Morgunblaðið - 11.12.1998, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 11.12.1998, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998 53 MINNINGAR Lára Kristín Guðmundsdóttir sjúkraliði andaðist á Landspítalan- um laugardaginn 5. desember síð- astliðinn. Lára hóf störf hjá Sjúkrahúsi Akraness í júlí 1988, fyrst sem sjúkraliðanemi. Að námi loknu starf- aði hún sem sjúkraliði. Mestan sinn starfsaldur starfaði hún á hjúkrun- ar- og endurhæfingadeild. Hún var mjög traustur og metnaðarfullur starfsmaður sem sinnti störfum sín- um vel og var góður félagi. Hún hafði gaman af að ræða fagleg mál- efni en einnig hin ýmsu mál samfé- lagsins. Jafnframt starfi sínu stund- aði hún nám á Náttúrufræðibraut FVA og lauk þaðan stúdentsprófi í desember 1993. Lára sagði mér frá því að hún hygði á frekara nám, en ugglaust breyttu veikindi hennar þeim áformum því hún veiktist fyrst af sínum sjúkdómi í nóvember 1994. Hún talaði opinskátt um sjúkdóminn við vini sína, einnig um meðferð og batahorfur. Hún gerði sér fljótlega grein fyi'ir því að hún yrði ekki göm- ul kona, eins og hún sagði sjálf við mig, en ákvað að vinna sem best úr aðstæðum hverju sinni. Það var að- dáunarvert að fylgjast með hvernig hún tókst á við áföllin, eitt af öðra. I janúar 1997 lét Lára af störfum vegna veikinda. Þegar ég lít til baka yfir sjúk- dómsferil hennar kemur orðið hetja upp í huga minn. Saga hennar er baráttusaga hetju sem ætlaði að vinna stríðið, en varð að láta undan, saga eiginkonu og móður sem hugs- aði ætíð um hag barna og eigin- manns og tókst vel til, saga konu sem vildi vera sem lengst hjá börn- unum og tókst það með góðum stuðningi fjölskyldu og vina, saga hetjunnar sem ætlaði að lifa fram yfii' jólin en tókst það ekki, saga konu sem gaf mikið og margir eiga eftir að njóta minninganna um hana í framtíðinni. Við sem unnum með og í nálægð við Láru höfum misst góðan sam- starfsfélaga en missirinn er mestur hjá eiginmanni hennar og ungum börnum. Ég votta þeim dýpstu sam- úð á erfiðum tímum. Steinunn Sigurðardóttir. Móðursystir mín, Lára Kristín Guðmundsdóttir, er látin aðeins fer- tug að aldri. Hún lést í Landspítal- anum 5. desember eftir erfið veik- indi. í veikindum sínum sýndi Lára mikið æðruleysi, og eftii' að ekki var við neitt ráðið lengur var Lára eins mikið heima í faðmi fjölskyldunnar og heilsan mögulega leyfði. Þeir sem heimsóttu Láru hennar síðustu daga dáðust að hugrekki hennar og ró. Lára Kristín fæddist á Isafirði, yngst í hópi sjö systkina, sem nú eru aðeins fimm eftir, Ólafur sem var næstyngstur lést árið 1986 úr hvít- blæði, amma, móðir Lára lést árið 1991, hefur þetta því verið þungur róður fyrir afa, Guðmund M. Ólafs- son eins og aðra í þessari fjölskyldu. Ég á margar og góðar minningar um Láru frænku mína, sú fyrsta að ég held er úr fermingaiveislunni hennar, ég var þá á fimmta ári og ég man við vorum í litlu blokkaríbúð- inni þeirra ömmu og afa á Fjarðar- stræti 7 á ísafirði, ég stóð fyrir framan Láru og horfði upp til henn- ar og dáðist að kjólnum hennar; hvað hann var afskaplega fallegur. Ég leit alltaf upp til Láru, þegar ég var lítil ætlaði ég að gera eins og hún þegar ég yrði stór. Það var al- veg sama hvað hún tók sér fyrir hendur, allt var svo vel gert, hún var listakona þegar kom að prjónaskap, peysurnar sem hún prjónaði voru sérstaklega fallegar og þá var ekk- ert verið að ráðast á garðinn þar sem hann var lægstur heldur leysti erfiðistu prjónauppskriftir. Hún var hörkudugleg í vinnu og í námi, öll þau próf sem hún tók fékk hún hæstu einkunnir fyrir. Á tuttugu og fimm ára afmælinu sínu gekk Lára að eiga eftirlifandi eiginmann sinn, Frímann Jónsson. Það var farsælt hjónaband og áttu þau saman þrjú yndisleg börn, þau Nonna, Fanneyju og Ernu, sem nú eiga um sárt að binda. Ég bið góðan guð að veita þeim styrk í þessari miklu sorg. Blessuð sé minning hennar. Guðrún Kristófersdóttir. Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu þá huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. (Kahlil Gibran.) Það var friðsæll sunnudagsmorg- unn þegar móðir mín hringdi í mig og færði mér þær sorglegu fréttir að þú hefðir kvatt þennan heim. Fyrsta sem kom upp í huga minn var að mér fannst Guð vera óréttlát- ur að taka þig, unga konu í blóma lífsins, frá okkur og sérstaklega yndislegum eiginmanni og þremur ungum börnum. Þú varst yndisleg persóna. Ég minnist þín sérstaklega sem glað- lyndrar og jákvæðrar manneskju sem aldrei kvartaði sama hvað á gekk. Sérstaklega síðustu ár þegar þú barðist hetjulega við banvænan sjúkdóm sem að lokum hafði yfir- höndina. Það var í maí sl. sem við hittumst síðast, þegar ég keyrði með börnin mín upp á Skaga til þess að heim- sækja ykkur. Þessi helgi er ógleym- anleg því það var snúist í kringum okkur á allan hátt eins og ávallt þeg- ar fólk sótti ykkur heim. Þrátt fyrir þróttleysi þitt reyndir þú að gera allt fyrir okkur og vildir sem minnst úr veikindum þínum gera. Einnig minnist ég hve ánægð þú varst þeg- ar þú komst á ísafjörð ásamt Frím- anni, Fanneyju og Ernu um síðustu páska og gistir hjá mömmu og pabba en Erna vildi sofa hjá okkur. Þrátt fyrir að veikindin hafi þá þeg- ar tekið mikla orku frá þér varðstu þeirrar gæfu aðnjótandi að komast upp á Seljalandsdal ásamt Frím- anni. Þar horfðir þú á dætur þínar, sem ég var að kenna á skíði, renna ser niður brekkurnar í fyrsta skipti. Ég man þegar þú sagðir mér hvað Nonni var svekktur að hafa ekki komið með ykkur vestur því hann hefði viljað vera með okkur á skíð- um. Elsku Lára, nú _ertu komin til mömmu þinnar og Óla bróður þíns og ég veit að þau taka vel á móti þér. Elsku Frímann, Nonni, Fanney, Erna og afi, ég vona að Guð gefi ykkur styrk til að takast á við þessa miklu sorg. Er ég hugsa' um engil ég hugsa um þig, og geislandi brosið hve falleg þú varst. Ég heyrði þú hefðir kvatt nei, það gat ei verið satt. Égséþigáný þegar ég kem til þín. Er ég hugsa um engil ég hugsa um þig. (Lausl. þýð. greinarh. á ljóði Kristjáns Kristjánssonar) Þín Málfríður (Didda). Nú er hún Lára Kristín, frænka mín, dáin aðeins fertug að aldri. Erfiðri baráttu við illvígan sjúkdóm er lokið. Það er ýmislegt sem rifjast upp þegar litið er til baka. Þegar við systkinin vorum yngri var Lára Kristín stóra frænkan sem við litum upp til. Það var allt svo spennandi sem hún gerði. Við eyddum mörgum kvöldunum í heimsókn hjá henni þegar hún bjó á Suðurgötunni og mest spennandi var að fá að gista. Skipti þá engu máli þótt maður þyrfti að rífa sig upp eldsnemma morguninn eftir þegar Lára fór að vinna í frystihúsinu, það var alveg þess virði. Svo fannst manni nú merkilegt að eiga frænku sem var háseti á loðnubát, en Lára var háseti hjá Jonna heitnum, mági sínum, á Sigurfaranum. Hún átti ekki langt að sækja sjómannsblóðið því bæði foreldrar hennar og einnig systkini hennar flest hafa stundað sjóinn. Eftir að Lára og Frímann kynnt- ust fluttu þau á Höfðabrautina og þangað var gott að koma í heim- sókn, ekkert endilega í neinum sér- stökum erindagjörðum, bara til að spjalla eða gera eitthvað. Eftir að Nonni fæddist kom það stundum í minn hlut að passa og var ég mjög stoltur yfir því að vera treyst fyrir því þó að ég væri bara ellefu eða tólf ára. Barnahópurinn stækkaði og við bættust tvær prinsessur, fyi'st Fanney og svo kom Erna nokkrum árum seinna. Fjölskyldan flutti á Vesturgötuna og þar bjuggu þau sér glæsilegt heimili. Fyrir fjórum árum greindist Lára með illvígan sjúkdóm. Hún sýndi mikið æðruleysi og barðist af krafti gegn þessum vágesti og var aðdáun- arvert að fylgjast með henni í þeirri ei-fiðu baráttu. En að lokum var ekki við neitt ráðið. Eftir að ljóst var hvert stefndi var Lára eins mikið heima hjá fjölskyldunni og unnt var og það var henni mikils virði. Þegar ég heimsótti Láru Ki-istínu í síðasta sinn, fyrir stuttu, var hún að spjalla um jólaundirbúninginn og var að gera jólakortin. Það var þessi kraft- ur sem einkenndi Láru. Þrátt fyrir að vera orðin mjög veik gat hún gef- ið fólkinu í kringum sig kraft með sinni bjartsýni og sínu einstaka raunsæi. Elsku Frímann, Nonni, Fanney og Erna, ég vona að þessi kraftur veiti ykkur styi’k í ykkar miklu sorg. Blessuð sé minning Láru Kristín- ar. Bjarni Kristófersson. Elsku Lára. Það voru hörmuleg tíðindi sem okkur bárust 6. des. sl. um að þú hefðir látist kvöldinu áður. Það er sárt að þurfa að kveðja þig langt um aldur fram. Margar góðar minningar um þig koma upp í hug- ann á svona stundu. Nú þegar hetju- legri baráttu þinni við erfiðan sjúk- dóm er lokið langar okkur fjölskyld- una að kveðja þig, kæra vina, með þessu ljóði og um leið þökkum við þér fyrir yndislegar samverustund- ir. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjöri útfararstjóri Útfararstofa íslands SuðurhUð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ © ÚTFARARÞJÓNUSTAN Stofnað 1990 Persónuleg þjónusta Sími: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is utfarir@itn.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson útfararstjóri útfararstjóri Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guð blessi minningu þína. Elsku Frímann, Jón, Fanney, Erna litla og aðrir ástvinir, missir ykkar er mikill. Guð gefi ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Inga, Guðmundur og börn. Elsku Lára. Nú þegar hetjulegri baráttu þinni við erfiðan sjúkdóm er lokið, langar okkur að kveðja þig með þessu ljóði. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðarviðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. * Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku Frímann, Nonni, Fanney, Erna og aðrir ástvinir, megi guð gefa okkur styrk á þessum erfiðu tímum. Minningin um góða konu, sem sýndi ótrúlegan dugnað í veik- indum sínum, mun lifa áfram í hjört- um okkar. Hvíl í friði. Elísabet og Magnús. Vinningaskrá 29. útdráttur 10. desember 1998. íbúðarvinningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaidur) 6157 Ferðavinningur Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 30311 39891 48858 75229 | Ferðavinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 1876 8254 22888 38056 65944 73664 3272 17424 37151 50556 72373 77987 Húsbúnaðarvinningur Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) 1494 7643 18133 31088 38825 47983 58952 70841 2721 9381 18659 31579 39604 48477 59974 71817 2952 10042 19288 32129 41496 49810 60000 72599 3335 11017 23550 33536 43469 50546 60080 73383 3574 11457 24487 33549 43499 51481 60172 75242 3646 11773 24636 34685 44618 52111 61133 75260 4004 12658 24796 35407 45085 52147 61205 75456 4106 13090 25395 35617 46028 53506 63817 76667 4344 13163 27397 36083 46261 54999 65797 77805 6040 14688 27811 36206 46409 56054 68210 6675 16072 28531 37595 46679 57423 68711 7290 16459 29477 37667 47230 57544 69684 7583 17884 30541 38618 47685 57971 70372 Húsbúnaðarvinningur Kr. 5.000 Kr. 10.000 (tvöfaldur) 8 8753 18433 28668 42887 50918 63311 70419 169 8998 18637 28688 43062 50951 63856 70654 173 9075 18645 28953 43211 51131 64145 70738 624 9089 18989 29328 43301 51387 64199 70768 661 9117 19189 29370 43455 51740 64228 70810 690 9380 19293 29539 43683 51788 64474 70962 1298 9442 19472 29853 43958 51976 64562 71101 1385 9450 19837 30304 44052 51998 64596 71435 1630 9545 20202 30996 44099 52067 64695 71458 1915 9574 20228 31007 44186 52293 64745 71609 1927 9875 20370 31208 44605 53088 65064 72084 2176 10148 20718 31428 45010 53607 65337 72097 2198 11087 21393 31522 45044 54196 65412 72176 2203 11294 21579 31674 45078 54200 65446 72460 2247 11324 22427 31772 45244 54796 65573 72800 2337 11987 22797 31778 45404 54919 65637 73172 2747 12130 22895 31824 45528 54949 65657 73198 2769 12300 22899 32281 45736 54957 65700 73272 2775 12555 22998 32299 45898 54985 65764 73449 2790 13943 23258 32885 46696 55157 66160 73586 2827 14195 23489 34358 46963 55282 66289 73884 3196 14231 24115 34596 46995 55345 66305 73921 3366 14389 24179 34695 47335 55583 66480 74041 3501 14601 24205 36168 47517 55764 66582 74429 3621 14612 24207 36304 47656 56767 66659 74761 3654 14619 24550 36325 48402 56786 66955 74764 3665 14622 24555 36663 48417 56964 67140 74822 4126 14635 24668 36781 48527 56993 67181 75391 4128 14882 24723 37163 48534 57109 67421 75533 4163 15109 24828 37191 48611 57282 67496 75583 4348 15130 25032 37758 48650 57752 67503 76117 4353 15375 25085 37823 49148 57813 67533 76214 4674 15667 25148 38005 49152 57996 67677 76315 4754 15717 25482 38187 49181 58710 67729 76353 4962 15724 25532 38272 49217 58718 68145 76663 5003 15836 25617 38372 49283 58824 68200 76691 5298 15893 25915 38453 49415 58893 68334 76867 5301 15906 25948 38464 49440 59049 68406 76960 5957 16059 25951 38700 49594 59447 68499 77096 6565 16067 25963 40054 49597 59548 68778 77126 6934 16116 26346 40351 49620 59782 69120 77585 6970 16311 27027 40497 49662 59865 69472 77871 6976 17233 27316 40995 49687 59943 69495 77916 7174 17253 27690 41879 50016 61050 69603 78411 7422 17536 27846 41885 50050 61384 69707 78579 7886 17559 27934 42183 50271 61423 69978 78779 7956 18051 28005 42322 50361 61593 70134 78918 8246 18061 28434 42469 50651 62442 70171 79042 8434 18150 28518 42558 50793 62581 70182 79458 8449 18157 28651 42872 50904 63102 70192 79692 Næstu útdrættir fara fram 17. 24. & 31.des 1998 Heimasíða á Interneti: Http://www.itn.is/das/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.