Morgunblaðið - 11.12.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 11.12.1998, Blaðsíða 56
1)6 FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ habífca *L BJARG v/Suðurgötu 100, R.vík. S. 893-7710/893-7080 Full búð af borðdúkum Jóladúkar Blúndudúkar Straufríir dúkar Oamask dúkar Uppsetningabúðin Hverfisgötu 74, sími 552 5270. SOLUKENNSLA BUNNARS ANDRA Einkaþjálfun • Námskeið • Ráðgjöf • Fyrirlestrar Við höfum sameiginlegt markmið - að þér gangi vel! Upplýsingar í síma 561 3530 og 897 3157 AÐSENDAR GREINAR Quo vadis? - Tæknin hefur farið fram úr okkur TÆKNIN er farin fram úr okkur fyrir löngu en það skiptir ekki máii ef við höfum burði til að stjórna þróuninni. 1) Atómið var klofið: Nú hafa verið birtar siðferðislegar efasemd- ir, er margir vísinda- menn höfðu um nýt- ingu þessarar þekking- ar. Jafnvel stjómmála- menn kviðu og efuðust sbr. endurminningar sumra leiðtoga. Flest bendir til þess að við höfum burði til að stjóma þróuninni. 2) Verksmiðjumengun spillir nú landi, láði og legi víða um heim. A námsárum mínum í Stokkhólmi á ámnum 1960-1970 fékkst ekki ómenguð fiskbranda úr vötnum Svíþjóðar vegna mengunar! Síðan fluttust iðnjöfrar til þróunarland- anna er menn snemst til varnar í vestrænum löndum. En orastan er ekki unnin og um endalyktir er allt i móðu hulið. Við Islendingar neit- um að skrifa undir alþjóðlegar mengunarsamþykktir og virðumst ekki hafa meðtekið nægilega hætt- una af menguninni. Vegna illa far- ins ósonlags hefur veðráttan spillst tO Ols, jafnvel í þróunarlöndum. Ýmis þróunarlönd iðka nú sölu á einkaleyfum til lyfjafyrirtækja á hagnýtum erfðaefnum plantna. Margir vís- indamenn í þróunar- löndum og m.a. Heims- heOsan telja að slíkar aðgerðir hindri grænu byltinguna. En hluta- bréfaeigendur hafa ekki áhuga á því vegna minnkunar á gróða. Svipar innræti manns- ins til innræti minksins sem drepur margfalt fleiri en hann torgar? Það er ömurleg tilhugs- un, en hegðun minksins ræðst ekki af siðferðiskennd eins og hegðun mannsins. Vonandi höf- um við burði til að stjórna þróun- inni. Miðlægur einkavæddur gagnagrunnur: 3) Enn á ný vakna siðferðisleg- ar spurningar - en nú um per- sónu- og mannvernd. Nú stöndum við frammi fyrir að heimur erfða- vísinda og líftækni eru að opnast upp á gátt og bjóða upp á tak- markalausa möguleika m.a. við lausnir á sjúkdómavanda. Þetta era góð tíðindi en þá sannast hið fornkveðna að vísindin leysa ekk- ert vandamál án þess að vekja upp tíu í staðinn. Vissulega verður þróun í erfða- og líftæknivísindum ekki stöðvuð og má ekki stöðva - en aðgát skal höfð í nærvera sálar. Um er að ræða gagnagrunn er geyma skal ættar-, erfða- og heilsufarssögu einstaklinga og gefa skal möguleika á samkeyrslu upplýsinga er afmarki ákveðna hópa til athugunar á sjúkdómum, Eina ferðina enn, segir —---------------------------- Olafur Olafsson, höfum við ekki unnið heima- vinnuna okkar. lyfjum og kortleggja gen. Slíkir gagnagrunnar fyrirfinnast ekki með neinni vestrænni þjóð, þó að tæknilega hafi verið hægt að byggja slíkan grunn fyrir 20-30 árum (Upplýsingasafn heilbrigð- iskerfisins-Health Data Bank Fylgirit Landlæknisembættisins 1976). Við aðra umræðu á Alþingi virðist sem sumum þingmönnum væri ekki ljós munurinn á slíkum gagnagrunni og einföldum heilsu- farsgrannum sem nú fyrirfinnast á sjúkrastofnunum! En nú er orð- ið ljóst að megintilgangur fjár- festa sem er stórt lyfjafyrirtæki er að nálgast upplýsingar um heilsufarssögu lyfjanotenda í landinu. Landlæknir upplýsti heil- brigðis- og trygginganefnd Al- þingis um þennan tilgang á vor- dögum 1998. Stór hluti þjóðarinnar viður- kennir vanþekkingu á málinu og er þetta ekki skrifað til að niðra neinn. Ljóst er að allmargir hafi ekki fengið nægilegar upplýsingar um væntanlega notkun upplýsinga er fara í gagnagranninn. Sá sem gefur samþykki sitt um þátttöku tekur ekki aðeins ákvörðun um eig- in þátttöku heldur einnig „þátt- töku“ skyldmenna og afkomenda. Það er því grandvallarkrafa sem fest er í letur í lögum um réttindi sjúklinga að upplýsa skal væntan- lega þátttakendur, hvers konar upplýsingar verða færðar í gagna- granninn og á hvern hátt þær verða notaðar. Um persónuverndina hefm- mjög verið rætt. Þrefóld dulkóðun veitir litla vernd. Það er unnt að komast inn í gnmninn, annars er ekki hægt að nýta sér hann. Dulkóðunarsér- fræðingar hafa sýnt fram á þetta. Athyglisvert er að Clinton forseta tókst ekki að koma á kennitölu- merkingu einstaklinga í Bandaríkj- unum. Þannig líta menn á persónu- vernd þar í landi. Ólafur Ólafssson Auglýsing þessi er eingöngu birt í upplýsingaskyni. SPARISJOÐABANKI ÍSLANDS HF. ICEBANK LTD. Skráning skuldabréfa Spaiisjóðabanka íslands hf., 2. fl. 1998 og 3. fl. 1998 á Verðbréfaþing íslands. Verðbréfaþing íslands hefur samþykkt að taka skuldabréf Sparisjóðabanka íslands hf, 2.flokk 1998 og 3. ýlokk 1998, á skrá. Bréfin verða skráð þriðjudaginn, 15. desembernk. Skráningarlýsingar er hægt aðfá hjá umsjónaraðila skráningarinnar, Kaupþingi hf. Þar er einnig hægt að nálgast þau gögn sem vitnað er til í skráningarlýsingunum. KAUPÞING HF Fjáifestingarbanki Ármúla 13A / 108 Reykjavík / Sími 515-1500 2 Fax 515-1509 / www.kaupthing.is í FYRRI greinum um fiskveiðistjóm hef ég forðast að ræða kvótakerfið sem eina heild. Ég hef viður- kennt þann hluta físk- veiðistjórnarinnar, sem er kvótasetning og þörf fyrir hana til frambúð- ar. Ég hef hins vegar gagnrýnt kvótaúthlut- unina, sem núgildandi fyrirkomulag byggist á. I þessum skrifum hafa verið greindir fimm höfuðágallar kvótaút- hlutunar, þeim lýst og rökréttum afleiðingum þeirra. Þessh' ágallar eru: 1. Brottkast á fiski, jafnvel gæða- fiski, í hafið í miklu magni. 2. Aðstöðumunur stórátgerðanna og einyrkjanna í útgerð. Þessi að- stöðumunur, en ekki samkeppnis- hæfnin, hefur ráðið þróuninni, enda stórátgerðunum allur í hag. Afleið- ingin hefur verið mikil blóðtaka fyr- ir smærri sjávarbyggðir, eins og rannsóknir Félagsvísindastofnunar hafa staðfest. 3. Lokun á nýliðun í greininni vegna óheyrilegs kvótaverðs, sem stórátgerðirnar hafa búið til-í sam- keppni sín í milli. 4. Útfall fjármagns úr greininni, þegar menn selja sig frá útgerð með tugi eða hundruð milljóna króna af einkaleyfishagnaði í vasanum, og skilja eftir sig samsvarandi byrðar á útgerðinni. 5. Loks er það framtíðarsýnin, sem við blasir, þegar útfallið fær að halda áfram til frambúðar og út- gerðin fær að lokum ekki risið undir þeim byrðum, sem hún hefur með þessum hætti tekið á sig. Allt er þetta röksemdafærsla, sem leidd er af staðreyndum þeim, sem fyrir liggja, og leiðir til niðurstöðu um, að gildandi íyrirkomulag sé þjóðhagslega stórhættulegt íyrir ut- an að vera óþolandi ranglátt og þvert ofan í stjórnarskrána eins og Hæsti- réttur hefur nú staðfest. í flokki stuttra greina, sem hér er hafinn, verður tekið til við að rökræða, hvað komið gæti í stað núgildandi fiskveiðistjórnar og eytt öllum þeim ágöll- um, sem lýst var hér að framan. Fyrst verður rædd framtíðarlausnin í málinu, en í síðari greinum verður fjallað um umþóttunarskeiðið, sem nauðsynlegt yrði til aðlögunar að svo rót- tækri breytingu á fisk- veiðistjóminni. Ljóst er, að hinum fjóram síðartöldu ágöll- um,(öllum nema brott- kastinu), verður því að- eins eytt, að núgildandi úthlutun kvótans verði lögð af, því að það er hún og hið „frjálsa" framsal kvótans, sem býr þá alla til. M.ö.o. verður fyrrgreindum ágöllum kerfisins ekki * Eg hef hins vegar gagnrýnt kvótaúthlut- unina, sem núgildandi fyrirkomulag byggist á, segir Jón Sigurðsson í fyrstu grein sinni af fimm. útrýmt nema með því að fella niður úthlutun veiðiheimilda á grundvelli eldgamallai- veiðireynslu og kvóta- kaupa stórátgerðanna. Þar verður að finna leið, sem gefur öllum jafnan rétt til að keppa um þennan veiði- rétt, hvort sem aðiii er stór eða lítill, gamall í hettunni eða nýgræðingur, sem vill reyna sig í útgerð. Eftir ítarlega íhugun er niður- staða höfundar þessara skrifa, að engin leið sé sanngjarnari í þessu efni en opin samkeppni á útboðs- markaði, alger markaðsvæðing, þar sem veiðirétturinn væri boðinn út til leigu til eins árs í senn með hæfileg- um fyrirvara. I slíku útboði gætu þeir boðið best í veiðiréttinn, sem sótt geta fiskinn með minnstum til- kostnaði, hvort heldur sem væri vegna hagkvæms rekstrar eða að- stöðu eins og nálægðar við góð fiski- mið. Það er allrar athygli vert, að þetta síðast talda atriði hefur sjálf- krafa algerlega týnst í „hagræð- ingu“ núgildandi kerás og má því teljast enn nýr ágalli á því. Þessi út- boðsaðferð mundi þannig á ör- skömmum tíma sjá til þess, að afl- inn, sem taka mætti, væri raunveru- lega veiddur af þeim, sem best gera út og eru í bestri aðstöðu til þess og auðlindin þannig skila þjóðarbúinu sem heild hámarksafrakstri. Um leið og samkeppnin er sann- gjöm aðferð til að deila út takmörk- uðum gæðum eins og veiðirétti í þessu tilfelli, er hún líka grimm. Það mundu einhverjir verða undir, a.m.k. um sinn, en það er einfaldlega eðli allrar markaðsvæðingar. Enginn hef- ur sérstaklega fundið til með þeim hópum kaupmanna, iðnrekenda og verktaka, svo dæmi séu nefnd, sem hafa þurft að hætta rekstri sínum eða endurskipuleggja hann frá granni vegna þróunar, breytinga í efnahags- umhverfi eða af öðram ástæðum undanfarna áratugi. Útgerðaraðilar, sem undii' yrðu í samkeppninni væru einfaldlega í sama báti og þyrftu að reyna að ná vopnum sínum eins og aðstæður þeirra leyfðu, rétt eins og sjálfsagt þykir fyrir aðila í öðrum at- vinnugreinum. Sé sanngjörn samkeppni vel tryggð, verður hún þegar upp er staðið að fá að ráða þróun greinar- innar eins og hún ræður þróun nær allra annarra atvinnugreina. Ætla má, að afleiðing slíks útboðs alls veiðiréttar yrði tiltölulega iág leiga til þjóðarinnar fyiár afnot af auðlindinni, - leiga, sem útgei'ðin sjálf teldi sig hafa efni á að greiða fyrir þessi afnot. Hvað er hægt að hugsa sér öilu sanngjarnara? Og ágallarnir fjórir, sem fyiT var getið, væru horfnh'. Þar á ofan fullnægir fyrirkomulagið kröfum Hæstaréttar um jafnræði og atvinnufrelsi í þess- um efnum, sem hann^ gerði í ný- gengnum dómi sínum. I næstu grein verður reynt að rýna í skuggahlið- arnar á slíkum umskiptum í fisk- veiðistjórn og rætt um kaupþing veiðiheimilda. Tekið saman að beiðni Frjáls- lynda flokksins. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri. Hvað á að koma í staðiim? Jón Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.