Morgunblaðið - 11.12.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.12.1998, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR : ' ' r?n ^ # ífi í. W] r - 1 Morgunblaðið/Golli Hlýindi á bókavertíð Á þriðja tug teknir við Gullinbrú Á 142 km hraða við Akureyri ÖKUMAÐUR var stöðvaður á 142 km hraða fyrir utan Akur- eyri í gær við aðstæður sem að sögn lögreglu gáfu ekki tilefni til harðaksturs, en ísing mynd- aðist síðdegis eftir úrkomu yfir daginn. Og í Reykjavík stöðvaði lögreglan á þriðja tug öku- manna fyrir of hraðan akstur við Gullinbrú. Leyfilegur hámarkshraði þar sem ökumaðurinn utan við Akureyri var stöðvaður er 90 km og munaði ekki miklu að hægt væri að svipta hann öku- leyfi á staðnum samkvæmt nýju reglunum. Að auki voru átta aðrir ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur á Akureyri og sagði lögreglan að þetta akst- urslag kæmi verulega á óvart í skammdeginu. Vinnuflokkar að störfum I Reykjavík stöðvaði lögregl- an á þriðja tug ökumanna í Grafarvogi við Gullinbrú sem óku á 80-93 km hraða þrátt fyr- ir merkingar um að draga bæri úr hraða. Vinnuflokkar eru að störfum við brúna og hafa borist kvartanir vegna hrað- aksturs. BÓKAVERTÍÐIN nálgast senn hámark og má segja að hlýindi og rigningar hafí einkennt ver- tíðina það sem af er, að minnsta kosti sunnanlands. Það truflar þó ekki endilega eftirspurnina. FRAMKVÆMDUM við Búrfells- línu 3A er lokið. Kostnaður við iagn- ingu hennar var áætlaður um 2,6 milljarðar króna en endanlegur kostnaður varð 2,4 milljarðar króna. Línan liggur frá nýju tengivirki við Búrfellsstöð, um 94 km leið vest- ur fyrir Lyklafell á Mosfellsheiði. Þar tengist hún Búrfellslínu 3B sem lögð var fyrir nokkrum árum og liggur að tengivirki við Hamranes skammt sunnan Hafnarfjarðar. Næsta haust verður línan tengd Sultartangavirkjun með viðbótar- línu frá tengivirkinu við Búrfells- stöð. Lagning Búrfellsllnu 3A hófst með slóðagerð í ágúst 1997 og í kjöl- farið voru gerðar undirstöður fyrir línumöstrin. Efni í línuna fór að berast í júlí sl. og fyrsta mastrið var reist snemma í ágúst. Það verk ann- aðist rússneska fyrirtækið Technopromexport. Strenging leið- Hvar sem menn fara eru þeir minntir á gagnsemi og skemmtan bókarinnar sjálfum sér til ánægju eða til að gleðja aðra. Vissara er nú samt að glugga örlítið í efnið áður en kaup eru afráðin. ai-a hófst mánuði síðar. Tenging lín- unnar við raforkukerfí Landsvirkj- unar er nú lokið og var línan spennusett í gær. Verður hún tekin í rekstur á morgun. Byggð fyrir 400 kílóvolta spennu í frétt frá Landsvirkjun segir að Búrfellslína 3A treysti öryggi raf- orkukerfisins samfara auknum flutningi á raforku vegna nýlegrar stækkunar Búrfellsstöðvar um 60 megawött og byggingar Sultar- tangavirkjunar. Búrfellslína 3A er á 253 stálmöstrum. Hún verður í fyrstu rekin á 220 kílóvolta spennu eins og aðrar stærri háspennulínur Lands- virkjunar. Línan er hins vegar byggð fyrir 400 kílóvolta spennu og þegar að því kemur að línan verður rekin á þeirri spennu þrefaldast flutningsgeta hennar. Búrfellslína 3A tekin í notkun Mikill meiri- hluti andvígur MANNVERND, samtök um persónufrelsi og vísindafrelsi, hefur unnið könn- un á afstöðu álitsgjafa vegna gagnagrunnsfrumvarpsins til heilbrigðisnefnd- ar Alþingis. Félagsmenn fóru yfir þau álit sem nefíidinni hafa borist og flokk- uðu þau eftir efnisþáttum. Niðurstöðumar em kynntar á meðfylgjandi mynd. Yfirlit yfir afstöðu álitsgjafa um gagnagrunnsfrumvarpið til Heilbrigðisnefndar Alþingis Samantekt unnin af Mannvernd, samtökum um persónu- og vísindafrelsi Afstaða álitsgjafa: Andvígur, neikvæður Afstaða 1 Samþvkkur, ekki Ijós 1 jákvæður Afstaða til meðhöndlunar frumvarps á nokkrum málaflokkum: Alitsgjafar: Frum- miðlægur Hlutfallsleg skipting: I 67% ■ I 73% ■.( 63a«! Sfl% 1 |U. M Álitsgjafar tengdir ísienskri erfðagreiningu / álitsgerðir greiddar af ÍE: Hákon Guðbjartsson Högni Óskarsson sgsœis ssmm ssmem MasaiMsa fWH—WW' Jón L Arnalds ■ Jón Steinar Gunnlaugsson HSKIBS Lagastofnun HÍ (DÞB, OMA, VMM) ' HHH Stefnumarkandi álit EFTA-dómstólsins EFTA-ríkin skaðabóta- skyld ef tilskipanir eru ekki rettilega lögleiddar í RÁÐGEFANDI áliti frá EFTA- dómstólnum, sem gert var opinbert í gær, segir að aðilum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið beri skylda til að sjá til þess að það tjón fáist bætt sem einstaklingur verður fyrir vegna þess að landsréttur er ekki réttilega lagaður að ákvæðum tilskipunar sem er hluti EES-samn- ingsins. Álitið var gefíð að beiðni Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu Erla María Sveinbjörnsdóttir gegn íslenska ríkinu. Málavextir voru þeir að Erla höfðaði mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og krafðist greiðslu ógi'eiddrar iaunakröfu úr Ábyrgð- arsjóði launa, en fyrirtækið sem hún starfaði hjá hafði orðið gjald- þrota. Kröfu hennar hafði verið hafnað af ábyrgðarsjóðnum vegna ákvæða laga sem útiloka systkini hluthafa í hinu gjaldþrota fyrirtæki frá greiðslum úr sjóðnum. Taldi Erla slíkt óheimilt samkvæmt til- skipun ráðsins 80/987/EBE og höfð- aði skaðabótamál á hendur ríkinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Undanþágan ekki nógu rúm Héraðsdómur Reykjavíkur beindi í fyrsta lagi þeirri spurningu til EFTA-dómstólsins hvernig ætti að skýra umrædda tilskipun. Svaraði EFTA-dómstóllinn því þannig að það væri andstætt henni að á Is- landi væru í gildi lagaákvæði sem leiddu til þess að ekki fengist greiðsla úr ábyrgðarsjóði launa. Samkvæmt 24. tl. XVIII. viðauka við EES-samninginn undanþá Is- land meðal annai's stjórnarmenn fé- lags, þá sem áttu 5% eða meira af fjármagni félagsins, framkvæmda- stjóra þess og ættingja slíkra aðila í beinan legg (direct relative) vernd tilskipunarinnar. Taldi dómstóllinn að skilja mætti orðalagið „direct relative" svo að það næði til systk- ina. Hins vegar væri í íslensku út- gáfunni talað um ættingja í beinan legg sem vísaði skýrlega til þröngs hóps ættingja upp á við og niður á við, en ekki til systkina. ísland hefði því ekki óskað eftir nægilega rúmri undanþágu til að ná yfir sérákvæði íslenskra laga. Francovich-fordæmið Síðari spurningin laut að því hvort það varðaði íslenska ríkið skaða- bótaábyrgð gagnvart launþeganum að hafa ekki, samfara aðild að EES, breytt landslögum í samræmj við til- skipunina. Ríkisstjómir fslands, Noregs og Svíþjóðar héldu því fram frammi fyrir EFTA-dómstólnum að EES-samningurinn skyldaði EFTA- ríkin ekki til að bæta tjón sem ein- staklingar verða fyrir vegna þess að landsréttur er ekki réttilega lagaður að samningnum. Var sú afstaða studd með því að hvorki EES-samn- ingurinn né Rómarsamningurinn geymdu ákvæði sem mæltu fyrir um skaðabótaábyrgð ríkisins. I EB-rétti hefði meginreglunni um skaðabótaá- byrgð ríkja verið komið á fót í dóm- um dómstóls EB, einkum í svoköll- uðu Francovich-máli frá 1991. Þar sem dómaframkvæmd þessi byggð- ist að miklu leyti á sérstökum ein- kennum á réttarkerfí bandalagsins, sem ekki væri fyrir að fara í rétti efnahagssvæðisins (EES-rétti), ætti hún ekki við um EES-samninginn. Til dæmis væri ekki gert ráð fyrir framsali löggjafarvalds eða beinum réttaráhrifum og forgangi ákvæða EES-samningsins gagnvart lands- rétti. Ekki venjulegur þjóðréttarsamningur Dómstóllinn segir í niðurstöðu sinni að EES-samningurinn sé þjóðréttarsamningur sem sé sér- staks eðlis (sui generis) og sem feli í sér sérstakt og sjálfstætt réttar- kerfí. EES-samningurinn komi ekki á fót tollabandalagi heldur þróuðu fríverslunarsvæði. Samruni sá sem EES-samningurinn mæli fyrir um gangi ekki eins langt og sé ekki eins víðfeðmur eins og samruni sá sem Rómarsamningurinn stefni að. Hins vegar gangi markmið EES-samn- ingsins lengra og gildissvið hans sé víðtækara en venjulegt sé um þjóð- réttarsamninga. Telur dómstóllinn að „markmiðið um einsleitni og það markmið að koma á og tryggja rétt einstaklinga og aðila í atvinnurekstri til jafnræð- is og jafnra tækifæra komi svo skýrt fram í samningnum, að EFTA-ríkjunum, sem aðild eiga að samningnum, hljóti að bera skylda til þess að það tjón fáist bætt sem hlýst af því að landsréttur er ekki réttilega lagaður að tilskipunum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.