Morgunblaðið - 20.12.1998, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Nyrsta fódur-
verksmidja
í heimi
Ný fóðurverksmiðja, sem framleiðir fóður
til fiskeldis, er risin á hafnarbakkanum í
0ksfjord. Við hliöina er annnað nýreist
hús sem geymir kassaverksmiðju og þar
veróur einnig laxasláturhús.
m ME RKSMIÐJUSTJÓ RI
U í'ó ð u i'ver ks m i ðj u n n ar
■F Polarfeed a/s heitir
Gerard J. Kerr. Hann er írsk-
ur að ætt og giftur íslenskri
konu, Ólöfu Maríu Jónanns-
dóttur Kerr. Gerard leiddi
okkur um sali verksmiðjunnar
og sýndi þessa nyrstu og eina
fullkomnustu fóðurverk-
smiðju í heimi.
Það er ekki nema eitt og
hálft ár síðan byi'jað var á
byggingu verksmiðjunnar og
framleiðsla hófst í maí sl. Nú
þegar hefur verið slátrað laxi
sem alinn var á fóðri frá verk-
smiðjunni og er árangurinn
mjög góður. Fóðrið frá verk-
smiðjunni skilaði mestri vaxt-
araukningu á fóðureiningu
sem um getur, að sögn Kerr.
Laxinn er seldur innanlands
og einnig fluttur ferskur með
bílum til Danmerkur.
4ð verksmiðjunni stendur
hlutafélag, stærsti eigandinn
er Dáfjord-Laks a/s, laxeldis-
fyrirtæki sem tilheyrir
Dáfjord fyrirtækjasamsteyp-
unni, og á rúmlega 60% hluta-
fjár. Nafnvirði hlutafjár Pol-
arfeed a/s er 10,6 milljónir
norskra króna eða um 100
milljónir íslenskra króna.
Verksmiðjan fi’amleiðir fóður
fyrir seiði frá 1,5 mm stærð
og upp í sláturstærð. Fram-
leiðslugetan er um 6 tonn af
fóðri á klukkustund. I sumar
sem leið var verksmiðjan í
gangi allan sól-
arhringinn, en
nú er unnið á
tveimur vöktum.
Fastir starfs-
menn eru níu talsins.
Strangar gæðakröfur
Gerard J. Kerr sagði höfuð-
áhersluna lagða á gæði. „Við
keyrum hér á stjórnun og
framleiðslunni, en höfum ekki
neina markaðsdeild," sagði
Kerr. Mjög er vandað til
framleiðslunnar, hráefnin val-
in með tilliti tO gæða en ekki
verðs. Þannig er gæðavottað
sojamjöl keypt frá Suður-Am-
eríku, þótt hægt sé að fá
helmingi ódýrara sojamjöl í
Bandaríkjunum - en það er
genabreytt. Hveitið er fengið
frá Englandi, Danmörku eða
Grikklandi. Meira en helm-
ingurinn í fóðrinu er norskt
fiskimjöl og sagði Kerr að nið-
urstöður úr efnagreiningu
hvers farms lægju fyrir áður
en flutningaskipin leggja að
bryggjunni við verksmiðjuna.
Ef mjölið stenst ekki kröfur,
þá er skipinu snúið við. Mikil
áhersla er lögð á hreinlæti og
öll verksmiðjan þvegin hátt og
VERKSMIÐJUSTJORINN ER
TENGDASONUR ÍSLANDS
Saknar fjöl-
skyldunnar
Ólöf María Jóhannsdóttir Kerr er ábyggi-
lega ein fárra, ef ekki eini íslendingur-
inn, sem á verslun í Noregi. Hún er
kaupmaðurinn á horninu í 0ksfjord,
sjöhundruð manna þorpi nyrst í Noregi.
OLÖF var sölustjóri hjá
Loðskinni hf. á Sauðár-
króki og fór með vinnu-
félögum sínum til Parísar á al-
þjóðlega leðurvörusýningu ár-
ið 1992. Þar kom einnig Ger-
ard J. Kerr, sem var að kynna
sér íslenskt fiskleður.
„Þar kynntumst við,“ segir
Ólöf. „Hann var ástfanginn af
Finnmörku og varð líka ást-
fanginn af mér.“ Þau gengu í
hjónaband á Akureyri árið
1995 og hafa búið síðan í 0ks-
fjord þar sem Gerard rak ný-
lenduvöruverslun. Nú er hann
orðinn verksmiðjustjóri Pol-
arfeed a/s og Ólöf tekin við
búðinni. Einnig reka þau
heildverslunina Sami Leather
Company sem selur fiskleður
víða um heim og er stór á því
sviði. Fyrirtækið selur m.a.
fyrir Sjávarleður hf. á Sauðár-
króki, sútunarverksmiðjur í
Noregi og víðar.
„Það var ekkert hér um að
vera fyrir fjórum árum, þá
höfðu allir tíma til að hangsa
hér í búðinni,“ segir Ólöf. „Nú
má enginn vera að því lengur.
Hér er risin splunkuný verk-
smiðja og tvær aðrar á leið-
inni. Fjölskyldur sem voru
fluttar burt eru að snúa aft-
ur.“
Ólöf segir að framtak SÍF,
að kaupa Loppa-Fisk og
byggja upp starfsemina þar,
hafi hleypt miklu fjöri í at-
vinnulífið. Þar verður enda
stærsti vinnustaðurinn í bæn-
um. Hún segir, með fullri
virðingu fýrir heimamönnum,
að það hafi skort fram-
kvæmdakraft í plássið.
„Fólkið hér hefur ekki
sama hugarfar og heima.
Heima eru menn í tveimur
störfum en hér er frítíminn
efstur á blaði, fólk vill helst
ekki axla ábyrgð.“ Ólöf telur
að þessi hugsunarháttur verði
að breytast ef verksmiðjurnar
eiga að vera starfræktar eftir
15 ár eða svo. Henni finnst
líka félagslega kerfið í Noregi
vera alltof gott. Fólk fái um
80 þúsund íslenskar krónur í
atvinnuleysisbætur á mánuði.
Ólöf segir að launin í N-
Noregi séu betri en á íslandi.
Fólk sem vinnur í matvöru-
ÍSLENSKUR KAUP-
MAÐUR Á HORNINU
Allt á
uppleið
Við hafnarbakkann í 0ksfjord eru miklar
byggingarframkvæmdir í gangi. Þar er
Loppa Fisk a/s að reisa nýtt fiskverkun-
arhús. Fyrirtækið er dótturfyrirtæki SÍF
og rekstrarstjóri er Björgvin Gestsson.
LOPPA FISK A/S
í EIGU ÍSLENDINGA
LANDAÐ úr rússneskum togara
sem er á samningi við Loppa Fisk.
GERARD J. Kerr útskýrir frarnleiðsluferli laxafóðurs.
lágt daglega.
Hráefnunum er dælt úr
skipunum upp í lokaða
geymslutanka. Þaðan fara
þau í kvamir sem mala fiski-
mjölið, hveitið, sojamjölið og
annað í finkoma duft. Ur
þessu er blönduð uppskrift,
eftir því tU hvers á að nota
fóðrið, og er hver uppskrift
tvö tonn að þyngd. Ef aðeins
skeikar um fáein kíló stöðvast
framleiðslan þar til það hefur
verið leiðrétt. Því næst er
bætiefnum og litarefni bland-
að í fóðrið, ekki er notuð
rækjuskel til litunar heldur
hreint litarefni.
Ur duftinu em síðan press-
aðar fóðurtöflur. Eftir að allt
laust duft hefur verið hreins-
að úr fara töflumar í undir-
þrýstan kæli þar sem lýsi er
blandað í. Töflurnar fara aftur
í gegnum rykhreinsun áður
en þeim er pakkað í umbúðir.
Kerr segir mikUvægt að
hreinsa burt rykið því það
geti skemmt fóðrunarbúnað.
Nákvæm gæðastýring er
viðhöfð allt framleiðsluferlið.
Ef framleiðslan stenst ekki
gæðakröfur á einhverju stigi
er hún tekin til hliðar og end-
umýtt eða kastað. Allur úr-
gangur frá verksmiðjunni er
fitusíaður og það sem gengur
af er afburða góður áburður.
Það sem af er hefur verk-
smiðjan eingöngu framleitt
fóður fyrir Noregsmarkað en
í athugun er útflutningur til
írlands. Þar er ekki unnt að
framleiða jafn gott fóður
vegna mikils flutningskostn-
aðar á fiskimjöli, að sögn
Kerr. Hann hefur trú á að
fiskeldi muni færast í vöxt á
Murmansk-svæðinu í Rúss-
landi, en þangað er nú mikið
selt af eldislaxi frá Noregi.
Það verða því hæg heimatökin
að selja þangað fóður til fisk-
eldis í framtíðinni frá verk-
smiðjunni í óksfjord.
Kassaverksmiðja
og sláturhús
Við hlið fóðurverksmiðj-
unnar er risið annað nýtt hús
sem geymir kassaverksmiðju.
Þar em framleiddir einangr-
unarkassar úr frauðplasti,
bæði hefðbundnir og einnig
sérstaklega styrktir til flutn-
inga á laxi í flugi.
I sama húsi er verið að
setja upp laxasláturhús sem á
að taka í gagnið snemma á
næsta ári. Búnaður í slátur-
húsinu er frá Marel. Reiknað
er með að um 20 manns fái
vinnu í sláturhúsinu einu.
Að sögn Arne Dag Isaksen
bæjarstjóra eru nú framleidd
um 4.000 tonn af eldislaxi á
ári í Loppa-héraði. Þar hafa
verið gefin út sjö framleiðslu-
leyfi og bjóst hann við að gef-
in yrðu út sex til viðbótar.
ÓLÖF María J. Kerr við kassann í versiun sinni.
BJÖRGVIN Gestsson er
Hólmvíkingur að upp-
runa. Hann segir að
þess vegna séu það ekki mjög
mikil viðbrigði að flytja í lítið
sjávarþorp í Norður-Noregi.
Björgvin er 26 ára gamall og
BJÖRGVIN Gestsson
lauk í vor B.Sc.-prófi í sjávar-
útvegsfræðum frá Háskólan-
um á Akureyri. Lokaverkefni
hans var unnið fyrir SÍF og
fjallaði um vélvædd saltfisk-
pökkunarkerfi. Að því loknu
var Björgvin boðið að fara til
starfa við Loppa Fisk a/s og
flutti hann til Óksfjord um
mánaðamót júlí-ágúst sl..
Björgvin hefur bæði verið til
sjós og unnið í fiski svo hann
þekkir atvinnuveginn vel.
Mikil bjartsýni
Loppa Fisk a/s í eigu SÍF
er nýtt fyrirtæki, að sögn
Björgvins, en reist á gömlum
grunni. Hann er bjartsýnn á
framtíðina, þótt fortíðarsaga
Loppa Fisk sé ekki glæsileg.
„Þetta fór að ég held fimm
sinnum á hausinn á tólf ára
tímabili, en nú er hér gríðar-
leg uppbygging. Ég held að
það sé áætlað að fjárfesta hér
í ár og á næsta ári fyrir 1.200
milljónir (ÍKR), þar af er
Loppa Fisk a/s með yfir 200
milljónir. Það er mikil bjart-
sýni hér í bænum,“ sagði
Björgvin.
Loppa Fisk a/s er með
samning um kaup á fiski af
fjórum rússneskum togurum
og var einn þeirra að landa í
0ksfjord. Þessir togarar út-
vega um helming hráefnis
Loppa Fisk a/s. Meðan á upp-
byggingu fiskvinnsluhúss
stendur er fiskurinn settur í
gáma og seldur annað. Á því
verður breyting í janúar n.k.
þegar nýtt fiskverkunarhús
verður tekið í notkun. Annar
fiskur kemur af norskum ver-
tíðarbátum.
Húsið sem Loppa Fisk
a/s er að reisa verður um
3.500 fermetrar að gólfflat-
armáli, giunnflötur er um
2.500 fermetrar og húsið á
tveimur hæðum að hluta.
Hugmyndin er að í helmingi
hússins verði saltfiskverkun
og í hinum helmingnum fryst-
ing síðar meir. Reiknað er
með að starfsmenn verði 50-
60 talsins. Að sögn Björgvins
verður Loppa Fisk a/s einnig
alltaf háð því að selja töluvert
af ferskum fiski.
2.000 tonn
af saltfiski
Áætlanir gera ráð fyrir að
Loppa Fisk a/s framleiði um
2.000 tonn af saltfiski á næsta
ári. „Það verður að taka þess-
um áætlunum með fyrirvara,
þetta er háð þvi að Rússamir
verði kyrrir, kvótum og verði
á hráefni og afurðum. En
maður verður sáttur við allt
sem fer yfir 1.500 tonn. Þá er
áætluð hliðarvinnsla, en hvort
þar verður um að ræða fryst-
ingu eða eitthvað annað er
ekki ákveðið."
En á að keppa við íslenskan
fisk?
„Þessi fiskur verður sjálf-
sagt að einhverju leyti seldur
á sömu mörkuðum. Norskur
saltfiskur hefur ekki haft
sömu gæðaímynd og sá ís-
lenski. Þeir hafa til dæmis
ekki lagt jafn mikið upp úr
gæðaflokkun og umbúðum og
við. Norski fiskurinn hefur
farið mikið á Portúgal og
keppir þar sjálfsagt við ís-
lenskan „port-fisk“.
Meginhugmynd SÍF í upp-
hafi var að styrkja saltfisk-
sölukerfi sitt með því að opna
söluskrifstofu hér í Noregi,
kaupa fisk hér og selja á
mörkuðum ásamt íslenska
fiskinum. Svo sáu menn fleiri
möguleika, að komast beint í
hráefnið og framleiðsluna,
geta stýrt sjálfir magni og
gæðum. Þá var ákvörðun tek-
in um að kaupa hér fyrirtæki
og fara út í uppbyggingu.“
Ömmurnar
hringja oft
Kona Björgvins er íris
Björg Jónsdóttir hjúkrun-
arfræðingur og eiga þau
soninn Bjarka. Björgvin
segir að Iris sé einnig frá
Hólmavík og því vön lífinu
í litlum bæ. Irisi var strax
boðin staða í 0ksfjord og
segir Björgvin að launa-
lega sé eftir töluverðu að
slægjast fyrir hjúkrunar-
fræðinga að vinna í Nor-
egi. Það er helst fjarlægð-
in við heimahagana sem
setur skugga á tilveruna.
„Þótt þetta liggi ekki
langt frá Islandi þá er
þetta mikið ferðalag. Mað-
ur skreppur ekkert heim,“
segir Björgvin. ,Að fara
svona frá vinum og ætt-
ingjum er ef til vill erfið-
ast. Við erum með lítið
barn og ömmumar
hringja reglulega og
kvarta!"
búð eða í fiski er með um 950
íslenskar krónur á tímann og
sérstakar skattaívilnanir
fylgja því að búa í Finnmörku.
I 0ksfjord sé nóga vinnu að fá
og enginn þurfi að vera blank-
ur. Ólöf segir að matvara sé á
svipuðu verði og á íslandi, en
húsnæðislánakerfið sé mun
fjölskylduvænna í Noregi.
„Mér sýnist að lífstíllinn hjá
ungu fólki sé svipaður hér og
heima, allt keypt nýtt og flott,
en ég held að fólk eigi auð-
veldara með að standa undir
því hér.“
Minnir á æskuárin
Ólöf segir að 0ksfjord
minni sig á æskuárin í Eyja-
firðinum. Það er ekki óal-
gengt að tvær kynslóðir búi í
sama húsi, unga fólkið leitar í
faðm fjölskyldunnar. Þama
þekkja allir alla og smábæj-
arslúðrið er líkt og annars
staðar.
0ksfjord er um 300 km
norðan við heimskautsbaug
og í svartasta skammdeginu
verður hálfrokkið í tvo til þrjá
tíma um miðjan daginn, en
ekki sést til sólar mánuðum
saman. „Þegar ég vakna kl.
6.30 á morgnana er svarta
þreifandi myrkur og þegar ég
fer heim kl. 18.00 er enn sama
myrkrið,“ segir Ólöf. „Ég vildi
helst sofa allan veturinn. En
eins og myrkrið getur verið
þungt þá eru sumrin ólýsan-
leg.“ Það verður 40 stiga hiti á
svölunum hjá Ólöfu þegar
best lætur og bjart allan
sólarhringinn.
„Ef ég á að bera saman
Sauðárkrók og 0ksfjord,
þá hefur 0ksfjord vinning-
inn - yfir sumarið!" Það er
helst um jólin að Ólöf fær
heimþrá. Það er ekki land-
ið eða jólamaturinn sem
hún saknar mest heldui-
fjölskyldan og vinirnir.
Þótt 0ksfjord sé ekki
mjög langt frá íslandi í
beina loftlínu, þá er þang-
að langt ferðalag.
„Systir mín kom í heim-
sókn og sagði: Þetta er
bara eins og að fara til
Ameríku - nema aðeins
lengra! Hún fór aftur
heim, náði í lopapeysuna
sína og kom aftur. Nú er
hún komin í sambúð með
Norðmanni og stolt móðir
að sínu fyrsta bami!“