Morgunblaðið - 20.12.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 20.12.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1998 45F ÞORGERÐUR JÓNSDÓTTIR sem hún skrifaði rétt áður en hún dó: Eg vildi svo gjaman verjast, J)ó verður mér á að kvarta. 0, Guð minn, þaggaðu grátinn, þú gafst mér svo viðkvæmt hjarta. Elsku afí, Guð gefí þér styrk á þessum erfíðu tímum. Þú veist að við munum ávallt vera hjá þér. Þóra Stefánsdóttir, Lovísa Stefánsdóttir, Ragnhildur Sophusdóttir og Jón Haukur Baldvinsson. Við andlát elskulegrar ömmu minnar langar mig að minnast hennar með örfáum orðum. Amma Didda, eins og við bama- börnin kölluðum hana alltaf, var einstaklega hlý og góðhjörtuð manneskja sem gott var að vera nálægt. Aldrei munu samvem- stundimar með ömmu úr bústaðn- um á Laugarvatni líða mér úr minni, en þar naut amma sín hvað best. Það var sama hvort maður var í sveitinni eða heima hjá ömmu og afa í Garðabænum, alltaf vai- allt svo snyrtilegt og fallegt og kökur bornar fram af minnsta til- efni. Ég mun sakna elskulegrar ömmu minnar, en mestur verður söknuður afa. Ég veit að góður Guð hefur tekið ömmu opnum örnium og nú líður henni vel, laus við allar þjáningar. Megi minningin um elsku ömmu Diddu lengi lifa. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku afi, Guð styrki þig. Þóra Margrét Baldvinsdóttir. Hún Þóra mágkona mín er látin og það kom ekki á óvart. Hún var búin að stríða við illvígan hjarta- sjúkdóm í áratugi sem að lokum dró hana til dauða. En allan þenn- an tíma heyrði ég aldrei frá henni æðruorð. Þrátt fyrir heilsuleysi og sjúkrahúslegur sinnti hún heimili sínu og börnum af mikilli prýði. Og þar að auki starfaði hún að félags- málum af miklum dugnaði þegar þau hjónin bjuggu í Hafnarfirði og reyndar líka eftir það. Hún var heiðarleg og hreinskilin og sagði skoðun sína við hvern sem í hlut átti. Þau Þóra og Björn Helgi voru góð heim að sækja og höfðu ánægju af að fá til sín gesti og var þá oft glatt á hjalla á góðri stund. Eftir að heilsa hennar versnaði er á leið sýndi sig vel hvað hún átti góðan mann, því hann tók ekki aðeins að sér heimilisstörfm heldur hjúkraði henni eftir bestu getu. Ég þakka nú er leiðir skiljast vegferðina sem við áttum saman og bið henni blessunar guðs á nýrri vegferð og trúi því að nú sé hún laus við þjáningar. Ég og Ragnheiður og hennar fjölskylda sendum Bimi, börnum þeirra, tengdabömum og afkom- endum þeirra öllum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Yilborg Jónsdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. + Þorgerður Jónsdóttir fædd- ist í Eyjafírði 22. október 1922. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Seli á Akureyri 4. desember síðastiiðinn og fór út- för hennar fram frá Akureyrar- kirkju 16. desember. Okkur barnabörnin langar að kveðja ömmu okkar, Þorgerði Jóns- dóttur, með nokkrum orðum. Það fyrsta sem öllum datt í hug voru vöfflurnar og pönnukökurnar henn- ar ásamt rjómanum. Þessar krásir hristi amma jafnan fram úr erminni ef litið var inn til hennar og afa, fyrst í Gránufélagsgötunni og síðar í Skarðshlíðinni. Það var alltaf visst ævintýri að koma í „Gránusélags- götuna“ og fá að fara í allt dótið uppi á hálofti. Fara út á Iðavelli og tína blóm og færa ömmu sem tók bros- andi við þeim (fjórum jafnvel fimm faðmlögum) hún valdi eitt af hverri tegund og setti í glös út í glugga. Alltaf fékk hver sitt glas, sama hve margir fóru út að tína. Það má segja að margt hafí breyst þegar amma og afí fluttu í Skarðshlíðina. Þó svo að umhverfið breyttist var andrúms- loftið alltaf það sama. Umhyggjan og ástin allt í kring. Síðustu árin voru ömmu, afa og okkur öllum erfíð sökum veikinda hennar. Veikinda sem ollu því að yngri barnabörnin kynntust ekki þeirri hlið á ömmu sem við hin eldri þekktum. Minning um góða konu lifír í hjörtum okkar. Þó sérhver snjóhvít baldursbrá, er blikar nú í lands þíns reit, og fífill hver og f|óla smá að íjarðarbláma úr efstu sveit þig gréti, eins og áður Baldur, því ekkert sinnti dauðinn kaldur. Því dauðans Þökk ei viknar við, þó vinir hylji grátna brá; hún á hinn djúpa undrafrið, sem engin stuna rjúfa má. Því skal hver við sín örlög una, en ástvin horfinn þakka og muna. (Hulda.) Elsku amma, við viljum þakka þér fyrir allt og allt. Fyrir hönd barnabarna, Hulda og Harpa. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför föður míns, tengda- föður, afa og langafa, GRÍMS PÁLSSONAR, Hrafnistu, Reykjavfk. Valtýr Grímsson, Helga Valtýsdóttir, Hugrún Valtýsdóttir, Guðmunda Jóhannesdóttir, Grímur Helgi Pálsson, Auður Þórhallsdóttir, Sigurður S. Antonsson, Guðni Guðnason, Kristjana Sigurðardóttir og barnabarnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, ÞÓRÐAR EGILSSONAR, Höfðagrund 24, Akranesi. Jóna Valdimarsdóttir, Guðni Þórðarson, Sjöfn Guðmundsdóttir, Gylfi Þórðarson, Marta Kristín Ásgeirsdóttir og barnabörn. + Þökkum alla þá samúð og hlýju sem okkur hefur verið sýnd vegna andláts INGIBJARGAR RAGNARSDÓTTUR, Skjólbraut 10, Kópavogi. Ragna Páisdóttir, Þórmundur Sigurjónsson, Páll Einarsson, Ragnar Ragnarsson, Guðrún Ragnarsdóttir, Árni Björn Jónasson, + Hugheilar þakkir sendum öllum þeim sem sýnt hafa okkur samúð, stuðning og hlýhug við andlát og útför ástkaers eiginmanns míns, föður og afa, VIGFÚSAR SIGURÐSSONAR, Sogavegi 34, Reykjavík, Guð blessi ykkur öll. Ragna Þ. Stefánsdóttir, Hanna Rúna Vigfúsdóttir, Ragna Skinner. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SIGURÐUR B. ÓLAFSSON, Njarðargötu 3, Keflavík, sem lést 15. desemþer, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 22. desemþer kl. 13.30. Jónína Einarsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. RETTARHÁLS 4, REYKJAVÍK Sala — Leiga • Mikil lofthæð, 5 m á neðri hæð og 9 m á efri hæð, möguleiki á millilofti á efri hæð. • Óvenju stór lóð um 12.200 m2 og gott athafnasvæði. • Háar innkeyrsludyr. • Frábær og stöðugt vaxandi staðsetning. • Auðvelt er að skipta húsnæðinu í einingar. • Grunnflötur hvorrar hæðar er um 2.700 m2. • Afhending íjúní/júlí 1999. Byggingaraðili Eykt ehf., Borgartúni 21, Reykjavík. Einkasöluaðili Sími 533 4040 Fax 588 8366 oreigr^hfr Armúla 21 DAN V.S. WIIUM, hdl. lögg. fasteignasali. Skipholt 50A Til sölu í þessu glæsilega húsi um 1.600 fm. Um er að ræða skrif- stofu- og íbúðarhúsnæði, auk þess stór salur og bílskúrar. Húsnæði á einum besta stað í borginni og í góðu ástandi. Gefur marga nýtingarmöguleika. Góð bílastæði. Nánari upplýsingar gefur Magnús Leópoldsson á skrifstofu FM. C
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.