Morgunblaðið - 20.12.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.12.1998, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1998 LISTIR MORGUNB L AÐIÐ N áttúrukraftur eða lítil stúlka ELISABET Jökulsdóttir sendir frá sér bama- bókina Söguna af Aðalheiði og borðinu bh'ða. „Þetta er saga sem ég samdi fyrir tveimur ámm. Þá var ég nýbúin að leikstýra í fyrsta sinn, leikriti mínu Allsnægtaborðinu, og af því ég get ekki dottið í það eins og venjulegt fólk lagði ég á borð í heila viku til að ná mér niður. Á sjöunda degi rann sagan af Aðalheiði upp úr mér eins og lækur. Ég var undrandi á því þegar ég sá að ég hafði skrifað bama- sögu,“ segir Elísabet en bætir við að fáir séu sammála henni um að að þetta sé bamasaga. „Fólki þykir þetta vera saga fyrir sig enda kom hún bara í gegnum mig.“ „Ég lét hana svo bara liggja í salti en var svona að snurfusast í henni, breyta einu og einu orði eða setningu, þangað til í haust að ég ákvað að gefa hana út,“ heldur Elísabet áfram. Síðan hafa bæst við fimmtán sögur af Aðalheiði. Elísabet segir að lítið sé vitað um uppmna aðalpersónunnar Aðalheiðar. „Það veit enginn hver hún er. Kannski er hún draugur eða engill, kannski er hún draumur h'tillar stúlku og kannski er íjölskylduna hemiar að dreyma Elísabet Jökulsdóttir þessa sögu. Enginn veit hvar hún á heima, hvar hún sefur eða borðar. Fólk heldur jafhvel að hún búi úti í skúr. Sumir segja að Aðalheiður sé náttúrukraftur, aðrir segja að hún sé bara lítil stúlka.“ Aðspurð hvort bókin týnist ekki í bóka- vertíðinni svona rétt fýrir jólin segir Éh'sabet að útlit bókarinnar verði með sérstökum hætti, það verði á henni hali en aðallega hafi hún verið að hugsa um að vera sögunni trú og reynt að taka á móti því sem kemur, rétt eins og fólk tekur á móti Aðalheiði. „Til þess að vera sjálfum sér trúr og fjölskyldu sinni og því sem skiptir mann máli í li'finu verður maður að geta verið ein- hverju einu trúr. I þessu tilfelli snýst málið um söguna. Þetta var eins og að fara fram og aftur Sprengisand um hávetur í blindhríð. Nú er veðrið gengið niður og mikil huggun að eldglæringunum í Vatnajökli. Stóra sagan ijallar um ýmis tabú í fjölskyldu sem krauma undir yfirborðinu, en ég nota aðferðir ævintýrsins til þess. Henni ætla ég að reyna að koma út á Þorláksmessu eða aðfangadagsmorgun, ef mamma kemur heim.“ Seinni hluti Branden- burgarkonsertanna Brandenburgarkonsertar Bachs, konsertar nr. 4-6, verða fluttir á seinni jólatónleikum Kammersveitar Reykjavíkur í Askirkju í dag, sunnu- dag, en hinir fyrri þrír voru fluttir á tónleikum á fimmtudagskvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem staðið er að heildarflutningi Brandenburg- arkonsertanna hér á landi og hefur Kammersveitin fengið hollenska fiðluleikarann Jaap Schröder til að leiða flutninginn. Einleikarar á tónleikunum í dag verða fiðluleikararnir Rut Ingólfs- dóttir og Hildigunnur Halldórsdótt- ir, víóluleikarnir Þórunn Ósk Mar- inósdóttir og Guðrún Hrund Harð- ardóttir, flautuleikaramir Bern- harður Wilkinson, Martial Nardeau og Guðrún Sigríður Birgisdóttir og Helga Ingólfsdóttir semballeikari. Tónleikamir í dag hefjast kl. 17.00 og er forsala aðgöngumiða í verslun Máls og menningar, Lauga- vegi 18. Lífvörður og kvennag'ull ERL. BÆKUR Spennusaga „Finders" eftir Greg Rucka. Bantam Books 1998. 320 síður. GREG Rucka heitir bandarískur spennusagnahöfundur sem er að hefja sinn feril. Hann hefur aðeins sent fi-á sér þrjár bækur og segist vera að vinna við þá fjórðu. Tvær þeirra, „Keeper“ og „Finder", hafa komið út í vasabroti hjá Bantam-út- gáfunni, sú þriðja, „Smoker“, kom út í haust innbundin og sú fjórða er væntanleg á næsta ári, „Chasing the Dragon". Rucka er frá San Francisco og starfaði við ýmis og ólík verkefni áður en hann settist niður til þess að gerast spennusagnahöfundur. Heiti fyrstu sagnanna þriggja er erfitt að þýða beint á íslensku. Þau em líklega tekin úr orðaforða lífvarða því aðalpersónan í sögum hans er lífvörð- ur að atvinnu og heitir Atticus Kodi- ak og er um þrítugt. I „Finder“ er hann fenginn til þess að gæta ung- lingsstúlku sem reynist erfiðara en flest annað sem hann hefur tekið sér íyrir hendur í lífinu. „Finder“ tilheyrii- líklega helst hin- um harðsoðnu reyfurum bandarísku hefðarinnar með sinni myrku sýn á borgarlífið, hinu nauðsynlega örlaga- kvendi slíkra sagna eða femme fatale, sem hefur einhvers konar vald yfir Attieusi, og að öðm leyti nokkuð flókin kvennamál, sem aðalpersónan virðist ekki geta ratað út úr. Atticus þessi virðist mjög hæfur lífvörður og getur á undraskjótum tíma safnað um sig sérfræðingum á sviði lífvörslu en hann er einnig kvennamaður kræfur sem ég held að sofi hjá hverj- um einasta kvenmanni sem nefndur er til sögunnar fyrir utan unglings- stúlkuna; hann gimist hana þó á ein- um stað en af hverju hann heldur aft- ur af sér er allt að því óskiljanlegt. Hún er eins konar Lólíta og það er faðir hennar, herforingi í Pentagon, sem er að deyja úr alnæmi, er fær Atticus til þess að gæta hennar. í ljós kemur að Atticus þessi var lífvörður foringjans í fymdinni og svaf þá hjá eiginkonu hans, Díönu, sem var allt í lagi því á þeim tíma svaf herforinginn sjálfur hjá öllu sem stóð kjurt nógu lengi. Nú standa þau í ofsalegri skilnaðardeilu og vilja bæði fomæði yfir unglingsstúlkunni dóttur sinni og Atticus lendir í omahríðinni miðri. Þetta er ekkert venjulegt fomæðis- mál, ó, nei, held nú síður. Móðirin leigir sér brottræka málaliða úr bresku SAS-sveitunum til þess að hafa uppi á stelpunni og færa sér en það em eintómir fantar og fúlmenni, sem svífast einskis ef doliarar eru í boði. Atticus hefur lítinn einkaher til taks ef á þarf að halda (hann sefur hjá helmingi mannaflans) en að auki ganga í lið með honum SAS-menn sem vilja hafa hendur í hári fantanna. Líklega lýsir sagan hverjum öðmm starfsdegi lífvarða á besta skeiði með sínum SAS-bardögum, kúnnum sem eru að drepast úr alnæmi, dætmm sem reyna við þá, konum sem falla flatar og æsispennandi skotbardög- um og feluleik í stórborginni. Það er svo sem nógu mikið af hasar í sög- unni en hann er ekki sérlega spenn- andi og persónurnar em ekki nógu trúverðugar til þess að dæmið gangi upp. Einfóld forræðisdeila (ef slíkar em nokkurn tímann einfaldar) er blásin út í svo stórkostlega hemað- araðgerð að það hálfa væri mikið meira en nóg. Arnaldur Indriðason Þú sérð það sem ég fiem GARÐURINN -klæðirþigvel ÞÓRARINN Eldjárn sendir nú frá sér sitt fjórða smásagnasafn sem nefnist því hnýsilega nafni, Sérðu það sem ég sé. Fyrsta smásagna- safn Þórarins kom út árið 1981 og vakti verðskuldaða athygli, ekki síst fyrir sögur á borð við Tilbury og Síðustu rannsóknaræfinguna sem telst skyldulesning nýnema við íslenskudeild Háskóla Islands. Smásögur Þórarins hafa oftlega leikið á mörkum tveggja heima, skáldskapar og veruleika, gamals og nýs, fyndni og alvöru, undurs og óhugnaðar. I þessum nýju sög- um er stundum farið alveg yfir í fantasíuna og einnig spunnið í kringum árekstur fortíðar og nútíðar. Ennfremur veit lesandinn ekki alltaf hvort hann á að hlæja eða gráta eftir lestur sagnanna, það sem virðist framan af vera sak- laust grín getur snúist upp í skelf- ingu og óhugnað, og öfugt. Þannig er til að mynda um feluleik sem snýst upp í harmleik í sögunni Var hó! og skemmtiferð hjóna til París- ar sem snýst upp í hrylling í sög- unni I svip. Titillinn á bókinni er að sögn Þórarins fenginn úr Grasaferð Jónasar Hallgrímssonar. Aðspurð- ur hvort þetta sé túlkunarlykill að sögunum í henni segir hann þetta sé kannski frekar sú spuming sem höfundar era í raun að spyrja les- andann þegar þeir gefa út bók. „Maður er að deila með lesandan- um sýn sinni á veruleikann og um leið spyr maður hann hvort hann sjái það sama og maður sjálfur.“ - Þetta er ekki vísun í fanta- sfuna sem einkennir margar sög- urnar? „Jú, en það getur líka vísað til þess að í sumum sögunum er ég að skrifa um hluti sem aðrir hafa kannski ekki séð svo mikið sögu- efni í. Ég segi til dæmis frá lítilli plaststyttu af fermingardreng sem sér heiminn út frá öðra sjónar- horni en við og er alls ekki sama um það sem hann upplifir. í þessari styttu sjá aðrir kannski ekki neitt og sumir eitthvað allt annað.“ - Þetta er kannski spurning um sjónarhorn, hvaðan maður horfir og með hvaða hugarfari? „Já, það getur verið. Svo fannst mér skipta máli að ég set þetta ekki fram sem ótvíræða spumingu þar sem ég sleppi spumingamerk- inu. Þetta getur því verið full- yrðing sem þýðir: Þú sérð það sem ég sé.“ - Sögurnar koma úr mörgum áttum og eru afar fjöibreyttar að efni. Hvaðan færðu yfírleitt efnið í þær? „Nokkurn veginn hvaðan sem er. Mér hafa verið sagðar sumar þess- ar sögur en síðan hef ég fært þær í ákveðinn búning og í ákveðinn stíl, breytt og bætt og steypt öðru sam- an við. En gjarnan líður langur tími frá því ég heyri sögu þangað til ég nota hana sem efnivið. Það sem gerist á meðan er að einhvers staðar í afkimum heilans fer fram úrvinnsla á því hvernig hægt er að nálgast þetta efni. Svo allt í einu lýstur því niður í mann og þá er sagan tilbúin til að skrifast.“ Fyrr á árinu sendi Þórarimi einnig frá sér þýðingu á Inferno eftir sænska skáldið August Strindberg. Bókin er ein frægasta skáldsaga seinni tíma og hefur haft gríðarleg áhrif á bókmenntir ald- arinnar. Viðfangsefnið er öðram þræði sálarástand mannsins við si'ðustu aldamót. - Þetta er brjálæðisleg bók, Þór- arinn, var ekki erfítt að þýða hana? „Jú, það var eiginlega dálítið erfitt að finna réttu leiðina. Strax í upphafi stóð ég frammi fyrir óvenju snúnu textaspursmáli sem Iýtur að því hver original texti þessa verks er. Það er skrifað á frönsku en kom samt fyrst út í sænskri þýðingu. Strindberg þýddi bókina ekki sjálfur á sænsku og var óánægður með hana, breytti Þórarinn Eldjárn henni eins og honum sýndist en var þá ekkert að fara eftir franska originalnum. Franski originallinn hans var líka dálítið skrýtinn vegna þess að franskan hans var dálítið skrýtin. Franskur maður breytti þeirri útgáfu því aðeins og svo fór hún að hafa áhrif á sænsk- ar útgáfur löngu seinna. En kjarn- inn hefur alltaf verið sænska útgáf- an og það var hún sem íslenskir höfundar eins og Halldór Laxness lásu. Sjálfur þýði ég eftir útgáfu frá 1994 þar sem original texti Strindbergs kom í fyrsta skipti eins og hann skilaði honum á frönsku með sænskri þýðingu við hliðina, en í henni er ýmislegt leiðrétt sem hafði misfarist á langri leið. í þess- ari sænsku þýðingu er samt ákveðinni áferð haldið sem gefur til kynna að þetta er hundrað ára gamall texti. Þetta hafði ég allt til hliðsjónar og reyndi líka að láta textann ekki líta út eins og reyk- vískt nútímamál heldur láta það sjást að þetta er aldargömul bók.“ Þrátt fyrir aldurinn segir Þórar- Nýjar bækur Gríma gamals húss GRIMA gamals húss nefnist Helgi- spjall Matthíasar Johannessen. Fremst eru greinar um menningu og menn, einkum þá sem tengjast Morgunblaðinu eða hafa starfað þar í áraraðir. Stór hluti bókarinnar er með ljóðaþýðing- um Matthíasar, gömlum og nýj- um. Meðal skálda sem Matthías þýðir eftir eru Knut 0degárd, Wolfgang Schiffer, Rolf Jacobsen, Kenneth Kock, Ungarettti, Brian Patten, Paul La Cour, Miroslav Holub, Guntram Vesper, Olav H. Hauge og Mao Zedong. Matthías segist þýða ljóð að gamni sínu og einkum eftir vini sína eða fólk sem hann hefur kynnst. Árvakur hf., útgáfufélag Morgun- blaðsins, gefur bókina út í 200 ein- tökum. Aftast í henni er að fínna nafnaskrá og atriðisorðaskrá fyrir sex fyrstu bindi Helgispjalls sem Eiríkur Hreinn Finnbogason tók saman. Prentsmiðja Morgunblaðsins og Oddi prentunnu bókina sem er 261 síða. .------------- •KÓR Flensborgarskóla heldur sitt árlega Vinakvöld á aðventu í kvöld, kl. 20.30 í Hásölum Hafnar- fjarðarkirkju. Barna- og unglingakór Hafnarfjarðarkh-kju verður gestur þeirra að þessu sinni. Stjórnandi kóranna er Hrafnhildur Blomster- berg. sé inn að Inferno sé alltaf ný og margar skemmtilegar tilviljanir tengi hana við okkur nú þegar nákvæmlega hundrað ár séu liðin frá útkomu hennar. En hvort á að lesa þessa bók sem sjálfsævisögu- legt verk eða sem skáldverk? „Það á að líta á hana sem skáld- skap. Þetta hefur víst löngum verið deila á milli geðlækna og bók- menntafræðinga þar sem geðlækn- arnir hafa tekið hana sem dókú- ment beint úr lífi Strindbergs en með nánari rannsóknum og saman- burði bókmenntafræðinga hefur komið í ljós að þetta er skáldsaga. Að vísu litast hún afskaplega mikið af því að aðalpersónan heitir A.S. eða August Strindberg. Hún hefur greinilega skrifað allar sömu bæk- ur og hann, ytri atriði æviferilsins eru nákvæmlega eins en svo er mjög margt annað sem ekki stemmir. Þessi bók er voðalega mikil goðsögn sem allir tala um sem sjálfsagðan hlut, allir hafa eitthvað um Inferno Strindbergs að segja, en þegar maður fer aðeins að kroppa í það þá hafa fæstir lesið hana. Það þarf ekki að lesa hana, hún er svo umtöluð. Ég vildi bæta úr þessu." Hún hafði heyrt af því sögur að ernir tækju lömb og jafn- vel böm, en hún sá hann ekki þegar hann kom og hafði því ekkert ráðrúm til að verða hrædd, enn síður gat hún reynt að forða sér eða hrekja hann burt. Hún heyrði aðeins þennan undarlega þyt sem hún hélt í fyrstu að væri vindurinn þar sem hún sat að morgni dags í túnjaðrinum niður undan bænum frammi á fjörukambi og horfði út á sjóinn. Þennan þunga kalda þyt sem hún gat ekki gleymt upp frá því, arnsúginn. tír Sérðu það sem ég sé.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.