bók og gefur henni
dálítið ljóðrænan blæ.
Vargarnir hafa persónuleg ein-
kenni. Dregnai’ eru upp
það sterkar myndir af
þeim að við setjum okk-
ur í spor þeirra. Þetta
eru að jafnaði grimm-
lyndir einfarar sem eira
engu og eru hvergi vel-
komnir eins og sumir
menn. Sögumaður hef-
ur að vísu misjafna
samúð með þeim. Örn-
inn er hér ekki sá kon-
ungur sem rómantíkin
krýndi heldur líkist
hann klunnalegum og
mannfælnum einfara
jafnvel borinn saman
við bróður hans við
Kyrrahafið: „Mann-
fælnin kannski
rammari í honum, einrænni, enn
fornari í skapi og gamalgrónari og
því tregari til að aðlagast nútíman-
um dettur manni í hug þó fáránlegt
sé að hugsa þannig um fugl.“ Mörg
falleg myndbrot eru um ódrepandi
tófuna en kaflinn um hana finnst
mér einna bestur. Skyldi vera til
nokkuð íslenskara en tófa í auðn eft-
ir ellefuhundruð ára samveru með
okkur? I lok kaflans sjáum við hana
fyrir okkur að haustlagi á leið „um
nýja ranghala haustveðranna,
snuddandi og snapandi úr einu nátt-
hríðaskjóli í annað, og látlaust að líta
um öxl, en ekki til fortíðar nei, og á
ekki heldur til saknaðaraugu yfir
nokkrum þeim hlut sem illa forgeng-
ur, ja nema þá afnöguðum fæti í
boga, og jú síðasta yi-ðlingnum áreið-
anlega köldum."
Vargatal er að mörgu leyti mögn-
uð bók um grimmilegt og harð-
neskjulegt líf villtra dýra á íslandi
og víðar. Á bak við frásögnina ómar
einhver harmrænn tónn eins og
voldug hljómkviða og handan allrar
hörkunnar og kaldranans er ein-
hver slík samhðun með allri skepn-
unni að bókin lætur mann ekki
ósnertan.
Skafti Þ. Halldórsson
Sigfús
Bjartmarsson
Nýjar hljóðbækur
• ÉG HEITI Blíðfíiuiur, en þú
mátt kalla mig Bóbó er eftir Þor-
vald Þorsteinsson í lestri höfundai’.
I kynningu segir m.a.: „Blíðfinnur
kynnist barninu, nýjum og skemmti-
legum leikfélaga. En dag einn hverf-
ur barnið fyrh-varalaust og nú hefst
æsileg leit Blíðfinns að vini sínum
um dimma skóga og há fjöll.
Bókin er á tveimur snældum og
u.þ.b. 2 klst. að lengd. Verð: 1.990
kr.
• Agga gagg, með skollum á
ströndum er eftir Pál Hersteinsson.
Lesai’i er Þórarinn Eyfjörð leikari.
I kynningu segir: „Höfundur
dvaldi norður í Ofeigsfirði á Strönd-
um við rannsóknir á vistfræði tóf-
unnar. Hér lýsir hann á gamansam-
an hátt samskiptum við Stranda-
menn, villta óblíða náttúru og ekki
síst kynnum sínum af víðförlustu
tófu landsins, Jensínu.“
Bókin er fimm snældur og u.þ.b. 7
klst. að lengd. Verð: 2.990 kr.
• EVEREST, íslendingar á hæsta
fjalli heims er eftir Hörð Olafsson.
Jón St. Krisljánsson leikari les og
lýsir myndum.
Bókin er á fímm snældum. Verð:
2.990 kr.
Útgefandi hljóðbókanna er Orð í
eyra, hljóðbókaútgáfa Blindrabóka-
safns íslands. Blindrabókasafnið
hefur auk þess til sölu um 60 titla af
skáldsögum á hljóðbókum í lestrum
höfunda, landskunnra leikara og
annarra.
• BORGIN bak við orðin er efth’
Bjarna Bjarnason í lestri Hjalta
Rögnvaldssonar leikara.
I bókinni eru
sögur af ein-
kennilegu kon-
ungsríki sem
fléttast saman
við ævintýralega
frásögn úr
óþekktri borg.
Höfundur
hlaut Bók-
menntaverðlaun
Tómasar Guð-
mundssonar árið 1998 fyrh’ söguna.
Bjarni Bjarnason hefur áður sent
frá sér skáldsögur, leikverk, smá-
sögur og ritgerðir.
Útgefandi er Hljóðbókagerð
Blindrafélagsins í samvinnu við
Vöku-Helgafell, sem gefur bókina
samtímis út á prenti. Lengd: 4
snældur (um 6 klst.). Hljóðritun og
framleiðsla: Hljóðbókagerð Blindra-
félagsins. Kápumynd efth• Kristínu
Gunnlaugsdóttur. Verð 4.280 kr.
• NORÐURLJÓS er eftir Einar
Kárason og er í lestri höfundar.
I kynningu segir m.a.: „Á fyrri
hluta átjándu
aldar lítur
sveinninn Svart-
ur dagsins ljós á
litlum bæ á Vest-
urlandi. Þegar
hann er enn á
barnsaldri
sundra harð-
drægir valds-
menn heimili
hans og hrekja
bróður hans í útlegð."
Hljóðritun og framleiðsla: Hljóð-
bókagerð Blindrafélagsins. Bókin
kemur einnig út á prenti hjá Máli og
menningu. Lengd: 4 snældur (8
klst.). Kápumynd er eftir Guðjón
Ketilsson. Verð 3.980 kr.
• TEITUR tímaflakkari er eftir
Sigrúnu Eldjárn. Höfundur les.
I kynningu segir: „Inni í dimmu
og drungalegu
skógarþykkti
stendur skugga-
legt hús. Þar býr
Tímóteus upp-
finningamaður
með tilraunadýr-
unum sínum.“
Hljóðritun og
framleiðsla:
Hljóðbókagerð
Blindrafélagsins.
Sagan kemur samtímis út á prenti
hjá Forlaginu. Lengd: 2 snældur
(um 90 mín.). Kápa: Sigrún Eld-
járn. Verð 1.590 kr.
Sigrún
Eltyárn
Einar
Kárason