Morgunblaðið - 20.12.1998, Blaðsíða 36
. 36 SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ALÞINGI setti á sínum tíma lög um
fiskveiðistjórnina og kvótann, þar
sem aðgangur vara takmarkaður að
fiskimiðunum og kvótanum úthlutað til
þeirra einna, sem þá áttu skip. Tiltölulega
litlar umræður fóru fram um þessa meðferð
mála í upphafi kvótalaganna, enda kannske
ekki óeðlilegt að þeir sem gerðu út og höfðu
stofnað til kostnaðar við þá útgerð fengju
aðgang að fiskimiðunum. Enda var það
alltaf skilið svo að um væri að ræða að-
göngumiða að kvóta en ekki afsal um eign-
aryfirráð. Þessu til staðfestingar voru sett
inn í lögin ákvæði, þar sem undirstrikað var
að fiskistofnarnir væru auðlind sem væri
eign þjóðarinnar. Um þá grundvallarfor-
sendu var ekki deilt.
I raun og veru var það ekki fyrr en á allra
síðustu árum, sem gallar þessarar löggjafar
komu í ljós, fyrst og fremst vegna framsals
aflakvóta, þegar stórútgerðarfyrirtækin
tóku til við að kaupa kvóta annarra í stórum
stfl og „kvótaeigendur“ gátu selt hlut sinn í
sameign þjóðarinnar fyrir tugi og hundruð
milljóna króna.
Sameign þjóðarinnar, aflaheimildir fárra
útvaldra, var allt í einu orðin uppspretta
milljónagróða tiltölulega fárra einstaklinga
og fyrirtækja. Og allt undir vemdarhendi
stjómvalda.
Undarlegt mátti heita hvað hljótt var um
þessa þróun mála meðal kjörinna alþingis-
manna og í pólitískri umræðu. Helst héldu
þeir uppi málþófi, sem kallast kverúlantar
(og Morgunblaðið), og það var í rauninni
ekki fyir en frægasti kverúlantinn tók sig
til og höfðaði mál gegn stjómvöldum, sem
sprengjan sprakk.
Váldimar Jóhannesson gekk þessa
píslargöngu og mátti þola margt and-
streymið fyrir að leyfa sér þá ósvífni
að bjóða valdinu birginn. Hann segir sjálfur
frá því í blaðaviðtali að hann hafi jafnvel
verið flæmdur úr starfi á meðan á þessu
stóð, og það var í samræmi við þá lítilsvirð-
ingu, sem ber að sýna svona kónum, að
sjávarútvegsráðherra hafði ekki tíma til að
veita Valdimari viðtal eftir að dómurinn
gekk. Persona non grata, Valdimar, sem
segir meira um valdahrokann heldur en
Valdimar. Viðbrögð ráðamanna hafa nefni-
lega verið á þann veginn, eftir að þessi dóm-
Með stjórnar-
skrána að vopni
Margt og mikið hefur verið sagt um kvótann og
dóminn og lögin að undanförnu og varla á það
bætandi, skrifar Ellert B. Schram. Margt hefur
raunar verið illskiljanlegt í fiskveiðistjórnuninni í
langan tíma og ekki hefur ruglingurinn minnkað
eftir dóm Hæstaréttar og viðbrögðin við honum.
ur gekk, að það er líkast því að
þeir séu komnir í stríð við þá
þjóðfélagsþegna sem vilja halda
því til streitu að kvótinn sé sam-
eign þjóðarinnar.
Valdimar er vitlaus, Hæstiréttur er vit-
laus, stjórnarskráin er vitlaus, prófessorar
við Háskólann eru vitlausir (eða ólæsir), all-
ir nema Sigurður Líndal sem segir að lögin
séu vitlaus og sameign þjóðarinnar sé
marklaus.
Ekki ætla ég að gera lítið úr ráðherrum
og valdamönnum, en er ekki þessi fyrirlitn-
ing á andófinu og lögunum og dómunum og
skoðunum annarra eitthvað sem maður hélt
að tilheyrði einveldi og einræði?
Það er hægt að kalla til legíó af lögfræð-
ingum til að lesa misvísandi út úr hæsta-
réttardómnum en það sem eftir stendur og
upp úr stendur er þetta: Það er ekki aðeins
siðlaust að úthluta veiðileyfum til fárra ein-
stakra til að þeir geti makað krókinn prívat
og persónulega. Það er líka ólöglegt. Það er
brot á mannréttindaákvæðunum. Það er
brot á jafnræðisreglunni. Með öðrum orð-
um: kerfi gjafakvótans stenst ekki stjórnar-
skrá. Það er hrunið.
Nú hefði maður haldið að stjómvöld
tækju þessum dómi með nokkrum feginleik,
þar sem nú fengist tækifæri til að taka tillit
til þeirrar pólitísku gagnrýni
sem kerfið hefur sætt. En þess í
stað hafa ráðherrar gengið á
undan í sleggjudómum og haldið
uppi vörnum fyrir rétt hinna fáu
til að ráðskast með eign hinna mörgu. Ofan
á þessa ringulreið bætast svo fullyrðingar
Sigurðar Líndal um að löggjöf um sameign
þjóðarinnar hafi enga stoð í hefðum né
eignarrétti.
Það lýsir vandanum vel, sem skapast hef-
ur með gjafakvótanum og dómnum, sem
gengur þvert á hann (svo ekki sé talað um
hinn einlæga ásetning ríkisstjórnarinnar að
hafa dóminn að engu), að það er nánast
óvinnandi verk að vinda ofan af vitleysunni.
Ríkisstjórnin leggur fram málamyndafrum-
varp til lagfæringa á lögunum og viður-
kennir í leiðinni að afleiðingarnar af sam-
þykkt þess kalli á stórfelldar skaðabóta-
kröfur. Ráðherrarnir treysta sér ekki til að
ganga lengra og vilja ekki ganga lengra, af
því að samanlögð útgerðin mundi þegar í
stað þingfesta kröfur og kærur um að lög-
gjafarvaldið geti ekki tekið kvótann af
henni fyrirvaralaust. Þessi klípa liggur
raunar á borðinu. Þorsteinn sjávarútvegs-
ráðherra lætur hafa eftir sér í fjölmiðlum að
breytingamar á krókaleyfunum séu til þess
fallnar að vemda kvótarétt smábátaeig-
HUGSAÐ
UPPHÁTT
enda, því ekki megi leyfa öðrum eða fleiri
að stunda veiðarnar! Tilgangur frumvarps-
ins er sem sagt sá að taka tillit til jafnræðis-
reglunnar, sem Hæstiréttur vill halda í
heiðri, með því að hafa þá reglu að engu!!
Og breytingin gagnvart stærri skipunum er
sú að veiðileyfin eru rýmkuð en aflaheimild-
irnar ekki! Nema jú að þeir, sem veiðileyfi
fá, geti keypt kvóta af þeim sem fengu hann
ókeypis! Tilgangurinn er sá einn að virða
hæstaréttardóminn að vettugi.
Því miður verður að segja þá sögu eins
og hún er, að Líndal hefur nokkuð til
síns máls, þegar hann segir að gjafa-
kvótinn sé ekki lengur sameign þjóðarinn-
ar. Hans forsenda er skírskotun til laga-
hefðar. Mín skírskotun er raunveruleikinn.
Kvótinn hefur verið afhentur fáum útvöld-
um, sem gera tilkall til hans og hóta skaða-
bótakröfum og hruni sjávarútvegsins ef
hróflað verður við þessari „eign“. Þjóðin á
sem sagt yfir höfði sér skaðabótakröfur fyr-
ir að hafa leyft útgerðinni að veiða fyrir
ekki neitt! Að þessu leyti er þetta kvótamál
orðið að rosalegri sjálfheldu.
Ef satt skal segja hafa fáir við það að at-
huga að útgerðarfyrirtæki og trillukarlar
fái úthlutað veiðikvótum. íslendingar skilja
það og vilja það að þeir sem eiga skip, hafi
rétt til veiða. Það sem hefur verið gagnrýnt
er, að leyfin hafa verið bundin við þá sem
duttu í þann lukkupott að eiga skip þegar
lögin voru sett. Þeir vilja að opnuð sé leið
fyrir aðra sem vilja hefja útgerð. Og þeir
vilja koma í veg fyrir framsal aflaheimilda,
þannig að seljendur eða leigusalar moki tií
sín fé af þeirri einni ástæðu að þeir hafi að-
gang að óveiddum fiski í sjónum. Sem þjóð-
in á, samkvæmt fyrstu grein fiskistjórnar-
laganna. Þetta eru hin lagaiegu og pólitísku
skilaboð Hæstaréttar. Og mikill meirihluti
þjóðarinnar er þeim sammála.
Ef menn halda áfram að berja höfðinu
við steininn, finnst kannske sú vitglóra í
þessari vitleysu allri, að átökin um kvótann
verði á endanum átök um þau mannrétt-
indi sem eru varin í stjórnarskránni.
Kannske þarf að skerpa línurnar á milli
þeirra, sem vilja standa vörð um forrétt-
indin, og hinna, sem vilja standa vörð um
jafnræði. Þá er kominn tími til að grípa til
vopna sinna.
Jólakortaleikur
Póstsins
14. des. 15. des. 16. des. 17. des. 18. des.
3126 12330 50839 15479 3097
4397 45398 75762 37338 54256
26115 56915 111660 45803 56887
52566 60030 126580 61237 99200
69599 71915 128948 80106 107704
87401 107323 159947 81475 122216
137988 152370 165408 96445 137724
152354 157269 222110 114477 145595
221582 170909 225289 121566 171359
244906 181579 231971 168160 226476
267358 200127 242499 239183 232765
298770 223644 251265 266345 248592
307761 227563 277475 268273 272348
333634 234209 316757 268860 290512
337831 252564 327283 302992 371602
360767 306591 338592 313519 379359
361762 326882 352588 314936 392300
383441 327106 386506 339736 417544
388259 377571 395711 380308 418704
435736 423829 418342 398043 423563
Handgerðir
skartgripir
Kringlunni og Skólavörðustíg
568 6730 og 551 2392
Salur 32.015 kr. stgr.
Gullfállegir stólar
á góðu verði '
Dolphine 23.655 kr. stgr.
húsgögn
□P
Armúla 44
sími 553 2035
vpmbl.is
J\LLTAf= GTTTHX/AG NÝTT
Fréttir á Netinu