Morgunblaðið - 20.12.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1998 41
SKOÐUN
ástæðum. í fyrsta lagi er hér um
mikið magn kolefnis að ræða. I
öðru lagi væri ekki lítið atriði ef
unnt væri að nýta gróðurhúsaloft-
tegundir sem nú streyma frá stór-
iðjunni út í andrúmsloftið. það
mundi leiða til þess að stóriðjan
yrði að mestu umhverfisvæn.
Það hefur komið fram í fjölmiðl-
um að Járnblendiverksmiðjan á
Grundartanga hefur ákveðið að
byggja nýjan ofn sem mögulegt
verður að loka þannig að hægt
væri að nýta frá honum afgasið
sem að mestu er koleinoxíð en
inniheldur einnig nokkurt koltví-
oxíð. Með því að bæta í þetta gas
vetni mætti fræðilega framleiða
um 87.000 tonn af metanóli á ári
sem, ef það yrði notað til að knýja
efnarafalabíla, gæti komið í stað
98.000 tonna af bensíni. Þetta met-
anól mundi sem sagt nægja til að
knýja mestallan bensínbílaflota
landsmanna.
Afgasið frá núverandi ofnum
Járnblendiverksmiðjunnar á
Grundartanga og frá kerum álver-
anna í Straumsvík og Hvalfirði er
blandað með lofti þannig að það er
mikið þynnt og kolefnisinnihald
þess fer að svo til öllu leyti út í and-
rúmsloftið sem 600.000 tonn af
koltvíoxíði á ári. Væri þessum ofn-
um og kerum lokað, sem tæknilega
verður ekki séð að sé óyfirstígan-
legt, mætti fræðilega nota þetta af-
gas ásamt afgasinu frá væntanleg-
um nýjum ofni Járnblendiverk-
smiðjunnai- og viðbótarvetni til að
framleiða 525.000 tonn af metanóli
á ári.
Þessi 525.000 tonn af metanóli, ef
það yrði notað til að knýja efn-
arafala í bflum og fiskiskipum, gæti
komið í stað 590.00 tonna af bensíni
og olíu en það er meirihlutinn af
núverandi árlegum bensín- og olíu-
innflutningi Islendinga.
Þetta mundi leiða til þess að út-
streymi á Islandi af gróðurhúsaloft-
tegundinni koltvíoxíð mundi lækka
niður í 30% af því sem nú er. Jafn-
framt væri stóriðjan orðin um-
hverfisvæn.
Vetnisvæðing Islendinga
En hvernig mætti þá standa að
því að hefja í áfongum notkun inn-
lendrar orku í stað innflutts elds-
neytis? Að áliti greinarhöfundar
gæti þetta hugsanlega gerst á eftir-
farandi veg. Artöl, sem gefin eru
fyrir hvern áfanga, ber að skoða
sem lauslegar hugmyndir greinar-
höfundar um það hversu hratt
vetnisvæðing Islendinga gæti
gengið fyrir sig.
1. (2002-2004) Tilraunakeyrsla 1-
3 strætisvagna í Reykjavík sem
knúnir væra efnarafólum. Vetni
fyrir efnarafalana kæmi frá Aburð-
arverksmiðjunni í Gufunesi.
2. (Frá 2004) Endurnýjun núver-
andi strætisvagnaflota þannig að í
stað dísflstrætisvagna komi efn-
arafalaknúnir strætisvagnar.
3. (Frá 2000) Athugun á mögu-
legri framleiðslu metanóls úr vetni
og kolefni í afgasi frá stóriðju eða
öðrum innlendum kolefnisgjöfum.
4. (Frá 2004) Hefja notkun efn-
arafalaknúinna einkabfla. Vetnið
yrði geymt um borð bundið í met-
anóli.
5. (2004-2006) Forathugun á því
að knýja skip efnarafölum. Vetnið
yrði geymt um borð bundið í met-
anóli.
6. (2006-2015) Tilraunakeyrsla
efnarafalaknúins skips.
7. (2015-2040) Endurnýjun fiski-
skipaflotans í áföngum þannig að í
stað núverandi skipa komi efn-
arafalaknúin skip.
Hér er að sjálfsögðu einungis um
að ræða vangaveltur greinarhöf-
undar um það hvernig mætti
standa að því að gera Island óháð
innflutningi eldsneytis. Jafnframt
gæti þá orkunotkun bfla og fiski-
skipa minnkað niður í allt að helm-
ing og útstreymi gróðurhúsaloft-
tegunda minnkað niður í allt að
þriðjung þess sem nú er. Þessar
vangaveltur eru þó ekki alveg út í
loftið. þær eru byggðar á fræðilegri
þekkingu og tækniþekkingu sem nú
er til staðar.
Hvað sem öllu líður þá gæti verið
hér á ferðinni slíkt stórmál að
fyllsta ástæða ætti að vera til þess
að það sé athugað rækilega.
Höfundur er prófessor í efnafræði
við raunvísindadeild Háskóla Js-
lands.
IOL4TRE
- ^v TIIE ORIGIXAL/USA
^ TÍU ÁRA ÁBVRGÐ, ÆVIEIGN
★ VERD AÐEINS FRÁ 2900,-
★ MARGAR STÆRDIR
★ /ÓLASERÍA & FÓTUR FVLGIR *
UTSÖLUSTADIR ALASKA
| Alaska v/BSÍ, Borgartúni 22 a Ármúla 34 s: 562 2040 |
ISÐH 520!
Frábært tæki
Innbyggt módem V.24
Innbyggt ferjald
Tengi fyrir höfuðtól
Handfrjáls
■^C
ocoorv
þráðlaus sími með skjá
10 númera minni
Góð drægni
Góð rafhlaða
ýVZ AlfaU
Borðsími með skjá
Handfrjáls
Tímamælir samtöl
I— •** Ðesþmasfer 120
Borðsími með skjá
Handfrjáls
Tímamælir samtöl
3.490
■m Aloka,
Öðruvísi sími
10 minni
Litur: Silfur og
svart
5 htei
Siöumúia 37 -108 Reykjavík
S. 588-2800 - Fax 588-2801
F0LK! ishÆ
SKIÐA- 0G
m
JIIMl
i
i
~ israsp^SgjoLA
^ AFSLATTUR
SKIÐAPAKKAR
BARNA-
SKIÐAGLER-
AUGU
frá 860
frá 14.688
frá 16.720
frá 23.851
frá 28.347
BARNA-
SKI0AGALLI
Buxur og úlp
frá 8.900
jóla
Gjafeilkoirf
- ntMryrirkeit uhv ávíkhíha
BARNAPAKKI
KRAKKAPAKKI
UNGLINGAPAKKI
FULLORÐINSPAKKI
GÖNGUSKÍÐAPAKKI frá 15.585
Tökum notuð heilleg skfði uppí ný
Opið öll kvöld til jðla
r töppurinn/ i útfa/íát
BARNA- .
SKIÐASK0R
frá 6.900
...%
STYRISLEÐI
frá 7.400
Skeifan 6 * Reykjavík * Sími 533 4450