Morgunblaðið - 20.12.1998, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Golli
FRÍKIRKJAN við Linnetstíg í Hafnarfirði.
ÞAÐ ER einstaklega mikið framtak
að söfnuður taki sig til og geri svo
mikið í einum rykk. Pað er bókstaf-
lega allt tekið í gegn, endurbætt,
endursmíðað og lagfært. Pað eina sem ólokið
er, er að mála húsið að utan. Hér þurfti að
samræma sjónarmið. Það þurfti að taka mið
af notkun safnaðarins á húsinu og þeirri stað-
reynd að húsið er friðað, eins og allar kirkjur
smíðaðar fyrir 1918, og því var verkið í heild
unnið með húsverndarsjónarmið í huga,“ seg-
ir Þorsteinn Gunnarsson. Hann rekur síðan
það helsta sem tekið var fyrir í kirkjunni.
Rennd tréijós sem verið hafa í kirkjunni frá
íyrsta degi og voru farin að kola nokkuð eftir
perurnar voru endurgerð í hvítu postulíni með
gyllingum. Kirkjan var og klædd að innan
með panel. Klæðningamar voru smíðaðar í
stíl við gömlu borðin. Skipt var um glugga og
allir viðir treystir í grind og gólfí. Nýtt timb-
urgólf var lagt nema í forkirkju og miðgangi
þar sem er steingólf. Kirkjan er „stór og mikil
hvelfing“ eins og Porsteinn komst að orði, og
var klædd panel. Honum hefur nú verið skipt
út fyrir gifs og er það að sögn arkitektsins
bæði fyrir sakir brunavama og betri hljóm-
burðar.
Uppmnalegir bekkir hafa verið fjarlægðir,
svo og gamlir bíóstólar sem síðar komu til að
auka sætafjölda. Þess í stað vora smíðaðir ný-
ir bekkir. Það sama gildir uppi á pöllunum, en
Þorsteinn segir að þar hafi verið mjög sér-
stakir bekkir fyrir þar sem setfjölin hafi verið
úr rimlum sem löguðu sig eftir líkamanum.
Allar raf- og hitalagnir eru nýjar. Þá eru
nýir ofnar og ný ljós. Allir gluggar eru nýir
eins og getið var áðan, einnig allar hurðir.
Loks var kirkjan öll máluð að innan og var
tekið mið af upprunalegum litum í litavali í því
skyni að komast eins nærri því gamla og unnt
var.
Samræming
sjónarmiða
Fríkirkjan í
Hafnarfírði hef-
ur verið tekin í
alls herjar and-
litslyftingu og
um síðustu helgi
var hún opnuð
að nýju eftir hin-
ar gagngeru
breytingar.
Þetta er gamalt
hús, byggt árið
1913, en er nú
nýtt hús að
LOFTLJÓS.
kalla má á
gömlum grunni.
Guðmundur
Guðjónsson
ræddi við þá
Þorstein Gunn-
arsson og séra
Eyjólf Einarsson
fríkirkjuprest í
Hafnarfírði um
breytingarnar
og svo tala
myndirnar
sínu máli.
Þorsteinn hældi Fríkirkjusöfnuðinum á
hvert reipi fyrir atorku og framsýni og einnig
sagði hann verksfræðistofuna Línuhönnun og
verktakafyrirtækið Gamlhús, sem sérhæfir
sig í endurgerð og viðhaldi gamalla húsa, eiga
mikið hrós skilið fyrir framlög sln.
Stór sigur
Séra Einar Eyjólfsson, prestur Fríkirkju-
safnaðarins í Hafnarfirði, sagði að síðasti
sunnudagur hefði verið mikill gleðidagur fyrir
söfnuðinn þar sem ;,nýja“ kirkjan hefði þá
verið vígð af biskupi Islands, séra Karli Sigur-
björnssyni.
„Kirkjan hefur gjörbreyst og á allan veg til
hins betra. Þetta er gamalt rótgróið hús og
því viðbúið að stórar og miklar breytingar
gætu orðið viðkvæmt mál í söfnuðinum. Ut-
koman er hins vegar sú, að fólki virðist falla
þetta frábærlega vel og mér þykir þetta vera
dæmi um einstaklega góða endurgerð. Hér
hafa ungir smiðir unnið stóran sigur, að öllum
öðrum ógleymdum sem að verkinu komu,“
sagði séra Einar.
Byggingarlist kirkjunnar
Húsameistari kirkjunnar var Davíð Krist-
jánsson, fæddur að Kambsstöðum í Ljósa-
vatnsskarði 1. maí 1878. Á árunum 1893-1900
stundaði hann sjómennsku frá Vestfjörðum,
en næstu fjögur árin nam hann trésmíði í
Reykjavík hjá Jóni Sveinssyni trésmíðameist-
ara á Sunnuhvoli. Að námi loknu fluttist hann
til Hafnarfjarðar og starfaði þar Jengst af við
trésmíðar, eða þar til hann var skipaður bygg-
ingar- og heilbrigðisfulltrúi bæjarins 1938.
Hann var einn af stofnendum fríkirkjusafnað-
arins og átti sæti í fyrstu stjórn hans. Þá var
hann bæjarfulltrúi í Hafnarfirði í tvo áratugi,
1918-38, þar af forseti bæjarstjómar í átta ár.
Hann lést 1943.