Morgunblaðið - 20.12.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.12.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1998 27 Morgunblaðið/Kristinn RAGNAR Arnalds á tvær bækur í jólabókaflóðinu, leikritið Sol- veigu og bók um stjórnmál sem fjallar um sjálfstæði íslands og kosti þess og galla fyrir fslend- inga að ganga í Evrópusamband- ið. Maastricht-samkomulagið í Frakk- landi var einungis um 51% stuðning að ræða sem segir okkur að allir flokkar klofnuðu þar. Á Norður- löndum hefur forysta jafnaðar- mannaflokkanna leitt þessa þróun, en skoðanakannanir hafa ítrekað sýnt að kjósendur þessara flokka eru mjög beggja blands. Andstaðan hefur náð inn í jafnaðarmannaflokk- ana miðja. I mínum augum eru það fyrst og fremst sér-íslenskar ástæður sem gera það að verkum að við eigum ekki erindi í ESB. En jafnframt er það skoðun mín að það sé ekki gæfulegt að mynda stórríki Evrópu. Það er ekkert unnið við að mynda alltof stórar einingar hvort heldur sem er út frá sjónarmiðum friðar og öryggis eða út frá efnahagslegum sjónarmiðum. Eg fjalla allítarlega um það í bókinni að smáum ríkjum hefur vegnað betur en stóru ríkjun- um. Meginskýringin á þvi er að þjóðfélagsþegnarnir hafa meira frumkvæði, það er meiri pólitískur áhugi í smærn ríkjum en stórum, meiri virkni bæði í atvinnu- og menningarlífi, og oft á tíðum skarp- ari menningarstraumar. Með mikl- um samruna er alltaf aukin hætta á afskiptaleysi, áhugaleysi og frum- kvæðisleysi, að einstaklingarnir breytist í stóran massa sem er bara þiggjandi og situr dofinn fyrir fram- an sjónvarpið á kvöldin." Telurðu stutt í það að Islendingai- þurfi að standa frammi fyrir spurn- ingunni um aðild að Evrópusam- bandinu? „Já, ég óttast að átök verði um ESB-aðild innan fárra ára. Mér finnst m.a. að ræða Halldórs Ás- grímssonar á flokksþingi Framsóknarflokksins bendi ein- dregið í þá átt. Hann telur hugsan- legt að Ieysa vandann í sjávarút- vegsmálum með því að taka þau ein- faldlega út fyrir sviga, þá opnist möguleikar á inngöngu. Ég er ósammála þessu og tel auk þess engar líkur á að ESB samþykki undanþágu fyrir ísland hvað varðar sjávarútvegsmál enda hafa forystu- menn í ESB marglýst því yfir að það kæmi ekki til greina.“ Finnur þú fyrir þrýstingi frá þingmönnum annarra þjóða um að Island gangi í sambandið? „Já, það er stöðugt verið að segja við okkur á alþjóðaþingum og ráð- stefnum: Af hverju komið þið ekki með, af hverju viljið þið ekki taka þátt í þessari þróun? Það er sífellt verið að hamra á því að við séum að einangra okkur með því að standa utan við. En þetta eru bara yfir- borðsrök, eins og ég sýni fram á í bókinni. Við einangrum okkur ekki á nokkurn hátt, við höfum alla möguleika á að fylgjast vel með því sem er að gerast á alþjóðavettvangi og nýta það í okkar samfélagi án þess að fórna sjálfsákvörðunarrétti okkar og fiskimiðum. Með bók minni er ég að reyna að draga fram hinar fjöldamörgu hlið- ar þessa máls og minna á að málið sé ekki eins einfalt eins og sumir vilja vera láta. Það snýst ekki um hvort við viljum vera í samstarfi við nálægar þjóðir. Og það snýst heldur ekki um það eitt hvað verður um fiskimiðin okkar. En fyrst og fremst er ég að minna á að við höfum miklu meiri möguleika til þess að auka velferð á Island og þjóðartekjur með því að standa á eigin fótum.“ En nú má segja að Evrópusam- bandinu sé stjórnað af jafnaðar- mannaflokkum Evrópu, það höfðar ekki til þín að margt í löggjöf ESB er ísósíölskum anda? „Ég held við hefðum alla mögu- leika til að fylgjast með þeirri þróun og taka þátt í henni án þess að láta þá í Brussel taka þessar ákvarðanir fyrir okkur. Reyndar hlýst það af samningnum um evr- ópska efnahagssvæðið að löggjöf ESB hellist yfir okkur og spurning hvort við ættum ekki frekar að reyna að taka sjálfir og á okkar forsendum ákvarðanir um það sem aðrar Evróuþjóðir eru að gera á sviði félagsmáía án fyrirskipana frá Brussel. Þróun sjálfstœóis (þústmd ár og réttarsíaóu /siands við adild u<) ESH Ivitt- Stjút'ti. tU'tttut' I ttth l.ýtV. RSII 'riúi Itwl vritli vkrtt stjtu-u vtklt vt'ltli f'I'i ÚUt íit.> IH>.t |WM I9IK Æðsla löggjalartald Æðsfu dómsviild Æð$(a fraiukv.vald S.iiRining$rúttur ríkis Kiiðstöfuii skutiii WBSBSk I.öggivsln Rfivisboi-guraivltur spgpi Yfirráð fiskiiniða Myntslútla I slt'tisk \ I tf i'aO Erlctul titmiil lUtutthió tlít raú MYND úr bók Ragnars, Sjálfstæðið er sívirk auðlind, sem sýnir hvern- ig réttarstaða Islands hefur breyst f tfmans rás. VEGNAR fjölmennum ríkjunt betur í hagvaxtarkapphlaupinu en fá- mennum ríkjum? „Síður en svo,“ segir Ragnar í bók sinni og birtir þessa teikningu af vexti landsframleiðslu (1970:100) í nokkrum fjöl- mennum ríkjum og ríkjaheildum í samanburði við vöxtinn í smáríkjun- um Noregi og Islandi. Atvinnuleysi í ESB í % - 20 - ■ ... 15 • — 1 10 — | ■ $ i\ l 5 — I tl ■; 1 K- „ ■ 1 i J ii. i 1 II llllll 1 V* RAGNARI finnst atvinnuástandið í Evrópusambandsríkjum vera „dapur- legur vitnisburður um þá miðstýrðu nýftjálshyggju sem þar hefur ráðið ríkjum". Á myndiimi má sjá að árið 1997 var atvinnuleysi þrefalt meira að meðaltali í ESB-ríkjum en á íslandi og í Noregi. Það er ekki nema eðlilegt að við reynum að læra af öðrum þjóðum. í hvert sinn sem upp kemur vandamál á Islandi hljótum við að spyrja: Hvernig leysa önnur ríki þetta? Við sendum menn út um lönd til þess að kynna okkur hvern- ig aðrir fara að. Þetta tel ég að sé rétta aðferðin; við eigum að leita fyrirmynda víða og reyna að laga ákvarðanir annarra þjóða að ís- lenskum aðstæðum. Oft þurfum við að gera hlutina á dálítið sérstakan hátt til að halda niðri kostnaði. Færeyingar standa frammi fyrir þvi í sjálfstæðisviðleitni sinni að Danir borga 1/3 af öllum útgjöldum færeysku fjárlaganna. Þeir spyrja sig því eðlilega hvort þeir hafi bol- magn til að halda uppi sjálfstæðu ríki eftir að framlög Dana falla nið- ur. I augum íslendings er ljóst að Færeyingar geta dregið verulega úr útgjöldum sínum með því að endurskoða löggjöf sína og miða hana við eigin aðstæður, gera hlut- ina einfaldari og ódýrari. Vegna sambandsins við Danmörku hafa Færeyingar ekki átt þess kost að sníða sér stakk eftir vexti, Danir hafa jafnað reikningana. Þetta finnst mér einmitt gott dæmi um óæskilegar afleiðingar af sambandi lítillar þjóðar við miklu stærra ríki: stóra ríkið mótar kerfið, löggjöfina og gerir hlutina á dýrari hátt en litla þjóðin hefði þurft að gera. Ragnar fjallar einnig um her- verndarsamstarf Islands og Band- aríkjanna í bók sinni, en hann hef- ur alla tíð verið harður herverndar- andstæðingur. „Já, herstöðvamálið er einskonar viðauki við meginþema bókarinnar. Ég kem inn á það vegna þess að ég varpa fram þeirri spurningu hvort Evrópusambandið muni taka að sér hervamir á íslandi. Þá þótti mér við hæfi að rekja sögu herstöðvamáls- ins allt frá stríðslokum, ekki síst vegna þess að ég kom þar talsvert við sögu sjálfur, en líka vegna þess að öryggismál eru óhjákvæmilegur og stór þáttur í sjálfstæði hvers rík- is. Ég hef alla tíð barist fyrir því að Islendingar létu ekki önnur ríki hafa þau mál með höndum. Her- stöðvamálið er auðvitað sjálfstæðis- mál í eðli sínu.“ Vissulega - en alls ekki ein- vörðungu á þessum forsendum. Það hefur t.d. lengi verið skoðun meiri- hluta manna á íslandi að aðildin að Atlantshafsbandalaginu og varnar- samstarfið við Bandaríkin hafí ekki aðeins styrkt sjálfstæði íslands í sessi heldur beinlínis gert þessari fámennu þjóð kleift að vera sjálf- stæð á viðsjárverðum tímum; í her- verndinni hafí því ekki falist sjálf- stæðisafsal heldur sé hervemdin þvei-t á móti nauðsynleg forsenda fyrir sjálfstæði lítillar þjóðar í hernaðarlega mikilvægu landi. „Herseta Bandaríkjamanna kem- ur auðvitað í kjölfar kalda stríðsins sem afleiðing af síðustu heimsstyrj- öld þegar Bandaríkin skópu sér hér aðstöðu og vildu síðan ógjaman víkja úr henni, vom búnir að kosta heilmiklu til og vildu halda henni. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að það sé skerðing á sjálfstæði landsins að hafa erlendan her í landinu. Og það var auðvitað hugs- un Bjama Benediktssonar þegar hann gerði það að skilyrði fyrir aðild Islands að Norður-Atlants- hafsbandalaginu að hér væri ekki erlendur her á friðartímum. Nú þegar kalda stríðinu er lokið ætti öllum að vera ljóst að erlend her- seta er tímaskekkja. Ég tel að við ættum fyrst og fremst að tryggja öryggi okkar með aðild að einhvers konar öryggisbandalagi sem starfaði á vegum Sameinuðu þjóðanna. Ég sé af nýlegum fréttum að slíkt er mjög á döfinni í sam- skiptum Evrópumanna og Band- aríkjamanna. Bandaríkjamenn vilja stefna að því að Atlantshafsbanda- lagið geti tekið sjálfstæðar ákvarð- anir um hernaðaríhlutun hvar sem er í heiminum, en ýmsir leiðtogar Evrópuríkja telja að slíkt öryggis- bandalag verði að starfa undir um- sjón Sameinuðu þjóðanna. Það er ekki ólíkur þankagangur og kemur fram í þessari bók minni.“ S;álfstæðið er sívirk auðlind er ekki eim bók Ragnars sem kemur út uia þessar mundir. Nýlega kom út á bók leikrit hans Solveig sem sýnt er í Ijóðleikhúsinu. Solveig er þriðja leikrit hans sem sýnt hefur verið á fjölum stóru leikhúsanna í Reykjavík. Þegar Ragnar lætur af þingmennsku í vor fær hann vænt- anlega tóm til að einbeita sér að rit- störfunum. En hefur ekki hvarfíað að honum að skrifa skáldsögu - t.d. þar sem sögusviðið er AJþingi og stjórnmálabarátta nútímans? „Ja, ég hef nú látið mig dreyma um það að setja saman skáldsögu. En pólitísk skáldsaga hefur ekki freistað mín mikið. Ætli ég byrji ekki á sögu úr fortíðinni. Sagn- fræðin heillar mig.“ Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. JÓHANNF.S 3:16 Samkomur alla sunnudaga kl. 16:30, þriðjudaga kl. 20:30 og laugardaga kl. 20:30 HLÍÐAMÁRA 5-7 SÍMI 554 33 77 krossinn@skima.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.