Morgunblaðið - 11.12.1998, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998 63 . -
PAMIR
LISHANSKAR
AÐSENDAR GREINAR
Gunnar Ingi
Gunnarsson
Við boðum
breytingar!
UNDANFARIÐ
hafa helstu stefnumál
Frjálslynda flokksins
verið í mótun og hafa
lesendur Morgunblaðs-
ins þegar fengið að
kynnast nokkrum þeim
aðalatriðum umhverfis-
og sjávarútvegsmála,
sem lögð verða fram til
umræðu og afgreiðslu á
landsþingi flokksins í
janúar næstkomandi. I
báðum þessum mála-
flokkum er að finna
verulega umbótasinn-
aðar breytingar, sem
Frjálslyndi flokkurinn
vill standa fyrir og eru
umbæturnar sérdeilis athyglisverð-
ar í sjávarútvegsmálunum, því þar
er í reynd á ferðinni sú réttarfars-
lega umbylting, sem meirihluta ís-
lensku þjóðarinnar hefur svo lengi
dreymt um.
Fleiri málefni verða auðvitað til
kynningar og umræðu á þessu
Þjóðina hefur dreymt
um réttarfarslega um-
byltingu, segir Gunnar
Ingi Gunnarsson,
í fyrstu grein sinni
af fjórum.
fyrsta landsþingi flokksins. Ekki er
ástæða til að rekja þau öll í smáu og
stóru hér á síðum blaðsins, en til að
gefa þó lesendum nokkurt innsæi í
önnur þeirra og helstu, þá er ætlun-
in að gera hér og næstu daga grein
fyrir afmörkuðum dæmum úr
stefnudrögum flokksins varðandi:
I Heilbrigðismál almennt.
II Félagsmál.
III Tryggingamál.
IV Nýjungar og þróunarverkefni
í heilbrigðismálum.
I Um heilbrigðismál almennt
Verkfóll og uppsagnii-, flatur nið-
urskurður, lokanir stóiTa sjúkra-
deilda með tilheyrandi þjónustu-
skerðingu, biðraðir sjúklinga og
krónískur hallarekstur hefiir einna
helst verið einkennandi fyrii' rekstur
heilbrigðisþjónustunnar hér á landi
undanfarin ár. Allur almenningur
hefur furðað sig á þessum stöðuga
vandræðagangi í einum mikilvæg-
asta málaflokki velferðarkerfisins á
sama tíma og stjórnvöld annars veg-
ar hafa verið iðin við að mæra þjón-
ustuna í bak og fyrir á tyllidögum og
almenningur hins vegar lýst yfir
vilja sínum til að styrkja heilbrigðis-
þjónustuna, jafnvel með auknum
framlögum úr ríkissjóði.
Þess konar ástand er fráleitt til
frambúðar og því verður að gn'pa
strax í taumana og leysa vandann.
Til að það megi takast þarf fyrst að
gi-eina og viðurkenna rætur hans og
byggja síðan lausnirnar á þeirri
greiningu, í stað þess að vera með
hefðbundið yfirklór og sífelldar
skammtímareddingar. Frjálslyndi
flokkurinn telur, að eftirfarandi at-
riði séu dæmi um hluta heildar-
vandans:
• Það vantai- heildstæða rekstrar-
áætlun til langs tíma.
• Útgjaldaþróun er stjórnlítil í
meginhluta kerfisins.
• Völd og fjármálaábyrgð haldast
sjaldnast í hendur.
• Samnýting dýrustu hátækni og
mannafia er ónóg.
• Það vantar víða eðlilegt skipurit
í stjórnsýsluna.
• Óþarflega dýrt húsnæði í heilsu-
gæslunni. Við þessum sex vandalið-
um vill Frjálslyndi flokkurinn
bregðast og boðar því eftirfarandi
breytingar:
• Að Alþingi afgreiði nákvæma 5
ára þróunar- og rekstraráætlun fyr-
ir heilbriðisþjónustuna
á landsvísu. Þessi áætl-
un spanni meðal ann-
ars dreifingu þjónust-
unnar, mannafla, hús-
næði og allan aðbúnað.
• Komið verði á al-
hliða þjónustusamn-
ingum milli allra
stærri heilbrigðis-
stofnana annars vegar
og ráðuneyta heil-
brigðis- og fjármála
hins vegar. í samning-
unum yrði þess ná-
kvæmlega getið, hvers
konar þjónusta skuli
keypt af sérhverri
stofnun, hvað varðar
gæði hennar, allar magntölur og
verðlagningu.
• Að tryggt verði, að sá hafi ávallt
meirihluta í stjórnum heilbrigðis-
stofnana, sem borgar reksturinn.
Þess vegna verður, til dæmis, að
færa meirihluta stjórnar Sjúkra-
húss Reykjavíkur frá handhöfum
borgarstjórnar Reykjavíkur yfir til
ríkisvaldsins. Allir helstu stjórnend-
ur heilbrigðiskerfisins skulu bera
fulla ábyrgð á fjármálum sinna
sviða.
• Að bæði stóru sjúkrahúsin í
Reykjavík lúti einni og sömu yfir-
stjórn. Að samnýting dýrustu há-
tækni og mannafla verði sem best
og að verkaskipting milli þeirra
verði í fullu samræmi við ströng-
ustu hagræn og fagleg sjónarmið.
• Að stjórnskipurit allra helstu
stofnana verði ávallt þannig, að þau
endurspegli venjur og reglur þeirr-
ar viðurkenndu stjórnsýslu, sem
viðgengst annars staðar í hagkerf-
inu. Þannig verði aðeins einn yfir-
sjórnandi í stað tveggja eða fleiri,
eins og víða hefur tíðkast.
• Að byggja ekki heilsugæslu-
stöðvar á vegum hins opinbera.
Dæmi er til um allt að 50% mun á
kostnaði við byggingu stöðvar á
vegum ríkisins miðað við sam- bæri-
lega stöð, sem einkaaðilar hafa fjár-
magnað og byggt.
Höfundur er læknir.
Póii Hannessori,
nemi vi& heimspekideild Hóskóia Islands.
Allt ao
30%
ódýrari
lond„
Kristín Jónsdóttir,
þörungafraeðingur við störf í Síberiu.
1 lOO Nýtt númer
til útianda.
Askriftarsími
NETSímans er
575 1100
www.netsimi.is
NETSímakort me& takmarka&ri inneign fást hjá: Skimu, Japís, Hátækni, ístel, Heimilistækjum og Símvirkjanum
(fLaúz ftéz íéttu
stamnitityuita
Jólastjaman er nú komin í
blómaverslanir um allt land.
Færðu jólastemninguna inn á
heimilið eða vinnustaðinn.
ÍSLENSK
GARÐYRKJA
JhYango
H*G£Ð» ÚTI VI8TARBúH tDUfl %.
mWM
m
TREZETA
QÖNGUSKÓR
Gönguskór úr heilu
leðri. Gore-Tex.
Vibram sóli.
vlHyBMJÍ Vandaóur
12.700
lettur jakki
14.080
með útöndun
óðTf/TToo^ pg vatnsheldni.
Litir: Blar.grænn,
rauður og gulur.
SEGLAGERÐIN
ÆGIR
Eyiaslóö 7 Revkiavík sími 511 2200