Morgunblaðið - 11.12.1998, Blaðsíða 66
■'66 FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Þarftu að senda tölvupóst?
Veistu ekki hvert netfangið er?
Skoðaðu Netfangaskrána á mbl.is.
Fljótlegt og þægilegt!
FRÉTTIR
BSSli
í’ V -
Morgunblaðið/Golli
Jólaljósin
tendruð í
Hafnarfírði
JÓLALJÓSIN verða tendruð á
jólatré Hafnarfjarðar á Thorsplani
laugardaginn 12. desember ki. 15.
Þar mun Lúðrasveit Hafnarfjarð-
ar leika kl. 14.45. Sendiherra Dana,
Klaus Otto Kappel, flytur kveðju og
tendrar Ijósin á jólatré sem er gjöf
frá danska vinabænum Fredriks-
berg. Formaður bæjarstjórnar,
Þorsteinn Njálsson, flytur ávarp.
Séra Gunnþór Ingason flytur hug-
vekju. Karlakórinn Þrestir syngur
nokkur lög. Kertasníkir flytur
ávarp.
Að athöfn lokinni um kl. 15.30 fer
Lúðrasveit Hafnarfjarðar fyrir
skrúðgöngu á jólaball í íþrótthúsinu
v/Strandgötu. Neó tríóið leikur
ásamt Eddu Borg. Auðvitað koma
jólasveinarnir í heimsókn og gengið
verður í kringum jólatréð.
Vann ferð til
Minneapolis
FÉLAGSVÍSINDASTOFNUN
Háskóla Islands hélt á dögunum
happdrætti, en dregið var úr
innsendum dagbókum í íjöl-
miðlakönnun sem gerð var dag-
ana 15.-21. október sl. Vinning-
urinn var ferð fyrir tvo til Minn-
eapolis frá Flugleiðum með gist-
ingu. Vinningurinn kom á miða
númer 618 en eigandi hans var
Frímann Sigurnýasson. Á mynd-
inni veitir Frímann vinningnum
viðtöku úr hendi Bylgju Valtýs-
dóttur starfsmanns Félagsvís-
indastofnunar.
Mannréttindi
brotin víða
um heim
Flensborgarhöfn kl. 13.30
Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur.
Fulltrúi Þjóðverja flytur kveðju og
tendrar ljós á jólatré sem er gjöf frá
vinabænum Cuxhaven. Kvennakór
Hafnarfjarðai- syngur. Valgerðm- Sig-
urðardóttir, formaðui' Hafnarstjói-n-
ar, flytur ávarp. Söngur leikskóla-
bama frá Hvammi. Stekkjastaur og
Hurðaskellir mæta á svæðið.
Vatnsveitan
lækkar tenging-
argjöld
VEITUSTJÓRN Reykjavíkurborg-
ar hefur ákveðið að lækka tenging-
argjöld Vatnsveitu Reykjavíkur frá
og með næstu áramótum. Lækkunin
er mismunandi fyrir breytilegar
stærðir á heimæðum, frá rúmum 4%
á stærstu heimæðum í um 52%
lækkun á minnstu heimæðum.
Þessi breyting er ákveðin til að
færa tengingargjöld vatnsveitunnar
nær þeim tengingargjöldum sem
eru hjá hitaveitunni. Með þessari
breytingu verða gjöldin einnig svip-
uð og hjá vatnsveitum í nágranna-
sveitarfélögum borgarinnar.
RAUÐI kross íslands hefur sent
frá sér eftirfarandi yfirlýsingu í til-
efni af 50 ára afmæli mannréttinda-
yfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna:
„Rauði kross Islands minnir á að
þrátt fyrir að 50 ár séu liðin frá
samþykkt mannréttindayfírlýsing-
ar Sameinuðu þjóðanna eru mann-
réttindabrot daglegt brauð víða um
heim. Að mati félagsins ber íslend-
ingum skylda til þess að veita þeim
liðsinni sitt sem ekki njóta þeirra
mannréttinda sem þeim ber sam-
kvæmt yfirlýsingu Sameinuðu þjóð-
anna.
Rauði kross Islands leggur í
þessu sambandi sérstaka áherslu á
eftirfarandi: Við Islendingar eru
meðal auðugustu þjóða heims og
getum tryggt að þeir sem standa
höllum fæti vegna sjúkdóma, at-
vinnumissis, örorku, aldurs eða
annarra aðstæðna njóti ekki síður
en aðrir mannsæmandi lífskjara.
Styrjaldir, efnahagsþvinganir og
efnhagslegt öngþveiti valda tugum
milljóna manna algerri neyð,
hrekja fólk á flótta og svipta það
réttindum sínum og reisn. Börn eru
víða notuð til herþjónustu þrátt fyr-
ir ákvæði mannréttindayfirlýsing-
ar.
A þessum _ tímamótum hvetur
Rauði kross íslands íslenskan al-
menning og stjórnvöld til þess að
sýna þeim sem mest þurfa á að
halda, heima og erlendis, samstöðu
og samhug.“
Pressukvöld
á aðventu
BLAÐAMANNAFÉLAG íslands
efnir til bókakvölds fyrir félags-
menn sína í Sölvasal, á efri hæð Sól-
ons Islandusar, í kvöld, fóstudags-
kvöldið 11. desember.
Salurinn verður opnaður kl. 21 og
dagskráin hefst um klukkustundu
síðar. Fjórir blaðamenn lesa úr bók-
um sínum, sem nýkomnar eni út.
Það eru þau Ámi Þórarinsson, sem
les kafla úr „Nóttin hefur þúsund
augu“, Eiríkur S. Eiríksson, sem les
úr „Áin mín“, Gerður Kristný les úr
smásagnasafni sínu „Eitruð epli“ og
Sindri Freysson les úr verðlauna-
bókinni „Augun í bænum“.
Blaðamenn eru hvattir til að fjöl-
menna á þetta óformlega pressu-
kvöld á aðventunni.