Morgunblaðið - 20.12.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.12.1998, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Erfítt að spá um næsta Skeiðarárhlaup en stíflan veik Ekki lekið úr Gríms- vötnum frá sumri SIGURÐUR Reynir Gíslason, vís- indamaður á Raunvísindastofnun Háskólans, segir að sýni sem tekið var úr Skeiðará síðdegis á föstu- dag bendi ekki til þess að eldgosa- vatn hafi lekið úr Grímsvötnum. Hann segir að lekið hafi úr Grímsvötnum á fyrrihluta þessa árs, en ísstíflan við Grímsfjall hafi haldið frá því í sumar. „Þegar stóra hlaupið kom í Skeiðará í nóvember 1996 raskaðist þröskuldurinn við Grímsfjall. Strax tveimur vikum eftir hlaup fór að leka úr Grímsvötnum. Lekinn hélt áfram yfir veturinn, en undir vorið 1997 stöðvaðist lekinn og þröskuldurinn fór að halda. Þá fórum við að sjá venjulegt vatn í Skeiðará. Upp úr síðustu áramótum fór aftur að koma vatn úr Grímsvötnum og náði það hámarki fyrrihluta árs. Þá var mikil jöklafýla af ánni og við köllum þetta í gamni hlaup. Síðan þegar fór að vora lokaðist Engin sláandi breyting á eíiia- styrk frá mælingu í nóvember aftur og stíflan hélt alveg í sumar. Þegar leið á haustið hefúr verið stígandi í efnastyrknum í ánni. Það er hins vegar ekki auðvelt að túlka hvort um er að ræða leka úr vötn- unum eða breytingar vegna vetr- arrennslis. Við mældum síðast í nóvember og þetta sem við mæld- um í gær var mjög svipað og þá. Það er því ekki að sjá neina sláandi breytingu,“ sagði Sigurð- ur. Efnastyrkur vatnsins hefur forspárgildi Sigurður sagði að efnastyrkur vatns úr Grímsvötnum væri mun meiri en úr venjulegu rennsli í Skeiðará. Með því að taka reglu- lega sýni úr ánni væri hægt að sjá hvort vatn læki frá Grímsvötnum og spá um hlaup. Hann sagði að í venjulegu Skeiðarárhlaupi væri hægt að segja fyrir um hlaup með nokkrum fyrirvara vegna þess að venjulega byrjaði að leka úr Grímsvötnum áður en sjálft hlaupið kæmi. I stóra hlaupinu 1996 hefði hins vegar mjög lítið lekið áður en hlaupið hófst. Lekinn hefði hafist aðeins 6-10 klukkutím- um áður en hlaupið kom. Vatnamælingar næstu daga Sigurður sagði erfitt að spá um hvenær næsta Skeiðarárhlaup hæfist. Það lægi þó fyrir að ísstífl- an við Grímsfjall væri veik og léti fyrr undan en fyrir tveimur árum. Til þess að hún gæfi eftir þyrfti hins vegar að vera nægur þrýsting- ur á hana frá vatni í Grímsvötnum. Vatnamælingamenn munu fylgj- ast með Skeiðará næstu daga. Flutt með þyrlu vegna andnauðar KONA á þrítugsaldri var flutt með þyrlu í Sjúkrahús Reykjavíkur á laugardagsmorgun vegna andnauð- ar í kjölfar líkamsárásar á veitinga- stað í Borgarnesi um nóttina. Tilkynnt var um atburðinn til lög- reglunnar í Borgarnesi klukkan 3:19. Konan mun hafa hlotið högg á háls og átt erfitt með andardrátt. Að mati læknis þótti ráðlegt að koma konunni undir læknishendur í Reykjavík og var þyrla Landhelgis- gæslunnar kölluð til. Flutti hún kon- una á slysadeild Sjúkrahúss Reykja- víkur. Var hún á góðum batavegi í gærmorgun. Maður sá, sem talinn er hafa lagt hendur á konuna, mun hafa ráðist á annan mann í Borgarnesi og veitt honum áverka. ------M-*----- Sex grunaðir um ölvunarakstur SEX ökumenn voru grunaðir um ölvunarakstur í Reykjavík aðfara- nótt laugardags og eiga þeir yfir höfði sér að missa ökuréttindi. Bflstjórarnir voru stöðvaðir á tímabilinu frá miðnætti tii klukkan sjö um morguninn. Heilbrigðisráðherra fer til Færeyja Færeyskir sjúklingar til Islands? Þúrshöfn. Morgunblaðið. LÍKUR eru á að færeyskir sjúklingar, sem þurfa til meðferðar á sjúkrahúsi utan Færeyja, muni í auknum mæli leita lækninga á Is- landi. í þeim tilgangi að komast að því hvaða möguleikar eru fyrir hendi á samstarfi á sviði heilbrigðismála hefur Helena Dam á Neystabo, félags- og heilbrigðismálaráðherra í landsstjóm Færeyja, boðið Ingi- björgu Pálmadóttur, heilbrigðis- ráðherra, til skrafs og ráðagerða til Færeyja. Hún býst við svari frá hinni íslensku starfssystur sinni fljótlega eftir áramót. „Við höfum áhuga á að auka sam- starfið á sviði heilbrigðismála við fleiri lönd en Danmörku. Þar með er ekki sagt, að við séum ekki ánægð með þá þjónustu sem við fáum í Danmörku, en við óskum eftir því að auka sambandið við önnur lönd - og í þessu samhengi sérstaklega Is- land,“ segir Helena Dam á Neysta- bo. Hún segir að talið sé að betri meðhöndlun ýmissa tegunda krabbameins standi til boða á Is- landi en í Danmörku. BLAÐINU í dag fylgir 12 síðna auglýsingablað í stóra broti frá Ný- kaupi „Uppskrift að gleðilegum jól- um.“ Blaðinu er dreift á höfuðborg- arsvæðinu. Morgunblaðið/Halldór VERSLANIR voru teknar að fyllast þegar fyrir hádegi í gær. Þessi fjölskylda var að setja í innkaupakerruna í Kringlunni. Rætt um fjárlög á Alþingi Andstaða vefeng- ir þjóðhagsspá ÞRIÐJA og síðasta umræða um frumvarp til fjárlaga næsta árs stóð yfir á Alþingi í gærdag en óvíst var hvenær atkvæðagreiðsla færi fram um framvarpið og breytingartillög- ur við það. Meirihluti fjárlaganefnd- ar Alþingis leggur m.a. til þá breyt- ingartillögu að allt að 300 milljónum króna verði varið til stofnunar eign- arhaldsfélaga á landsbyggðinni sem ætlað er að styrkja atvinnulíf þar og auka fjölbreytni atvinnuframboðs. Þá óskar meirihlutinn eftir því að framlag til málefna fatlaðra verði hækkað um 67 milljónir króna. Þar af eiga 60 milljónir að fara til nýrra stofnana í Reykjavík og Reykja- neskjördæmi í samræmi við skýrslu nefndar um biðlista eftir búsetu og annam þjónustu hjá svæðisskrif- stofum málefna fatlaðra. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær gerir meirihlutinn ráð fyrir að tekjuafgangur ríkissjóðs verði um 2,6 milljarðar á næsta ári m.a. vegna endurmats Þjóðhags- stofnunar á efnahagshorfum næsta árs. Minnihluti fjárlaganefndar ve- fengir hins vegar þessa þjóðhags- spá og telur að í henni felist vanmat á innflutningi og fjárfestingu. Þeir þættir geti haft talsverð áhrif á tekjuhlið ríkissjóðs. Þingfrestun óákveðin Auk fjárlagafrumvarpsins vora fjölmörg önnur mál á dagskrá þing- fundar í gær. Ekkert samkomulag virðist vera milli stjórnar og stjórn- arandstöðu um þinghaldið næstu daga og óvist hvenær þingi verður frestað fyrir jói. Mikið verslað fyrir jólin VERSLUN fyrir jólin er að ná há- marki þessa dagana. Mikið var að gera í búðum um helgina. Sigurð- ur Jónsson, framkvæmdastjóri Kaupmannasamtakanna, sagði að útlit væri fyrir góða verslun fyrir jólin. Hún hefði að vísu farið nokkuð seint af stað líkt og í fyrra. En eftir 10. desember, þeg- ar nýtt kortabii hófst, hefði jóla- verslunin komist í fullan gang. Sigurður sagði að fyrir síðustu jól hefði mikil aukning orðið í jóla- verslun og sumir hefðu verið van- trúaðir á að jafnmikil verslun yrði fyrir þessi jól, en útlit núna væri almennt gott. Sigurður sagðist að vísu ekki hafa góðar upplýsingar um verslun á lands- byggðinni. Gott veður og góð færð væri ekki að öllu ieyti hagstæð fyrir landsbyggðarversl- unina því þá væri hætt við að fleiri gerðu sín kaup í Reykjavík. Dagskrárstjóri á hverju heimili ► Möguleikar í stafrænu sjón- varpi „óþrjótandi". /10 „Mistök“ fortíðar opinberuð? ► Stuðningur Bandaríkjanna við herforingjastjórnir í Rómönsku- Ameríku upp á yfirborðið. /12 Með bjartsýnina að leiðarljósi ► íslendingar eiga þátt í miklum umskiptum í Öksfjord í N-Noregi. /22 Verslunin og útgáfan styðja hvor aðra ► í Viðskiptum/Atvinnulífi á sunnudegi er rætt við Eddu Möll- er, framkvæmdastjóra hjá Kirkju- húsinu og Skálholtsútgáfunni. /30 ►1-36 Hamhleypa í fugla- söfnun ► í litlum skúr á bænum Ytri- Neslöndum á Sigurgeir Stefáns- son merkilegt safn uppstoppaðra fugla og eggja. /1&18-19 Hrædd við að gera okkur að fíflum ► Leikur og sköpun er inntakið í námskeiðum Helgu Arnalds. /10 Og steinarnir tala ► Egill Benedikt Hreinsson, pró- fessor í rafmagns- og tölvuverk- fræði þykir einnig lagtækur jasspíanisti. /22 C FERÐALÖG ► l-4 Hugleiðingar um Ind- landsferð ► íslendingar styðja blásnauð indversk börn til náms. /2 Washington-eyja ► Ferðast um fornar Islendinga- slóðir /3 D W0 BILAR ► l-4 Sonata með veggrips- kerfi sem virkar ►Hyundai Sonata reyndur í hálku. /2 Reynsluakstur ► Laguna nú með minni vél og verklegri Applause með nýjum svip. /4 Eatvinna/ RAÐ/SMÁ ► l-20 Kodak fær alþjóðlegu umhverfisverðlaunin ►Viðui'kenningin fyrir „einnota“/margendurnota mynda- vélar. /1 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir l®4/8/bak Brids 50 Leiðari 32 Stjömuspá 50 Helgispjall 32 Skák 50 Reykjavíkurbréf 32 Fólk í fréttum 54 Skoðun 40 Útv/sjónv. 52,62 Minningar 42 Dagbók/veður m Myndasögur 48 Mannl.str. 30b Bréf til blaðsins 48 Dægurtónl. 32b ídag 50 INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.