Morgunblaðið - 11.12.1998, Síða 18
18 FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Vísitala neysluverðs lækkar um 0,2% milli mánaða
Microsoft í baráttu við RealNetworks
Breytingar á vísitölu neysluverðs
Mars 1997 = 100 Frá nóv. til des. 1998
01 Maturogóáfengardrykkjarvörur(17,0%) ■ -o,i % D +wwm
0111 Brauð og kornvörur (2,8%)
0117 Grænmeti, kartöfiur o.fl. (1,3%) -4,5% Q i
02 Áfengi og tóbak (3,4%) +0,1% I
03 Föt og skór (6,2%) -1,5%| |
031 Föt (5,1%) r (XI Ly r 2,2% □
04 Húsnæði, hiti og rafmagn (17,9%) (ii i (i 1 LLI LCl I +0,3% |
042 Reiknuð húsaleiga (8,6%) +0,6% 0
05 Húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. (5,6%) -0,3% |
056 Ýmsar vörur og þjónusta (1,0%) -1,5% | ~1
06 Heilsugæsla (3,2%) 07 Ferðir og flutningar (16,3%) ( ^ +0,2%!
-0,5% S
0722 Bensín og olíur (4,0%) u 2,5% m
08 Pósturog sími (1,1 %) ■1,5%BW
09 Tómstundir og menning (13,7%) -0,1 %!
10Menntun(1,0%) 0,0%
11 Hótel og veitingastaðir (5,4%) -0,2% 0
12 Aðrar vörur og þjónusta (9,4%) 0,0%
VÍSITALA NEYSLUVERÐS í DES: 103,0 stig -o,2% g
Bensín-
lækkun
hefur
áhrif
VÍSITALA neysluverðs miðað við
verðlag í desemberbyrjun var
183,7 stig og lækkaði um 0,2% frá
síðasta mánuði. Vísitala neyslu-
verðs án húsnæðis í desember var
186,4 stig og lækkaði um 0,3%.
Lækkun vísitölunnar má meðal
annars rekja til verðlækkunar á
grænmeti og kartöflum um 4,5%,
bensíni og olíu um 2,5% og til
lækkunar á verði fatnaðar um
2,2%.
í frétt frá Hagstofu Islands
kemur fram að síðastliðna tólf
mánuði hefur vísitala neysluverðs
hækkað um 1,3% og vísitala
neysluverðs án húsnæðis um 0,3%.
Undanfama þrjá mánuði hefur
vísitala neysluverðs hækkað um
0,5% sem jafngildir 2,0% verðbólgu
á ári.
1,2% að meðaltali
í EES-ríkjunum
Verðbólgan í EES-ríkjunum frá
október 1997 til október 1998,
mæld á samræmda vísitölu neyslu-
verðs, var 1,2% að meðaltali. I Sví-
þjóð mældist minnst verðbólga,
0,1%, en mest mældist verðbólgan í
Grikklandi, 4,5%. A sama tímabili
var verðbólgan á íslandi 0,2% og í
helstu viðskiptalöndum Islendinga
1,2%.
í október spáði Seðlabanki ís-
lands 1,6% verðbólgu milli áranna
1997 og 1998 en 0,6% frá upphafi til
loka árs 1998. Jafnframt spáði
Seðlabankinn því að vísitala
neysluverðs myndi lækka um 0,3%
í nóvember og desember vegna
árstíðabundinnar lækkunar á verði
ýmissa liða.
FJOLVI
greindl,
skapgerð
eigin
Lífsbók Steingríms er allt í
senn: hrífandi, átakanleg, fjör-
leg, sorgleg, nýstárleg, hneyksl
anleg, listaverk, iðandi af
mannlífi, full af sögum af
af fólki og fyrirbærum! En
umfram allt hárbeitt sjálfs-
lcrufning flókins persónuleika.
.i ‘ ri “ Sjfc 3L (
ÍJm. 1 | ' yýv ilk 1
JLj *T
Veðjað á nýjan
hest á Netinu
Seattle. Reuters.
LITIÐ tæknifyrirtæki á Boston-
svæðinu hefur fengið kröftugan
stuðning frá Microsoft Corp. vegna
nýrrar tækni, sem á að auka hæfni
Netsins til að senda mynd-
bandsefni í sama gæðaflokki og
efni sem er sýnt í sjónvarpi.
Microsoft hefur átt í baráttu við
keppinautinn RealNetworks Inc.
um markað fyrir hugbúnað til að
senda og taka við margmiðlunar-
efni um Netið. Fyrst í stað gekk
Microsoft til liðs við
RealNetworks og fjárfesti í fyrir-
tækinu, sem er undir stjórn fyrr-
verandi yfirmanns hjá Microsoft,
Rob Glaser.
Nú hefur InfoLibria Inc. í Walt-
ham, Massachusetts, sýnt tæki,
sem með sameiginlegri notkun vél-
búnaðar og hugbúnaðar sendir
margmiðlunarefni um Netið, að
sögn Ians Yates, aðalframkvæmda-
stjóra fyrirtækisins.
Fáanlegt næsta haust
Varan er ætluð þeim sem útvega
efni og fyrirtækjanetkerfum. Til-
raunir verða gerðar í byrjun næsta
árs og tækið verður fáanlegt næsta
haust.
„Þetta gerir Netið að þeim fjöl-
miðli, sem fólki hefur verið lofað að
það verði með tímanum,“ sagði
Yates.
Tækið er á stærð við tölvu og
verður sameinað Windows Media
tæknikerfí Microsofts. Microsoft
og InfoLibria munu vinna saman
að markaðssetningu og tækniverk-
efnum til að þróa þessa tækni og
beita henni, en án þess að útiloka
aðra, að sögn Yates og eins ráða-
manns Microsoft.
Róbert Fragapane
SIGURÐUR P. Hauksson löggiltur endurskoðandi, Jón S. Siguijóns-
son, hdl., og Jóhanna Halldórsdóttir ritari og sölumaður fasteigna.
Ný fyrirtæki
á Sauðárkróki
ENDURSKOÐUN Deloitte & Touche hf. og Sigurður Páll Hauksson lög-
giltur endurskoðandi hafa opnað endurskoðunar- og ráðgjafaíyrirtæki,
Endurskoðun Skagafjarðar ehf., á Aðalgötu 14 á Sauðárkróki. Markmið
þess að opna skrifstofu á Sauðárkróki er að efla og auka þjónustu Endur-
skoðunar Deloitte & Touche hf. á Norðvesturlandi en með opnun skrifstof-
unnar er félagið komið með útibú og starfsstöðvar í öllum landsfjórðungum.
Sigurður Páll Hauksson mun
veita fyrirtækinu forstöðu en hann
hefur verið starfsmaður Endur-
skoðunar Deloitte & Touche hf. í
Reykjavík frá árinu 1994.
Lögmannsstofa flytur
til Sauðárkróks
Lögmannsstofa Jóns Sigfúsar
Sigurjónssonar hdl., Lögver ehf.
sem hefur verið rekin í Reykjavík
frá árinu 1990 hefur flutt starfsemi
sína frá Reykjavík að Aðalgötu 14,
Sauðárkróki. Lögmannsstofan hef-
ur haft aðstöðu um nokkurt skeið á
Sauðárkróki og á Isafirði, en mun
nú jafnframt hafa aðstöðu að Sól-
túni 3, Reykjavík. Lögmannsstof-
an býður upp á alhliða lögfræði-
þjónustu, s.s. málflutning, inn-
heimtur, uppgjör slysabóta og
skaðabóta, gerð kaupmála og
erfðaskrár, barnaverndarmál,
hjónaskilnaðarmál, skipti dánar-
búa o.fl.
Fasteignasalan Bústaður hefur
hafíð starfsemi að Aðalgötu 14,
Sauðárkróki. Starfsvæði fasteigna-
sölunnar er aðallega Norðurland
vestra og Vestfirðir, jafnframt er
rekið útibú í Grundarfirði. Fast-
eignasalan mun annast sölu á íbúð-
arhúsnæði, atvinnuhúsnæði, fyrir-
tækjum, jörðum, sumarbústöðum,
bátum og skipum.
GERIAÐRIR BETIIR!
Baðinnréttingar
innréttingor og tæki ó verði
sem ekki hefur sést hérlendis óður.
VERStUN FYRIR ALLA !