Morgunblaðið - 20.12.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.12.1998, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 13/12 -19/12 ►ÓFORMLEGUM viðræðum Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna og íslenskra sjávar- afurða hefur verið hætt. Jafnframt hefur Benedikt Sveinsson, sem verið hefur forstjóri IS, verið ráðinn for- stjóri Iceland Seafood Corp. Ekki hefur verið ákveðið hver verður eftirmaður hans hjá ÍS. ►ORN Arnarson varð um helgina Evrópumeistari í 200 metra baksundi og fjórði í 100 metra baksundi. Örn var útnefndur efnilegasti sund- maður Evrópu. ►UPP úr viðræðum Alþýðu- flokks, Alþýðubandalags og Kvennalista um sameiginlegt framboð í Reykjavík slitnaði þegar fulltrúar Kvennalist- ans gengu af fundi flokkanna og skiluðu umboði sínu til samninga. Óljóst er hvort Kvennalistinn verður með í samfylkingu flokkanna, en samstaða hefur tekist. milli A-flokkanna í Reykjavík um prófkjör. ►HEILBRIGÐISRÁÐHERRA ætlar að leggja fram frum- varp sem hefur í för með sér að bætur almannatrygginga hækki um 4% um áramót. Ennfremur verður dregið úr skeröingu bóta vegna tekna maka. Kostnaður við þetta er samtals 1,5 milljarður. Full- trúar öryrkja og aldraðra gagnrýna frumvarpið harð- lega og telja of skammt gengið. ►HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt ákvörðun umhverfis- ráðherra að flytja Landmæl- ingar ríkisins til Akraness ólögmæta. I dóminum segir að kveða verði á um flutning- inn í almennum lögum. Um- hverfisráðherra segir að frumvarp þessa efnis verði lagt fram á Alþingi. Lög um gagnagruim samþykkt FRUMVARP um gagnagrunn á heil- brigðissviði hefur verið samþykkt sem lög frá Alþingi. 37 þingmenn studdu frumvarpið við lokaafgreiðslu en 20 voru á móti. Einn stjórnarþingmaður, Einar Oddur Kristjánsson, greiddi at- kvæði gegn frumvarpinu, en að öðru leyti studdu stjórnarþingmenn frum- varpið og stjórnarandstaðan greiddi at- kvæði gegn því. Hörð orð féllu við af- greiðsluna. Stjórnarandstæðingar töl- uðu um mannréttindabrot og siðlaus og gerræðisleg vinnubrögð, en stjómarlið- ar sögðu að verið væri að leggja horn- stein að miklum framfómm á sviði heil- brigðismála. Eldgos í Grímsvötnum ELDGOS er hafið í Grímsvötnum í Vatnajökli, á sama stað og gaus 1983 og 1934. Gosmökkurinn náði um 10 km hæð nokkram klukkutímum eftir að gosið hófst og sást hann víða um land. Ekki er talið að mannvirki séu í hættu. Ekki er mjög mikið vatn í Grímsvötnum og auk þess er staðsetning gossins með þeim hætti að ekki bætist mikið vatn við það sem fyrir er í Grímsvötnum. Vega- gerðarmenn era engu að síður með vakt við Skeiðarársand. Vísindamenn telja ekki miklar líkur á stórhlaupi í líkingu við það sem varð í nóvember 1996. Ríkið yfirtekur rekstur SHR RÍKIÐ yfrrtekur rekstur Sjúkrahúss Reykjavíkur um næstu áramót. Samn- ingur þessa efnis var undirritaður af heilbrigðisráðherra, fjármálaráðherra og borgarstjóranum í Reykjavík. Jafn- framt hefur verið ákveðið að Magnús Pétursson, ráðuneytisstjóri í fjármála- ráðuneytinu, verði forstjóri yfir báðum stóra sjúkrahúsunum í Reykjavík. Þá hefur verið ákveðið að sjúkrahúsin fái hálfan milljarð í aukafjárveitingu til að rétta af rekstrarhalla síðustu ára. Heil- brigðisráðherra segir að þetta þýði að fjárhagsstaða spítalanna sé betri en hún hafi verið síðustu 10 ár. Árásir á Irak BANDARÍKJAMENN í samvinnu við Breta hófu á miðvikudagskvöld flug- skeytaárásir á skotmörk í Bagdad eftir að Richard Butler, yfirmaður vopnaeft- irlitsnefndar Sameinuðu þjóðanna (UNSCOM) í írak, hafði tilkynnt í skýrslu sinni að írakar hefðu ekld veitt UNSCOM þá aðstoð sem þeir hafa ít- rekað lofað. Viðbrögð við árásunum þykja blendin og hafa Rússar lýst megnri óánægju sinni, ekki síst með að leyfis skyldi ekki fyrst hafa verið leitað í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og að þeim skyldi ekki hafa verið sagt frá árásunum fyrirfram. Kölluðu þeír heim sendiherra sína í Washington og London. Bretar og Bandaríkjamenn segja árásirnar hafa gengið vel eftir at- vikum en Saddam Hussein, forseti Iraks, var hins vegar vígreifur í sjón- varpsávarpi í gær og hafa írösk stjórn- völd sakað Breta og Bandaríkjamenn um lygar til að finna sér tylliástæðu til að ráðast á þá. Clinton stendur í ströngu BILL Clinton Banda- ríkjaforseti stóð í ströngu í vikunni og háði hildi á fleiri víg- stöðvum en í írak. Á meðan á heimsókn hans í ísrael og Pa- lestínu stóð um síð- ustu helgi skipuðust veður í iofti heima fyrir og nánast ör- uggt var í gær talið að fúlltrúadeild Bandaríkjaþings myndi samþykkja að efnt verði til réttarhalda yfir forsetanum í öldungardeildinni vegna meintra lyga hans fyrir rannsóknarkviðdómi Kenneths Starrs. Ætlaði fulltrúadeildin að hefja umræður um málið á fimmtudag en þeim var frestað eftir að Clinton hafði látið það verða sitt fyrsta verk á bandarískri grandu, eftir heimsóknina til Mið-Aust- urlanda, að fyrirskipa árás á Irak. Hófust umræður í staðinn í gær, fóstudag. ►HEIMSÓKN Bills Clintons Ban d aríkj aforse ta til Mið- Austurlanda lauk á þriðjudag en forsetanum túkst ekki að leysa þau vandkvæði sem nú eru uppi í friðarumleitunum milli Israela og Palestínu- manna. Afhentu Israelar Pa- lestúiumönnum ekki land á Vesturbakkanum á föstudag eins og ákvæði Wye-samkomu- lagsins kveða á um vegna þess að þeir segja að Palestínu- menn hafi svikið loforð um að bregðast við hryðjuverkum gegn íbúum ísraels. Clinton vígði formlega flugvöll Palest- ínumanna í Gaza á mánudag og varð vitni að þvf þegar um- deilt ákvæði í stofnskrá Frels- issamtaka Palestínu (PLO), sem kallar á gereyðingu Isra- elsríkis, var fellt úr gildi. ►LÁ V ARÐ ADEILD breska þingsins ákvað á fimmtudag að fella úr gildi úrskurð sér- staks áfrýjunardómstóls lá- varðadeildarinnar, sem er efsta dómstig í Bretlandi, þess efnis að Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, nyti ekki friðhelgi. Verður rnálið tekið fyrir að nýju þar sem einn dómaranna, Hoffmann lávarður, var dæmdur hafa verið vanhæfur til setu í dómnum, vegna um- fangsmikilla tengsla sinna við mannréttindasamtökin Am- ncsty Intemational. ►STJÓRNMÁLAFLOKKAR á N-írlandi náðu á föstudag langþráðu samkomulagi um fjölda og skipun ráðuneyta í heimasfjóm, og hversu marg- ar samráðsnefndir írskra og n- írskra stjórnvalda munu verða. Sama dag afhenti öfga- hópur sambandsinna, LVF, hluta vopnabúrs síns, fyrstur öfgahópa. GOSIÐ í GRÍMSVÖTNUM Morgunblaðið/RAX ASKAN dreifðist í austurátt í gær. Skálar Jöklarannsóknafélagsins eru á bungunni fyrir miöri mynd. Eldtungur sjáanleg- ar í skamma stund ELDTUNGUR vora sjáanlegar í skamma stund vestan til í gossprangunni í Grímsvötnum um kl. 11 í gærmorgun, þegar Morgun- blaðsmenn flugu yfir svæðið. Gosið virtist heldur minna þá en í fyrradag þegar það hófst. Vindáttin hafði breyst nokkuð; í fyraadag lagði ösk- una í suðaustur en í austur í gær- morgun, yfir svæðið þar sem þrir skálar Jöklarannsóknafélagsins standa á Grímsfjalli, skammt frá þeim stað þar sem gýs. Gosmökkurinn sást vel í gær- morgun um leið og tekið var á loft frá Reykjavíkui-flugvelli, þrátt fyrir myrkur; sýndist ljós og liðast hægt og rólega til lofts. Það var ekki fyrr en komið var alveg að Grímsvötnum að sást hversu krafturinn var mikill; talsverðar öskusprengingar voru úr tveimur af fimm gígum sem mynd- uðust í fyrradag; þeim stærsta í miðjunni og næsta vestan við, en í tveimur þeim austustu var allt með kyrrum kjörum og sömu sögu er að segja af þeim vestasta. Þó krafturinn sé talinn nokkru minni en í fyrradag var hann greini- lega enn mikill; tignailegt var að sjá gráan, þykkan mökk stíga upp úr vatnsyfirborðinu - einna helst mætti líkja því við að þykkum loðfeldi væri vöðlað saman hratt ogju'öftuglega. Morgunblaðsmenn komu á svæðið um klukkan hálf ellefu, sólin var að koma upp fyrir sjóndeildarhringinn í suðri og fallegt var um að litast á svæðinu. Engu var líkara en hvítir ullarlagðar hefðu verið lagðir sem vamargarðar austan við gossvæðið, en þeir vörnuðu engu; askan dreifð- ist í austurátt. Snjórinn var ijósgrár talsvert austur, en þegar vestar dró dökknaði og Grímsfjallið var orðið kolsvart en engin aska féll á norð- austurhluta þess í fyrradag. Þrír skálar Jöklarannsóknafélagsins, á bungunni austur af gossvæðinu, voru eins og sykurmolar að sjá úr lofti, hvítii- með gi-áiTÍ slikju ofan á, nokk- ur aska hafði sest á þá, en í kring var allt svart. Þegai’ flogið vai’ norðan við gosið var mökkurinn eins og fortjald að sólarlaginu í suðri; reyndar eins og þunnt og gegnsætt gluggatjald vest- ast en líktist heldur þykku fortjaldi í einhverju leikhúsanna þegar austai’ dró - þar sést ekki í gegn til sólar. Eftir að sveimað hafði verið yfir svæðinu dágóða stund var eins og gosvirknin færðist ofurlítið í vestur, og skyndilega skutust eldtungur í loft upp - við hlið aðalgossins fram að því. Hraunmolar þeyttust á loft en ekki sáust margir og þeir fóru ekki langt. Þetta minnti einna helst á tívolíbombu eins og gjarnan er sprengd á gamlárskvöld; eldtung- urnar skutust á loft eins og rákir sem slíkar bombur framkalla. Rauð- ur strókur stóð beint í loft upp, en það sjónarspil stóð stutt yfir. I mesta lagi hálfa mínútu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.