Morgunblaðið - 20.12.1998, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Eru átök
um E SB-
aðildí
vændum?
Hverjir eru kostir og gallar aðildar að Evr-
ópusambandinu? Er ESB-aðild yfirleitt „á
dagskráu á Islandi? Ragnar Arnalds,
alþingismaður og leikskáld, vill að hugsan-
leg aðild að Evrópusambandinu sé rædd
frá ýmsum hliðum. Raunar hefur hann
----------------------7--------
sjálfur komist að niðurstöðu. I nýrri bók
sinni varar hann eindregið við þátttöku Is-
lands í hinu evrópska samrunaferli. Jakob
—— — ~~
F. Asgeirsson ræddi við Ragnar um nýju
bókina, Evrópusambandið og ævarandi
------------------7------------
sjálfstæðisbaráttu Islendinga.
ÞAÐ SÆTIR tíðindum
þegar íslenskir stjóm-
málamenn senda frá sér
bækur - aðrar en sjálf-
hverfar og upphafnar
minningabækur. Pað er óneitanlega
dálítið sérkennilegt að það skuli
heyra til undantekninga að þing-
menn hinnar ritglöðu þjóðar skuli
skrifa bækur um stjómmál. Ef til
vill er það öðrum þræði vegna þess
að íslensk stjómmálabarátta er tíð-
um háð á tilfmningasviðmu. Stjóm-
málamennimir fínna líka að áhugi
almennings á rökræðu um stjórn-
málahugmyndir er fremur tak-
markaður, fólk vill skemmtilega
kappræðu. Hvað sem því líður er
víst að málflutningur margra þeirra
þingmanna sem mest ber á nýtur
sín sannarlega betur í æsingaræðu
en á pappírnum.
Ragnar Arnalds er einn fárra
þingmanna „bókaþjóðarinnar" sem
munda stílvopnið - að vísu hingað
til sem eins konar þerapíu: eftir önn
stjórnmáladagsins hefur hann horf-
ið á vit sögulegs drama. En nú hef-
ur hann tekið sig til og skrifað bók
um það sem hann kallar megin-
viðfangsefni fjörutíu ára stjórn-
málaferils síns: sjálfstæði Islands.
Bókin heitir Sjálfstæðið er sívirk
auðlind. Þar spyi- Ragnar hvort
„sjálfstæði“ landsins sé „úrelt
markmið" og hvort við eigum að
„fljóta með straumnum" og ganga í
Evrópusambandið. Tilefni bókar-
innar er skrímslið ógurlega - ESB.
„Það þarf að eiga sér stað miklu
meiri umræða um Evrópusamband-
ið, kosti þess og galla fyrir aðild ís-
lands,“ segir Ragnar: „Alltof margir
hugsa sem svo: Er ekki sjálfsagt
fyrir íslendinga að fljóta með
straumnum og fylgja fordæmi
nálægra þjóða með því að ganga í
Evrópusambandið? Ellegar menn
segja: Fiskveiðistefna Evrópusam-
bandsins er óaðgengileg fyrir Is-
lendinga og þess vegna er aðild ekki
á dagskrá sem stendur. Þetta er
það tvennt sem helst heyrist í um-
ræðunni. En afleiðingar þess fyrir
litlar þjóðir eins og íslendinga að
ganga í Evrópusambandið eru
margslungnar. Við verðum því að
ræða miklu fleira en allra einfóld-
ustu hliðarnar.
Eg vek athygli á því í þessari bók
að auðvitað fáum við með aðild auk-
in áhrif á setningu laga og reglu-
gerða með þátttöku í æðstu stjórn
sambandsins, ráðherraráði, fram-
kvæmdastjórn og Evrópuþingi. Þá
getum við að sjálfsögðu haft
nokkurn hagnað af því að rekstur
fyrirtækja verður einfaldari, það er
talið að rekstrarkostnaður fyrir-
tækja geti lækkað um 2 milljarða
við aðild. En á móti kemur ansi
margt sem glatast.
Evrópusambandið myndi fá úr-
slitavald til veiða á svæðinu milli 12
og 200 sjómílna og rétt til að taka
allar ákvarðanir um tilhögun þess-
ara veiða, svo sem lágmarksstærð á
físki, möskvastærð, lokanir svæða
o.s.frv. Það sem verst er þó er að
eftirlit með því að reglunum sé hlýtt
yrði hjá fánaríki veiðiskipanna en
ekki hjá strandríkinu. Þannig
myndu t.d. Spánverjar sjálfír fylgj-
ast með því að spænsk fiskiskip
fylgdu settum reglum. Við yrðum
því óvirkir við eftirlit á okkar eigin
miðum. Þetta er nú það sem fólki
hefur eðlilega orðið mest starsýnt á.
En það er margt annað sem þarf að
gefa gaum líka. Ekki síst að við
aðild mun Evrópusambandið annast
alla viðskipta- og fískveiðisamninga
fyrir okkar hönd við ríki utan ESB.
Við myndum því glata réttinum til
að gera viðskiptasamninga við þjóð-
ir í fjarlægum heimsálfum. Um leið
myndu falla niður þeir samningar
sem við höfum þegar gert við mjög
mörg ríki.
Þá er aðild okkur í heildina fjár-
hagslega óhagstæð. Við myndum
þurfa að borga 7,7 milljarða í skatt-
greiðslum til ESB, en fá til baka 2-3
milljarða í styrkjum til bænda og
um 1 milljarð í byggðastyrkjum.
Reglan er sú að ríkin þurfa að
borga jafnmikið á móti í styrki til
byggðamála og landbúnaðar eins og
Evrópusambandið lætur af hendi
rakna. Við gætum ekki sparað neitt
með því að láta ESB borga brúsann,
því við yrðum að leggja jafn mikið á
móti. Niðurstaða mín er sú að
kostnaðarauki ríkissjóðs vegna
Andstæðingar aðildar hafa lengstum verið í
meirihluta meðal þjóðarinnar, en sá meiri-
hluti virðist ekki lengur fyrir hendi. Þetta
stafar af ókunnugleika og mér finnst brýnt
að allur landslýður átti sig á því um hvað
málið snýst í raun.
Niðurstaða mín er sú að kostnaðarauki ríkis-
sjóðs vegna aðildar að ESB yrði enn hærri
en sem næmi skattgreiðslunum, 7,7 millj-
örðum - að líkindum nær 9 milljörðum.
aðildar að ESB yrði enn hærri en
sem næmi skattgreiðslunum, 7,7
milljörðum - að líkindum nær 9
milljörðum."
Þú hefur þó mestar áhyggjur af
valdafsalinu?
„Já, og þeirri skerðingu
sjálfsákvörðunarréttar sem felst í
aðild að Evrópusambandinu. Hér er
ekki á ferð venjuleg ríkjasamvinna
eins og við höfum þekkt hana í
alþjóðastofnunum Sameinuðu
þjóðanna, Evrópuráðinu eða Atl-
antshafsbandalaginu. Hér er verið
að mynda stórríki eða bandaríki og
þar af leiðandi myndum við afsala
okkur sjálfstæðinu á öllum megin-
sviðum stjómskipunar okkar.
I bókinni vek ég athygli á þróun
umræðunnar innan Evrópusam-
bandsins. Þar hefur ríkt ákveðin til-
hneiging til þess að fela þá stað-
reynd að verið sé að búa til stórríki.
Áherslan út á við breyttist eftir að
Danir felldu Maastricht-samninginn
1991. Þá fóru menn að haga orðum
sínum varlegar, hættu skyndilega
að tala um ESB sem nýtt stórríki og
tóku að nota önnur orð og mildari,
en stefna auðvitað áfram að sama
marki. ESB-þjóðirnar hafa mjög
ólíka afstöðu til þessarar þróunar.
Sumar virðast tilbúnar að ganga
brautina á enda eins og Þjóðverjar,
Frakkar, Benelúx-löndin og Ítalía.
Onnur ríki vilja hamla á móti, eink-
um Bretar en einnig Danir.“
Mun ekki aðild Austur- og Mið-
Evrópuþjóða gera stórríkis-hug-
myndina að engu?
„Nei, þeir sem ráða ferðinni inn-
an Evrópusambandsins ætla sér
hvort tveggja að útvíkka sambandið
og dýpka samvinnuna í átt til
stórríkis. Þeir gera sér auðvitað
grein fyrir því að það tekur langan
tíma. En tíminn er ekki aðalatriði i
þessu máli. Við íslendingar megum
ekki gleyma því að ef við stígum það
afdrifaríka skref að gerast aðiljar
að þessu stórríki, þá er afar ólíklegt
að það verði nokkurn tíma aftur
tekið. Engin uppsagnarákvæði eru í
Rómar-samningnum og enginn vafí
á því að það er mjög torsótt fyrir
ríki að ganga út út þessari sam-
vinnu eftir að þau eru á annað borð
komin inn.“
En hvers vegna sækja þessar
áhyggjur á þig nú - stendur nokkuð
til að sækja um aðild að Evrópu-
sambandinu?
„I skoðanakönnunum hefur kom-
ið fram að þeirri skoðun hefur vaxið
fylgi að Islendingar eigi að sækja
um aðild að Evrópusambandinu.
Andstæðingar aðildar hafa lengst-
um verið í meirihluta meðal þjóðar-
innar, en sá meirihluti virðist ekki
lengur fyrir hendi. Þetta stafar af
ókunnugleika og mér fínnst brýnt
að allur landslýður átti sig á því um
hvað málið snýst í raun. Þegar fólk
er spurt virðist það stundum ekki
vita almennilega hvað verið er að
tala um.
Sumir hafa haldið því fram að ís-
lenskt efnahagslíf muni aldeilis
dafna efth' inngöngu í Evrópusam-
bandið. En þá blasir við að hagvöxt-
ur í Evrópusambandsríkjum hefur
alls ekki verið jafn hár og hér á ís-
landi. Síðan 1970 hafa litlu ríkin
sem standa utan ESB, Noregur og
Island, búið við mestan hagvöxt og
umtalsvert meiri en ESB-ríkin að
meðaltali. Reynslan kennir okkur
því að það er ekkert sem bendir til
þess að okkur myndi vegna efna-
hagslega betur innan ESB en utan.
Ennfremur má ekki gleyma að
ESB-löndin hafa búið við gífulegt
og viðvarandi atvinnuleysi, en
Norðmenn og Islendingar hafa að
mestu verið lausir við það böl.“
Áköfustu andstæðingar ESB í
flestum Evrópuríkjum hafa sýnst
koma úr röðum stjórnmálamanna
yst til vinstri og yst til hægri, en
Ragnar gerír lítið úr því að hörð-
ustu samherjar hans í þessu efni
séu menn sem að öðru jöfnu eru
hörðustu andstæðingar hans.
„Allir flokkar hafa meira og
minna verið klofnir í afstöðu sinni
til aukins samruna innan ESB, ekki
síst jafnaðarmannaflokkamir," seg-
ir hann: „Þegar t.d. var kosið um