Morgunblaðið - 11.12.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.12.1998, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Vísitala neysluverðs lækkar um 0,2% milli mánaða Microsoft í baráttu við RealNetworks Breytingar á vísitölu neysluverðs Mars 1997 = 100 Frá nóv. til des. 1998 01 Maturogóáfengardrykkjarvörur(17,0%) ■ -o,i % D +wwm 0111 Brauð og kornvörur (2,8%) 0117 Grænmeti, kartöfiur o.fl. (1,3%) -4,5% Q i 02 Áfengi og tóbak (3,4%) +0,1% I 03 Föt og skór (6,2%) -1,5%| | 031 Föt (5,1%) r (XI Ly r 2,2% □ 04 Húsnæði, hiti og rafmagn (17,9%) (ii i (i 1 LLI LCl I +0,3% | 042 Reiknuð húsaleiga (8,6%) +0,6% 0 05 Húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. (5,6%) -0,3% | 056 Ýmsar vörur og þjónusta (1,0%) -1,5% | ~1 06 Heilsugæsla (3,2%) 07 Ferðir og flutningar (16,3%) ( ^ +0,2%! -0,5% S 0722 Bensín og olíur (4,0%) u 2,5% m 08 Pósturog sími (1,1 %) ■1,5%BW 09 Tómstundir og menning (13,7%) -0,1 %! 10Menntun(1,0%) 0,0% 11 Hótel og veitingastaðir (5,4%) -0,2% 0 12 Aðrar vörur og þjónusta (9,4%) 0,0% VÍSITALA NEYSLUVERÐS í DES: 103,0 stig -o,2% g Bensín- lækkun hefur áhrif VÍSITALA neysluverðs miðað við verðlag í desemberbyrjun var 183,7 stig og lækkaði um 0,2% frá síðasta mánuði. Vísitala neyslu- verðs án húsnæðis í desember var 186,4 stig og lækkaði um 0,3%. Lækkun vísitölunnar má meðal annars rekja til verðlækkunar á grænmeti og kartöflum um 4,5%, bensíni og olíu um 2,5% og til lækkunar á verði fatnaðar um 2,2%. í frétt frá Hagstofu Islands kemur fram að síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,3% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 0,3%. Undanfama þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,5% sem jafngildir 2,0% verðbólgu á ári. 1,2% að meðaltali í EES-ríkjunum Verðbólgan í EES-ríkjunum frá október 1997 til október 1998, mæld á samræmda vísitölu neyslu- verðs, var 1,2% að meðaltali. I Sví- þjóð mældist minnst verðbólga, 0,1%, en mest mældist verðbólgan í Grikklandi, 4,5%. A sama tímabili var verðbólgan á íslandi 0,2% og í helstu viðskiptalöndum Islendinga 1,2%. í október spáði Seðlabanki ís- lands 1,6% verðbólgu milli áranna 1997 og 1998 en 0,6% frá upphafi til loka árs 1998. Jafnframt spáði Seðlabankinn því að vísitala neysluverðs myndi lækka um 0,3% í nóvember og desember vegna árstíðabundinnar lækkunar á verði ýmissa liða. FJOLVI greindl, skapgerð eigin Lífsbók Steingríms er allt í senn: hrífandi, átakanleg, fjör- leg, sorgleg, nýstárleg, hneyksl anleg, listaverk, iðandi af mannlífi, full af sögum af af fólki og fyrirbærum! En umfram allt hárbeitt sjálfs- lcrufning flókins persónuleika. .i ‘ ri “ Sjfc 3L ( ÍJm. 1 | ' yýv ilk 1 JLj *T Veðjað á nýjan hest á Netinu Seattle. Reuters. LITIÐ tæknifyrirtæki á Boston- svæðinu hefur fengið kröftugan stuðning frá Microsoft Corp. vegna nýrrar tækni, sem á að auka hæfni Netsins til að senda mynd- bandsefni í sama gæðaflokki og efni sem er sýnt í sjónvarpi. Microsoft hefur átt í baráttu við keppinautinn RealNetworks Inc. um markað fyrir hugbúnað til að senda og taka við margmiðlunar- efni um Netið. Fyrst í stað gekk Microsoft til liðs við RealNetworks og fjárfesti í fyrir- tækinu, sem er undir stjórn fyrr- verandi yfirmanns hjá Microsoft, Rob Glaser. Nú hefur InfoLibria Inc. í Walt- ham, Massachusetts, sýnt tæki, sem með sameiginlegri notkun vél- búnaðar og hugbúnaðar sendir margmiðlunarefni um Netið, að sögn Ians Yates, aðalframkvæmda- stjóra fyrirtækisins. Fáanlegt næsta haust Varan er ætluð þeim sem útvega efni og fyrirtækjanetkerfum. Til- raunir verða gerðar í byrjun næsta árs og tækið verður fáanlegt næsta haust. „Þetta gerir Netið að þeim fjöl- miðli, sem fólki hefur verið lofað að það verði með tímanum,“ sagði Yates. Tækið er á stærð við tölvu og verður sameinað Windows Media tæknikerfí Microsofts. Microsoft og InfoLibria munu vinna saman að markaðssetningu og tækniverk- efnum til að þróa þessa tækni og beita henni, en án þess að útiloka aðra, að sögn Yates og eins ráða- manns Microsoft. Róbert Fragapane SIGURÐUR P. Hauksson löggiltur endurskoðandi, Jón S. Siguijóns- son, hdl., og Jóhanna Halldórsdóttir ritari og sölumaður fasteigna. Ný fyrirtæki á Sauðárkróki ENDURSKOÐUN Deloitte & Touche hf. og Sigurður Páll Hauksson lög- giltur endurskoðandi hafa opnað endurskoðunar- og ráðgjafaíyrirtæki, Endurskoðun Skagafjarðar ehf., á Aðalgötu 14 á Sauðárkróki. Markmið þess að opna skrifstofu á Sauðárkróki er að efla og auka þjónustu Endur- skoðunar Deloitte & Touche hf. á Norðvesturlandi en með opnun skrifstof- unnar er félagið komið með útibú og starfsstöðvar í öllum landsfjórðungum. Sigurður Páll Hauksson mun veita fyrirtækinu forstöðu en hann hefur verið starfsmaður Endur- skoðunar Deloitte & Touche hf. í Reykjavík frá árinu 1994. Lögmannsstofa flytur til Sauðárkróks Lögmannsstofa Jóns Sigfúsar Sigurjónssonar hdl., Lögver ehf. sem hefur verið rekin í Reykjavík frá árinu 1990 hefur flutt starfsemi sína frá Reykjavík að Aðalgötu 14, Sauðárkróki. Lögmannsstofan hef- ur haft aðstöðu um nokkurt skeið á Sauðárkróki og á Isafirði, en mun nú jafnframt hafa aðstöðu að Sól- túni 3, Reykjavík. Lögmannsstof- an býður upp á alhliða lögfræði- þjónustu, s.s. málflutning, inn- heimtur, uppgjör slysabóta og skaðabóta, gerð kaupmála og erfðaskrár, barnaverndarmál, hjónaskilnaðarmál, skipti dánar- búa o.fl. Fasteignasalan Bústaður hefur hafíð starfsemi að Aðalgötu 14, Sauðárkróki. Starfsvæði fasteigna- sölunnar er aðallega Norðurland vestra og Vestfirðir, jafnframt er rekið útibú í Grundarfirði. Fast- eignasalan mun annast sölu á íbúð- arhúsnæði, atvinnuhúsnæði, fyrir- tækjum, jörðum, sumarbústöðum, bátum og skipum. GERIAÐRIR BETIIR! Baðinnréttingar innréttingor og tæki ó verði sem ekki hefur sést hérlendis óður. VERStUN FYRIR ALLA !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.