Morgunblaðið - 11.12.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.12.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998 39 Nýjar bækur • EYJA í ljósvakanum er ljóða- bók eftir Baldur Oskarsson. Baldur hefur sent frá sér á ann- an tug bóka og hafa ljóð hans verið þýdd á fjölmarg- ar þjóðtungur. Að sögn höf- undar sækir hann nafn bók- arinnar í heims- myndalíkingu Platons. M.a. segir Baldur í viðtali við Morg- unblaðið: „Eg hef ághuga á trúarbragða- _ sögu, en aðeins sem leikmaður. Eg hef alltaf gætt þess að taka ekki tilfinningalega afstöðu til einstakra trúarbragða, hedur nálgast þau á fræðilegu sviði. Einnig hef ég tals- vert mikinn áhuga á stjörnufræði og myndlist. Utgefandi er Bjartur. Bókin er 70 bls., prentuð íprentsmiðjunni Gutenberg, Bókfell annaðist bók- band. Kápugerð er eftir Snæ- björn Arngrímsson. Verð 1.680 kr. • TINNABÆKURNAR Vindlar Faraós og Svaðilför í Surtsey eru endurútgefnar. Fyrri bókin gerist að hluta í Eg- yptalandi en mest austur i Ind- landi, þar sem hin unga hetja glím- ir við eiturlyfjabaróninn Rassópú- los. Seinni bókin gerist á eyju við Skotland, þar sem seðlafalsarar hafa aðsetur í Surtsey. Höfundurinn, Hérge, samdi 24 Tinnabækur sem allar hafa komið út á íslensku. Utgefandi er Fjölvi. Baldur Oskarsson LISTIR s Annað Island Gullöld Vestur- / Islendinga í máli og myndum ANNAÐ ísland eftir Guðjón Arn- grímsson er sjálfstætt framhald bókarinnar Nýja fsland, sem kom út fyrir síðustu jól. Bókin er 373 bls. og öll hin vandaðasta. Marg- ar Ijósmyndir eru í bókinni. Það er fróðlegt að kynnast betur sögu Vestur-íslendinga, eftir að þeir höfðu komið sér fyrir í nýjum heimkynnum. _ Sagan er rakin í fimm köflum: Á sléttunni; þar segir frá því hvernig íslensku vesturfararnir koma sér fyrir og koma undir sig fótunum. Feðratrúin; er rekur flóknar og sérkennilegar trúar- deilur íslendinganna vestan hafs. Móðurmálið; hvernig íslenskan samlagast enskunni smám sam- an, einnig er þar t.d. sagt frá Klettafjallaskáldinu Stephani G. Stephanseni, eða Stefáni Guð- mundssyni, eins og hann hét áður en hann fór yfir hafið. Horft heim heitir fjórði kafli sögunnar, þar segir frá venslum og tengsl- um íslendinga hér á landi og vestan hafs og ýmsum framfara- málum hér á landi, sem ef til vill má rekja til betur upplýstrar þjóðar í Kanada og Bandaríkjun- um. Hún Kanada móðir vor; er síðasti kafli bókarinnar. Fyrri heimsstyrjöldin er í algleymingi og blóð íslenskra hermanna á vígvöllum styrjaldar, búsettra vestan hafs, ræður miklu um eld- skírn nýrrar þjóðar; Vestur-ís- lendinga. Ytarlegur eftirmáli og skrár fylgja sögunni, sem rakin er í máli og myndum. Guðjón Arngríms- son sagði aðspurður að síðasti áratugur- inn hefði farið í að vinna bækurnar um Islendingana í Vest- urheimi og grúska í alls kyns heimildum. Hvernig kom það til að þú fórst að vinna að sögu vestur- faranna? „Það var einhvers konar uppgötvun, mér fannst ég, sem starfandi blaðamað- ur, sjá þarna forvitnilegt efni, heilan heim, sem skipti verulegu máli fyrir Islendinga, en enginn hafði haft fyrir að opna eða fjalla um hér á Islandi. Það höfðu að vísu verið skrifaðar um þetta efni vestur-íslenskar bækur fyrri hluta aldarinnar. Fjórðungur þjóðarinnar bjó í Vesturheimi á þessum tíma, sum- ir urðu strax Kanadamenn, en það sem ég skoða aðallega er sú hliðin af sögunni sem snýr að fs- landi. Sumir voru meiri Islend- ingar í sér en Ameríkumenn. Ef maður skoðar sig um í Winnipeg á fyrstu áratugum ald- arinnar sér maður alls konar starfsemi og félagslíf, en um 10-20 árum síðar, þegar Þjóð- ræknisfélagið hefur starfsemi sína horfir þetta allt öðruvísi við. Þá er þetta allt komið í einn farveg, sumir halda því fram að Kanada hafi ekki verið til sem þjóð fyrr en fyrri heims- styrjöldin skellur á.“ Var eitthvað sér- stakt sem vakti furðu þína eða kom þér á óvart við söguna ? „Já, ég er svo gátt- aður á því að hafa aldrei heyrt þessa miklu sögu fyrr. Ég er að reyna að opna umræðuna um þetta skeið í lífi þjóðarinnar. Það kemur manni líka verulega á óvart hvað trúin virðist hafa skipt miklu máli. Þegar Islendingarnir koma inn á svæði, þar sem allt var í gangi, ef að svo má segja. Þá verður trúin þeirra haldreipi og móðurmálið sem messað var á í upphafi þar vestra. Hefur þú sagt skilið við sögu Vestur-Islendinga að sinni? „Já, ég held það. Ég er reynd- ar að gera heimildarmynd fyrir sjónvarp, en þetta verða ekki fleiri bækur.“ Guðjón sagði að það væri búið að þýða fyrri bókina, Nýja ís- land, á ensku og stæði til að bæk- urnar tvær kæmu þá út á einni bók. Höfundur sagðist hafa verið lengur að vinna að fræðslumynd- inni en bókunum, en það væri önnur saga. Það verður áhugavert að fylgj- ast með framgangi þeirra mála. réfin sem bárust hingað til lands skiptu hundruðum þús- unda og fóru um allt land, á nánast alla bæi, ef ekki beint, þá í gegnum einn miÚilið eða tvo. Ahrif þeirra hljóta að hafa verið gríðarleg, ekki síst þegar við bætist talsverð opin- ber umræða um Vestm-heim í fjöl- miðlum og á fundum. Með þeim fékk íslensk alþýða upplýsingar um umheiminn fi-á fýrstu hendi - ekki fréttir um kóngafólk og stríð úr blöðum, heldur frásagnii- af því hvers konar hversdagslífi menn lifðu úti í heimi. Bréfin hljóta að hafa vakið ótal spurningar á Is- landi. Af hverju þurftu menn endi- lega að fara til Ameríku tO að gera það sem þeir voru að gera? Hvers vegna gátu íslendingar ekki beitt nýjum vinnubrögðum í striti hversdagsins eins og menn gerðu í Ameríku? Hvers vegna fengu konur á ís- landi ekki mannsæmandi kaup eins og í Ameríku? Hvers vegna gátu menn ekki stofnað fyrirtæki hér eins og þar og farið að græða peninga? Af hverju voru Islend- ingar fyrir vestan svona frjálsir, en svona ófrjálsir hér heima? Ur Annað Island Guðjón Arngrímsson Saga Húsavíkur II bindi komið út Húsavík. Morgunblaðið. SAGA Húsavíkur II bindi er skráð af Birni H. Jónssyni, fyrrv. sóknarpresti og Sæmundi Rögn- valdssyni sagnfræðingi. Fyrsta bindi kom út 1981 og voru aðalhöfundar þá Karl heit- inn Kristjánsson og Sæmundur Rögnvaldsson. I þeirri bók er þess getið að væntanlegt sé áður en langt um líði seinna bindi af sögu staðarins. En efnið reyndist hins vegar miklu meira en svo að það kæmist í eitt bindi og jafn- framt varð það skýrara eftir því sem túninn leið að fylla þyrfti það tímabil sem liðið hafði frá fyrri viðmiðun, það er ársins 1972. Það kom svo í hlut Sæmundar að taka upp þráðinn frá Birni um 1990 og var gerður samning- ur við hann að taka við verkinu, rita um þann tíma sem við hafði bæst, samræma texta og vinna heimildaskrá. Heildarumfang þessa verks er nú að skýrast og ljóst er að bind- in verða fjögur eða fimm. Sagan er kaflaskipt og hver kafli rakinn frá upphafi til enda, en atburðarás sögunnar ekki rakin eftir ártölum. Morgunblaðið/Silli RITSTJÓRARNIR aflienda bæjarstjóra Húsavíkur fyrsta eintakið. Að baki þeim er sögunefnd Húsavíkur, sem ritstýrði verkinu. í bindi því sem nú er nýútkom- ið er fjallað um staðhætti, ítar- legur kafli er um höfnina og upphaf hafnargerðar og þróun til dagsins í dag. Langur kafli er um ýmsar stofnanir Húsavíkur- bæjar, s.s. rafveitu, hitaveitu, orkuveitu, sjúkrahús, heilsu- gæslu, dvalarheimili aldraðra, slökkviliðið og lögreglu. Þá er kafli um fræðsluskyldu og fræðslustarfsemi og skólana sem orðið hafa til í túnans rás. Sérstakur kafli er um fjölbreytt tónlistarlíf Húsvíkinga frá önd- verðu. Loks er svo kafli um Safnahúsið og starfsemi þess og þróun. Bókaverslun Þórarins Stefáns- sonar sér um dreifingu sögunnar og verður hún komin í bókabúðir fljótlega. Ekki mér að kenna! R/EKUR Barnabók DAGBÓK DRÁPSKATTAR Höfundur: Anne Fine. Myndir: Steve Cox. Þýðing: Árni Árnason. Prentun: Viðey ehf. Bókband: Flatey hf. Útgef- andi: Æskan 1998. 60 síður. GLEÐIN svall í brjósti mér, er eg las þetta kver. Stíll höfundar er svo léttur, fyndinn, að jaftivel kattarkvik- indi vai'ð mér kært, þurrkaði burt óvildina, sem urðai'kettir æskuslóðai' höfðu greypt í huga mér, við þetta furðuhnoð skaparans. Hér segir frá Brúski, ketti Ellu litlu. Þetta er ekki nein venjuleg kisa, nei, nei, þetta er mjög eftirtektarvert dýi', það heldui- meira að segja dag- bók. I henni kemur fí'am, að foreldrar Ellu ætla sér að þröngva siðferðis- mati sínu í kollinn á ketti, heimta að hann noti það sem forskrift! Víst hefði lífíð orðið þeim léttara, hefði það tekizt. Fugl hefði kannske lifað ögn lengur, - líka mús, skaðræðiskvikindi, stór og bústin, sem réðust á Brúsk, eða svona nærri því, eg meina ætluðu sér það. Nú, svo hefði fjölskyldan losnað við allt umstangið vegna Hlunks, kanínuræfils er dauður lá á gólfi hússins einn morgun. Tilburðir þeirra við að þrífa kanínuna, koma henni fyrir í kofa sínum, - í garði grannans, kalla fi-am hlátur meir en eins kvölds. Það geinr líka undrunin, er þeir heyra, að grannarnir hafi fundið upprisna kanínu, svona dæma- laust fína, einn morguninn. Það telst vart til tíðinda, að dýralæknh-inn biðst undan því að hafa Brúsk á skrá meðal sjúklinga sinna, telur sig hrein- lega ekld hafa efni á slíku! Bókin gi'einh’ aðeins frá einni viku í lífi kattai'-skammarinnar. Það er lík- lega nægur skammtur af hlátri fyrir flesta lesendm', þið munið þrengslin á sjúkrahúsum. Þýðing afbragðsgóð, logandi glað- leg, og málfai' í bezta lagi. Myndir bókaiprýði. Þökk. Sig. Haukur Unaðsstundir hversdagslífsins BÆKUR Ljóð og Laust mál UNDIR DAGMÁLALÁG Höf. Anna María Þórisdóttir. 87 bls. Prentun: Stcindórsprent - Gutenberg. ÞETTA eru endunninningai' frá því er Anna María var barn og ung- lingur norður á Húsavík. Þoipið var lítið og friðsælt. Veðr- áttan var eins og hún hefur best gerst á öld- inni. Þorpsbúar voru í náinni snertingu við sveitimar í kring. Kyirð og öryggi ríkti allt um kring. Og litla stúlkan naut lífsins á heilnæman hátt í fullri sátt við fjöl- skyldu, vini og ná- granna. Það er þessi stemmn- ing sem Anna María endurvekur í stuttum, gagnorðum og afar vel skrifuðum þáttum. Kjörefni hennar eru smáformin. Aðal hennar er að segja mikið í stuttu máli - án þess þó að vera beinlínis stuttorð. Smáatvikin í daglega lífinu verða henni drýgst til frásagnar. Að lesa þessa þætti henn- ai'? Ætli það sé ekki líkast því að fletta myndaalbúmi frá bemskutíð. Bókinni skiptir Anna María í tvo hluta: Bemskumyndir sem er skemmtilegri og Æskumyndir sem er talsvert skemmri. Anna Maiía kann þá list að blása lífi í liðinn tíma. Söguhetjur sínar þar með. Ef vel er að gáð má nema fínu drættina í svipmóti fólksins, gleði barnsins yfir einum súkkulaðibolla með mjallahvítum rjómatoppi, vanda lítillar stúlku sem ætíar í berjamó en verðui' fyrst að klofa yfir stóreflis girðingu, sendiferð í Söludeild, en svo hét kaupfélagsbúðin á Húsavík, ofur- kapp það sem þær stöllur lögðu á að fylgjast með nýjustu dægurlögunum; en textana urðu þær jafnfram að læra; og þannig mætti lengi telja. Vanda þann að lýsa svo ofurhvers- dagslegum og tíðast smávægilegum atvikum að úr verði hugnæmur og skemmtilegur texti leysir Anna María sem sagt prýðilega af hendi. Fyrstu bemskumyndir hennar eru frá síðari hluta fjórða áratugarins sem oftast er minnst vegna kreppunnar. En sú mynd er einhliða. Þrátt fyrir allt var mikil gróska í þjóðlífinu á þeim árum. Vegir voru lagðir. Rútuöld hófst. Litlu stúlkunni á Húsa- vík óx ekki í augum að komast í skyndi langt fram í sveit. Dægurlögin heyrði hún í útvarpinu. Mörg lögin og textarnir voru samin af lista- mönnum þeim sem hæst bar með þjóðinni um þær mundir. Og bernskuárin líða. Þai' til einn góðan veð- urdag að skyndileg röskun verðm- á högum litlu stúlkunnar. Veik- indi kveðja dyra. Henni er um sinn meinað að taka þátt í lífinu. »Ég horfði á sumarið líða hjá.«« Og ekki orð um það meir. I bók þessari eru lausamálstextar, mest. Inni á milli eru fáein Ijóð. Þau miða til hins sama og breyta ekki heildarmynd bókarinnar þar sem lausamálsþættirnir eru ekki síður ljóðrænii'. Minnisstæðast Ijóðanna mun sennilega vera Fimm stúlkur sem Anna María yrkh' eftir jafn- margar löngu látnar vinstúlkur. «... og alltaf fækkai' þeim sem muna ykkur,« segir þai'. Þannig líður tím- inn. Undir Dagmálalág er hljóðlát og notaleg bók. Kápumyndin, þorpið hennai' Önnu Maríu á friðsælum góð- viðrisdegi, er eins og tilsniðinn rammi utan um textann. Erlendur Jónsson Anna María Þórisdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.