Morgunblaðið - 20.12.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.12.1998, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1998 MORGUNBLADIÐ Dýraglens AUMIHGJA GRETTXR, H ANN UEFUR EKK/ R£3£> \JIE>/HÉR Smáfólk LUCY 5AIP IF I NEEP TWENTY-FIVE DOLLAR5 TO BUY PE66YJEAN A CURI5TMA5 PRE5ENT, I 5H0ULP 5ELL MY P06... THAT 5 THE FIR5T TIME l'VE EVER 5EEN HIM 5PILLHI5 UUATER PI5H.. Gunna sagði að ef mig vantaði En frábær hugmynd! 2000 kr til að kaupa jólagjöf handa Pálu Jónu, þá ætti ég að M selja hundinn minn ... Það er í fyrsta skipti sem óg sé hann hella niður úr vatnskálinni sinni... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Er tímasprengja á heimilinu? Frá Einari Guðmundssyni: BRUNAR vegna aðventu- og kerta- skreytinga skipta tugum fyrir hver jól og nú þegar hefur í það minnsta einn slíkur valdið nokkru tjóni. Þeir eru löngu orðnir árvissir fylgifiskar hátíðarinnar og virðist sem almenn- ingur gléymi oft þeim mikilvægu boðorðum sem gilda um meðhöndl- un logandi kerta. Til að gera sér grein fyrir alvöru málsins er vert að rifja upp ástæður þessara óhappa. Aðventuskreytingar í aðalhlutverki Aðventuskreytingar með logandi kertum eru í raun lifandi tíma- sprengjur sem orðið geta að báli eða kveikt í nálægum hlutum þegar síst skyldi. I desember 1997 bætti Sjóvá- Aimennar tryggingar hf. tjón vegna 23 slíkra bruna og nam meðaltjón hvers þeirra um 275.000 krónum. Miðað við þennan fjölda má áætla að heiidarfjöldi hjá öllum íslensku tryggingafélögunum sé um 65 brun- ar, eða um tveir á dag allan jólamán- uðinn. Það er því Ijóst að hér er um milljónatjón að ræða og oft á tíðum fylgir gífurleg hætta fyrir fólk. Log- ar frá skreytingum geta náð allt að metra upp í loft og það sem í upphafi var smá logi er skyndilega orðið að eldhafi. Slíkir eldsvoðar eiga það hins vegar flestir sameiginlegt að hægt er að koma í veg fyrir þá með meiri aðgát. Aldrei skal skilja við logandi kerti í mannlausu herbergi eða þegar farið er að heiman, jafnvel þó að aðeins eigi að skreppa í litla stund í burtu. Heimsóknir í næsta hús geta dregist á langinn og þá er voðinn vís. Gæði kerta eru misjöfn og þekkt tilfelli þar sem kerti hafa brunnið niður á skömmum tíma, öllum að óvörum. Huga þarf vel að staðsetn- ingu aðventuskreytinga. Varast ber að setja þær nálægt opnum glugga þar sem dragsúgur getur haft áhrif á brunatíma kertanna auk þess sem eldur getur læst sig í gluggatjöld. Undirstaða kertaskreytinga þarf einnig að vera traust og þola hita og aldrei skal setja þær á rafmagnstæki eins og sjónvörp sem gefa frá sér hita. Þá er ótalið það aðdráttarafl sem kerti hafa á börn og því mikil- vægt að brýna fyrir þeim þá hættu sem af kertunum stafar. Við getum gert betur Eins og fyrr er greint mætti koma í veg fyrir flesta eldsvoða af völdum aðventuskreytinga. Einföld kerta- loka eða jólaskreyting sem húðuð hefur verið eldtefjandi efni getur bjargað jólunum eða sjálfslökkvandi kerti. Kveikur þeirra nær ekki alla leið niður og slokknar því loginn þegar u.þ.b. 5 sentimetrar eru eftir af kertinu. Gæta skal þó þess að kertalokan (englavaktin) sé í sam- ræmi við sverleika kertisins, því ef kertið er of mjótt getur það náð að brenna fram hjá lokunni. Það er von okkar að þessar ábend- ingar geti bjargað hátíðarstemmn- ingu á einhverjum bæjum. Farið að öllu með gát og eigið gleðilega jóla- hátíð. EINAR GUÐMUNDSSON, forvarnafulltrúi Sjóvár-Almennra trygginga hf. Opið bréf til Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra Frá Haíþóri Baldvinssyni: BLESSAÐUR og sæll, Davíð! Astæðan fyrir skrifum mínum er mjög einföld. Eg er sjálfur öryrki og er eins og þú á framfæri ríkisins. Þó veit ég að langt er á milli vinnugetu okkar en oft óska ég nú þess að vinnugeta þín mætti vera minni þeg- ar kemur að málefnum öryrkja. Eg er mjög ósáttur við framferði þitt gagnvart öryrkjum og öldruðum. Væntanlega stendur vilji þinn til þess að gera betur en mátt víst ekki við margnum (lesist: Kolkrabbanum). Öryrkjar hafa ekki sama bakland og þú þegar kemur að framfærslu- getu. Þeir eiga allt sitt undir ríkinu eða lífeyrissjóðum sem standa víst frekar illa um þessar mundir. Gaml- ar syndir í formi skulda verða víst að greiðast. Þú átt vísast sæluvist í heimahögum Kolkrabbans verðir þú fjrir slysi og örkumlist eða verðir veikur svo að af hljótist öroi-ka. Reyndar er ég á þeirri skoðun eftir kynni mín af Sjálfstæðisflokknum að það sé viss veiki sem fylgir því að verja gerðir þess flokks. Framundan sé ég lítið annað en að öryrkjar og aðrir undirmálsmenn þessa gósen- lands verðbréfamiðlara og annarra vesælu manna sem eru með dollara í augna stað, verði að grípa til sinna ráða. Það er þannig, Davíð, að stjómarskrárbundinn réttur er til þess að verja líf sitt og barna sinna með öllum tiltækum ráðum. Ef þarf að grípa til róttækra aðgerða svo sem gerist í útlöndum þá verður svo að vera. Ef þú og ríkisstjórnin heylg'- ast á því að bæta kjör öryrkja og aldraðra þannig að þeir geti lifað sómasamlegu lífi þá spái ég því að ekki verði langt í að fólk grípi til að- gerða sem ekki hafa sést hér á landi svo öldum skiptir. Hvað er sómasamlegt líf? Mitt svar er í hnotskum það að fólk þurfi ekki að vera upp á aðra s.s. ættingja komið með brýnustu nauðsynjar eins og fjölmörg dæmi eru til um. Að lok- um hvet ég þig til að taka sjálfan þig taki og hætta augnablik að hugsa um velferð vina þinna. Þú varst ekki kosinn í þetta embætti sem þú nú gegnir. Þú varst kosinn formaður flokks sem hefur sýnt af sér að hafa meiri áhuga á að koma upp vændi á Islandi sem virðist blómstra allt und- ir þeim formerkjum að um sé að ræða frelsi, atvinnufrelsi, þátttöku- frelsi bla, bla, bla, bla. Þér ber sem forsætisráðherra að hugsa um vel- ferð íslensku þjóðarinnar en svo vill til, Davíð, hafir þú ekki tekið eftir því (það er jú óþægileg staðreynd fyrir þig og þína) að hér búa aldraðir og öryrkjar. Að lokum vil ég hvetja þig til að halda þig við skriftir. Mér finnst þú ekkert sérlega góður ritari en þú gerir held ég minna ógagn þannig. HAFÞÓR BALDVINSSON, Blöndubakka 12, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt tii að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.