Morgunblaðið - 11.12.1998, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 11.12.1998, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998 63 . - PAMIR LISHANSKAR AÐSENDAR GREINAR Gunnar Ingi Gunnarsson Við boðum breytingar! UNDANFARIÐ hafa helstu stefnumál Frjálslynda flokksins verið í mótun og hafa lesendur Morgunblaðs- ins þegar fengið að kynnast nokkrum þeim aðalatriðum umhverfis- og sjávarútvegsmála, sem lögð verða fram til umræðu og afgreiðslu á landsþingi flokksins í janúar næstkomandi. I báðum þessum mála- flokkum er að finna verulega umbótasinn- aðar breytingar, sem Frjálslyndi flokkurinn vill standa fyrir og eru umbæturnar sérdeilis athyglisverð- ar í sjávarútvegsmálunum, því þar er í reynd á ferðinni sú réttarfars- lega umbylting, sem meirihluta ís- lensku þjóðarinnar hefur svo lengi dreymt um. Fleiri málefni verða auðvitað til kynningar og umræðu á þessu Þjóðina hefur dreymt um réttarfarslega um- byltingu, segir Gunnar Ingi Gunnarsson, í fyrstu grein sinni af fjórum. fyrsta landsþingi flokksins. Ekki er ástæða til að rekja þau öll í smáu og stóru hér á síðum blaðsins, en til að gefa þó lesendum nokkurt innsæi í önnur þeirra og helstu, þá er ætlun- in að gera hér og næstu daga grein fyrir afmörkuðum dæmum úr stefnudrögum flokksins varðandi: I Heilbrigðismál almennt. II Félagsmál. III Tryggingamál. IV Nýjungar og þróunarverkefni í heilbrigðismálum. I Um heilbrigðismál almennt Verkfóll og uppsagnii-, flatur nið- urskurður, lokanir stóiTa sjúkra- deilda með tilheyrandi þjónustu- skerðingu, biðraðir sjúklinga og krónískur hallarekstur hefiir einna helst verið einkennandi fyrii' rekstur heilbrigðisþjónustunnar hér á landi undanfarin ár. Allur almenningur hefur furðað sig á þessum stöðuga vandræðagangi í einum mikilvæg- asta málaflokki velferðarkerfisins á sama tíma og stjórnvöld annars veg- ar hafa verið iðin við að mæra þjón- ustuna í bak og fyrir á tyllidögum og almenningur hins vegar lýst yfir vilja sínum til að styrkja heilbrigðis- þjónustuna, jafnvel með auknum framlögum úr ríkissjóði. Þess konar ástand er fráleitt til frambúðar og því verður að gn'pa strax í taumana og leysa vandann. Til að það megi takast þarf fyrst að gi-eina og viðurkenna rætur hans og byggja síðan lausnirnar á þeirri greiningu, í stað þess að vera með hefðbundið yfirklór og sífelldar skammtímareddingar. Frjálslyndi flokkurinn telur, að eftirfarandi at- riði séu dæmi um hluta heildar- vandans: • Það vantai- heildstæða rekstrar- áætlun til langs tíma. • Útgjaldaþróun er stjórnlítil í meginhluta kerfisins. • Völd og fjármálaábyrgð haldast sjaldnast í hendur. • Samnýting dýrustu hátækni og mannafia er ónóg. • Það vantar víða eðlilegt skipurit í stjórnsýsluna. • Óþarflega dýrt húsnæði í heilsu- gæslunni. Við þessum sex vandalið- um vill Frjálslyndi flokkurinn bregðast og boðar því eftirfarandi breytingar: • Að Alþingi afgreiði nákvæma 5 ára þróunar- og rekstraráætlun fyr- ir heilbriðisþjónustuna á landsvísu. Þessi áætl- un spanni meðal ann- ars dreifingu þjónust- unnar, mannafla, hús- næði og allan aðbúnað. • Komið verði á al- hliða þjónustusamn- ingum milli allra stærri heilbrigðis- stofnana annars vegar og ráðuneyta heil- brigðis- og fjármála hins vegar. í samning- unum yrði þess ná- kvæmlega getið, hvers konar þjónusta skuli keypt af sérhverri stofnun, hvað varðar gæði hennar, allar magntölur og verðlagningu. • Að tryggt verði, að sá hafi ávallt meirihluta í stjórnum heilbrigðis- stofnana, sem borgar reksturinn. Þess vegna verður, til dæmis, að færa meirihluta stjórnar Sjúkra- húss Reykjavíkur frá handhöfum borgarstjórnar Reykjavíkur yfir til ríkisvaldsins. Allir helstu stjórnend- ur heilbrigðiskerfisins skulu bera fulla ábyrgð á fjármálum sinna sviða. • Að bæði stóru sjúkrahúsin í Reykjavík lúti einni og sömu yfir- stjórn. Að samnýting dýrustu há- tækni og mannafla verði sem best og að verkaskipting milli þeirra verði í fullu samræmi við ströng- ustu hagræn og fagleg sjónarmið. • Að stjórnskipurit allra helstu stofnana verði ávallt þannig, að þau endurspegli venjur og reglur þeirr- ar viðurkenndu stjórnsýslu, sem viðgengst annars staðar í hagkerf- inu. Þannig verði aðeins einn yfir- sjórnandi í stað tveggja eða fleiri, eins og víða hefur tíðkast. • Að byggja ekki heilsugæslu- stöðvar á vegum hins opinbera. Dæmi er til um allt að 50% mun á kostnaði við byggingu stöðvar á vegum ríkisins miðað við sam- bæri- lega stöð, sem einkaaðilar hafa fjár- magnað og byggt. Höfundur er læknir. Póii Hannessori, nemi vi& heimspekideild Hóskóia Islands. Allt ao 30% ódýrari lond„ Kristín Jónsdóttir, þörungafraeðingur við störf í Síberiu. 1 lOO Nýtt númer til útianda. Askriftarsími NETSímans er 575 1100 www.netsimi.is NETSímakort me& takmarka&ri inneign fást hjá: Skimu, Japís, Hátækni, ístel, Heimilistækjum og Símvirkjanum (fLaúz ftéz íéttu stamnitityuita Jólastjaman er nú komin í blómaverslanir um allt land. Færðu jólastemninguna inn á heimilið eða vinnustaðinn. ÍSLENSK GARÐYRKJA JhYango H*G£Ð» ÚTI VI8TARBúH tDUfl %. mWM m TREZETA QÖNGUSKÓR Gönguskór úr heilu leðri. Gore-Tex. Vibram sóli. vlHyBMJÍ Vandaóur 12.700 lettur jakki 14.080 með útöndun óðTf/TToo^ pg vatnsheldni. Litir: Blar.grænn, rauður og gulur. SEGLAGERÐIN ÆGIR Eyiaslóö 7 Revkiavík sími 511 2200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.