Morgunblaðið - 20.12.1998, Blaðsíða 50
; 50 SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Ég þakka öllum þeim, sem glöddu mig á
áttrœðisafinœli mínu þann 28. nóvember sl.
Ég óska ykkur gleðilegra jóla og guðs
blessunar á komandi ári.
Leifur Pálsson,
Hnífsdal.
Vitundarvígsla manns og sólar
Dulfræði fyrir þá sem leita.
Fæst í versl. BETRA LÍF í Kringlunni 4-6
Námskeið og leshringar. Opnar umræður á hóppóstlista-rafþósti
VmJÁhugamenn um Þróunarheimspeki
Pósthólf 4124, 124 Reykjavík, fax 587 9777, sími 557 9763
í DAG
VELVAKAJMDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Svar til Moshe
ÞANN 12. des. sl. barst
bréf til Velvakanda frá
Moshe Okon í Jerúsalem,
þar sem hann lýsir hópi
kappsfullra Islendinga í
skrúðgöngu í miðborg
Jerúsalem í þeim tilgangi
að sýna stuðning við Isra-
elsríki á fimmtugasta af-
mæli þess. Einnig veltir
hann fyrh' sér ýmsum
spurningum sem mér er
ljúft að svara og um leið fæ
ég tækifæri til að leiðrétta
það sem rangt er farið með
í bréfi hans.
Pessi fyrrnefnda ganga
er árlegur viðburður í
Jerúsalem og tengist
Laufskálahátíðinni, sem er
ein af þremur aðalhátíðum
Biblíunnar. íslenskir ísra-
elsvinir ásamt þúsundum
þátttakenda írá meira en
eitt hundrað löndum hafa
tekið þátt í þessari gleði-
hátíð sl. 18 ár. Þessi ganga
var ekki tengd 50 ára af-
mæli Israelsríkis.
Spurt var hvort „þetta
fólk“ styðji ísraelsk lög,
sbr. lög varðandi hjóna-
bönd, eignanám
landsvæða, áframhaldandi
hersetu Israela í S-Lí-
banon o.fl. Svar í fáum orð-
um: Við virðum lög Israels,
sem og allra annaiTa
landa. við sjáum heldur
ekki að það sé í okkar valdi
að breyta þeim. Sem ein-
staklingur getum við þrátt
fyrir það haft óh'k sjónar-
mið á einstökum greinum í
lögum landsins.
Varðandi hersetu ísra-
ela í S-Líbanon viljum við
gjarnan að þeir þyrftu
ekki að vera þar til að
vernda saklausa íbúa, kon-
ur og börn í N-ísrael íyrir
hryðjuverkasamtökum
Hisbollah-hreyfingarinnar
sem ei-u alfai'ið á móti frið-
ai-samkomulagi við Israel.
Islenskir Israelsvinir
fagna fimmtíu ára tilveru
þessa lýðræðisríkis, (sem
er hið eina í Mið-Austur-
löndum) og fagna barátt-
uþreki og dugnaði þessar-
ar ofsóttu þjóðar sem hef-
ur þurft að berjast fyrir
sjálfstæði sínu og unnið
sigi-a þrátt íyrir hatramm-
ar árásir nágrannaþjóða
og hryðjuverkasamtaka í
landinu frá stofnun þess.
Við óskum gyðingum og
aröbum blessunar á kom-
andi hátíð ljóss og friðar.
Með Shalom kveðju,
Ólafur Jóhannsson,
form. félagsins Zíon,
vinir Israels.
Borgarbókasafnið
Á HVERJU ái'i tekur
þjóðin við sér þegar bóka-
bylgjan skellur yfir á
haustinu. Fjölmiðlar ræða
um bækur og höfunda,
talað er við þá og bækurn-
ar gagnrýndar.
Fólkið dregst með og
forvitnin eykst með hverri
viku, síðan kemur að því að
fólkið vill fara að lesa þess-
ar bækur, sumir bíða til
jóla en flestir eru óþohn-
móðari og vilja lesa þær
sem íyrst. Þá er úr vöndu
að ráða, bækur eru dýrar
og hvað er þá hægt að
gera? Jú, bókasöfn!
í öllu þessu bókafári
sem margir telja ánægju-
legasta tíma ársins er þó
ein stofnun sem ekki lætur
raska ró sinni. Frá október
til desember ríkii- innan
þeirrai' stofnunar, Borgar-
bókasafninu, vh'ðulegur
friðiu' og þeir fáu sem vilja
leita skjóls fyi-ir
bókaæðinu finna þar
griðastað. Par getur fólk
dundað sér við að fletta
bókum fyrri ára í ró og
næði.
Um daginn í einhverju
bjartsýnisæði ráfaði ég inn
á safnið og bað um bók
sem búin var að vera í um-
ræðunni um væntanleg
bókmenntaverðlaun á
næsta ári. En því miður,
viku fyrir jól, var hún ekki
komin á safnið!
Þá ætlaði ég að panta
hana, en það var ekki held-
ur hægt, pantanir giltu
bara fyrir þær bækur sem
komnar voru fram í af-
greiðslu!
Annað dæmi um fum-
leysi títtnefndar stofnunar
er tryggð hennar við
gömlu gildin, besta dæmið
er andúð hennar á nútíma
þægindum svo sem bifreið-
um.
Að hennar mati er
hverjum manni hoht að
nota sínar fætur og menga
ekki með bhkkbeljunni og
þvi er það mátulegt á leti-
haugana að þurfa að eyða
nokkrum tíma til að finna
stæði fyrir dnisluna! Auk
þess verða blessuð skóla-
börnin að fá stæði fyrir
sína bíla í hverfinu!
Mörg önnur dæmi mætti
telja upp, svo sem stað-
festu safnsins hvað varðar
að ýta ekki undir þessa
spjátrunga sem veifa
greiðslukortum í tíma og
ótíma þegar greiða skal
fyrir þjónustu á safninu,
þeim væri nær að greiða
fyrir þjónustuna með pen-
ingum eða ávísun eins og
gert hefur verið árum
saman.
Staðfesta safnsins er
brjóstvörn gegn öllu þessu
fári, bóka-, pöntunarþjón-
ustu-, bíla- og kortarugli!
Loks kom að því að
Þjóðminjasafnið öðlaðist
verðugan keppinaut!
Lesandi.
Svar við fyrirspurn
HAFT var samband við
Velvakanda frá Hjálpar-
stofnun kirkjunnar vegna
fyrhspurnar um aðstoð í
Keflavík sem birtist í Vel-
vakanda sl. föstudag. Vill
Hjálparstofnun kirkjunnar
benda á að stofnunin tekur
við umsóknum af öllu land-
inu og er fólki bent á að
hafa samband við sóknar-
prest sinn og sækja um að-
stoð.
Tapað/fundið
Svart lífsstykki týndist
SVART hfsstykki týndist
fyrir utan Videoheima,
Fákafeni, aðfaranótt laug-
ardagsins 12. desember.
Finnandi hafi samband i
síma 567 5283. Fundar-
laun.
PEUGEOT
Qón 4 vesimtifl
Þaö er alltaf mikið fjör og hamingia í
kringum Ijón og bogmann. Samskipti
þeirra eru mjög óþvinguð og öll á
spérænu nótunum. Það er erfitt aö
smitast ekki af brosi bogmannsins þegar
hann er meö Ijóninu.
Magnað samband sem hittir beint í mark.
JÚFUR NfBÝLAVEGI SÍMI 554 2600
SKAK
l insjoii Margeir
Pétursson
Staðan kom upp á Guðmundar Ara-
sonar-mótinu sem nú stendur yftr í
íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafn-
arfirði. Bragi Þorfinnsson (2.235)
hafði hvítt og átti leik gegn Sigurði
Páli Steindórssyni.
21. Hxb7! - Df6 (Auðvitað ekki 21. -
Hxb7? 22. Df8+ og mátar) 22. Hxb8 -
Rxb8 23. Del - Dg6 24. Rf4 - Rxf4 25.
Hxf4 - h5 26. Df2 - Rd7 27. e5 - Db6
28. h3 og svartur gafst upp.
Sjöunda umferðin fer fram í dag og
hefst taflið kl. 17.
JÓLAPAKKAMÓT fyrir 15 ára og
yngri fer fram í dag hjá Helli í Þöngla-
bakka 1 í Mjódd (hjá Bridgesamband-
inu) og hefst kl. 14.
HVITUR leikur og vinnur
Víkverji skrifar...
EKKI Á morgun heldur hinn,
þriðjudaginn næsta, eru vetrar-
sólstöður. Þá er stytztur dagur á
hringferð ársins. En birtan sækir í
sig veðrið; hrekur smám saman
myrkrið út úr sólarhringnum. Tak-
markið er náttlaus voraldarveröld;
gróðurríki í blóma á Jónsmessu að
vori.
Dagurinn eftir vetrarsólhvörf,
næsti miðvikudagur, er sjálf Þor-
láksmessan, séríslenzkur hátíðis-
dagur. Þá sezt fólk sem komið er til
vits og ára að skötuveizlu. Kæsta
skatan var framan af vestfirzkur
siður en er nú þjóðarsiður. Víkverji
hlakkar til þess að snæða léttkæsta
skötu á Þorláksmessunni.
Það er vel við hæfi, að mati Vík-
verja, að halda fast í þjóðlegar mat-
arhefðir: skötu á degi Þorláks
helga, hangiket á jólum, hákarl,
harðfisk, svið og fleira þjóðlegt
góðmeti á þorra.
Það verður að hafa það þó ein-
hverjar pempíur fitji upp á trýnið
þegar hákarlinn og skatan koma á
matborð þjóðarinnar. Þjóðlegar
matarhefðir eru hluti af menning-
ararfleifð okkar.
XXX
BLESSUÐ jólaljósin prýða sér-
hvert byggt ból um þessar
mundir og lýsa upp skammdegið.
Landinn finnur sér og sitthvað til
upplyftingar í drunga myrkurs og
kulda. Jólaglögg, jólahlaðborð,
skata á Þorláksmessu, þorrablót,
árshátíðir o.s.frv. eru að hluta til
varnarviðbrögð gegn skammdeg-
inu, myrkrinu og kuldanum.
Það verður á stundum heitt í kol-
um íslenzkra dægurmála, eins og
alkunna er. En aldrei verður heit-
ara í surtarbrandinum en í skamm-
deginu, þegar kuldinn í umhverfinu
er hvað mestur. Þá eru flestir dæg-
urmálaraftar á sjó dregnir og
þráttað með tilþrifum. Alþingi,
sjálfur löggjafinn, fer oftar en ekki
í fylkingarbrjósti þessarar skamm-
degisáráttu. Að þessu sinni hétu
hólmgönguefnin, hitagjafarnir,
gagnagrunnur og kvóti. Mergurinn
málsins er þó ekki sá hverjir
ásteytingarsteinarnir eru, heldur
þrasið sjálft, sem hverfur síðan með
myrkrinu undir vorið.
xxx
STARFSHÆTTIR Alþingis síð-
ustu vikur fyrir jólahlé og þing-
lok að vori hafa löngum þótt í
frásögur færandi. Fundir standa
lungann úr sólarhringum og þing-
menn, sumir hverjir, tala þindar-
laust, jafnvel klukkustundum sam-
an, þótt þeir hafi löngu sagt allt það
sem máli skiptir að koma á fram-
færi. Fólk spyr: Gilda ekki sömu
lög og reglur um starfstíma og
hvíld þingmanna og annarra vinn-
andi manna? Getur það verið að
löggjafinn sé að brjóta almennar
vinnutímareglur? Eru vökur og
vinnulag af þessu tagi til þess fallin
að skerpa dómgreind þingmanna
og auðvelda ákvarðanatöku í flókn-
um og vandasömum málum?
Máski ættu þingmenn að huga að
því sem stundum er sagt: Þankinn
nær lengst í þögn. Hugarró og sál-
arfriður mynda kjörland farsællar
ákvarðanatöku.
xxx
SKRIFANDI um gagnagrunn
langar Víkverja til að staldra
við grein Hjálmars Jónssonar,
prests og þingmanns, í DV á dög-
unum. Hann er að svara einstak-
lingi, sem fór mikinn gegn grunnin-
um. Hjálmar segir:
„Brjóti rekstrarleyfishafinn af
sér þá verður hann sviptur leyfínu.
Verði reynt að misnota gagna-
grunninn þá verða sett lög sem
taka fyrir slíkt. Evrópa er á fullri
ferð í umræðu um persónuvernd
sem og önnur mannréttindi. Við
tökum þátt í því og líklegt má telja
að ákvæði verði leidd í lög sem
tryggja verndina enn þá betur en
er í dag.
Og fyrst þú skrifar mér um krist-
indóminn þá bendi ég þér á það að
jólaguðspjallið byrjar á frásögn um
söfnun persónuupplýsinga í gagna-
grunn. Það var verið að skrásetja
alla heimsbyggðina.