Morgunblaðið - 20.12.1998, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ÁRÁSIRNAR Á ÍRAK
Er Clinton að missa
móðinn undir álaginu?
B-1 vélin umdeilda
Sögð hafa
sannað
virði sitt
Beint í mark
FORSETINN
BILL Clinton, forseti Bandaríkj-
anna, er valdamesti maður í heimi
en trúlega vildu fáir standa í hans
sporum um þessar mundir. í nokk-
ur ár hefur staðið yfir rannsókn á
hugsanlegu misferli hans og konu
hans, Hillary, í sambandi við
Whitewater-málið og síðan tóku við
Paulu Jones- og Lewinsky-málið
með öllum þeim sóðalegu upplýs-
ingum, sem þeim fylgdu. Fulltrúa-
deildin mun trúlega samþykkja, að
höfðað verði mál á hendur Clinton
og hann sviptur embætti og á sama
tíma standa yfir loftárásir á írak að
fyrirskipan hans. Clinton hefur
brugðist við þessu öllu með því að
helga sig starfi sínu en margt bend-
ir til, að nú sé Bleik brugðið. Óttast
sumir vina hans, að hann sé um það
bil að missa móðinn.
Loftárásimar á írak eru til
marks um, að Clinton og ríkis-
stjórnin ætla að halda sínu striki
hvað sem þinginu líður og Clinton,
sem þekkir söguna vel, ætlar ekki
að falla í sömu gryfjuna og sumir
aðrir forsetar, sem sinntu ekki öðru
en utanríkismálunum þegai’ á móti
blés í innanlandsmálunum. Clinton
hefm- einnig verið önnum kafinn við
fjárlagagerð og stefnumótun stjórn-
arinnar fyrir næsta ár. Álagið, sem
á honum er, er þó lítið miðað við
það, sem verður þegar fulltrúadeild-
in hefur samþykkt að höfða mál á
hendur honum.
Þreyttur og annarshugar
Æskuvinir Clintons segja, að
hann hafi alltaf verið viss um að
sigrast á hverri raun með mælsku
sinni og klókindum og hann hefur
haft rétt fyrir sér í því hingað til.
Stundum hefur hann snúist til varn-
ar, stundum breytt um stefnu en
alltaf borið hærra hlut að lokum.
Nú virðist hann hins vegar þreytt-
ur. Hann segir fátt og það, sem
hann segir, hittir ekki í mark.
„Það er eins og hann sé búinn að
missa tökin, að minnsta kosti í bili,“
segir ónefndur öldungadeildarþing-
maður og einn dyggasti stuðnings-
maður forsetans. „Hann hefur ekki
lengur tilfinningu fyrir réttri tíma-
setningu og veit ekki lengur hvað
við á.“
Það er eins og gömlu baráttu-
gleðina vanti og yfirlýsingar hans
eru merkilega ástríðulausar. Á
fóstudegi íyrir rúmri viku lauk hann
sjónvarpsávarpi með þessum orð-
um: „Þetta er einfaldlega það eina,
sem ég get gert, að vinna mín verk í
þágu þjóðarinnar.“ Þetta var ekkert
Undir álagi
BILL Clinton hefur þótt þreytu-
legur á síðustu dögum enda
óhætt að segja að forsetinn hafi
verið undir miklu álagi, og það á
mörgum vígstöðum.
heróp, heldur líkast því, að hann
væri búinn að sætta sig við örlögin.
Forðast að ræða málshöfðun
Þegar rætt er við samstarfsmenn
Clintons virðist svo sem hann ein-
beiti sér að öllu öðru en málshöfð-
uninni sem gæti kostað hann emb-
ættið. Á föstudag sat hann fyrri
hluta dags með ráðgjöfum sínum og
ræddi árásirnar á Irak og eftir há-
degi átti hann langan fund með full-
trúum Evrópusambandsins þar
sem rædd voru smáatriði í fjárlaga-
frumvarpinu, sameiginleg evrópu-
mynt og baráttan gegn alnæmi. Joe
Lockhart, talsmaður forsetans,
sagði hann hafa gert „afar lítið“ síð-
ustu daga til að reyna að koma í
veg fyrir að ákærurnar á hendur
honum verði samþykktar. Kvaðst
Lockhart hafa komið við hjá forset-
anum til að heyra í honum hljóðið
og hefði Clinton sagst vera í „mjög
góðu skapi“ auk þess sem hann
hefði sofið vel nóttina áður. Þakkaði
forsetinn nætursvefninn því að
árásirnar á írak hefðu ekki kostað
neinn bandarískan hermann lífið,
auk þess sem jólin væru á næsta
leiti. „Er hann galinn?“ var umsögn
fréttakonunnar Helen Thomas, er
hún hlýddi á lýsingu Lockharts á
forsetanum en Thomas er fréttarit-
ari t/PI-fréttastofunnar í Hvíta
húsinu.
Á öllum sínum stjómmálaferli
hefur Clinton reitt sig mest á skoð-
anakannanir. Það vantar heldur
GERVITUNGLAMYND af því
þegar eitt af flugskeytum Banda-
ríkjamanna og Breta hittir skot-
mark sitt í Bagdad með viðeig-
andi sprengingu og eyðilegg-
ekki, að kannanir á vilja Banda-
ríkjamanna eru honum hliðhollar en
repúblikanar virðast láta sig það
htlu varða.
Skoðanakannanir duga
ekki lengur
Sumir repúblikanar segja, að
hefði Clinton játað hreinskilnislega,
að hann hefði sagt ósatt, hefðu þeir
verið til tals um að láta vítur nægja
en haft er eftir mönnum, nánum
Clinton, að hann vilji ekki játa neitt
af ótta við lögsókn eftir að hann
lætur af embætti. Ef svo er þá hef-
ur Hvíta húsið litla trú á öllum
þeim löglærðu mönnum og fyrrver-
andi saksóknurum, sem vitnuðu
fyrir hans hönd hjá dómsmála-
nefndinni. Þeir sögðu, að enginn
með réttu ráði myndi nokkru sinni
reyna að höfða mál á hendur Clint-
Fellur í áliti
hjá Palest-
ínumönnum
ÞAÐ er ekki nema vika liðin síðan
Bill Clinton Bandaríkjaforseta var
fagnað sem hetju er hann heim-
sótti sjálfstjórnarsvæði Palestínu-
manna og vígði m.a. nýjan flug-
völl í Gaza sem Palestínumenn
telja mikilvægt skref á leiðinni til
stofnunar fullvalda rfkis. Hætt er
hins vegar við að Clinton hafi fall-
ið umtalsvert í áliti hjá þessum
sömu Palestínumönnum með árás-
unum á íslamstrúarríkið írak.
„Við veifuðum til Clintons, hami
brosti til okkar og öll vorum við
ánægð,“ sagði Tanya Ghattas sem
fór með öll íjögur böm sfn til að
hitta Clinton sfðastliðinn mánudag
er hann heimsótti Betlehem á Vest-
urbakkanum. „Hann var eins og
boðberi friðar í okkar huga [•••] Nú
eram við afar vonsvikin því Clinton
varpar sprengjum á frösku þjóðina.
Ég er enginn aðdáandi Saddams
Husseins en ég styð íbúa íraks.“
Mótmæli Rússa sögð
meira í orði en í borði
En á sama tfma og margir Pa-
lestfnumanna hafa mótmælt opin-
berlega árásunum á írak virðist
sem harkaleg andstaða rúss-
neskra stjórnvalda sé meira í orði
en í borði. Segja bandarískir
stjórnarerindrekar að í einkasam-
tölum lýsi rússneskir stjórnmála-
menn ríkum vilja sfnum til að
styrkja og vernda samskipti Rúss-
lands og Bandarfkj anna, þeir
muni ekki fóma eigin hagsmun-
um fyrir írak.
ingu. Var í þessu tilfelli um að
ræða mikilvæga samskiptastöð
íraskra hersveita að ræða, að
sögn bandarískra stjórnarerind-
reka.
on á grundvelli þess, sem fram hef-
ur komið í Jones- og Lewinsky-
málinu.
Þraukað allt til enda
Demókratar vilja, að Clinton
verði víttur fremur en saksóttur en
hann hefur ekki stutt þá í því nema
með hangandi hendi. Hugsanlegt
er, að hann sé búinn að gera það
upp við sig, að í öldungadeildinni
muni aldrei fást aukinn meirihluti,
67 þingmenn, sem þarf til að svipta
hann embætti. Þess vegna sé best
að sitja sem fastast og láta bara
réttarhöldin þar yfir sig ganga.
Kunnur lögfræðingur í Washington
sagði hins vegar fyrir skemmstu, að
„réttarhöld geta stundum tekið
mjög óvænta stefnu og þess vegna
reyna klókir menn að forðast þau í
lengstu lög“.
ALLT frá því að fyrstu ái’ásimai*
hófust á miðvikudagskvöld hafa
bækistöðvar Lýðveldisvarðarins
verið ofarlega á lista yfir skotmörk
Bandaríkjamanna og Breta. Þetta
eru mikilvægustu hersveitir Sadd-
ams Husseins og eru taldar eiga rík-
an þátt í því að honum hefur tekist
að halda sér við völd. Þá er Lýðveld-
isvörðurinn sagður hafa verið virkur
þátttakandi í áætlunum íraka um
framleiðslu gjöreyðingarvopna.
Þrátt fyrir að bandarískir ráða-
menn vísi því opinberlega á bug
segja bandarískir fjölmiðlar ljóst
að það sé eitt helsta markmið
árásanna að veikja stöðu Saddams
og þá ekki síst með árásum á Lýð-
veldisvörðinn.
I Persaflóastríðinu árið 1991 var
lögð áhersla á að eyðileggja þunga-
vopn íraka. Að sögn Washington
Post hefur sú breyting nú orðið á
að í ríkari mæli er ráðist á liðs-
stöðvar varðarins. Er haft eftir
ónefndum, háttsettum liðsforingj-
um að svo virðist sem hermenn
Lýðveldisvarðarins hafi ekki náð
að dreifa sér áður en árásimar
hófust og því sé ekki ósennilegt að
mannfall hafi orðið mikið í þeirra
röðum.
Bandaríkjaher segir að Lýðveld-
HIN umdeilda B-1 sprengjuþota
hefur verið notuð í árásunum á
Irak undanfarna daga, en það
mun vera í fyrsta sinn sem hún er
notuð í hernað-
araðgerðum.
Bandarísk
stjórnvöld vora
á sínum tíma
gagnrýnd harð-
Iega fyrir að
kasta geysileg-
um fjármunum á
glæ með smiði
vélarinnar og
nýlega hefur B-1 vélin verið köll-
uð menjar frá liðnum dögfum
kalda stríðsins. Yfirmenn í banda-
ríska hernum sögðu hins vegar á
föstudag að B-1 vélin hefði sann-
að virði sitt í aðgerðunum nú.
Framleiðsla B-1 vélanna hófst á
níunda áratugnum og var upphaf-
lega gert ráð fyrir að hún yrði
notuð til að bera kjarnorkuvopn
inn yfir Sovétríkin þar sem þeim
yrði sleppt yfir skotinörkum sín-
um. Þotan lenti hins vegar í ýms-
um skakkaföllum í upphafi og ár-
ið 1988 brotlentu tvær B-1 á neyð-
arlegan hátt, þannig að menn
tóku þegar að kalla flugvélina
rándýr mistök. Reyndist radar-
kerfi vélarinnar einnig meingall-
að og kalda stríðinu lauk því án
þess að nokkurn tíma gæfist tæki-
færi til að nota vélina í hernaði.
Síðan þá hafa framleiðendur hins
vegar betrambætt vélina og lagað
að breyttum aðstæðum, þannig að
nú ber hún „venjuleg" vopn en
ekki kjarnorkusprengjur.
Gerð vélarinnar var ekki gagn-
rýnd að ástæðulausu á sínum tíma
því hver B-1 þota kostaði tæplega
20 milljarða ísl. króna í byggingu.
Yfirmenn í bandaríska hernum
sögðust á fóstudag hins vegar
vona að með notkun vélarinnar
nú tækist að reka slyðruorðið af
B-1 þotunni og sanna nytsemi
hennar.
isverðinum hafi verið veitt harðari
högg en nokkru sinni fyrr, sem
þykja athyglisverðar yfirlýsingar í
ljósi þess hve mikil áhersla var
lögð á að eyðileggja búnað Lýð-
veldisvarðarins í Persaflóastríðinu.
Þá voru alls farnar 5.646 árásar-
ferðir gegn Lýðveldisverðinum en
nú eru þær orðnar á þriðja hund-
rað eftir árásir síðustu daga.
Þegar bandaríska varnarmmála-
ráðuneytið lagði fram áætlanir um
árásir á Lýðveldisvörðinn í síðasta
mánuði, sem síðan var hætt við,
var gert ráð fyrir að allt að tíu þús-
und hermenn gætu fallið ef ráðist
væri á liðsstöðvar varðarins.
Styðja uppreisn gegn Saddam
Oldungadeildarþingmaðurinn
Joseph Biden, sem situr í utanrík-
ismálanefnd deildarinnar, segir að
búast megi við því að andstaða við
Saddam muni fara vaxandi innan
hersins. „Þess vegna er ráðist á
Lýðveldisvörðinn. Það er ekki ein-
ungis gert upp á von og óvon,“
sagði Biden og bætti við að innan
íraks legði Bandaríkjastjórn
áherslu á að hún myndi styðja
hershöfðingja er risi upp gegn
Saddam og reyndi að velta honum
úr sessi.
HOLTAGARÐAR
OPIÐ f DAfi KL.
12-22
■3T
Mikið mannfall í
röðum Lýðveld-
isvarðarins?