Morgunblaðið - 11.12.1998, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 11.12.1998, Blaðsíða 70
70 FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ sbm er eína 'Aspe&AN ívi' AÐ ÉS HÆTTl AÞéTA Ljóska Ferdinand Smáfólk M0M,A COUPLE OF 0065 JU5T WALKEP BV..THEY ALM05T L00KEP LIKETHEV' COULP BE 5PIKE'5 BROTHERS.. 3f NO, THEV 5EEMEPT0 0E 60IN6 50MEPLACE Mamma, tveir hundar voru að ganga hér framhjá, þeir litu nærri því út fyrir að vera bræður Sáms. Nei, þeir virtust vera að fara eitthvert. Af hvcrju skyldi þessi stelpa hafa verið að horfa á okkur? Líklega til að dást að okkur. BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Safn hinna ágæt- ustu erfðastofna Frá Porsteini Guðjónssyni: ÞÓ AÐ ég leyfi mér að setja mér þessa fyrirsögn, væri réttara að segja „hið ágætasta safn“, því það eru ekki erfðastofnarnir hver út af fyrir sig, sem hafa ágæti fram yfir aðra, heldur sá samleikm- þeirra, sem leiðir lífmyndimar fram á leik- völj tilvemnnar. I nýlegri grein eftir amerískan fræðimann um svefn, drauma og dauða, las ég þessi orð um manns- hugann: „Hugurinn er byggður upp af líf- fræðilegum, ættemislegum og per- sónulegum minningum" (Dr. Brian Regan). Eg hef reyndar séð eitt- hvað í þessa átt í líffræðiskrifum undanfarin ár, en þarna kom það, sem mig vantaði, fram í heild og á einfaldan hátt. Það mun ekki þurfa að taka fram við þá sem þekkingu hafa til að bera, að „minningar" annars vegar og „samleikur erfða- stofna" (stórra sameinda) em ekki hugtök sem úthýsa hvort öðra, heldur hið gagnstæða. Islenskur heimspekingur, eigin- legur en ekki „útskrifaður", sem ég var nákunnugur, hélt því fram við mig að „vitundin væri byggð upp líkt og lífið“ og gilti þetta jafnt um hið sálræna og hið líffræðilega (lík- amlega). Ættminni nefndi hann einu nafni þennan afrakstur lífs- þróunarinnar sem birtist í hinum mörgu myndum lífsins: hver ný- fædd eða nýlega tilorðin vera í því mikla safni hefur til að bera ætt- minni frá formæðmm og forfeðr- um, en byrjar jafnskjótt að bæta við æviminningum. Ævi manns er þá ekki annað en sérútgáfa úr sögusafni, sem allar heimildir geymir. Niðurstaðan er, eins og virtir fræðimenn segja nú, á gmnni nýj- ustu rannsókna: „líffræðilegar, ætternislegar og persónulegar minningar". Það sem áður var sett fram á heimspekilegan hátt, af innsæi, er nú að fá staðfestingu í viðurkennd- um vísindum. Þetta þýðir ekki að „hver sem er“ geti upphugsað þýð- ingarmikil sannindi, heldur hitt, að til em eða til hafa verið menn, sem megnuðu slíkt. „Deilur koma af takmörkuðum skilningi og venjulega út af smá- munum í fyrstu,“ var eitt af kjam- yrðum þessa sama íslenska heim- spekings, sem látinn er fyrir fáum ámm. Eg býst við, að margir vilji heldur halda áfram að DEILA, með miklum tilþrifum, en að taka góðri ábendingu í sambandi við gagnagmnnsmál. Það sakar reynd- ar aldrei að segja sannleikann, þó svo að fæstir vilji heyra hann. Deil- urnar um gagnagrunninn hafa orð- ið svo hatrammar vegna þess, að menn hafa, samfara gildum rök- færslum sínum, haft einhverja djúpa tilfinningu þess að málið sé afar mikilvægt. Það er auðvelt að skilja hvaða hugsun það er, sem frá æðri líf- stöðvum er verið að reyna að vekja hjá Islendingum. Það er skilning- urinn á því að gagnasafn og erfða- stofnabanki Islendinga era til vitn- is um efniviðinn í framfarahæfustu þjóð veraldar. Þessa, sem átti að verða, en varð ekki. Og er þó ekki með öllu úrhættis enn, því að furðulega margt óvænt er að ger- ast einmitt núna þessi misserin. ÞORSTEINN GUÐJÓNSSON, Rauðalæk 14, Reykjavík. Að byggja land Frá Þoi-valdi Gylfasyni: í BREFI til blaðsins 29. nóvember finnur Þorsteinn Guðjónsson að því, að ég hafi fellt út lofsamleg ummæli Halldórs Laxness um heimspeki Helga Pjeturss í 3. þætti sjónvarpsmyndarinnar Að byggja land. Þetta er rétt, svo langt sem það nær, en hitt er ekki rétt, að ég hafi fellt út ummælin um Helga Pjeturss einan, eins og Þorsteinn segir í bréfi sínu, því að ég felldi einnig út ummæli Halldórs um Einar Jónsson myndhöggvara og Asgrím Jónsson listmálara, eins og fram gengur af tilvitnun Þorsteins sjálfs í texta Halldórs. Ástæðan til niðurfellingarinnar er sú ein, að sjónvarp er svo knappur miðill, að þar þarf að fella út ýmislegt, eftir því sem hægt er. í þeim texta, sem hér er um að tefla, vakti það fyrir mér að lýsa velþóknun Halldórs Laxness á virkjun fossa, ljóðum Einars Benediktssonar, myndum Kjarvals og tónverkum Jóns Leifs, enda höfðu Kjarval og Jón Leifs báðir komið við sögu í 2. þætti myndarinnar um Einar Benedikts- son. Einar Jónsson hafði reyndar komið við sögu í 1. þættinum um Jón Sigurðsson, en ég felldi um- sögn Halldórs um hann eigi að síð- ur út. Ásgrímur Jónsson og Helgi Pjeturss komu hvergi við sögu í þáttunum, svo að ummælum Hall- dórs um þá var einnig sleppt. Þeir, sem hafa hug á samhengi tilvísananna í orð Jóns Sigurðsson- ar, Einars Benediktssonar og Hall- dórs Laxness í þáttunum þrem, hafa e.t.v. einnig hug á því, að Há- skólaútgáfan mun gefa þættina þrjá út á næstu dögum, Að byggja land, bók og band, og dreifa þeim í bókabúðir. I bókinni, sem hægt er fá með myndbandinu eða án þess, er að finna nákvæmar tilvísanir neðan máls, svo að lesandinn getur þá gengið að samhengi einstakra ummæla, sem höfð em eftir sögu- hetjunum í þáttunum þrem. ÞORVALDUR GYLFASON, Melhaga 14, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunbiaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að iútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.