Morgunblaðið - 11.12.1998, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.12.1998, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998 15 LANDIÐ Morgunblaðið/ólafur Jens Sigurðsson BJÖRGUNARSTÖÐIN Líkn. Slysavarnadeild- in Bj örg 70 ára Hellissandi - Um þessar mundir eru 70 ár liðin frá þvi að Slysa- varnadeildin Björg á Hellissandi var stofnuð. Deildin er því jafn- gömul sjálfu Slysavarnafélagi ís- lands. Stofnun deildarinnar var tilkynnt Slysavarnafélagi íslands sem þá var nýstofnað 8. desem- ber 1928. Björg mun því vera þriðja elsta slysavarnadeild landsins af þeim sem enn starfa. Þegar stofnað var til SVFÍ 1928 vaknaði strax mikill áhugi á Hellissandi fyrir því að taka þátt í starfsemi félagsins. Tíð sjóslys hér við strendurnar hafa þar vafalaust valdið mestu. Fyrsti formaður Bjargar var Ólafur Jó- hannesson skipstjóri og liafn- sögumaður, síðar fisksali í Reykjavik. Svo skemmtilega vill til að hann er afi Ólafs Kr. Ólafs- sonar sýslumanns Snæfellinga. En líklega hefur enginn maður markað dýpri spor í því að halda þessu félagsstarfi lifandi öll þessi ár, þrátt fyrir andvaraleysi og stunduin minnkandi áhuga fyrir slysavörnum, en Benedikt S. Benediktsson kaupmaður. Á Hellissandi hefur stjórn slysa- varnadeildarinnar alla tíð farið með yfírstjórn björgunarsveitar- innar. Leifur Jónsson, hafnar- vörður í Rifi, tók að sér að halda merki deildarinnar á lofti eftir að Benedikt hætti. Afmælishátíð 13. desember Stjórn Slysavarnadeildarinnar Bjargar hyggst minnast þessara merku timamóta 13. desember nk. með veglegum hætti, því menn eru stoltir af því að deildin skuli vera jafngömul SVFÍ sjálfu. Ætlunin er að hátíðahöldin heíj- ist með messu í Ingjaldshóls- kirkju kl. 13, þar sem björgunar- sveitin og unglingadeildin munu klæðast búningum sinum og standa heiðursvörð með fána SVFI og íslenska fánann. Að messu lokinni verður haldið að Björgunarstöðinni Líkn, höfuð- stöðvum deildarinnar, og nýja tækjageymslan vígð. Má segja að þar með sé lokið síðasta áfanga byggingar björgunarstöðvarinn- ar sem er myndarlegt hús og til mikils sóma fyrir deildina. I nýju tækjageymslunni verður komið upp sýningu, þ. á m. myndum úr starfi deildarinnar og sýningu á tækjabúnaði henn- ar. Þá verður nýi björgunarbát- urinnn, Björg, til sýnis í Rifshöfn og gestum verður gefinn kostur á að sigla ineð honum um höfn- ina og e.t.v. lengra ef veður leyf- ir. Bíll deildarinnar verður not- aður til að flytja fólk á milli ef það óskar þess. Veitingar og sagan sögð Meðan á sýningunni stendur í Líkn verður kaffiveitingar í boði. Afmælishúfur verða seldar og vakin verður athygli á söfnun björgunarbátasjóðs SVFÍ. Af- mælishátíðinni lýkur svo með flugeldasýning kl. 17. Slysa- varnamenn á Hellissandi vonast til að sem flestir sjái sér fært að taka þátt í afmælishátíð Bjargar þennan dag, 13. desember nk., sérstaklega heimafólk og þeir gestir aðrir sem boðið verður til afmælisins. Landpóstur á hvítum jó Hrunamannahreppi - Landpóst- arnir voru miklir aufúsugestir á árum áður, ekki síst í dreifbýli landsins, enda komu þeir færandi hendi á hestum sínum með lang- þráðan póstinn. Oftast með nokkra hesta í lest og ekki var spurt um veður og færð sem oft var mjög erfið yfir vegleysur og óbrúaðar ár. Hlutverki þessara manna í Islandssögunni má þjóð- in ekki gleyma, svo merk sem hún er. Nú er öldin önnur. í þéttbýli er póstur borinn út alla virka daga en þrisvar í viku til sveita. Mikill mannfjöldi vinnur nú við þessi þjónustustörf. Einn þeirra er Jón Gunnlaugsson á Selfossi, en hann hefur ekið pósti í Hrunamanna- hrepp frá Selfossi í 12 ár og lætur vel af því starfi. Hann á vini á öll- Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson um bæjum og er aufúsugestur eins og íyrirrennarar hans voru á árum og öldum áður. Ferðamáti hans er hinsvegar æði ólíkur fyrirrennurum hans; nú er brunað á gæðingi góðum af japönsku kyni sem Jón hefur ný- lega eignast og lætur vel af. Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson VERKSTJÓRASAMBAND íslands færir Heilbrigðisstofnun Hvamins- tanga gjafir. F.v.: Ragnar Árnason, Elín Lindal, Guðmundur H. Sig- urðsson, Lárus Jónsson, Helga Stefánsdóttir og Egill Gunnlaugssou. Heilsugæslan á Hvammstanga fær gjafir Hvammstanga - Heilbrigðisstofn- un Hvammstanga voru færðar góðar gjafir fyrir skömmu. Verk- stjórasamband Islands aflienti heilsugæslustöðinni vönduð tæki, blóðtökubekk og sjúkraþjálfun- arbekk til notkunar við endur- þjálfun. Að sögn Ragnars Árnasonar, sem afhenti gjafirnar, er sam- bandið búið að gefa á 14 staði vítt um land í tilefni 60 ára af- mælis sambandsins. Ragnar sagði að gróska væri í störfum sambandsins og nú væru 72 fé- lagar í félagi verksljóra á Norð- urlandi vestra. Ný verslun með föndur og gjafavörur Sauðárkróki - Nýlega var opnuð verslunin Kompan á Aðalgötu 3 á Sauðárkróki með gjafavöru svo og hannyrða- og fóndui"vörur ýmiss konar. Það er Auður Herdís Sigurðardóttir sem hér er að bæta úr brýnni þörf íbúa á Sauðárkróki og hefur á boðstólum flest það sem á þarf að halda þegar fólk vill grípa til listsköpunar eða þá að fóndra eitthvað sjálfum sér til ánægju. Auður Herdís sagði hér vera gamlan draum að rætast, á fjörur hennar hefði rekið þetta heppilega húsnæði og ekki hefði verið um annað að ræða en að hrökkva eða stökkva. Hún sagðist opna verslunina á heppilegum tíma svona rétt fyrir jól þegar flestir væru að leita að fallegum persónulegum gjöfum og vissulega bæru þessir dagar svipmót þess að jól væru á næstu grösum. Hins vegar sagði hún að markmiðið væri að þjóna Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson AUÐUR Herdís Sigurðardóttir í verslun sinni. öllum þeim sem vildu fást við eitthvað í höndunum og hún hefði á boðstólum efni til sauma og prjónaskapar svo og myndlistarvörur, áhöld til tréskurðar og leirvinnslu auk gjafavöru. Auður Herdís sagði viðtökurnar hafa verið mjög ánægulegar og fyrstu dagarnir í verslunarrekstrinum lofuðu góðu. Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað Samráðsfundur um skólastarfíð Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir FRÁ fundi skólanefndar Hússtjórnarskólans. Reyðarfirði - Laugardaginn 5. des- ember boðaði skólanefnd Hússtjórn- arskólans til samráðsfundar um framtíð skólans. Vai- þar mætt áhugafólk um starfsemi skólans. Að- eins tveir Hússtjórnarskólar eru starf'andi í landinu, hinn er Hús- stjómarskólinn í Reykjavík. Skóla- meistari er Birna Kristjánsdóttir, en hún tók við því starfi í haust. Skólinn er nú sjálfseignarstofnun, bakhjarlar eru Samband sveitarfé- laga í Austurlandskjördæmi, Ferða- málasamtök Austurlands, Búnaðar- samband Austurlands og Samband austfirskra kvenna. Fundarstjóri var Björn Hafþór Guðmundsson, bæjarstjóri Austur- Héraðs. Katrín Ásgrímsdóttir skóla- nefndarmaður lýsti samningi við menntamálaráðuneyti um rekstur skólans sem sjálfseignarstofnunar. Helga Hreinsdóttir, formaður skóla- nefndar, gerði grein fyrir starfsemi skólans, aðsókn að honum og fjár- hagsstöðu. Kostnaður við rekstur er 11.400 þús. á ári miðað við að hann sé fullsetinn. Skerðist framlagið hlutfallslega ef meii'a en einn nem- enda vantar í fullsetningu. Síðan var farið í hópvinnu þar sem hugmynda vai- leitað að stefnumótun fyrir skólann/skólahúsið. Margar hugmyndir komu ft-am, upp úr stóð þó að halda í gamlar hefðir, svo sem vefnað, fatasaum og hönnun en leita nýjunga sem féllu vel að skólanum og hans umhverfi öllu. Nefnd var sett til að vinna úr hugmyndabankanum. Á haustönn er kennd fatagerð og fatahönnun, hreinlætisfræði, veit- ingatækni, næringarfræði, vörufræði og örverufræði. Nemendur geta tek- ið 26 einingar á önn en skólinn er í samstarfi við Menntaskólann á Egilsstöðum. Lífsleikni ætti að vera kjörorð hússtjómarskólanna. Nú er talið nauðsynlegt að læra á tölvur, það hlýtur þó að vera nauðsynlegra að kunna að lifa lífinu í öllum þeim hröðu breytingum sem ganga yfir samfélagið. Á vorönn eru laus pláss, karlmenn hafa sótt skólann nokkuð og eru fjór- ir skráðir á vorönnina. Það hefur þó viljað brenna við að þeir guggni þeg- ar að mætingu er komið en þeir eiga ekki síður en stúlkur erindi í þessa skóla. Herrafata- verslun Kor- máks og Skjaldar á Stöðvarfirði OPNAÐ hefur verið á Stöðvarfirði útibú frá Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar. Þar eru á boðstólum sams konar vörur og karlmenn þekkja úr versluninni í Reykjavík, fatnaður og gjafavara, og er við- skiptavinum auk þess boðið að panta vörur úr versluninni fyrir sunnan sér að kostnaðarlausu. Aðstandendur vonast til að með versluninni á Stöðvarfirði sé aukin mjög þjónusta við austfirska karl- menn, en þetta mun vera eina herra- fataverslunin í fjórðungnum, segir í fréttatilkynningu. Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar á Stöðvarfirði er opin kl. 16-19 virka daga og klukkan 13-18 um helgar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.