Morgunblaðið - 11.12.1998, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Yinnuveitendasambandið gagnrýnir uinmæli framkvæmdastjóra Verðbréfaþings
Spádómar um verðþróun
hefðu getað valdið tjóni
ÞÓRARINN V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri Vinnuveitendasam-
bands Islands, hefur sent stjóm
Verðbréfaþings Islands bréf þar
sem kvartað er yfír því hvernig
framkvæmdastjóri Verðbréfaþings
blandaði sér í umræðu um efna-
hagsleg áhrif dóms Hæstaréttar í
kvótamálinu með spádómum um
það hver yrði líkleg verðþróun á
hlutabréfum í sjávarútvegsfyrir-
tækjum.
I bréfínu segir að sú umræða
sem spannst um efnahagsleg áhrif
dómsins á stöðu sjávarútvegsins,
og þá meðal annars á verðmæti
eignarréttinda í sjávarútvegsfyrir-
tækjum, hafi verið eðlileg. Hins
vegar hafí forsvarsmenn nokkurra
af aðildarfyrirtækjum VSI lýst
áhyggjum vegna ummæla fram-
kvæmdastjóra Verðbréfaþings Is-
lands, því almennt sé sá skilningur
ríkjandi að starfsmenn Verðbréfa-
þingsins eigi ekki að vera áhrifaað-
ilar á verðþróun hlutabréfa með
spádómum um það hvort þau kunni
að lækka eða hækka. Traust at-
vinnulífsins á Verðbréfaþingi sé
mjög undir því komið að þessara
reglna sé gætt, þannig að starfs-
menn þingsins blandi sér ekki inn í
umræðu um verðmyndun eða
hugsanlega verðmyndun á hluta-
bréfum þeirra fyiártækja sem
skráð eru á þinginu.
Hafði örugglega áhrif á
verðþróun hlutabréfa
Þórarinn sagði í samtali við
Morgunblaðið að ummæli fram-
kvæmdastjóra Verðbréfaþingsins
hefðu örugglega haft einhver áhrif
á verðþróun hlutabréfa í sjávarút-
vegsfyrirtækjum, en þau hefðu
hins vegar ekki orðið mikil eða
langvarandi.
„Eg hygg að menn á markaði
gangi út frá því að stjómvöld muni
gera þær ráðstafanir gagnvart lög-
gjöfínni að þetta breyti ekki í
grundvallaratriðum rekstrarfor-
sendum sjávarútvegsins. En það
mátti skilja það af ummælum for-
stöðumanns Verðbréfaþingsins að
það væri miklu meira að vænta,
þannig að þessi ummæli hefðu get-
að bakað mönnum tjón. Það eru
þess vegna mjög eindregin tilmæli
okkar að þess verði gætt að starfs-
menn Verðbréfaþingsins taki ekki
að sér að hafa uppi slíkt mat. Það
er alveg örugglega ekki þeirra
hlutverk," sagði Þórarinn.
Stöðvarfjörður
Rannsaka
meðferð á
rottueitri
LÖGREGLAN á Stöðvarfírði
hefur til rannsóknar meint brot
á reglum um meðferð rottueit-
urs. Málið kom til lögreglu í
gær í kjölfar þess að hundur
drapst en talið er að hann hafí
komist í eitrið.
Lögreglan sagði að ekki hefði
verið rottufaraldur í bænum en
kvikindin hefðu látið sjá sig af
og til eins og annars staðai- ger-
ist. Dreift hefði verið rottueitri
víða um bæinn. Rannsóknin
beinist að því hvort reglur um
meðferð rottueiturs hafi verið
brotnar á þann veg að ekki hafí
verið gengið nógu tryggilega
frá eitrinu þar sem því var
dreift. Efninu hafði m.a. verið
dreift í grjótvarnagarð við höfn-
ina og það borist út úr honum.
P
a
sænskum
kalkúnum
SALA hefst á 4,5 tonnum af
sænskum kalkúnum í verslunum
Nóatúns í dag. Nóatún hefur boðið
til sölu ýmsar innfluttar kjötvörur,
svo sem heila kjúkiinga og
kjúklingabringur frá Svíþjóð,
nautalundir, skinku og beikon frá
Danmörku og er innflutningurinn í
samræmi við GATT-samninginn.
I frétt frá Nóatúni segir að inn-
flutningurinn sé í nánu samstarfi
og undir eftirliti embættis yfír-
dýraiæknis. Nákvæmlega sé farið
eftir öllum skilyrðum er varða
fóðrun á eldistímanum, heilbrigði,
verkun og frágang. Fuglunum hafí
t.a.m. aldrei verið gefið vaxtarauk-
andi lyf á eldistímanum og eru
þeir verkaðir í samræmi við
ströngustu reglur Evrópusam-
bandsins um slátrun og meðferð
alifugla.
Kalkúnarnir verða til sölu meðan
birgðir endast og er verð á hvert
kg 495 kr.
Happdrætti
Háskóla íslands
Fimm milljón-
ir til þriggja
DREGIÐ hefur verið í Happ-
drætti Háskóla Islands og
kom hæsti vinningur á miða
númer 20186. Þrír miðar voru
seldir með númerinu og hlaut
eigandi hvers þeirra fímm
milljónir í sinn hlut.
Miðarnir þrír voru seldir á
Blönduósi, Dalvík og í
Reykjavík. Að auki kom einn-
ar milljónar króna vinningur á
miða seldan í Reykjavík.
Morgunblaðið/Golli
Afskipti ESA eru enn
ekki orðin formleg
Borgin
skreytt
SÍFELLT fleiri skreyta híl)ýli
sín og nánasta umhverfi eftir
þvi' sem nær dregur jólum og
jólaljósin og annað skraut lífgar
óneitanlega upp á höfuðborgina
líkt og annað byggl ból á land-
inu nú í svartasta skammdeg-
inu. Menn þurfa reyndar að
hafa misjafnlega mikið fyrir því
að koma jólaljósunum á sinn
stað og það getur verið vanda-
samt að klæða hávaxinn trjá-
gróður í húsagörðum í hátíðar-
búning.
EFTIRLITSSTOFNUN EFTA,
ESA, hefur ekki fengið staðfest við-
brögð íslenskra stjórnvalda við at-
hugasemdum sem stofnunin gerði
vegna skattaafsláttur vegna kaupa á
hlutabréfum í íslenskum fyrirtækj-
um. Afskipti ESA vegna málsins
teljast ekki vera orðin formleg enn
þar sem einungis var um að ræða
svonefnt „pre-bréf‘ sem stofnunin
sendi ríkisstjórninni.
Talsmaður ESA segir að stofnunin
eigi eftir að fá öll rök málsins í hend-
ur. Beðið sé eftir svari íslenskra
stjórnvalda og ekkert verði aðhafst í
málinu fyrr en það hefur borist.
Tæknileg framvinda þessara mála
er í raun í þremur stigum. Bréf það
sem stjórnvöldum barst frá ESA,
svonefnt „pre-bréf“, er undanfari
formlegs athugasemdabréfs sem sent
er ef stofnunin fellst ekki á rök í
fyrsta svari eða ekkert svar berst.
Venjulegur svarfrestur við „pre-
bréfí“ er einn mánuður en tveggja
mánaða frestur er veittur til að svara
athugasemdabréfi. Telji ESA i'ök
ekki fullnægjandi í svari við athuga-
semdabréfi sendir stofnunin rökstutt
álit sitt og veitir tveggja mánaða frest
til andmæla. Sé því ekki sinnt eða rök
ekki fullnægjandi að mati ESA er
málinu vísað til Evrópudómstólsins.
Sérblöð í dag
Örn Arnarson á
möguleika á EM/C1
•••••••••••••••••••••••••••
Arnór Guðjohnsen
og útihlaupin/C4
; Fylgstu
■ með
S nýjustu
t fréttum
www.mbl.is