Morgunblaðið - 20.12.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.12.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1998 39 riðið einn á hesti, þó pabbi héldi í tauminn, yfír þessar ár, sem marg- ar sögur höfðu farið af, að menn hefðu sundriðið. Hestarnir voru léttir í spori frá ánni heim að Odda. Pegar þangað kom, var farið að hesthúsi, sem var neðan við túnið. Leyfi hafði fengist hjá séra Erlendi að geyma hestana þar á meðan á fermingunni stóð. I hesthúsinu hafði fjölskyldan líka fataskipti. Engin aðstaða var á sjálfu prestsetrinu til að hýsa allar fjölskyldur fermingarbai-nanna til fataskipta og munu foreldrar mínir ekki hafa farið fram á það. Nýbúið var að moka gólfið í hesthúsinu og voru nokkrar hellur í gólfínu, sem við tylltum okkur á og studdum við hvert annað og aðstoðuðum við að hafa fataskipti. Allt gekk þetta vel og síðan gengu foreldrar mínir með strákana sína til kirkju, þar sem Jón fermdist berfættur í skónum. Kveikt í kvígu Ég var átta ára. Það var kominn j vetur og faðir minn var á vertíð í Vestmannaeyjum, eins og jafnan áður, til að afla heimilinu tekna. Eitthvað munum við bræðurnir, a.m.k. þeir eldri, hafa verið að reyna að hjálpa til við heimilisstörfin. Búið var ekki stórt, um eitthundrað og tuttugu ær, rúmlega tuttugu lömb í og um sextíu hross. Það voru fjórar mjólkandi kýr í fjósi auk veturgam- ? allar kvígu. Við bræðurnir uppgötvuðum að einhverjar pöddur voru á síðum kvígunnar. Við hugleiddum hvernig vinna mætti á þessum pöddum. Jóni, sem var elstur okkar bræðra, datt það snjallræði í hug, að bera steinolíu á síður kvígunnar og kveikja síðan í, en hafa teppi tilbúið til að skella yfír kvíguna til að slökkva eldinn á réttu augnabliki, ; svo hún biði ekki tjón af. Þetta þótti I okkur, sem yngri vorum, snjöll hug- i mynd hjá stóra bróður. Móðir okkar vissi ekki um þessa hemaðaráætlun ,S okkar gegn pöddunum. Verkið var vel undirbúið, kvígan var á ysta básnum og því stutt að dyrunum, ef -j eitthvað færi úrskeiðis. Við gættum Iþess að setja ekki mikla olíu á hár hennar og einungis á afmarkað svæði, svo hægara væri að hemja | eldinn og hann breiddist ekki út. Allt var skipulega undirbúið, en nokkur spenna var í loftinu, kannski ekki síst af ótta við að móðir okkar kæmi að okkur, þegar verst stæði á og eldur logaði á kvígunni. Þegar Jón bar eldspýtuna að síðu kvígunnar, yarð mikill blossi, sem þegar breiddist yfír síðu hennar. Hún tók mikinn kipp, og hinum kúnum brá einnig og þær bauluðu svo hátt að við óttuðumst að það heyrðist inn í bæ til mömmu. En við vorum tilbúnir með teppið og skellt- um því yfir kvíguna og kæfðum eld- inn og henni varð ekki meint af og pöddurnar hurfu. Þannig tókst þetta herbragð okkar, en foreldrar okkar fengu ekki að vita af upp- átækinu fyrr en mörgum árum seinna, þegar þeir voru hættir bú- skap. Og þá sögðu þeir fátt. • Bókarheiti er Á lífsins leið. Fjöldi þjóðkunnra manna og kvenna segir frá at- vikum og fólki sem ekki gleymist. Útgefandi er Stoð og styrkur. Bókin er 179 bls. Tölvur og tækni á Netinu mbl.is —/KLLTAf= G!TTH\SAG NÝTT Þar sem þjálfunin byrjar R R púlsmælar P. Ólafsson ehf., Trönuhrauni 6, Hafnarfirði, sími 565 1533, fax 565 3258. Söluaðilar POLAR púlsmæla:____________________ flkranes: Guðm. B. Hannah úrsm. Ólalsvík: Verslunin Hrund. ísafjörður: Vestursport. Sauðárkrókur: Sundlaugin. Ólafsfjðrður: Tíska og sport. Akureyri: Úrsmiðavinnust. Halldórs Ólafssonar. Húsavík: Skokki, heilsurækt. Egilsstaðir: Apótekið. Neskaupstaður: SÚN-búðin.Vestmannaeyjar: Hressó, heilsurækt. Selfoss: Styrkur. Kellavík: Georg V. Hannah úrsm. Hlaupasíðan: http://www.mmedia.is/hlaup c ^00(fymi^svnin£arsalur OPIÐ: Mán. - fbs. Fimmtud. Laugard. Sunnud. 10:00 - 18:00 10:00-20:00 11:00-16:00 13:00 - 16:00 TM - HÚSGÖGN SíSumúla 30-Sími 568 6822 Scholl SCHOLL HEILSUSKÓRNIR Tilkynning frá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma Jólaþjónusta starfsfólks Jól í görðunum Á jólum kemur fjöldi fólks í Fossvogskirkjugarð, Gufuneskirkju- garð og Suðurgötugarð til þess að huga að leiðum ástvina sinna. Við munum leitast við að leiðbeina ykkur eftir bestu getu. Þjónustusímar 551 8166 og 587 3325 Aðalskrifstofan í Fossvogi, sími 551 8166 og skrifstofan í Gufu- nesi, sími 587 3325, eru opnar alla virka daga frá 8.30-16.00. Skrifstofurnar eru opnar á Þorláksmessu og aðfangadag frá kl. 9.00 til 15.00. Þar veitum við upplýsingar, gefum leiðbeiningar um aðhlynningu leiða og afhendum ratkort ef þörf krefur. Þjónusta á Þorláksmessu og aðfangadag Á Þorláksmessu og aðfangadag, milli kl. 10.00 og 15.00, verða Fossvogskirkja og þjónustuhús í Gufuneskirkjugarði opin fyrir þá sem vilja staldra við í dagsins önn. Á aðfangadag munu prestar verða til staðar. Starfsmenn Kirkjugarðanna verða á vettvangi í görðunum báða þessa daga og taka á móti ykkur og leiðbeina frá kl. 9.00 til 15.00. Gleðilega jólahátíð Starfsfólk Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.